Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja þegar kom að því að kjósa í fyrri forkeppni Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva á þriðju- dagskvöl. Ekki frekar en fyrri dag- inn. Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone, sem heldur utan um símaskosninguna hér á landi, bár- ust tólf prósent fleiri atkvæði en í fyrri hluta forkeppninnar fyrir ári. Og ef Íslendingar fylgja fordæmi fyrri ára mun sá fjöldi þrefaldast á laugardag þegar úrslitin fara fram. Aukningin kemur fram þrátt fyrir að kostnaður við hvert at- kvæði hafi hækkað um nítján krón- ur frá síðustu keppni. Raunar má kjósa tuttugu sinnum úr hverju númeri en að sögn fulltrúa Voda- fone er fyrirtækinu ekki heimilt að veita nákvæmar upplýsingar um kosningarnar. Ekki fengust upp- lýsingar um heildarfjölda atkvæða né heldur meðalfjölda atkvæða á hvert símanúmer. Í upphafi símakosningar í Evr- óvisjón kostaði hvert atkvæði 99 kr. Það hækkaði upp í hundrað krónur og svo aftur í forkeppninni hér á landi í janúar upp í 119 krón- ur. Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone var það RÚV sem hafði frumkvæði að hækkuninni en við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í neinn sem gat rökstutt hækkunina. Verð fyrir hvert atkvæði í Evr- óvisjón helst svo í hendur við verð- ið í forkeppninni hér heima, þó svo að RÚV sé kaupandi að þjónustu Vodafone fyrir íslensku keppnina en þýska fyrirtækið Digame fyrir Evróvisjón. En burtséð frá bolla- leggingum um kostnað við að greiða atkvæði er víst að Íslend- ingar halda áfram að kjósa Mun fleiri sms til útlanda Óþarft er að fjölyrða um frammistöðu íslensku keppend- anna, Vina Sjonna, enda gert ann- ars staðar í blaðinu. En velta má fyrir sér hvaða aðrir þættir spiluðu inn í til að tryggja sæti í úrslit- unum. Í því ljósi má meðal annars nefna þjónustu, og átak, Símans en viðskiptavinir fyrirtækisins voru iðnir við sendingar sms-skilaboða til útlanda til að minna fólk á að kjósa framlag Íslands. Síminn bauð viðskiptavinum sínum að senda téð skilaboð endurgjalds- laust. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum voru 35-40% fleiri sms- skilaboð send til útlanda á þriðju- dag en til að mynda á mánudag og þriðjudag fyrir viku. Leikurinn verður svo endurtek- inn á laugardag, en þá fara úrslitin fram. Eru Íslendingar því á ný hvattir til að senda vinum og vandamönnum sem búsettir eru erlendis skilaboð og minna þá á og hvetja til þess að kjósa framlag ís- lensku keppendanna. Og jafnvel fara fögrum orðum um framlag Ís- lands á mannamótum. Reuters Tólf prósent fleiri atkvæði  Íslendingar slá ekki slöku við þegar kemur að atkvæðagreiðslum í Evróvisjón  Einnig voru send 35-40% fleiri sms-skilaboð til útlanda en á venjulegum degi Hvað kostar hvert atkvæði? Lan dlín a Far sím i SM S Lan dlín a Far sím i SM S Lan dlín a Far sím i SM S Lan dlín a Far sím i SM S Frá Íslandi Frá Bretlandi Frá Ítalíu Frá Svíþjóð Algengt verð (í krónum) fyrir símaþjónustu við atkvæðagreiðslu 119 119 119 140 140 28 123 123 123 66 66 66 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Das Auto. Metanlegur sparnaður Volkswagen Passat EcoFuelwww.volkswagen.is Volkswagen Passat Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1000 km* Metan 8.040 kr Dísil 12.095 kr Bensín 16.319 kr * Miðast við almennt verð á eldsneyti hjá Olís 11. maí 2011 Komdu og reynsluaktu Volkswagen í maí og þú gætir unnið Evrópuferð! Líkurnar á því að Ísland yrði á með- al tíu efstu land- anna í und- ankeppni Evrjóvisjón og yrði síðasta land- ið af þessum tíu til að vera til- kynnt í úrslitin síðastliðnar þrjár keppnir eru 0,0172% eða 1/5.814. Gera útreikn- ingarnir ráð fyrir að öll löndin sem tóku þátt í undankeppnunum hafi átt jafna möguleika á því að komast í tíu efstu sætin en þau voru 18 árið 2009, 17 árið 2010 og 19 árið 2011. Það verður ekki gefið upp fyrr en eftir aðalkeppnina hvernig raðaðist í sæti í undankeppnunum en þá kem- ur m.a. í ljós í hvaða sæti Noregur, sem margir höfðu spáð áfram, hafn- aði. Norðmenn hafa lent í neðsta sæti keppninnar oftar en nokkur önnur þjóð, eða tíu sinnum, en þeir hafa unnið hana þrisvar sinnum. Ír- land er það land sem oftast hefur unnið eða sjö sinnum en Frakkland, Bretland og Lúxemborg hafa farið með sigur af hólmi fimm sinnum. Líkurnar 1 á móti 5.814 eða 0,0172%  Ísland í síðasta umslaginu 3 ár í röð Norðmenn þekkja neðsta sætið vel. Hvorki sást til hvítabjarna né nýrra spora í eftirlitsflugi sem Landhelg- isgæslan fór í gær um friðlandið á Hornströndum. Gömul för sáust þó í snjóskafli, skammt frá þeim stað þar sem björninn var felldur 2. maí síðastliðinn. Í tilkynningu frá Landhelg- isgæslunni segir að mikill almennur þrýstingur hafi verið á að farið yrði í slíkt flug, þar sem sérstaklega yrði leitað að ummerkjum um hvítabirni á svæðinu. Frá Ísafirði voru firðir og fjörur kannaðar frá Aðalvík að Furufirði. Með í för var Jón Björnsson, land- vörður á Hornströndum og starfs- maður Umhverfisstofnunar. Var ágætt skyggni til leitar. Sáu hvorki hvítabirni né ný spor og fáðu smá- forrit í símann til að sækja öll Evróvisjónlögin og annað efni tengt keppninni. Skannaðu kóðann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.