Morgunblaðið - 12.05.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
Das Auto.
3.490.000 kr.
Verð frá:
www.volkswagen.is
Sparnaðarráð
frá Þýskalandi
Volkswagen Golf Trendline TDI
Meðaleyðsla aðeins
4.2 lítrar á hverja 100 km
Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf Trendline 1.6 TDI.
Komdu og reynsluaktu Volkswagen í maí og þú gætir unnið Evrópuferð!
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
Á
lfe
lg
ur
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árin
2011 til 2020 áratug aðgerða í ör-
yggismálum í umferðinni og hvetja
aðildarlönd sín til þess að efla hvers
kyns aðgerðir í því skyni að fækka
banaslysum og alvarlegum slysum í
umferðinni. Herferðin hófst í mörg-
um aðildarríkjum SÞ í gær og verð-
ur gerð úttekt á henni árið 2020.
Sett hefur verið fram áætlun um
fyrstu skref sem miða að því að
herða á ýmsum umferðaröryggisað-
gerðum hérlendis, auka rannsóknir
og hvetja til aukinnar vitundar um
afleiðingar umferðarslysa.
Núllsýn
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra setti átakið hérlendis hjá
miðstöð ökukennslu á Kirkjusandi í
Reykjavík en auk hans fluttu ávörp
forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson og Guðbjartur Hannes-
son velferðarráðherra.
Ögmundur sagði að þótt margir
hefðu í áraraðir unnið að umferð-
aröryggismálum mættu yfirvöld og
einstaklingar gera betur. Hann
sagði það vera unnt meðal annars
með því að auka fjármagn til um-
ferðaröryggisaðgerða, auka rann-
sóknir, auka gagnasöfnun og úr-
vinnslu, auka fræðslu, bæta
lagasetningu og auka samstarf við
aðrar þjóðir. Enginn gæti verið
undanskilinn í þessu átaki, það
þyrfti að ná til þjóðhöfðingja,
stjórnmálamanna, fjölmiðla, emb-
ættismanna, félagasamtaka, fyrir-
tækja og einstaklinga. ,,Ef allir
leggjast á eitt er ekki óraunhæft að
ætla að í lok áratugarins hafi um-
ferðarslysum hér á landi fækkað
umtalsvert, en takmarkið er vit-
anlega að útrýma banaslysum og
alvarlegum slysum í umferðinni,“
sagði ráðherra. „Á því leikur eng-
inn vafi – við búum okkur undir að
taka upp núllsýn.“
Guðbjartur benti á að um-
ferðarslys væru mikið heil-
brigðisvandamál. Frá 1973
til 2009 hefðu 220 manns
orðið fyrir mænuskaða í
slysum hér á landi og
þar af 98 í umferðar-
slysum eða 44,5%.
Helmingur þeirra hefði
verið á aldrinum 4-30
ára, 40% 31-60 ára og
10% eldri en 60 ára.
steinthor@mbl.is
Herferð um ör-
yggi í umferðinni
Áratugur aðgerða að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna
Morgunblaðið/Ómar
Átak gegn umferðarslysum Nemendur þriðja bekkjar N í Laugarnesskóla slepptu í gær 201 blöðru til minningar
um jafnmarga sem létust í umferðarslysum hérlendis árin 2001 til 2010.
Verkfall Félags leikskólakennara
hefst væntanlega 22. ágúst ákveði fé-
lagsmenn að fara í aðgerðir og samn-
ingar hafi ekki tekist fyrir þann
tíma. Öllum leikskólum sveitarfélag-
anna verður þá lokað við upphaf nýs
skólaárs.
Eftir árangurslausa samninga-
fundi Félags leikskólakennara með
samninganefnd sveitarfélaganna
fyrr í vikunni ákvað nefndin að
leggja tillögu um að efna til atkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna um boð-
un verkfalls fyrir aðalfund sem hald-
inn verður á þriðjudag og
miðvikudag í næstu viku. Næsti
samningafundur með viðsemjendum
er ekki boðaður fyrr en 23. maí þann-
ig að ekki er sjáanlegt að breyting
verði á aðstæðum fyrir aðalfundinn.
Kjaradeila leikskólakennara og
sveitarfélaganna er hjá Ríkissátta-
semjara og er það eina málið gagn-
vart samninganefnd sveitarfélaga
sem vísað hefur verið þangað. Í gær
fundaði samninganefnd sveitarfélag-
anna með grunnskólakennurum og
segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðs-
stjóri hjá Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga, að viðræðurnar gangi
ágætlega. Fundað verður með bæj-
arstarfsmannafélögum og verka-
lýðsfélögum fyrir og um helgina.
Vonast Inga Rún til að hægt verði að
ljúka fyrstu samningunum fljótlega í
næstu viku.
Hafa dregist aftur úr í launum
Mikið ber á milli leikskólakennara
og sveitarfélaganna. Fjóla Þorvalds-
dóttir, varaformaður Félags leik-
skólakennara, segir að leikskóla-
kennarar hafi dregist langt aftur úr
viðmiðunarstéttum í launum enda
samningar verið lausir frá 2008. Seg-
ir hún nærtækt að nefna hin kenn-
arafélögin, þar sem grunnlaun séu
12-15% hærri. Munurinn sé mun
meiri þegar litið sé til heildarlauna
vegna þess að leikskólinn hafi farið
illa út úr samdráttaraðgerðum
vegna hrunsins.
„Við leggjum áherslu á þann
mannauð sem er í leikskólunum. Það
hefur hentað sveitarstjórnarmönn-
um að tala um þá sem flaggskip sitt
fyrir hverjar kosningar en þegar á
reynir er það allt gleymt.“
Hún segir að leikskólakennarar
hafi staðið sig ótrúlega vel, bæði fyr-
ir og eftir kreppu. „Þegar mesta
uppsveiflan var vantaði fagfólk og
við unnum baki brotnu. Verst var
ástandið á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar kreppan kom og hægt var að
ráða fleira fólk voru um leið teknar
af mestallar launauppbætur sem
leikskólakennarar höfðu fengið,“
segir Fjóla. helgi@mbl.is
Verkfall miðað
við upphaf
næsta skólaárs
Leikskólakennarar huga að aðgerðum
Morgunblaðið/Ómar
Börn Kjaradeila leikskólakennara
og sveitarfélaganna er í hnút.
Leikskólinn
» 277 leikskólar eru í landinu.
» Starfsmenn voru 5.488 í
desember sl., samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofunnar, og
fækkaði um 150 á árinu.
» Á sama tíma fjölgaði börn-
um á leikskólum um 245. Þau
voru 18.960 í desember.
» Álag á starfsfólk hefur auk-
ist frá 2008, eftir að hafa
minnkað í mörg ár þar á undan.
Samkvæmt fjárlögum er gert
ráð fyrir að 350 milljónir króna
fari í umferðaröryggi af ýmsum
toga hérlendis í ár.
Talið er að árlega farist um
1,3 milljónir manna í umferð-
arslysum á heimsvísu. Ef ekkert
yrði að gert er talið líklegt að
árið 2020 verði þessi tala kom-
in upp í 1,9 milljónir. Um 90%
þessara umferðarslysa
verða í þróunarlönd-
unum. Talið er að um
1-3% af vergri þjóð-
arframleiðslu aðild-
arríkja SÞ fari í
kostnað vegna um-
ferðarslysa, sem
nemur um 500 millj-
örðum dollara ár-
lega.
350 milljónir
í málaflokkinn
UMFERÐARÖRYGGI