Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
ATKVÆÐAGREIÐSLA
Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins er hafin hjá aðildarfélögum LÍV.
Kjörgögn hafa verið send til félagsmanna.
Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninga eru á heimasíðum
félaganna og heimasíðu LÍV, www.landssamband.is
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þingmennirnir John Kerry, forseta-
efni demókrata árið 2004, og repú-
blikaninn Richard G. Lugar, sem
einnig á sæti í öldungadeildinni, telja
dauða Osama bin Ladens, leiðtoga
hryðjuverkanetsins al-Qaeda, gefa
tilefni til að endurskoða framhald
hernaðaraðgerða í Afganistan.
Fjallað er um málið á vef New
York Times en þar segir að ummæli
þingmannanna séu vísir að hörðum
deilum á Bandaríkjaþingi um hvern-
ig skuli staðið að brottkvaðningu
Bandaríkjahers frá Afganistan.
Ósjálfbær hernaðarútgjöld
„Það þarf ekki að fara í graf-
götur með að það er að grunni til
ósjálfbært að halda áfram að verja
10 milljörðum dala í gríðarlega um-
fangsmikla hernaðaraðgerð sem
engan enda virðist ætla að taka,“
hafði blaðið eftir Kerry í lauslegri
þýðingu. Nemur upphæðin 10 millj-
örðum dala, sem svarar hátt í 1.140
milljörðum króna á núverandi gengi.
Má til samanburðar geta þess
að áætlað hefur verið að skuldir
bandarísks ríkissjóðs aukist um 450
milljarða króna á dag. Þá hefur blað-
ið eftir Lugar að umfang hernaðar-
aðgerðanna bendi til að ætlunin sé að
stuðla að breytingum á efnahags-
sviðinu, í stjórnmálum og í öryggis-
málum í Afganistan. „En það metn-
aðarfulla markmið er handan getu
okkur,“ er haft eftir Lugar.
Slógu þingmennirnir báðir þann
varnagla að þeir væru andvígir
ótímabæru brotthvarfi hersins.
Ekki er einhugur um sjónarmið
þingmannanna tveggja og segir í
frétt New York Times, að innan
bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins haldi embættismenn því sjónar-
miði á lofti, að fremur skuli haldið
áfram á braut núverandi hernaðar-
stefnu í Afganistan, svo festa megi
þann árangur sem hefur náðst í sessi
og um leið þrýsta á talibana að setj-
ast að samningaborðinu.
Hverfi frá Afganistan
Dauði bin Ladens vekur umræður á Bandaríkjaþingi um framhald hernaðar-
aðgerða í Afganistan Stríðsreksturinn kostar 1.140 milljarða króna á mánuði
Reuters
Vígamenn Talibanar stilla sér upp á óuppgefnum stað í Suður-Afganistan.
Netrisinn
Google hef-
ur að
undanförnu
beitt sér
fyrir því að
yfirvöld í
sambandsríkinu Nevada í Banda-
ríkjunum heimili að ökumanns-
lausir, tölvustýrðir bílar fari í um-
ferðina.
Fréttavefur New York Times
skýrði frá þessu en þar kom fram að
Google hefði ráðið hagsmunavörðinn
David Goldwater til að þrýsta á um
lagasetninguna í Nevada.
Ágæt reynsla þegar komin
Er þar einnig rifjað upp að fyrir
ári hafi Google upplýst að fyrirtækið
hefði þá þegar reynsluekið tölvu-
stýrðum bílum vel á annað hundrað
þúsund kílómetra, meðal annars á
milli Los Angeles og San Francisco.
Segir blaðið að sex Toyota Prius-
bifreiðar og ein Audi TT-bifreið séu
í hinum nýstárlega flota Google.
Sérfræðingur í gervigreind að
nafni Sebastian Thrun fer fyrir
verkefninu og er haft eftir honum á
vef blaðsins að net tölvustýrðra bíla
sem almenningur skiptist á að nota
geti fækkað bílum á götunum um
allt að helming. Eiga smáskilaboð að
duga til að fá bílinn að dyrunum.
Ökumenn
óþarfir
Stjórn Bar-
acks Obama
Bandaríkja-
forseta
stefnir að því
að kalla
5.000 her-
menn heim
frá Afganist-
an í júlí og
allt að 5.000
til viðbótar í lok ársins, að því er
fram kom á vef Wall Street Jo-
urnal. Sagði þar að fækkun um
5.000 hermenn yrði óveruleg
blóðtaka enda væri nú um
100.000 manna herlið í landinu.
Til viðbótar væri ríflega
40.000 manna alþjóðlegt her-
lið. Ráðist var inn í landið í kjöl-
far árásanna 11. september
2001.
Brotthvarf
í áföngum
HORFT TIL SUMARSINS
Barack Obama
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þetta er mikið áfall, ekki aðeins fyr-
ir útgerðarfélagið heldur allt fær-
eyskt samfélag. Athena er stærsta
fiskiskip færeyska flotans,“ segir
Hans Andrias Joensen, fram-
kvæmdastjóri færeyska útgerðar-
félagsins Thor, spurður um stór-
brunann í frystitogaranum Athenu
aðfaranótt mánudags.
Það leyndi sér ekki að Joensen
var enn í áfalli vegna brunans þegar
slegið var á þráðinn til hans síðdegis
í gær. Vildi hann því að öðru leyti
ekki tjá frekar um málið nema hvað
óráðið væri hvort útgerðin næði að
fá til sín nýtt skip áður en næsta
makrílvertíð fer í hönd.
Of snemmt að meta tjónið
Brynhild Thomsen, blaðakona
hjá Dimmalætting, útbreiddasta
dagblaði Færeyja, tók undir að
bruninn hefði komið færeysku þjóð-
inni í opna skjöldu.
„Þetta er mikið áfall fyrir Fær-
eyjar. Fólk skilur ekki hvernig þetta
gat gerst. Það er of snemmt að meta
tjónið til fjár. Það er þó ljóst að
tryggingafélög og bankar munu
verða fyrir höggi. Fólk á bágt með
að trúa því að Athena sé nú bruna-
rústir. Það segir við sjálft sig: Þetta
getur ekki verið satt. Síðasta föstu-
dag fluttum við fréttir af því að ríf-
lega 200 manns hefðu sótt um pláss
á Athenu og á skipinu Poseidon, sem
Thor seldi fyrir um mánuði. Útgerð-
arfélagið var að sækja um makríl-
kvóta og þess vegna var áhersla lögð
á að hafa innlenda áhöfn,“ segir
Thomsen og bætir því við að útflutn-
ingur á sjávarafurðum vegi geysi-
lega þungt í færeyskum útflutningi.
Eldfim efni um borð
Eldurinn braust út aðfaranótt
mánudags en skipið var þá í höfn í
Skálafirði þar sem unnið var að
endurbótum á því. Mikið af olíu og
öðrum eldfimum efnum var um borð,
þ.m.t. um 18,5 tonn af ammoníaki,
svo eldsmaturinn var nægur.
Ógn þótti stafa af eiturgufum
frá eldhafinu og var nokkur hundruð
manns gert að yfirgefa heimili sín
við Skálafjörð. Fékk fólkið að snúa
til síns heima að kvöldi mánudags.
Thomsen bendir á að þetta sé í
þriðja sinn sem eldur brýst út í At-
henu. Fyrst hafi kviknað í skipinu í
árslok 2007 og síðan aftur á síðari
hluta síðasta árs, þegar talsverðan
tíma hafi tekið að ráða niðurlögum
eldsins. Áður hafi eldur blossað upp í
togaranum Herculesi, sem gerður
var út af sömu útgerð, með þeim af-
leiðingum að 11 skipverjar fórust.
Má geta þess að fram kemur í
skýrslu danskra yfirvalda um brun-
ann að tekist hafi að bjarga 105 skip-
verjum frá eldhafinu í Herculesi.
Segir þar einnig að eldvarnakerfið í
togaranum hafi ekki virkað sem
skyldi þegar á reyndi.
„Mikið áfall fyrir Færeyjar“
Eitt stærsta skip færeyska fiski-
skipaflotans stórskemmdist í bruna
Reuters
Stórbruni Mikinn reyk lagði frá Athenu eftir að eldurinn braust út.
Nýuppgerð
» Fram kemur á vef
útgerðarfélagsins Thor, að At-
hena hafi verið smíðuð árið
1992 og gengið í gegnum mikl-
ar endurbætur í fyrra.
» Togarinn er um 8.000
tonn og er rúm fyrir allt að 125
manna áhöfn um borð.
Hans Andrias
Joensen
Brynhild
Thomsen
Hraðametið fyrir farþegalestir er
fallið með tilkomu háhraðalestar
af gerðinni CRH 380A á leiðinni
milli Shanghai og Peking.
Hámarkshraði lestarinnar er
hvorki meira né minna en 468 km
á klst. en stærstan hluta leið-
arinnar verður ferðahraðinn á
bilinu frá 250 og upp í 300 km á
klst.
Lestin samanstendur af sextán
lestarvögnum og er rými fyrir rétt
ríflega 1.000 farþega um borð.
Breska dagblaðið Daily Tele-
graph ber saman ferðatíma á milli
stórborganna með flugi og nýju
lestinni. Er niðurstaðan sú að þrjá
og hálfan tíma taki að fljúga frá
Peking til Shanghai að innritunar-
og biðtíma meðtöldum. Þá bætist
við ferðatími frá flugvelli til mið-
borgar. Til samanburðar taki
lestarferðin innan við fimm tíma.
Nær allt að 468 km hraða
Reuters