Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 23

Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Fáar staðhæfingar hafa verið end- urteknar jafnoft á síð- ustu misserum og sú að allt sé með öðrum hætti á Íslandi eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna. Einn er sá veruleiki sem þessi staðhæfing tekur til að fleiri samborgarar okkar þurfa nú á neyðaraðstoð að halda til fram- færslu en áður. Í áratugi hefur þunginn í lið- sinni Hjálparstarfs kirkjunnar snúist um verkefni í þróun- arríkjum. Minnihluti aðstoðarinnar var í þágu íslenskra samborgara. Þetta hefur nú breyst. Það kallar á nýja hugsun og nýja krafta því að á svipstundu hefur fjölgað til mikilla muna í þessum hópi skjól- stæðinga. Allir þeir sem sinna þjónustu- hlutverki af þessu tagi við sam- borgarana hafa greinilega fundið að samviska hvers manns kallar á að við þessum nýju og breyttu að- stæðum sé brugðist. Hér er ekki aðeins teflt um bágan efnahag heldur líka mannlega reisn. Sú aðferð og það skipulag sem gekk mætavel þegar vandinn var minni í sniðum dugar ekki lengur. Þau samtök sem gegna þessum samfélagsskyldum þurfa að skipta með sér verkum eftir því sem kostur er. Hjálparstarf kirkjunnar hefur fyrir sitt leyti ákveðið að stíga skref í þá átt. Um leið verður gerð markviss tilraun til að hverfa frá gömlu verklagi með mat- argjöfum í poka. Í staðinn kemur fjárstuðningur til barnafjölskyldna með rafrænum kortum sem nota má til kaupa á nauðsynjum. Einstaklingar og at- vinnufyrirtæki hafa sýnt bágri stöðu þeirra samborgara okkar sem hlut eiga að máli einstakan skilning með fram- lögum til þessa starfs. Vandinn er hins vegar sá að umfangið hefur vaxið og nýj- ar aðferðir kalla á ríflegri framlög. Meiri fagleg greining og aðstoð ásamt nýrri tækni er forsenda þess að vel takist til. Það er í þessu ljósi sem Hjálp- arstarfið hefur hafist handa við nýtt söfnunarátak. Stakkur allra hefur þrengst. Sá almenni vandi er þó hverfandi þegar litið er til stöðu þeirra sem verst standa. Sómi samfélags okkar er í húfi að á þann veg sé staðið að slíkri að- stoð að allir borgarar þessa lands geti horfst í augu kinnroðalaust. Að horfast í augu kinnroðalaust Eftir Þorstein Pálsson » Í áratugi hefur þung- inn í liðsinni Hjálp- arstarfs kirkjunnar snú- ist um verkefni í þró- unarríkjum. Minnihluti aðstoðarinnar var í þágu íslenskra samborgara. Þetta hefur nú breyst. Þorsteinn Pálsson Höfundur er formaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Hafin er sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stétt- arfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í ofangreindum félögum sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers þessara félaga í mars/ apríl 2011. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðko- mandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í mars/apríl 2011. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 15.00 þriðjudaginn 24. maí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tímafrests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi föstudaginn 20. maí. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á skrifstofu félaganna til kl. 15.00 þriðjudaginn 24. maí. Reykjavík, 10. maí 2011. Kjörstjórn Flóabandalagsins Efling-stéttarfélag Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði – Póstatkvæðagreiðsla er hafin Ríkisstjórnin sem nú situr gerir vont ástand verra með hverjum deginum sem líður. Næsta ríkisstjórn fær hið mikla og erfiða verk að vinda ofan af öllum þeim skaða sem núver- andi ríkisstjórn hefur valdið á íslenskri þjóð. Nauðsynlegt mun reynast að taka erfiðar ákvarðanir, en það forðast núverandi stjórnvöld eins og heitan eldinn. Fyrsta verkefnið er tafarlaust af- nám gjaldeyrishaftanna. Sú aðgerð verður flóknari eftir því sem henni er frestað lengur. Afnám þeirra mun þurfa að eiga sér stað, og slíkt afnám mun hafa áhrif á gengi krónunnar. Það eru rök fyrir afnámi eins fljótt og auðið er, en ekki afsökun fyrir frek- ari frestun. Núverandi ríkisstjórn skýlir sér á bak við höftin og þorir ekki að sleppa krónunni lausri í nauð- synlega aðlögun að raunveruleik- anum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa þar að auki pólitíska hagsmuni af því að viðhalda höftunum. Næsta rík- isstjórn hefur vonandi dug til að tak- ast á við verkefnið og ljúka því hratt. Næsta skref er aðskilnaður ríkis og hagkerfis. Vinna við að leggja nið- ur peningaframleiðslu ríkisins þarf að hefjast sem fyrst. Sú hagfræði sem boðar ríkieinokun á pen- ingaútgáfu og verðlagsstýringu á verði peninga (vexti) og er meðal annars kennd við hagfræðideild Há- skóla Íslands, er hrunin fyrir löngu. Frjáls peningaútgáfa olli engum verulegum vandræðum í mörg þús- und ár, og raunar bjuggu menn við miklu stöðugri kaup- mátt peninga sinna en við þekkjum í dag. Ríkisútgáfan og rík- iseinokunin seinustu hundrað árin hefur valdið gríðarlegum skaða og raunar miklu meiri efnahagslegum skaða en ríkisafskipti af nokkru öðru sviði sam- félagsins. Menn geta aðlagast verðlagsstýr- ingu á einstakri vöru, t.d. kindakjöti og inn- fluttum osti, en eru öllu vanmáttugri til að bregðast við fikti við sjálfa pen- ingana, milliliðs-viðskipti og grund- völl þróaðs samfélags manna. Sjálf útfærslan á endalokum rík- iseinokunar á peningaútgáfu og sjálfs ríkisgjaldmiðilsins mun valda tímabundnum erfiðleikum fyrir þá sem treysta á kaupmátt hans. Það ætti að vera góður hvati fyrir stjórn- málamenn að drífa af einkavæðingu peningaútgáfunnar. Því lengur sem henni er frestað, því meiri vandræði á hagkerfið og samfélagið í heild sinni í vændum. Önnur og mikilvæg verkefni liggja einnig fyrir við næstu ríkisstjórn- arskipti. Vinda þarf ofan af skatta- hækkunum og hefja mikla lækkun skatta, mikið og þungt regluverk á atvinnustarfsemi þarf að minnka og einfalda og aðlögun að Evrópusam- bandinu þarf að stöðva, svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisreksturinn þarf að draga saman, bæði með skattalækk- unum og umtalsverðri einkavæðingu. Allan ríkisrekstur dagsins í dag þarf að endurskoða með það að markmiði að koma honum út á markaðinn, fjarri afskiptum stjórnmálamanna og fjarri skjóli ríkisábyrgðar á áhættu- sækni með annarra manna fé. Skattheimta ríkisins þarf að minnka verulega svo svigrúm einka- aðila og einstaklinga til að byggja upp hagkerfið geti aukist. Útgjöld hins opinbera þarf að færa niður fyr- ir skatttekjur svo skuldasöfnun hins opinbera stöðvist og hröð niður- greiðsla skulda geti hafist. Næsta ríkisstjórn hefur vonandi dug og þor til að takast á við hin miklu og erfiðu verkefni sem hennar bíða. Ef hún slær einhverjum þeirra á frest munu vandræði Íslands halda áfram að aukast. Ef hún reynir t.d. að fjármagna ríkið með áframhald- andi lántökum mun það bitna á næstu kynslóðum. Ef hún reynir að halda í einokun ríkisins á peninga- útgáfu mun stöðug og langvarandi verðbólga halda áfram að hrella ís- lensk heimili og fyrirtæki. Ef hún reynir að framlengja gjaldeyris- höftin verður svarti markaðurinn bráðum eina athvarf þeirra sem vilja skiptast á verðmætum, vinnu og þjónustu. Verkefnalisti næstu ríkisstjórnar liggur nokkurn veginn fyrir, bæði til lengri og skemmri tíma. Núna hefst biðin eftir því að verkstjóri gefi sig fram. Eftir Geir Ágústsson »Næsta ríkisstjórn fær hið erfiða verk að vinda ofan af þeim skaða sem núverandi ríkisstjórn hefur valdið á íslenskri þjóð. Beðið er eftir verkstjóra. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. Biðin eftir næstu ríkisstjórn Vegna umræðu í góðum hópi settist ég niður og velti því fyrir mér hvað er kjarninn í hjúkrun. Kjarninn hlýtur að vera æði fjöl- breyttur því hjúkr- unarfræðingar koma víða við í samfélaginu. Störf þeirra beinast að forvörnum, fræðslu, meðferð og umönnun og störfin fara fram innan heilbrigð- isstofnana, einkafyrirtækja, skóla eða á sjálfstæðum stofum. Þar getur verið um að ræða hjúkrunarmeðferð fyrir einstaklinga eða hópa, stjórnun í stærra og smærra samhengi, kennslu og fleira. Það að störfin eru margbreytileg styrkir þann yf- irgripsmikla þekkingargrunn sem byrjað er að byggja upp í náminu. Í meira en 20 ár hefur hjúkrun á Íslandi verið kennd í háskóla og nemendur fá þjálfun í að styðja störf sín með rannsóknum og að stunda sjálfir rannsóknir. Eitt af því sem ég hef í starfi mínu leitast við að reyna að skilja er hvers vegna svo margir velja óholla lífshætti sem raun ber vitni, gleyma þeirri visku sem þeir fæddust með um að lifa heilbrigðu lífi. Ég hef ekki fundið svarið ennþá, en ég hef komist að ýmsu sem er hjálplegt fyrir þá sem ætla að takast á við heilsubrest. Flestir vita að heilbrigður lífsmáti er hæfileg blanda af vöku og svefni, áreynslu og hvíld, mataræði og menningu, jafnvel þótt þeir velji að haga lífi sínu á annan máta. Ég hvet sem flesta til að staldra við og leyfa sér að vera hér og nú. Hvort sem það þýðir að njóta þess sem er, eða bretta upp ermar og glíma við til- veruna ef því er að skipta, því lífs- verkefnin eru jú fjöl- breytt og oft ófyrirsjáanleg. Rifja upp minningar um það sem var og gaf kraft og innblástur. Ég hugsa t.d. um frostrósirnar á fjósglugganum fyrir löngu, eða stráið sem ég fylgdist með fljóta á pollinum uppi á túni. Það getur verið gott að hlusta á þögnina og hljóðin sem heyrast í þögninni. Vera. Eða að standa á sviði og syngja með kór, hvílík upp- lifun. Þar er það ekki þögnin sem einkennir stundina, en mögnuð sam- vera og eining. Það er líka gott að eiga sér hugsjón og von um það sem verður í framtíðinni. Vinna í að láta drauma sína ræt- ast. En engir draumar rætast ef ég er ekki hér og nú á hverjum tíma. Það sem ég tel skipta mestu máli er að lifa hófsömu og gefandi lífi, vera bjartsýn, njóta samvista við fjöl- skyldu og vini og ekki að geyma til morguns það sem hægt er að gera í dag! Og ef mér tekst að ná þessu markmiði fyrir sjálfa mig þá vonast ég til að verða örlítið betri hjúkr- unarfræðingur fyrir vikið. Kjarni hjúkrunar Eftir Jónínu Sigurgeirsdóttur Jónína Sigurgeirsdóttir »Heilbrigður lífsmáti er hæfileg blanda af vöku og svefni, áreynslu og hvíld, mataræði og menningu. Ætíð er mik- ilvægt að vera hér og nú og njóta þess. Höfundur er sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun, BS, MS og gæðastjóri Reykjalundar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.