Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
✝ Sveinn Ólafs-son fæddist í
Syðra-Brekkukoti í
Arnarneshreppi,
Eyjarfirði, 2. febr-
úar 1928. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hrafnistu 23.
apríl 2011. For-
eldrar hans voru
Ólafur Rósinants-
son, f. 6. júlí 1897,
d. 18. júlí 1967, og
Sigríður Berglín Sigurð-
ardóttir, f. 4. ágúst 1905, d. 19.
mars 2003.
Árið 1952 giftist Sveinn Guð-
björgu Malmquist (Gullý), f.
1930. Foreldrar hennar voru
Einar Jörgen Malmquist Ein-
arsson og María Ágústa Ein-
arsdóttir. Sveinn og Gullý hófu
búskap á Akureyri 1952 og
fluttust til Reykjavíkur um
haustið sama ár. Börn Sveins
og Gullýjar eru: 1) Drengur,
fæddur og látinn 1949. 2) Ólaf-
ur Sveinsson, f. 1952, maki Inda
Sigrún Gunnarsdóttir, barn
þeirra er Ólafur Rúnar, dóttir
Indu er Gunnur Rós. Fóst-
urdætur hans frá
fyrri sambúð með
Ósk Axelsdóttur
(látin) eru Judith
og Solveig. 3)
María Sif Sveins-
dóttir, f. 1954,
maki Þórarinn Sig-
urðsson (látinn),
synir þeirra eru
Gunnar Þór, maki
Eva, börn þeirra
Freyja og Embla,
Sveinn Bjarki, maki Kolbrún,
börn þeirra Kristín Sif og Þór-
arinn Bjarki, og Egill Örn. 4)
Sveinn Sveinsson, f. 1957, maki
Lára Ingvarsdóttir, börn þeirra
Berglind Ösp og Andri Rafn. 5)
Sigríður Nanna Sveinsdóttir, f.
1959, maki Jakob Líndal, börn
þeirra eru Eiríkur Birkir, Bald-
ur Emil, Eva Guðbjörg og
Kristín Amalía. Sveinn átti auk
þess soninn Sigurð Val.
Sveinn vann nærri öll sín
starfsár hjá Loftleiðum og síðar
Flugleiðum við skrifstofu- og
afgreiðslustörf.
Útför Sveins fór fram í kyrr-
þey.
Jæja, Sveinn minn, þá er
þessari vegferð lokið. 83 ára
æviskeið er bara nokkuð ásætt-
anlegt.
Ég kynntist þér fyrst sum-
arið 1981 þegar við vorum báðir
að taka á móti Nönnu, á Hótel
Loftleiðum, þegar hún var að
koma heim í sumarfrí frá Dan-
mörku. Þið Gullý tókuð mig upp
í bílinn ykkar síðasta spölinn að
hótelinu. Þú varst að taka á
móti yngstu dóttur þinni, en ég
var að sækja heitmey mína sem
ætlunin var að ræna frá ykkur.
Með þetta í huga mældir þú
mig út. Gjóaðir þögull útundan
þér á mig augum og bruddir
tennur. Þú þurftir ekki að segja
mikið enda varst þú upptekinn
við akstur. Gullý hélt uppi sam-
ræðum fyrir ykkur bæði. Síðan
höfum við fylgst að í 30 ár í
gegnum alla lífins flóru. Við
höfum búið hjá ykkur, brotið
brauð með ykkur, hlegið, grátið
og farið í frí með ykkur. Þú hef-
ur reynst okkur styrk stoð í
gegnum lífið og ekki síst sem
afi barna okkar. Það var ómet-
anlegt að hafa ykkur að til að
létta okkur störfin við „þrí-
burana“ þegar álagið var sem
mest. Þú hefur reynst okkur
traustur, greiðvikinn og skyldu-
rækinn maður. Þú hafðir alltaf
haft þínar ákveðnu skoðanir á
þjóðmálum og gast alltaf fundið
skýringu á því hvernig atburða-
rásir höfðu og myndu þróast.
Þú hafðir líka ákveðna áráttu
sem fólst í tækjum, þ.e. leitin
að hinni fullkomnu græju sem
leysti allar heimsins þrautir.
Ég held að hápunkti hafi verið
náð með opinberun sem kom
með tilurð þráðlausu ryksug-
unnar og þráðlausu garðsláttu-
vélarinnar. Þessir nýju félagar
þínir gátu veitt þér ómælda
ánægju í tíma og ótíma. Ef
grasið á Birkigrundinni vogaði
sér að vaxa um sentimetra var
full ástæða til að kalla út sláttu-
hundinn sem flakkaði kerfis-
bundið um garðinn og sá til
þess að ekkert strá ætti sér
griðland. Nú, ef ekkert meira
væri að fá úr garðinum var
örugglega kominn tími til að
virkja innipúkann og láta hann
valsa um öll gólf og ryksuga allt
sem fyrir var. Að sjálfsögðu
þurftir þú að fylgjast vel með
þessum tækjum vökulum aug-
um. Ekki sakaði að bryðja dáld-
ið tennur svona til að auka
áhrifin. Svona gátu dagar og
vikur liðið.
Sveinn minn, þú áttir ágætis
ævi, náðir 83 ára aldri, laukst
farsælu ævistarfi hjá Loftleið-
um og svo Flugleiðum, fylgdir
maka þínum í 55 ár og þar til
yfir lauk, ólst upp 4 börn og
náðir að fylgja þeim til fullorð-
insára, varðst afi 10 barna og
langafi 4 barna. Vegferð þinni í
þessum heimi lauk með hinsta
andardrætti kvöldið fyrir
páskadag. Þetta er bara nokkuð
gott hjá þér.
Ég vil vera í þeirri trú að þú
sért nú eftir 4 ára aðskilnað að
njóta endurfunda með henni
Gullý þinni, á öðrum björtum
og friðsælum lendum.
Sendu kveðju frá okkur öll-
um til allra okkar ástvina og
þakka þér fyrir samfylgdina.
Jakob Líndal
og fjölskylda.
Ég heimsótti hann nafna
minn í síðasta mánuði og sá
strax að honum hafði hrakað
mikið, svo að það kom mér ekki
á óvart þegar Nanna hringdi í
mig og tilkynnti mér að hann
hefði látist kvöldinu áður. Við
kynntumst þegar hann var
starfsmaður Loftleiða hf. á Ak-
ureyri, en þangað fór ég frá
Siglufirði á hverju vori í heim-
sókn til afa og ömmu. Ég vissi
að Gullý frænka mín Malm-
quist, sem var glæsileg og bráð-
skemmtileg stúlka, var nýtrú-
lofuð einhverjum manni, sem
bar sama nafn og ég. Ég var
mjög spenntur að hitta þennan
mann og gera úttekt á honum,
því að mér var sko ekki sama
hvaða karl fengi hana Gullý
mína sem eiginkonu. Daginn
eftir að ég kom til Akureyrar
fór ég inn á skrifstofu Loftleiða
í Hafnarstrætinu og hitti þar
Svein Ólafsson í fyrsta skipti.
Fór vel á með okkur strax í
byrjun og úr varð mikill vin-
skapur, sem aldrei bar skugga
á.
Sveinn var mjög glaðlegur,
og þegar á reyndi var hann vin-
ur í raun. Samskiptin voru mik-
il og ánægjuleg alla tíð, ekki
síst eftir að mín fjölskylda og
hans fluttum í Fossvogsdalinn,
perlu Reykjavíkur og Kópa-
vogs. Tveggja mínútna gangur
var á milli heimila okkar og
vorum við í þessu nábýli í 32 ár
án þess að nokkurn tíma bæri
skugga á. Við Gullý vorum
systrabörn, mæður okkar fædd-
ar og uppaldar á Akureyri,
móðurættin frá Sunnudal í
Vopnafirði en föðurættin frá
Völlum í Þistilfirði. Við höfðum
oft heyrt fólkið okkar tala um
að ættingjar úr móðurætt hefðu
fluzt til Brasilíu 1873, en að
ekkert samband hefði verið við
þá síðan 1912. Það er nú oft
þannig að áhugi á ættfræði
kemur ekki fyrr en fólk er kom-
ið á miðjan aldur, og þannig var
það hjá okkur. Eftir níu ára leit
náðum við sambandi við fólkið
okkar, en það býr í Curitiba í
Paraná-fylki, og til þess að gera
langa sögu stutta, þá náðum við
sambandi við afkomendur 1997,
þeir komu til Íslands 1998 og
við fórum til Brazilíu 2000 og
tókum þátt í vígslu Praca de Is-
landia í Curitiba, Íslandstorgs.
Að sjálfsögu voru Sveinn og
Gullý með og þeirra afkomend-
ur og þessi heimsókn var í einu
orði „grand“ …
Sveinn og Gullý ferðuðust
mikið til útlanda, og þar sem ég
hef starfað að ferðamálum í 35
ár fór ekki hjá því við rækjumst
á þau hjónakornin suður við
Miðjarðarhafið og víðar og voru
það alltaf ánægjulegir endur-
fundir. Nú er komið að ferða-
lokum og við Erla þökkum
Sveini fyrir allt og sendum af-
komendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sveinn Gústavsson.
Við systurnar viljum skrifa
nokkur orð til minningar um
Svein Ólafsson. Við kynntumst
honum og Gullý konu hans sem
börn og þau kynni einkenndust
af velvild þeirra og góð-
mennsku, alltaf vorum við vel-
komnar á heimili þessara heið-
urshjóna hvort sem við komum
með mömmu og Óla, syni
þeirra, eða einar seinna meir.
Sveinn starfaði lengi hjá Flug-
leiðum og ferðaðist mikið um
heiminn talsvert áður en það
varð almennur vani fólks að
ferðast til annarra landa oft á
ævinni. Starf Sveins og jafnvel
hann sjálfur var þannig að vissu
leyti sveipað nokkurri dulúð í
augum okkar systranna, að
minnsta kosti fyrstu árin.
Sveinn var einn af þeim mönn-
um sem gefin var ákaflega
þægileg nærvera og ljúflyndi,
það var ekki margt sem raskaði
ró hans.
Það er með þakklæti í hjarta
og væntumþykju sem við minn-
umst Sveins. Við samhryggj-
umst innilega börnum hans og
fjölskyldum þeirra vegna frá-
falls hans.
Solveig og Judith
Guðmundsdætur.
Sveinn
Ólafsson
Þegar ég frétti af
dauðsfalli Ásgeirs bróður míns
kom strax upp í huga mér hvað
við vorum í litlu sambandi eftir
að hann flutti út og að ég hefði
viljað fá að kynnast honum bet-
ur. Það eru 14 ár á milli okkar
Ásgeirs og því áttum við kannski
ekki margt sameiginlegt þegar
ég var að alast upp. Þrátt fyrir
það vorum við góðir vinir og all-
ar mínar minningar um Ásgeir
eru mjög góðar.
Ég heimsótti Ásgeir, Guðrúnu
og Jökul til Gautaborgar árið
1998. Ég tók strax eftir því hvað
hann var orðinn mikill Svíi eftir
aðeins fjögur ár og augljóst að
fjölskyldunni leið vel þarna úti.
Hann talaði látlaust um að Sví-
þjóð væri frábært land og greini-
legt var að hann var ekkert á
leiðinni heim í bráð. Ásgeir sýndi
mér borgina, við fórum saman á
tónleika og áttum reglulega góð-
Erlendur Ásgeir
Júlíusson
✝ Erlendur Ás-geir Júlíusson
fæddist í Reykja-
vík 25. júní 1964.
Hann varð bráð-
kvaddur í London
19. apríl 2011. Út-
för Ásgeirs fór
fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 10. maí 2011.
ar stundir saman í
íbúðinni þeirra í
Studiegangen. Fyr-
ir þennan tíma er
ég mjög þakklátur.
Ásgeir elskaði
tónlist og allt henni
tengt. Hann fór
mikið á tónleika,
átti stórt safn af
diskum, plötum og
græjum því tengt.
Af og til sendi hann
mér disk eða benti mér á tónlist
á netinu sem ég yrði að hlusta á.
Ásgeiri leið einnig vel í eldhús-
inu og því fékk ég að kynnast
þegar ég heimsótti hann.
Ásgeir hafði ákveðnar skoð-
anir og hafði gaman af að rök-
ræða hlutina. Hann fylgdist vel
með öllu sem gerðist hér á Ís-
landi, sérstaklega pólitíkinni.
Hann var því vel inni í öllum
hlutum þegar hann kom í heim-
sóknir til Íslands. Það var alltaf
gaman þegar Ásgeir kom heim
því þá voru umræðurnar í fjöl-
skylduboðunum svo líflegar. Það
er sárt að hugsa til þess að þær
stundir verða ekki fleiri. Ég á
eftir að sakna Ásgeirs mikið.
Elsku Guðrún og Jökull, miss-
ir ykkar er mikill og sendum við
Kristín ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Davíð.
Okkur langar að minnast Ás-
geirs frænda, bróðursonar okk-
ar, sem nú er fallinn frá allt of
fljótt, en tengsl okkar voru afar
náin og sterk allt fram á fullorð-
insárin. Minningarnar eru marg-
ar og þær streyma fram og
verða okkur ómetanlegur fjár-
sjóður um ókomin ár. Ásgeir var
mjög geðgóður og glaðlyndur
drengur. Hann var sjö ára þegar
við frændur hans, Hilmar sem
var á svipuðum aldri og Nonni
nokkru eldri, flytjum í nágrenni
við hann í Breiðholtinu. Mikill
samgangur var á milli heimila og
ríkti mikill stuðningur, kærleik-
ur og frændsemi milli okkar
strákanna. Heimili Ásgeirs var
okkur alltaf opið og viðtökur
góðar. Það var ýmislegt brallað
og bardúsað, og áttum við marg-
ar skemmtilegar og ánægjulegar
gleðistundir. Fótbolti, tónlist og
bókmenntir voru helstu áhuga-
málin, en síðar heimspekilegar
samræður og djúpar pælingar
um stjórnmál, lífið og tilveruna,
enda hafði Ásgeir sínar eigin
skoðanir og rökfærslur.
Oft var tekist á og sýndist sitt
hverjum, en alltaf náðist niður-
staða og frændsemin styrktist.
Nærvera hans var alltaf mjög
þægileg og notaleg, okkur
fannst hann kunna list „sálfræð-
innar“ og hann setti sig í spor
þeirra sem hann ræddi við. Það
var líka alltaf stutt í grínið og
glensið, því húmorinn var svo
sannarlega í lagi hjá þessum ást-
kæra frænda okkar sem var okk-
ur sem bróðir.
Þegar kom fram á fullorðins-
árin skildi leiðir, en þá fór Ás-
geir til náms til Svíþjóðar ásamt
Guðrúnu, sambýliskonu sinni, og
syninum Jökli. Svo fór að þau
ílengdust í Gautaborg, en við
fengum þó alltaf fréttir af fjöl-
skyldunni, og vorum við bræð-
urnir reglulega stoltir af
frammistöðu og velgengni Ás-
geirs frænda okkar í námi og
starfi við háskólann. Okkur er
minnisstætt þegar Jökull fermd-
ist, þá héldu þau Ásgeir og Guð-
rún glæsilega fermingarveislu á
Íslandi þar sem stórfjölskyldan
sameinaðist. Þá var virkilega
ánægjulegt að sjá hvernig Ás-
geir, Guðrún og Jökull blómstr-
uðu, enda glæsileg fjölskylda.
Ásgeir var ljúfur og mikið
prúðmenni, hann talaði lítið um
sjálfan sig og gortaði ekki af sín-
um afrekum og sigrum. Hóf-
semi, umhyggja og æðruleysi
einkenndi þennan góða frænda
og erum við bræðurnir þakklátir
fyrir þann tíma sem við áttum
með honum og er það okkur
ómetanlegt.
Elsku frændi okkar, við bræð-
urnir kveðjum þig með söknuði.
Megi minningin um ástkæran
frænda lifa að eilífu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(úr Hávamálum)
Hilmar Steinar
og Jón Sigurðssynir.
Sum börn eru þannig að mað-
ur verður hálffeiminn þegar þau
líta á mann. Opna og einarða
augnaráðið hans Steina litla náði
inn fyrir allt hismi, beint að
kjarnanum. Því varð ekki svarað
nema í sömu mynt. Þessi fín-
gerði drengur bjó frá upphafi yf-
ir einstökum persónuleika, það
var eitthvað svo fullorðinslegt
við hann strax sem ungbarn.
Hvað skyldi hann vera að hugsa,
spurði ég mig oft þegar ég fylgd-
ist með honum dunda sér, alvar-
legur og niðursokkinn eins og lít-
ill fullorðinn maður. Hann var
svo grannur og virtist svo brot-
hættur, að ég hélt að hann yrði
innibarn – bókaormur. En það
var nú eitthvað annað. Uppeldið
ástríka og ævintýralega hjá
dugnaðarforkunum Birni Davíð
og Kristrúnu og með Kötu stóru
systur, sem getur allt, varð fljótt
til þess að kalla fram veiðimann,
ævintýrahetju og íþróttamann í
litla bókaorminum mínum. Mar-
blettir upp og niður leggina og
sólbrennd eyru, geislandi augun
og breitt bros – og enginn tími
til að stoppa inni, því það lá á að
komast aftur í leikinn. Það var
svo gaman að fylgjast með hon-
um vaxa og þroskast – og eflast.
Hann efldist á heimili þar sem
foreldrarnir verja ómældum
tíma með börnum sínum í starfi
og leik. Hann varð fjölhæfur og
öruggur, því honum var leiðbeint
og talinn í hann kjarkurinn þar
til hann fann að hann gat gert
hlutinn sjálfur.
Gamli sumarbústaður afa
míns á Þingvöllum hefur orðið
okkur til þeirrar blessunar að
leiða saman margar kynslóðir
Þorsteinn
Björnsson
✝ ÞorsteinnBjörnsson
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík
12. apríl 2002.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 2. maí 2011.
Útför Þorsteins
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 9. maí
2011.
fjölskyldunnar allan
ársins hring – ár
eftir ár. Það er gott
að kynnast með því
að vinna saman og
það er sérstaklega
fínt fyrir gamla
töntu að kynnast
litlum frændum
með því að halda í
spýtu meðan þeir
negla. Það þarf ekki
að segja margt,
traustið byggist upp hægt og
hægt og sambandið verður ekta.
Það er gæfa að fá að eiga fjöl-
skyldu og vini eins og Kristrúnu,
Björn Davíð, Steina og Kötu.
Þegar þeim eru búin svona
vægðarlaus örlög slær þögn á
hópinn. Við vitum þó að vakin og
sofin verða þau ævinlega umvaf-
in ást okkar og kærleika.
Guðrún Pétursdóttir.
Það hljóðnar svo margt þegar
haustar að
og héla á blómið sígur.
Sem eftir sumarsins sólskinsbað
í sárum til jarðar hnígur.
En vissan er ljúf, eftir vetrarblund
er vorbjartir dagar hlýna,
þá mun það einhverja
morgunstund
á móti þér aftur skína.
(S.Á.)
Sendum þér, elsku Kristrún,
og fjölskyldu þinni allri innilegar
samúðarkveðjur vegna ykkar
mikla missis.
Ásta og Sigurfinnur.
Nú kveðjum við Leiknisfólk
einn af okkar betri sonum, dreng
sem var félaginu til sóma hvar
sem komið var. Þorsteinn
Björnsson lést síðastliðinn
mánudag, níu ára gamall. Hann
var að leik með vinum sínum fyr-
ir utan heimili sitt í sólskininu
þegar skyndileg veikindi gerðu
vart við sig og á örskömmum
tíma var Þorsteinn horfinn úr
þessum heimi. Það er erfiðara en
tárum taki að rita niður þessa
stuttu kveðju um félaga okkar
Þorstein. Við kveðjum hann með
miklum söknuði en um leið gleði
yfir því að hafa fengið að vera
hluti af hans lífi. Þorsteinn var
einn af þessum strákum sem
þarf að hafa lítið fyrir. Hvers
manns hugljúfi, indæll, kurteis
og draumur hvers þjálfara. Að
auki var hann mjög frambæri-
legur og metnaðarfullur fót-
boltadrengur og dvaldi langtím-
um á Leiknisvellinum. Á sínum
níu árum auðnaðist honum að
leika listir sínar með fjöldanum
öllum af drengjum því auk þess
að æfa og spila með jafnöldrum
sínum var hann gjarnan fenginn
til að leika upp fyrir sig með
eldri piltum. Hann þekkti þess
vegna marga krakka í félaginu
okkar og snerti strengi okkar
allra. Spor Þorsteins verða aldr-
ei fyllt á Leiknissvæðinu og hann
verður í hjörtum allra Leiknis-
manna um ókomna tíð. Hugur
okkar og hjarta eru sannarlega
hjá fjölskyldu Þorsteins, móður
hans Kristrúnu, föður hans
Bjössa og systur hans Kötu.
Þeim sendum við hugheilar sam-
úðarkveðjur en þau hafa fylgt
stráknum og Leikni síðan við
sáum Þorstein fyrst agnarsmáan
sparka í boltann af gríðarlegum
áhuga.
Um leið og við kveðjum þenn-
an sómapilt með trega þökkum
við fyrir þær stundir sem hann
gaf okkur Leiknisfólki og vonum
svo sannarlega að stundirnir
með fjölskyldu Steina verði á
komandi árum enn fleiri.
Senn kemur vor,
sólin vermir spor.
Rísa af rökkurblund
runnar og blóm.
Fjallalind fríð
laus við frost og vetrarhríð,
létt og blítt
í lautum hjalar hún við lágan
stein.
Fuglinn minn flaug,
frjáls um loftið smaug,
leitaði strandar
í lifandi þrá.
Norður til mín
þar sem nætursólin skín,
kvað hann þá,
svo kátum rómi hátt um kvöldin
löng.
(Sigríður Þorgeirs.)
Hvíldu í friði elsku Þorsteinn
okkar allra.
F.h. Íþróttafélagsins Leiknis,
Þórður Einarsson.