Morgunblaðið - 12.05.2011, Page 31

Morgunblaðið - 12.05.2011, Page 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Víkverji veit ekki hver átti upp-tökin að því að búa til alþjóðlega daga þessa og hins, en þegar á annað borð var farið af stað var eins og mönnum héldu engin bönd. Í dag er til dæmis dagur bæði hjúkrunar- kvenna og síþreytu. Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn rennur upp 15. maí og 17. maí er alheimsdagur upp- lýsingasamfélagsins. 18. maí er al- þjóðlegi safnadagurinn og 23. maí er alheimsdagur skjaldbaka. x x x Handklæðadagurinn rennur upp25. maí. Hann er tileinkaður minningu Douglas Adams, höfundar The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy, en samkvæmt fræðunum mun hand- klæði vera mesta þing, sem putta- ferðalangurinn getur haft með sér á ferðum sínum milli sólkerfa. x x x Víkverji átti von á því þegar hannfór að kynna sér alþjóðlega daga ársins að þeir væru allir uppteknir, en svo er þó ekki þannig að enn hlýtur að vera tækifæri fyrir þá, sem eiga sér góðan málstað, sem ekki er metinn að verðleikum. Hann fann þó dag hafsins og dag örvhentra, 19. september hef- ur verið tekinn frá sem alþjóðlegur tala-eins-og-sjóræningi-dagur, al- þjóðlegi handþvottadagurinn er 15. október og hnattræni klósettdagurinn 19. nóvember. Yfirmannadagurinn, staðladagurinn og tölfræðidagurinn eru á sínum stað og einhverjum datt í hug að búa til alþjóðlegan tolladag. Nú nálgast reyklausi dagurinn. Það er eini dagurinn á árinu, sem hvarflar að Víkverja að byrja að reykja. x x x Eins dags saknar þó vinur Vík-verja sárlega. Það er alþjóðlegi ekki neitt-dagurinn. Enn virðist þrýstihópurinn um ekki neitt ekki vera orðinn nógu öflugur til að njóta þeirrar alþjóðlegu viðurkenningar, sem fólgin er í því að helga heilan dag ekki neinu – og gerir kannski ekki neitt til þess. Víkverji hefur velt fyrir sér hvernig á því standi, en telur best í stöðunni að segja ekki neitt. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hefur sig lítt í frammi, 8 horskur, 9 súrefnis, 10 ætt, 11 fugl, 13 ómerkileg manneskja, 15 fars, 18 hug- uðu, 21 hold, 22 matbúa, 23 rödd, 24 afleggjara. Lóðrétt | 2 auðvelda, 3 til- biðja, 4 uppnám, 5 dvaldist, 6 skjót, 7 tjón, 12 ferskur, 14 málmur, 15 poka, 16 megn- ar, 17 vik, 18 svikuli, 19 óbrigðul, 20 kvendýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hótel, 4 sonur, 7 fitla, 8 endum, 9 nær, 11 afar, 13 hirð, 14 eflir, 15 hólf, 17 ósar, 20 err, 22 pútan, 23 ískur, 24 rimma, 25 tjara. Lóðrétt: 1 hefja, 2 titra, 3 lóan, 4 sver, 5 níddi, 6 rúmið, 10 ætl- ar, 12 ref, 13 hró, 15 hopar, 16 lítum, 18 sekta, 19 rýrna, 20 enda, 21 ríkt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 12. maí 1412 Einar Herjólfsson lést. Hann var farmaður og er talið að svarti dauði hafi borist til Ís- lands með honum árið 1402. Í þeirri plágu, sem geisaði í þrjú ár, lést um þriðjungur þjóðarinnar. 12. maí 1882 Konur fengu ótvíræðan en takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórna. Rétturinn náði aðeins til ekkna og ógiftra kvenna sem voru orðnar 25 ára. 12. maí 1935 Golf var leikið í fyrsta sinn á Íslandi þegar sex holu völlur Golfklúbbs Íslands var vígður í landi Austurhlíðar í Laug- ardal í Reykjavík. 12. maí 1942 Reykjavíkurbær keypti Korpúlfsstaði, Lágafell og fleiri jarðir í Mosfellssveit af Thor Jensen. Kaupin voru samþykkt einróma í bæj- arráði. „Stórfelldustu hér- lend jarðakaup,“ sagði Morg- unblaðið. Alþýðublaðið taldi kaupin opna nýja möguleika fyrir bæjarfélagið og bæj- arbúa. 12. maí 2005 Danski stórmeistarinn Hen- rik Danielsen sló Íslands- metið í blindskák þegar hann tefldi átján skákir samtímis, vann fimmtán og gerði þrjú jafntefli. Viðureignin stóð í sex klukkustundir. 12. maí 2009 Ríkisstjórnarfundur var haldinn á Akureyri, sá fyrsti utan höfuðborgarsvæðisins og Þingvalla. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég hélt upp á þrítugsafmælið mitt með vinkonu minni og tvítugsafmælið er náttúrlega eftir- minnilegt, en þetta er ekkert stórafmæli núna. Ég ætla bara að fá fjölskylduna í kaffi annað kvöld,“ segir Sandra Konráðsdóttir, leikskólastjóri, sem á 35 ára afmæli í dag. Sandra stýrir leikskólanum Brekkubæ á Vopna- firði, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum og syni. Þótt lítið verði um formleg hátíðahöld í til- efni afmælisins er þó margvíslegt skemmtanahald framundan. „Ég fer til útlanda núna eftir hálfan mánuð, það er nú svona pínu afmælis. Fer til Sví- þjóðar með vinkonurnar að heimsækja frænku mína.“ Svo má auðvit- að ekki gleyma Evróvisjón, því Sandra er ekki undanskilin öðrum landsmönnum þegar kemur að áhorfi á söngvakeppnina, jafnvel þótt hún eigi afmæli. „Það er alveg partur af „prógrammet“. Við höfum alltaf hist nokkur, borðað saman og horft á þetta, búin að gera það í mörg ár. Núna síðustu ár hefur þetta svo oft verið í kringum afmælið mitt.“ Í sumar sér Sandra svo fram á ýmis ferðalög um landið, í sum- arbústaði og á fótboltamót með strákinn. Þegar haustar fjölgar svo í kotinu, því þá eiga þau hjón von á sínu öðru barni. una@mbl.is Sandra Konráðsdóttir 35 ára Evróvisjón skylduáhorf Akureyri Elísa Sofía fæddist 12. mars kl. 13.33. Hún vó 3.185 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Anja Elisabeth Müller og Helgi Viðar Tryggva- son. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að miðla skilaboðum til fjöldans. Manneskju sem ætlað er að tala gengur betur ef hún hlustar. Eitthvert ósætti er framundan í stórfjölskyldunni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það þarf ekki mikið til þess að ýta undir köfnunartilfinningu eða að þér finnist þrengt að þér núna. Helgaðu þig heilbrigðu líferni næstu vikurnar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það getur vakið ýmsar tilfinningar þegar ganga þarf frá persónulegum málum. Þú ert potturinn og pannan í fjölskyldunni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Að leggja ofuráherslu á vinnuna fær- ir þér engin vinsældaverðlaun heima fyrir. Reyndu að herða upp hugann og ýta áhyggj- unum frá þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það eru miklar líkur á því að vinur þinn fari á bak við þig í dag. Segja má að það kveði við nýjan tón í ástamálunum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fólk kemur hlaupandi til þín í leit að ráðum. Leyfðu þér að njóta lífsins. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það opnar þér ýmislegt nýtt hversu auðvelt þú átt með að skilja aðstæður ann- arra. Best er að hver myndi sér skoðun sjálfur og þá má vera að þú eignist jábræð- ur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ástvinir þarfnast aðstoðar til þess að yfirvinna neikvæðni. Ekki láta svart- sýni annarra hafa áhrif á þig. Gakktu ein- faldlega í burtu og hlustaðu á þá jákvæðu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er kominn tími til þess að þú dragir þig í hlé frá ákveðnum málum og leyfir öðrum að taka við. Minntu þig á að hamingjan er ekki fólgin í auðæfum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Eitthvað varðandi sameiginlegar eignir gæti skekkt myndina um framtíðina. Einhver kýs að forðast þig, seinna færðu að vita hvers vegna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér finnst álagið í vinnunni vera orðið fullmikið. Hafðu það hugfast að ekkert kemur í stað góðrar vináttu. Hvíldu þig bet- ur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er óþarfi að apa allt eftir öðrum. Taktu þér stund til að vera í einrúmi og gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 8 2 7 2 6 4 9 8 7 8 3 5 7 8 9 4 7 5 6 4 3 8 7 5 2 3 7 8 1 3 2 9 5 9 4 3 8 6 4 8 5 6 1 9 5 8 5 3 4 9 6 5 6 3 4 4 9 6 5 3 8 2 1 1 5 4 8 8 6 3 1 4 9 8 2 1 4 9 2 5 1 8 6 7 3 6 1 8 7 2 3 9 4 5 3 7 5 4 6 9 8 2 1 9 6 3 1 4 5 2 8 7 7 8 1 2 9 6 5 3 4 2 5 4 8 3 7 1 6 9 8 4 6 3 5 1 7 9 2 1 2 7 9 8 4 3 5 6 5 3 9 6 7 2 4 1 8 2 9 5 6 7 4 1 3 8 3 1 6 5 2 8 4 9 7 7 4 8 9 3 1 5 2 6 6 2 4 1 8 7 3 5 9 5 3 1 2 6 9 8 7 4 9 8 7 4 5 3 6 1 2 1 7 2 3 4 6 9 8 5 4 5 3 8 9 2 7 6 1 8 6 9 7 1 5 2 4 3 3 9 8 4 5 1 2 7 6 1 6 4 7 2 8 5 3 9 5 7 2 6 3 9 1 4 8 8 5 3 2 9 6 4 1 7 6 1 9 5 4 7 8 2 3 2 4 7 1 8 3 6 9 5 7 3 5 8 1 4 9 6 2 9 8 1 3 6 2 7 5 4 4 2 6 9 7 5 3 8 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 12. maí, 132. dagur ársins 2011 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 g6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Bc4 0-0 8. Bb3 a5 9. 0-0 a4 10. Rxa4 Rxe4 11. Rb5 Ha6 12. He1 d6 13. c4 Bd7 14. De2 Rf6 15. Had1 Ra5 16. Bc2 Rc6 17. c5 Rb4 18. Bb3 Da5 19. Rac3 dxc5 20. Bxc5 Rxa2 21. Bxe7 Rxc3 22. Rxc3 He8 Staðan kom upp í fyrstu deild Íslands- móts skákfélaga í Rimaskóla. Sigurbjörn Björnsson (2.300) hafði hvítt gegn Páli Agnari Þórarinssyni (2.258). 23. Hxd7! Rxd7 24. Bxf7+! Kh8 svartur hefði orðið mát eftir 24. … Kxf7 25. Dc4+. 25. Bxe8 Re5 26. Bb5?! nákvæmara var að leika 26. b4! Í framhaldinu fær svartur nokk- urt spil án þess þó að yfirburðir hvíts séu í hættu. 26. … He6 27. Bh4 Rf3+ 28. gxf3 Hxe2 29. Bxe2 Db4 30. Bg3 Dxb2 31. Re4 b5 32. Hd1 Dxe2 33. Hd8+ Bf8 34. Hxf8+ Kg7 35. Hf6 b4 36. Be5 b3 37. Kg2 Dc2 38. Hc6+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sóknarspil. N-Enginn. Norður ♠4 ♥ÁKDG105432 ♦– ♣ÁG3 Vestur Austur ♠1053 ♠DG986 ♥8 ♥– ♦ÁG753 ♦KD1062 ♣10986 ♣K52 Suður ♠ÁK72 ♥976 ♦984 ♣D74 Suður spilar 7♥. Ómar Olgeirsson hafði ekki trú á varnarmættinum og sagði „einum meira“ í von um stærri ávinning. Hann var í norður og opnaði á tískusögninni 2♦ til að sýna hjartalit og óræðan styrk. Austur kom inn á 2♠ og Sveinn Rúnar Eiríksson í suður tók undir hjartað með hundana þrjá. Gekk svo á með stimpingum um stund, en á end- anum varð Ómar að gera upp við sig hvort hann sætti sig við litla tölu í vörn gegn 6♠ dobluðum eða freistaði gæf- unnar í alslemmu. Hann lét vaða í sjö. Útspilið var ♦Á. Sveinn trompaði, hraðspilaði síðan öllum hjörtunum. Fyrsta afkast Sveins var ♠7, sem hafði þau áhrif að lokka vestur til að henda frá tíunni þriðju. Meira þurfti ekki til: síðasta trompið þvingaði austur í svörtu litunum og ♠2 suðurs varð úr- slitaslagurinn. Nýirborgarar Flóðogfjara 12. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.11 3,2 7.39 1,0 13.57 3,1 20.12 1,1 4.23 22.26 Ísafjörður 3.12 1,8 9.50 0,4 16.08 1,6 22.20 0,5 4.06 22.53 Siglufjörður 5.17 1,1 11.47 0,2 18.19 1,1 3.48 22.37 Djúpivogur 4.41 0,8 10.59 1,7 17.11 0,7 23.31 1,9 3.47 22.01 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.