Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 34

Morgunblaðið - 12.05.2011, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 300 ára afmælis Noregssögu Þormóðs Torfasonar verður minnst í Lærdómssetrinu á Leirubakka á föstudag kl. 17:30. Unnið er að fyrstu út- gáfu bókarinnar á norsku, og mun ritstjóri verksins, Tor- grim Titlestad, prófessor við Háskólann í Stafangri, flytja erindi á Leirubakka. Að loknu erindi Torgrims Titlestads um Þormóð verða umræður og síð- an fögnuður í boði norska sendiráðsins á Íslandi. Afmælisfögnuðurinn er samstarfsverkefni Lær- dómssetursins á Leirubakka, Torfæus Stiftelsen í Noregi, Háskólans í Stafangri og norska sendi- ráðsins í Reykjavík. Allir eru velkomnir. Fornfræði Minnst 300 ára af- mælis Noregssögu Þormóður Torfason Undanfarnar vikur hefur Guð- björg Lind Jónsdóttir sýnt málverk í Stúdíó Stafni í Ing- ólfsstræti 6. Yfirskrift sýning- arinnar er Þögul mynd af húsi, en myndirnar urðu til í tengslum við vinnu Guðbjargar við endurbætur á Vertshúsinu á Þingeyri ásamt því að hafa dvalið þar og unnið að myndlist sinni. Á þessum tíma hefur hún nálgast upprunalega viði húss- ins í gegnum mörg lög af seinni tíma endurbótum og breytingum, en Vertshús, sem einnig hefur verið kallað Hótel Niagara, var byggt árið 1881 og á sér því langa sögu. Sýningu Guðbjargar lýkur sunnudaginn 15. maí. Myndlist Þögul mynd af húsi í Stúdíó Stafni Guðbjörg Lind Jónsdóttir Senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur halda sína árlegu vortónleika í Digraneskirkju á laugardag kl. 14:00. Senjór- íturnar eru kór kvenna 60 ára og eldri sem hittast til æfinga einu sinni í viku allan veturinn. Þetta er 16. starfsár kórsins. Á tónleikunum mun kórinn meðal annars flytja lög eftir ís- lensk tónskáld eins og Sigvalda Kaldalóns, Tryggva M. Bald- vinsson, Sigfús Halldórsson, Olgu Guðrúnu Árna- dóttur, Ólaf Gauk Þórhallsson, Jón Múla Árnason og Björgvin Þ. Valdimarsson auk erlendra höf- unda. Stjórnandi Senjórítanna er Ágota Joó og pí- anóleikari er Vilberg Viggósson. Tónlist Senjórítur syngja í Digraneskirkju Ágota Joó Frá föstudegi og fram til 24. maí sýnir Borgarbókasafn Reykjavíkur þýskar teikni- og hreyfimyndir frá árunum 2000-2007 í samvinnu við Goethe-Institut. Sýndar verða stuttmyndir sem gefa innsýn í þýska teikni- og hreyfimyndagerð síðustu ára. Myndirnar verða sýnd- ar í Kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, og hefjast sýn- ingar kl. 13:00 alla daga. Hátíðinni er skipt í fjóra flokka: Traum und Alptraum = Draumar og djöflar, sýndar föstudaginn 13., þriðjudaginn 17. og laugardaginn 21. maí. Hier und dort = Hér og þar, sýndar laugardaginn 14., mið- vikudaginn 18. og sunnudaginn 22. maí. Diesseits und Jenseits = Þessa heims og annars, sýndar sunnudag- inn 15., fimmtudaginn 19. og mánu- daginn 23. maí. Er und sie = Hann og hún, sýndar mánudaginn 16., föstudaginn 20. og þriðjudaginn 24. maí. Margar myndanna eru án tals en byggja í staðinn á tónlist. Þær sem eru með tali eru sýndar með upp- runalegu þýsku tali og enskum skýringartextum. Frekari upplýs- ingar um myndirnar eru á vefsetri Borgarbókasafns. Innsýn Úr þýsku hreyfimyndinni Jam Session frá 2005. Þýskar teikni- og hreyfimyndir Borgarbókasafn sýnir þýskar stuttmyndir Ljósmyndasafn Reykjavíkur efnir til yfirlitssýningar á úrvali ljós- mynda úr safni ljósmyndarans og verkamannsins Karls Chr. Nielsens á 30 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavíkur, en safn hans er varð- veitt á Ljósmyndasafninu. Karl fæddist í Traðarkoti við Hverfisgötu 10. júní 1895 og ólst upp í gamla Austurbænum. Hann lést 1951. Um tíma, um 1914-1916, starf- aði hann og nam ljósmyndun á ljós- myndastofu Carls Ólafssonar við Laugaveg. Eftir það vann hann að- allega verkamannavinnu, lengst af sem bæjarstarfsmaður hjá Reykja- víkurbæ, við gatnagerð, ýmiss konar hreinsunarstörf, meindýraeyðingu o.fl. Þótt Karl hafi búið við þröngan kost alla ævi tók hann talsvert af myndum alla tíð og eftir hann liggur merkilegt heimildasafn ljósmynda sem sýnir hversdagslegt líf Reykvík- inga á fyrri helmingi 20. aldar. Það sem einkennir myndir hans er raunsæisblær augnabliksins, mann- líf hversdagsleikans. Á sýningunni, sem opnuð verður kl. 15:00 á laugardag, eru ríflega 60 nýjar stækkanir, gerðar eftir úrvali mynda sem Karl tók á um 35 ára ljósmyndaferli, þær elstu frá 1916 og þær yngstu teknar um 1950. Auk þess eru á sýningunni gamlar frum- kópíur úr safni Karls. Yfirlitssýning á myndum Karls Chr. Nielsens Karl Chr. Nielsen, birt með leyfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Heimildasafn Verkamenn vinna að vegabótum á Ægisgötu á sumardegi.  Starfaði sem verkamaður lungann úr ævinni Sýningin „Þetta vilja börnin sjá“ verður opnuð í Sláturhúsinu Egils- stöðum á morgun kl. 10:00. Á sýn- ingunni eru myndskreytingar úr ís- lenskum barnabókum. Þátttakendur keppa um íslensku myndskreyti- verðlaunin; Dimmalimm. Karl Jó- hann Jónsson hlaut verðlaunin 2010 fyrir Sófus og svínið. Þátttakendur í sýningunni í ár eru Adrian Sölvi Ingimundarson, Agn- ieszka Nowak, Anna Cynthia Lepl- ar, Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir, Áslaug Jóns- dóttir, Björk Bjarkadóttir, Brad D. Nault, Brynhildur Jenný Bjarna- dóttir, Cassandra Canady, Elísabet Brynhildardóttir, Emily Weber, Erla Sigurðardóttir, Freydís Krist- jánsdóttir, Guðrún Kristín Magn- úsdóttir, Gunnar Júlíusson, Halldór Á. Elvarsson, Halldór Baldursson, Hjalti Bjarnason, Inga María Brynj- arsdóttir, Josefina Margareta Mor- ell, Karl Jóhann Jónsson, Kristín Arngrímsdóttir, Kristín María Ingi- marsdóttir, Matias Festa, Sigríður Ásdís Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sirrý Margrét Lárusdóttir, Þór- arinn M. Baldursson og Þórey Mjall- hvít H. Ómarsdóttir. Þetta vilja börnin sjá í Sláturhúsinu  Sýndar myndskreytingar úr bókum Verðlaunamyndir Myndskreyting eftir Karl Jóhann Jónsson. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Komin er út ljóðabókin Kafbátakór- inn eftir skáldið og myndlistarkon- una Steinunni G. Helgadóttur. Að sögn Steinunnar eru kafbátar þema bókarinnar, þeir séu svolítið mennsk- ir og fulltrúar okkar. „Við erum eig- inlega inni í okkur og horfum út um augun. Við erum lokuð inni í þessu hylki sem er við, einstaklingur. Við getum snert að takmörkuðu leyti en ekki að öllu,“ segir Steinunn. Hún segir hugmynd sína um kafbáta ekki vera nýja heldur sé þetta tilfinning sem við þekkjum líklega öll. „Svolítið einmanaleg kannski en ekkert slæm. Þetta er bara svona og mér fannst gott að hugsa út frá því.“ Byrjaði í ljóðlist Steinunn segist ekki hafa samið ljóðin sérstaklega með bókina í huga, sum ljóðin hafi hún átt og önnur séu ný. „Ég vinn þannig að ég er enda- laust að vinna ljóðin, ég get eiginlega ekki hætt, “ segir hún og bætir við að erfitt sé að vita hvenær ljóðin byrji og hvenær þau endi. Í raun endi þau ekki fyrr en þau eru komin í bókina því þá geti hún ekki breytt þeim meir. Steinunn segist eiga erfitt með að greina á milli ljóðlistar og myndlistar og það sem skipti hana máli sé að gera hlutina af alvöru, að öðru leyti fari þeir sínar eigin leiðir. „Þú tjáir þig á einn eða annan hátt og það er mismunandi eftir verkum hvað hent- ar þeim. Þetta er svona augnablik og mynd sem kemur og svo er bara til- viljun hvernig ég nota hana, hvað ég geri,“ segir hún. Kafbátur í góðum málum Aðspurð segist Steinunn ekki geta gert upp á milli listformanna tveggja. Hún hafi byrjað í ljóðlistinni, fært sig yfir í myndlist og sé núna komin aft- ur í ljóðin.„Þó þetta sé mín fyrsta ljóðabók þá byrjaði ég eiginlega þar,“ segir Steinunn. Í ljóðinu Sumar í Orkney má finna mjög áhrifaríka setningu: „hárið er þungt / af sól“ og segir Steinunn að sér þyki ofsalega vænt um þá setn- ingu. „Það er svo mikið sumar í henni,“ segir hún; það sé allt svo gott þegar hárið er fullt af sól. „Þegar þú eignast börn þá endurtekur sagan sig á einhvern undarlegan hátt. Eða jafnvel þegar þú sérð aðra sem eru svoleiðis. Þá ertu kafbátur í góðum málum, þegar hárið er fullt af sól,“ segir hún að lokum. Morgunblaðið/Sigurgeir S Hringrás Steinunn G. Helgadóttir byrjaði á því að semja ljóð áður en hún fór út í myndlist. Nú er hún aftur komin í ljóðin. Þegar hárið er fullt af sól Kafbátaþema » Steinunn G. hefur gefið út ljóðabók með kafbátaþema. » Hún er bæði myndlistarkona og skáld og segir það tilviljun háð hvort listformið hún notar. » Fór úr ljóðlist í myndlist og endaði svo aftur í ljóðunum » Hætti ekki að vinna í ljóð- unum fyrr en þau voru komin á prent.  Steinunn G. Helgadóttir gefur út sína fyrstu ljóðabók, Kafbátakórinn Hér voru heimsfrægir leikstjórar eins og Emir Kusturica og Milos For- man uppgötvaðir. 37 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.