Morgunblaðið - 12.05.2011, Síða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011
AF EVRÓVISJÓN
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Það hefur löngum verið til siðsað agnúast út í Evróvisjón-keppnina sem auma lág-
kúru, smekkleysu og tildur. Frægt
var þegar þekktur íslenskur tónlist-
argagnrýnandi sagði þátttöku Ís-
lendinga því líkast sem svamlað
væri í tónlistarlegri hlandfor. Fyrir
áratug eða svo gekk keppnin aftur
á móti í endurnýjun lífdaganna,
þáttaka Austur-Evrópuþjóða varð
til þess að skyndilega fóru þjóðir að
taka þátt í keppninni af alvöru,
senda alvöru listamenn en ekki af-
lóga jálka, eyða peningum í útsetn-
ingar og lagasmíðar og búninga og
dansþjálfun svo úr varð alvöru
skemmtiefni, stundum skemmtilegt
vegna þess hve illa það var heppnað
og klaufalegt, en líka vegna þess
hversu vel var að verki staðið; allt
helst í hendur, gott lag, fínn texti,
flott útsetning og framúrskarandi
flutningur.
Það kom því töluvert á óvarthve margar þjóðir flöskuðu á
einhverju þessara atriða þegar kom
að sjálfri úrslitastundinni. Það er
vissulega ekki auðvelt að troða upp
frammi fyrir tugmilljónum, hvað þá
með heila þjóð á herðunum, og ef-
Versta frammistaða kvöldsins var
síðan hjá armensku söngkonunni
Emmy, enda svo mikil keyrsla á
henni í dansinum að bitnaði harka-
lega á röddinni. Hún fór prýðilega
af stað en svo var hún orðin svo móð
að röddin var nánast horfin. Það
var ekki til bóta hve lagið var slakt.
Það hefur verið áberandi síð-ustu ár hvað Austur-Evr-
ópuþjóðir hafa lagt mikið undir í
keppninni, sent sína fremstu lista-
menn og ekkert til sparað í sviðs-
búnaði og -setningu. Fyrir vikið
hefur þeim og gengið betur en
Vestur-Evrópuþjóðum sem margar
hafa sent mannskap úr neðri deild-
um skemmtanaiðnaðarins. Keppnin
í fyrrakvöld, og væntanlega kvöldið
í kvöld einnig, sýnir okkur að bilið
hefur minnkað, æ fleiri taka keppn-
ina alvarlega sem skilar sér í betri
þátttakendum, betri lögum og meiri
skemmtan hvort sem menn hlæja
með eða að.
Alvöruskemmtiefni
Reuters
Skemmtan Portúgalski þjóðlagaflokkurinn Homens Da Luta notaði greinilega þýðingarþjónustu Google.
laust má skrifa bresti í söng og
framkomu á slíkt, en verður að
skrifa það á þá sem setja upp atrið-
in að laga þau ekki að getu söngv-
aranna í söng og fimleikum.
Sem dæmi má nefna framlagPóllands sem var fyrst í röð-
inni, flutningurinn misheppnaður
að mestu leyti, hreyfingar stífar og
klunnalegar og lagið hæfði ekki
söngkonunni Magdalenu Tul sem er
raddmikil en ekki með fallega rödd
og orðin uppgefin um miðbik lags-
ins – varð að hafa sig alla við að
geta sungið skammlaust á milli þess
sem hún hristi sig og skók. Framlag
Norðmanna var líka klaufalegt,
hreyfingar söngkonunnar Stellu
Mwangi slakar, röddin takmörkuð
og sviðsmyndin fulleinföld. Albanar
fóru í hina áttina, raddmikil söng-
kona, Aurela Gaçe, með allt í botni
að segja allan tímann og öllu tjaldað
sem til var í sviðsframkomu, bún-
ingum og hádramatískum hreyf-
ingum. Sannkölluð soðgrýla. Eftir
að allir fóru að syngja á ensku kem-
ur og annað í ljós – enskukunnátta
Evrópubúa er sjaldnast upp á
marga fiska sem sannast á klaufa-
legum framburði svissnesku söng-
konunnar Önnu Rossinelli og
Tyrkjans Kutlu Özmakinaci sem fór
fyrir sveitinni Yüksek Sadakat.
Ȯ fleiri takakeppnina alvarlega
sem skilar sér í betri
þátttakendum, betri
lögum og meiri skemmt-
an hvort sem menn
hlæja með eða að.
Hljómsveitirnar Pascal Pinon og
Retro Stefson fengu hæstu fram-
lögin sem er úthlutað úr
tónlistarsjóði Kraums í ár. Sam-
tals er níu milljónum króna varið
til 15 verkefna á sviði íslenskrar
tónlistar, en úthlutunin var kynnt
í gær. Hljómsveitirnar Pascal Pi-
non, Árstíðir og Endless Dark
hljóta stuðning við kynningu á
sér og tónlist sinni á erlendum
vettvangi, auk þess sem Kraumur
heldur áfram að vinna með og
styðja við Retro Stefson og Diktu
í sömu erindagjörðum. Í báðum
tilvikum studdi Kraumur sveit-
irnar við undirbúning og gerð
hljómplatna árin 2009 og 2010
(Get it Together og Kimbabwe)
sem nú er stefnt á að kynna frek-
ar á erlendum vettvangi. Þetta
kemur fram í tilkynningu. Fær
Pascal Pinon 1,2 milljónir kr. og
Retro Stefson eina milljón kr.
Hljómsveitirnar Árstíðir og Dikta
fá hvor um sig 800.000 kr. Þá fær
Endless Dark 700.000 kr.
Tónlistarhátíðin Eistnaflug,
tónleikaferðin Póst rokk & ról,
tónskáldið Guðmundur Steinn
Guðmundsson og Sjóræningja-
húsið á Patreksfirði fá stuðning
við tónleikahald innanlands, sem
hluti af Innrásarverkefni sjóðs-
ins. Markmið Innrásarinnar er að
auka möguleika listamanna og
hljómsveita til tónleikahalds inn-
anlands, gefa þeim færi á að
koma sér og tónlist sinni á fram-
færi víðar en á höfuðborgar-
svæðinu og efla tónlistarlíf á
landsbyggðinni. Alls bárust 233
umsóknir í nýliðið umsóknarferli
Kraums og var strax ljóst að
Kraumur myndi aðeins styðja við
lítinn hluta þeirra verkefna sem
sótt var um stuðning fyrir að
þessu sinni, enda yfirlýst stefna
sjóðsins að styrkja frekar til-
tölulega fá verkefni/listamenn, en
gera það þannig að stuðning-
urinn sé afgerandi fyrir viðkom-
andi listamenn og verkefni
þeirra.
9 milljónum varið til 15 tónlistarverkefna
Morgunblaðið/Eggert
Pascal Pinon Hljómsveitin fékk hæsta styrkinn frá Kraumi, 1,2 milljónir
króna. Sveitin tók lagið á Faktorý í gær eftir að úthlutunin var kynnt.
Kraumur tónlistarsjóður kynnti úthlutun til
listamanna og verkefna í gær á Faktorý Bar
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
NÁNARI UPPLÝSINGAR
OG MIÐASALA Á
MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D
FAST FIVE KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
FAST FIVE Í LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
THOR 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
SCREAM 4 KL. 5.40 - 10.30 16
HANNA KL. 8 - 10.25 16
RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 - 5.45 L
RIO 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L
HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L
FAST FIVE KL. 5.40 - 8 - 10.25 12
THOR 3D KL. 5.40 - 8 - 10.15 12
A.E.T - MBL
MBL
FAST FIVE KL. 5.20 – 9 12
HÆVNEN KL. 5.40 – 8 – 10.20 12
THOR 3D KL. 6 - 9 12
HANNA KL. 8 - 10.20 16
RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 6 L
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
“Thor er klárlega ein óvæntasta
mynd ársins... Hasar, húmor og
stuð alla leið. Skottastu í bíó!”
T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt
“Myndin er algjör rússibana-
reið og frábær bíóupplifun”
A.E.T - MBL
POWE
RSÝN
ING
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA
FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 7 og 10(POWER)
THOR 3D Sýnd kl. 5, 7:30 og 10
YOUR HIGHNESS Sýnd kl. 10
RIO ÍSLENSKT TAL 3D Sýnd kl. 5
HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 6
KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 8
„Brjáluð afþreyingarmynd sem mun
gefa þér nákvæmlega það sem þú
sækist eftir, hvort sem þú ert aðdáandi
seríunnar eða hasarfíkill almennt.”
T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is