Morgunblaðið - 01.06.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.06.2011, Qupperneq 4
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er ótrúlegt að reynt sé að keyra þessi mál í gegnum þingið með offorsi, áður en skýrsla hagfræðinga er lögð fram og áður en reynt er að ná sátt við hagsmunaaðila. Þetta er algerlega á skjön við gefin loforð,“ segir Vilmund- ur Jósefsson, formaður Samtaka at- vinnulífsins, um áhrif kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar á framlengingu kjarasamninga. Aðilar kjarasamningsins sem gerð- ur var í byrjun maí þurfa að meta það 22. júní hvort samningurinn haldi gildi sínu í tvö og hálft ár. Ef annar hvor aðilinn telur að forsendur séu ekki fyrir lengri samningum renna kjara- samningar út í febrúar á næsta ári. Yfirferð átti að vera lokið Í bókun um málsmeðferð í sjávarút- vegsmálum sem fylgdi yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar um aðgerðir til að stuðla að gerð kjarasamninga er kveð- ið á um að fulltrúar ASÍ og SA verði kallaðir til samráðs við fulltrúa stjórn- arflokkanna, þegar fyrir liggur hag- fræðileg greining á áhrifum fyrirhug- aðra breytinga á rekstrarskilyrði og starfsumhverfi sjávarútvegsins. Til- gangurinn er að leita eftir frekari sátt um útfærslur sem tryggi sjávarút- vegnum góð rekstrarskilyrði. Niður- staða þessarar yfirferðar átti að liggja fyrir nú um mánaðamótin. „Algerlega á skjön við gefin loforð“  Þrjár vikur til endurnýjunar kjarasamninga Morgunblaðið/Kristinn Beðið Vilhjálmur Egilsson og Vilmundur Jósefsson fóru á fund sjávarútvegsráðherra þegar unnið var að samningum. Ísland úr Nató sagt átakanlegt yfirklór VG  VG vill úr Atlantshafsbandalaginu 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Enn er ekki vitað hvað olli eldinum sem blossaði upp í útihúsi á bænum Laxholti í Borgarbyggð á mánu- dagskvöld. Auk nokkurra hrúta og lamba voru dráttarvél, þrjú fjórhjól og ýmis verkfæri í útihúsinu, að sögn Kristjáns Finnssonar, bónda á bænum. Því má ætla að tjónið hlaupi á milljónum króna. „Nú var sko ekkert rafmagn í hlöðunni. Mann grunar helst drátt- arvélina. Það var alveg lygilegt hvað þetta fuðraði fljótt upp,“ segir Krist- ján en hann var úti á túni að bera á þegar hann varð var við geysilegan reyk gjósa upp úr útihúsinu. Tókst að bjarga flestu fé Kona hans var þegar búin að hringja á slökkvilið þegar hann kom að en eldurinn var það mikill að ekki varð neitt við ráðið. Þó segir Krist- ján að tekist hafi að bjarga einhverju fé út úr húsunum. Sauðfjárbú er á Laxholti en flestar ærnar voru úti þegar eldurinn kom upp. Segist hann vonast til þess að hann fái tjónið bætt að einhverju leyti í gegnum tryggingar en óvíst sé með vélarnar sem glötuðust í eld- inum. „Þetta er dálítið erfitt,“ segir Kristján. Milljónatjón á Laxholti en óvíst um upptök eldsins Morgunblaðið/Birna Konráðsdóttir Glíma Slökkvistarf gekk vel en tjón er talið hlaupa á milljónum. Ekkert raf- magn var í hlöðunni þar sem eldurinn kviknaði og óljóst með eldsupptök.  Ekki var raf- magn í hlöðunni Rannsóknarnefnd sem sett var álaggirnar til að kanna starfshætti og viðbrögð þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot skilar for- sætisnefnd kirkjuþings skýrslu sinni 10. júní nk. Nefndin er við það að ljúka störfum og skal skýrslan vera með rökstuddum niðurstöðum og tillögum. Forsætisnefnd tekur við skýrsl- unni í safnaðarheimili Grensás- kirkju og að því búnu mun rann- sóknarnefndin kynna niðurstöður sína opinberlega, s.s. á fundi með fjölmiðlum hinn sama dag. Vinna nefndarinnar hefur gengið vel og síðasti hluti hennar var að veita aðilum málsins tækifæri til að andmæla þeim þáttum sem snerta þá. Kirkjuþing samþykkti einum rómi í nóvember á síðasta ári að setja á fót nefnd- ina og var for- maður hennar skipaður Róbert R. Spanó. Kirkju- þing taldi einboð- ið að hreinsa and- rúmsloftið og leggja mat á hvort um mistök, vanrækslu eða vís- vitandi þöggun væri að ræða af hálfu kirkjunnar á þeim tíma eftir að ásakanir á hendur biskupi komu fram, og hverjir kynnu að bera ábyrgð á því. Einnig var nefndinni falið að koma með ábendingar og tillögur um breytingar á starfsháttum kirkj- unnar vegna ásakana um kynferðis- brot af hálfu starfsmanna hennar. Rannsóknarnefnd skilar skýrslu 10. júní  Tillögur að breytingum á starfsháttum Róbert R. Spanó í við Þú greiðir f.sím anr.og aðra notkun skv. verðskrá á siminn.is Notkun á Íslandi,100 M B innan dagsins. Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Er eitthvað nýtt að frétta? Innlendar fréttir Skannaðu hérna til að sækja 0 Barcode Scanner Frekar leggja fyrir Nató Ragnheiður Elín sagði að fyrst Guðfríður Lilja teldi þörf fyrir nýja hugsun á heimsvísu hefði verið eðli- legt að fulltrúar VG hefðu þá lagt fram tillögu um úrsögn úr Nató á fundi Atlants- hafsráðsins sem hald- inn var fyrir skömmu. Fulltrúar VG hefðu sótt fund ráðsins og þar hefði gefist einstakt tæki- færi til að kynna þessa nýju alheims- hugsun fyrir heiminum. Það hefðu þeir ekki gert. Í staðinn væri lögð fram tillaga á Alþingi sem hún sagði ein- stakt yfirklór og einungis ætl- aða til heimabrúks fyrir kjósendur Vinstri grænna. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega þingsályktun- artillögu þingmanna Vinstri grænna um að Ísland segi sig úr Atlantshafs- bandalaginu á Alþingi í gær. Sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars að tillagan væri „átakanlegt yfirklór VG“. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktun- artillögunnar en þeir þrír þingmenn sem sögðu sig úr þingflokki VG í vet- ur standa að henni með fyrrverandi félögum sínum. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði á þingi hvort þessi tillaga þingmanna VG væri ætluð til heimabrúks fyrir kjós- endur flokksins og benti á að tillagan færi gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Því hafnaði Guðfríður Lilja og sagði að með tillögunni væru þing- menn Vinstri grænna að biðla til þingheims um nýja hugsun sem þörf væri fyrir á alheimsvísu. Hverfa ætti frá gildum kalda stríðsins. Morgunblaðið/ÞÖK Nató Þingflokkur Vinstri grænna vill nýja hugsun og yfirgefa Nató. Þessi tími er liðinn án þess að fulltrúar ASÍ og SA hafi verið kallaðir til enda hefur hagfræðingahópurinn ekki skilað sínum niðurstöðum. Reiknað er með að skýrsla hans verði afhent sjávarút- vegsráðherra 9. eða 10. júní. Það er um það leyti sem vorþingi á að ljúka en stjórnarflokk- arnir vilja af- greiða minna kvótafrum- varpið fyrir þann tíma. Þá vekur at- hygli að í bókun ríkis- stjórnarinnar er rætt um eitt frumvarp en þau urðu tvö. Vilmundur segir of snemmt að fullyrða um framlengingu samninga. Þótt vinnan hafi dregist séu enn þrjár vikur til stefnu. Hann telur ljóst að frumvörpin, eins og þau voru lögð fram, feli í sér brot á loforðum stjórnvalda. Það eyði hagkvæmni og afkomumöguleikum sjávarútvegsins. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að stjórnvöld ætli að rjúfa frið á vinnumark- aði með jafnóhugsuðum aðgerðum,“ segir Vil- mundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.