Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Lena Olsson, talsmaður Vinstriflokksins í dómsmálum, hefur lagt til að skipuð verði sérstök „sannleiksnefnd“ til að rannsaka hvort fótur sé fyrir ásökunum um að Karl Gústaf Svíakonungur hafi sótt nektardans- staði og jafnvel verið viðriðinn félaga í glæpasamtökum. Olsson kveðst standa við tillöguna þótt konungurinn hafi neitað þess- um ásökunum algerlega í viðtali við frétta- stofuna TT í fyrrakvöld. Í viðtalinu neitaði Karl Gústaf ásökunum Mille Markovic, fyrrverandi glæpaforingja, sem segist hafa myndir af konunginum með tveimur nöktum konum á nektardansstað. „Nei, það er ómögulegt að slíkar myndir séu til,“ sagði konungurinn. Sænsk sjónvarpsstöð skýrði frá því fyrir hálfum mánuði að fréttamaður hefði séð myndirnar. „Hann lýgur, lýgur, lýgur“ Í frétt sjónvarpsstöðvarinnar og í nýrri bók er því einnig haldið fram að vinir kon- ungsins hafi verið tilbúnir til að greiða mikl- ar fjárhæðir til að koma í veg fyrir birtingu mynda af honum með nöktum konum á nektardansstöðum. Einn æskuvina kon- ungsins viðurkenndi í vikunni sem leið að hann hefði haft samband við félaga í glæpa- samtökum, en hann sagði að það tengdist á engan hátt Karli Gústaf. Höfundurinn bókarinnar, Deanne Rauscher, segir að konungurinn hafi sagt ósatt í viðtalinu. „Hann lýgur, lýgur, lýgur,“ hefur Expressen eftir Rauscher. Vill rann- sókn á máli konungs  Neitar því að hafa sótt nektardansstaði Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fimmtán manns hafa dáið í Þýskalandi og um 330 manns sýkst alvarlega af völdum skæðs kólígerils sem greinst hefur í grænmeti. Þýsk yfirvöld óttast að fleiri sýkist á næstu dögum og skýrt var frá því í gær að kona í Svíþjóð hefði dáið af völdum kólí- gerilsins. Það er fyrsta dauðs- fallið utan Þýskalands af völdum kólígerlafaraldursins. Alls hafa 36 manns sýkst al- varlega í Svíþjóð af völdum gerilsins og öll sýkingartilvikin þar tengjast ferðalögum til Þýskalands. Þýsk yfirvöld segja að kólí- gerillinn kólí 0104 hafi greinst í agúrkum sem fluttar hafi verið inn frá Spáni. Síðdegis í gær komu hins vegar fram nýjar upp- lýsingar sem benda til þess að þetta sé ekki rétt. Engar sannanir Þjóðverja Breska dagblaðið Guardian greindi frá því á vefsvæði sínu að þýsk stjórnvöld hefðu viðurkennt að sýkingin ætti ekki uppruna í spænskum agúrkum. Rosa Aguilar, landbúnaðar- ráðherra Spánar, sagði Þjóðverja hafa sakað Spánverja um að standa að baki sýkingunum og það án nokkurra sannanna. Sýkingarnar hafa orðið til þess að spænskar agúrkur hafa verið fjarlægðar af hillum versl- ana víða í Evrópu. Garðyrkju- bændur í Andalúsíu á Suður-- Spáni hafa tapað sem svarar 1.100 til 1.300 milljónum króna á dag vegna málsins, að sögn fréttaveitunnar Reuters. Spænsk stjórnvöld hafa gagnrýnt viðbrögð þýskra yfir- valda við kólígerlafaraldrinum og sakað þau um að hafa skaðað hagsmuni spænskra gúrkuút- flytjanda. Krefjast skýringa Leire Pajin, heilbrigðis- ráðherra Spánar, sagði að enginn hefði sýkst af völdum kólígerils- ins á Spáni og hvatti Þjóðverja til að hraða rannsóknum á orsök sýkinganna. „Það er engin sönnun fyrir þessum ásökunum og við ætlum að krefjast skýringa frá þeim sem kenndu Spáni um þetta mál,“ sagði Diego Lopez Garrido, að- stoðarráðherra sem fer með Evrópusambandsmál í spænska utanríkisráðuneytinu. Þýsk yfirvöld hafa varað neytendur við því að borða hráa tómata, agúrkur og blaðsalat og sögðu í gær að sú viðvörun gilti um alla framleiðendur þar til or- sök sýkinganna yrði sönnuð. Ekki er talið að mengað grænmeti hafi borist til Íslands en íslenska heilbrigðiskerfið er í viðbragðsstöðu ef tilfelli E. coli sýkingar kemur upp hér á landi. SKÆÐUR KÓLÍGERLAFARALDUR Í EVRÓPU Heimildir: isotype, media reports Helstu einkenni alvarlegustu fylgikvill- anna eru blæðingar, skaði á taugakerfinu og nýrnabilun sem getur leitt til dauða Að minnsta kosti fimmtán manns hafa dáið af völdum skæðs kólígerils sem greindist fyrst í Þýskalandi og hefur breiðst út um Evrópu Flest dauðsfallanna hafa verið í Norður-Þýskalandi, en þýsk yfirvöld segja að ekki sé enn vitað um uppruna gerilsins HRINGRÁS GRÆNMETISINNFLUTNINGUR ÞÝSKALANDS (í tonnum) ÚTBREIÐSLA KÓLÍGERILSINS SPÁNN Gerillinn hefur greinst í agúrkum sem voru fluttar inn frá Spáni, en ekki er vitað hvort þær menguðust þar, í flutningunum eða í Þýskalandi BRETLAND 3 sýkst FRAKKLAND 3 sýkst ÞÝSKALAND 14 látnir Minnst 329 hafa sýkst alvarlega DANMÖRK 14 hafa sýkst HOLLAND 1 sýkst SVÍÞJÓÐ Eitt dauðsfall, 35 hafa sýkst Kólí- gerlar Hýsill Vatn mengast Nytjaplöntur 2009 2010 2011* 470.000 503.000 119.000 38% 38% 73% *Fyrsti ársfjórðungur Hlutfall innflutnings frá Spáni Viðbrögð Þjóðverja gagnrýnd  Sextán manns hafa dáið af völdum kólígerils í Þýskalandi og Svíþjóð  Nýjar upplýsingar benda til að spænskar agúrkur séu ekki skaðvaldurinn Samkeppnin er opin öllum og eru verðlaunin fyrir 1. sætið að verðmæti 1.000.000 króna. Nánar auglýst síðar. HÖNNUNAR SAMKEPPNI Árið 2008 gjörbyltum við hjá Icelandair matseðlinum í vélum okkar Núna er komið að upplifun, útliti og umbúðum Icelandair óskar, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, eftir hönnun á nýjum matarumbúðum fyrir Icelandair. Skiladagur er 15. september 2011. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt fimmtudaginn 29. september 2011. Kynningarfundur verður haldinn 9. júní kl. 15:00–18:00 á Keflavíkurflugvelli. Rútur fara frá Hótel Loftleiðum kl. 15:00. Skráning á kynningu fer fram á info@honnunarmidstod.is. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 55 22 6 06 /1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.