Morgunblaðið - 01.06.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 01.06.2011, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Spunameist-arar hafareglubund- ið haldið því á lofti að forystu- menn Íslands hafi brotið stórlega af sér þegar þeir lýstu pólitískum stuðningi við að tekið yrði á Saddam Hussein, ef hann hunsaði áfram fjölda álykt- ana Öryggisráðs SÞ varð- andi Írak. Bandaríkin, Bret- land og fleiri lýðræðisríki, svo sem Danmörk, Ástralía og Ítalía sem eins og önnur ríki Sameinuðu þjóðanna höfðu lengi sýnt einræðis- herranum og fjöldamorð- ingjanum mikið umburðar- lyndi, ákváðu loks að losa landið undan harðstjórn hans. Bergþór Ólason skrifaði eftirtektarverða grein um þá atburði í Morgunblaðið fyrir skömmu og segir: „Sú innrás var ekki gerð í nafni Íslands og ekki í nafni nokkurs bandalags sem landið á aðild að. Íslensk stjórnvöld höfðu hins vegar á sínum tíma látið í ljós þá skoðun, að ef Sadd- am Hussein færi ekki að samþykktum Sameinuðu þjóðanna þá kynni að koma að því að hann yrði knúinn til þess með valdi. Sú skoðun gerði landið auðvitað ekki að aðila að innrásinni, þótt áróðursmenn hér á landi hafi auðvitað látið eins og Ísland væri ein fremsta innrásar- þjóðin. Öðru máli gegnir í Líbíu, en Ísland á beina aðild að því bandalagi sem gerir nú á hverri nóttu loftárásir á landið, og hefur Ísland meira að segja neitunarvald innan bandalagsins.“ Þetta er hárrétt athugað hjá Bergþóri Ólasyni. Yfir- lýsingar íslenskra stjórn- valda sem fólu í sér samúð og stuðning við sjónarmið land- anna sem beittu Saddam Hussein hervaldi höfðu ekk- ert með það að gera hvort farið yrði í þann leiðangur eða ekki. Eingöngu var um pólitískan stuðning að ræða sem skuldbatt hvorki land né þjóð í einu eða neinu eða réð úrslitum um hvort til átak- anna kæmi eða ekki. Nú er íslenska ríkisstjórnin beinn ábyrgðaraðili að loftárás- unum á Líbíu, sem allir við- urkenna að eru fyrir löngu komnar langt út fyrir þau mörk sem Öryggisráðið setti. Ef Ísland hefði lagst gegn árásunum hefðu þær ekki farið fram. Og hvernig var aðdragandinn að svo þýðingarmik- illi ákvörðun? Því lýsir Bergþór Ólason m.a. svo: „Alþingi hefur enga samþykkt gert vegna loftárásanna á Líbíu. Utanríkismálanefnd þingsins mun ekki einu sinni hafa fjallað um málið áður en íslensk stjórnvöld afréðu að beita sér ekki gegn loft- árásum innan Nató. Vinstri- grænir eiga aðild að ríkis- stjórninni en samt láta þeir eins og þeir beri enga ábyrgð á þeirri ákvörðun Íslands að beita sér ekki gegn loftárás- unum á Líbíu. Forystumenn vinstrigrænna gefa þá skýr- ingu að utanríkisráðherra fari með málefni Íslands og annarra ríkja. Það er stjórn- skipulega rétt, svo langt sem það nær. En hvernig töluðu vinstrigrænir um Íraks- stríðið, árum saman? Af- staða Íslands til Íraksstríðs- ins var mun veigaminni en afstaðan til loftárásanna nú, enda varð Ísland aldrei aðili að innrásinni. Engu að síður hafa vinstrigrænir í bráðum áratug talað um að „tveir menn“ hafi tekið allar ákvarðanir varðandi viðhorf Íslands til Íraksstríðsins. Í því tilfelli virðist vinstri- grænum ekki þykja neinu skipta að utanríkisráðherra fer einn með utanríkismál í ríkisstjórn Íslands.“ Núverandi ríkisstjórn hef- ur sífellt verið með hótanir um að láta rannsaka hitt og þetta sem gerðist á árum fyrr. Lítið hefur orðið úr þeim hótunum. Hótunum um að láta rannsaka aðkomu Ís- lands að Íraksstríðinu hefur lengi verið veifað. En hvað um alvörumálið, loftárásir á Líbíu sem Ísland ber að sín- um hluta beina ábyrgð á vegna afstöðu núverandi rík- isstjórnar? Hvernig verður það mál gert upp? Verður það kannski ekki gert upp heldur fært óskoðað á listann um stærstu svik VG: Loftárásir á Líbíu; aðlög- unarviðræður við ESB; und- irlægjuhlutverk við AGS; heimildarlausir milljarðar í Sjóvá; leikaraskapurinn og svikin í Magmamálinu; tang- arhald á Arionbanka og Ís- landsbanka fært til erlendra spákaupmanna og vogunar- sjóða og áfram mætti lengi telja. Bergþór Ólason afhjúpaði tvöfeldni og tvískinnung VG í afstöðu til Íraks- stríðs og Líbíustríðs á ábyrgð Íslands} VG ábyrgist loftárásir Þ egar við bræðurnir vorum pollar gerðum við okkur það að leik að leysa helstu ráðgátur vísinda og fræða á milli þess sem við hrekktum minni máttar og hver annan. Eitt af því sem við vorum með á hreinu hver fimmta víddin væri – það væri vitanlega sú sem væri hornrétt á allar hinar sögðum við og hlógum ógurlega. (Ekki vissi ég af hverju ég hló þá og veit það ekki enn.) Víddir eru mikilvægar og sem stendur er þriðja víddin í sviðsljósinu, önnur hver bíó- mynd er í einskonar þrívídd, gralið helga í tölvuleikjabransanum er þrívídd og brátt verður annar hver maður kominn með þrí- víddarsjónvarp og hinn með þrívíddar- tölvuskjá. (Lokum augunum um stund og sjáum fyrir okkur fjölskylduna með þrívíddargler- augun heima í stofu. Þá leggst það af að fólk horfist í augu, ef það er ekki löngu fyrir bí.) Ég var að útskýra þriðju víddina og víddir al- mennt fyrir barnabörnunum um daginn; það er eins og þú sért að fara að hitta einhvern sem á heima í blokk – þú þarft að vita á hvaða hæð hann á heima, hvað þú þarft að ganga langt inn eftir ganginum og svo hvort hann á heima til hægri eða vinstri; ein, tvær og þrjár víddir. Svo bætum við við fjórðu vídd- inni – hvenær áttu að hitta viðkomandi? En vídd- irnar eru fleiri, segja börnin, þau skilja að það er ekki hægt að pakka öllu niður í rúm- fræðilegar formúlur: Hvers vegna viltu hitta hann, getur það ekki verið fimmta víddin, eða kannski er það hvar ertu? Hvar ertu segja allir í símann nútil- dags, ekki halló eða sæll eða hvað segirðu gott eða hvernig hefurðu það. Ekki einu sinni hvað ertu að gera; það eina sem við viljum vita er rúmfræðileg staðsetning. Ég var á rokkhátíð í Danmörku fyrir stuttu og sýndist ég vera eini gamli karl- inn á hátíðinni, sá eini sem var eiginlega of gamall til að vera þar, en þar sem ég er vanur því var það ekkert mál. Fyrir vikið var ég í hópi ungmenna, eins og svo oft áður, og fannst það forvitnilegt hve öll ungmennin virtust vera gríðarlega upp- tekin af því að komast að því hvar þessi eða hinn væri og hvort það væri ekki hægt að hitt- ast einhversstaðar, koma saman svo allir gætu verið saman í tíma og rúmi. Nú er það svo að gleði okkar og tilvera og sjálfs- mynd eru að stórum, kannski stærstum, hluta byggð á því sem speglast í öðrum, og því skiljanlegt að fólk á þeim aldri sem sjálfsmyndin verður til skuli sækj- ast eftir því að vera með öðrum og telji það ekki eft- ir sér að eyða lunganum úr einni rokkhátíð í að leita að spegli (spegli sálarinnar). Kannski er fimmta víddin hin eða hinn, sá sem við erum ekki? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Fimmta víddin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S igurður Helgi Guðjóns- son, formaður Húseig- endafélagsins, segir að nýfallinn dómur Hæsta- réttar þess efnis að eig- endum bílskúrs sé óheimilt að nýta heimreið hússins að bílskúrnum sem bílastæði hafi almenna þýð- ingu en alltaf verði að skoða hvert tilvik út af fyrir sig. Eigendur fjöleignarhúss í Reykjavík höfðuðu mál gegn öðr- um eigendum til að fá viðurkennt að hinum stefndu væri óheimilt að nota sem bílastæði heimreið húss- ins frá lóðarmörkum við götu að sambyggðum bílskúr og gróður- skála í eigu stefndu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að yrði bif- reið lagt framan við bílskúrinn tálmaði það aðgang að bakgarði hússins og öskutunnum. Heimreið- in var því öll talin vera sameign allra eigenda hússins. Algengur ágreiningur Ágreiningur um heimreiðar og innkeyrslur hefur verið mjög áber- andi um árabil. Sigurður Helgi segir að sú regla hafi mótast að innkeyrslur séu sameiginlegar, en bílskúrseigandi hafi sérstakan aukarétt til innkeyrslunnar um- fram aðra, þannig að aðrir megi ekki tálma hans rétt. Áfram hafi samt verið deilt um réttinn. Áður hafi verið talið að svæði framan við bílskúr væri ígildi einkastæðis við- komandi eiganda, þar sem hann ætti rétt á hindrunarlausri að- komu. Kærunefnd fjöleignarhúsa- mála hafi ályktað í mörgum svona málum og niðurstaðan ávallt verið að veita eiganda bílskúrs meiri rétt á kostnað annarra. Nú hafi Hæsti- réttur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að heimreið væri sam- eiginleg og öllum til gagns og af- nota. Eigandi bílskúrs hafi því ekki sérstakan rétt til að leggja bíl sín- um í innkeyrslunni. Þvert á álit kærunefndar Sigurður bendir á að sam- kvæmt dómi Hæstaréttar sé réttur annarra eigenda til að nýta inn- keyrsluna vegna flutninga ríkari en réttur bílskúrseiganda til að nýta innkeyrsluna sem bílastæði. „Þetta er hárfínt einstigi og það verður að skoða hvert tilvik út af fyrir sig,“ segir hann. Sigurður áréttar að kærunefnd fjöleignar- húsamála hafi tekið undir með bíl- skúrseigendum í þessu máli en Hæstiréttur hafi gengið þvert á álit kærunefndar og þá meginreglu sem hún hafi beitt til þessa. „Þannig að þarna er verið að túlka hluti með öðrum hætti,“ segir hann. Dómur Hæstaréttar staðfestir þá meginreglu að það sem ekki sé gert ótvírætt að séreign sé sam- eign og allir eigendur eigi rétt til hennar. Sigurður segir að þegar hann hafi skrifað fjöleignar- húsalögin á sínum tíma hafi verið talið að innkeyrslur ættu að vera sameign en stæðin fyrir framan bílskúra væru einkastæði eðli málsins samkvæmt, þar sem aðrir en bílskúrseigendur mættu ekki leggja bílum sínum þar. Verið sé að endurskoða þessi lög og þetta mál komi til kasta nefndarinnar. Sigurður segir að í mörgum tilvikum í eldri hverfum hafi eig- endum fjölgað í fjölbýlishúsum, þar sem upphaflega hafi verið einbýli, tvíbýli eða þríbýli. Fyrir vikið hafi komið upp vandamál vegna bílastæða og deilur magnast. Þing- lýstar heimildir séu því mikilvægar. Skoða verður hvert tilvik út af fyrir sig Morgunblaðið/Ásdís Einkastæði Víða eru merkt einkastæði við opinberar byggingar en eig- endum í fjöleignarhúsum ber að virða sameign sem slíka. Tiltekið mál kom tvisvar fyrir kærunefnd fjöleignarhúsa- mála, þar sem Sigurður H. Guðjónsson er formaður. Í for- sendum álits nefndarinnar segir að samkvæmt 9. tölulið 1. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 teljist einkabíla- stæði fyrir framan bílskúr séreign. Öll aðkeyrslan að bíl- skúrnum teljist því sér- afnotaflötur eiganda bílskúrs- ins enda beri hann allan kostnað af aðkeyrslunni. Öðr- um íbúum hússins sé óheimilt að nýta innkeyrsluna sem bílastæði. Þeir hafi samt tak- markaðan umferðar- og að- komurétt um innkeyrsluna, t.d. vegna flutninga, enda sé fyllsta tillits gætt gagnvart stefndu um að- komu að bílskúr þeirra og bílastæði. Bílskúrar og séreign KÆRUNEFNDIN Sigurður Helgi Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.