Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Aðdáendur Þeir voru með stjörnur í augunum sumir strákarnir sem fengu eiginhandaráritanir hjá Eiði Smára og félögum eftir opnu æfinguna í gær hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Eggert Siv Friðleifsdóttir og fleiri þingmenn hyggjast nú færa megnið af tóbakssölu landsins niður í hinn ábatasama en ofbeldis- fulla og miskunn- arlausa svarta markað. Þetta á að gerast með lögbanni á sölu tóbaks í venjulegum versl- unum og söluturnum. Þeir sem starfa á hin- um svarta markaði nú hljóta að gleðjast yfir þessari vænu búbót og vona að alþingismenn láti glepjast af tækifær- ismennsku og elting- arleik við pólitískan rétttrúnað og afgreiði hið hræðilega laga- frumvarp með hraði, og helst án umræðu. Svarti markaðurinn hefur tekið vel við sér síðan í hruninu 2008 og síðan ákveðið var að stefna hraðbyri að sósíalísku þjóðskipulagi hér á landi. Gjaldeyrissala er nú stunduð þar af miklum móð enda gjaldeyrishöftum fylgt eftir af meiri ofstopa en elstu menn muna frá fyrri tíð slíkra hafta. Viðskipti með reiðufé eiga sér nú stað í mun ríkari mæli en fyrir örfáum misserum og mun víðar, t.d. á hárgreiðslustofum, smur- stöðvum og verkstæðum. Í tilraun sinni til að hrifsa stærri sneið af minnkandi köku standa yfirvöld nú frammi fyrir því að kakan er orðin agnarsmá. Það var fyrirsjáanlegt þegar lagt var af stað með inn- leiðingu allsherjar sósíalisma hér á landi, en nú er það veruleikinn sem blasir við. Dekstur yfirvalda við hinn svarta markað er að mörgu leyti skiljanlegt, í ljósi þess að fáir þingmenn kunna nokkur skil á grunnatriðum hagfræðinnar. Almenningur þarf hins vegar að gera meiri kröfur til sjálfs sín en hann gerir til þingmanna sinna og setja spurningarmerki við hinn gegndarlausa yf- irgang yfirvalda gegn frjálsum samskiptum og við- skiptum fólks og fyrirtækja þess. Menn geta ekki búist við því að innleiðing sósíalisma hafi aðrar af- leiðingar en sósíalisma. Menn geta ekki búist við því að hinn íslenski sósíalismi endi öðruvísi en sósí- alismi annarra landa – með gjaldþroti alls og allra. Eftir Geir Ágústsson »Menn geta ekki búist við því að inn- leiðing sósíal- isma hafi aðrar afleiðingar en sósíalisma, og þar með gjald- þrot alls og allra. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. Siv og svarti markaðurinn Benghazi | Nýlega flaug ég til Benghazi til að hitta bráðabirgða- þjóðarráð Líbíu í heimsókn, sem skipulögð var af Catherine Ash- ton, sem fer með ytri mál Evrópu- sambandsins, og bandamönnum í NATO. Ég var fyrsti vestræni ut- anríkisráðherrann sem fór til Líb- íu eftir að neyðarástandið skall á. Það sem við mér blasti minnti mig á land mitt fyrir 20 árum þegar fyrstu frjálsu kosningarnar í Pól- landi fóru fram einum sex mán- uðum fyrir fall Berlínarmúrsins sem varð tákn fyrir lok kalda stríðsins. Þjóðir sem eru að losna undan alræðis- stjórn – með friðsamlegum hætti í Póllandi 1989, blóðsúthellingum í Líbíu í dag – glíma við ákvarðanir sem marka framtíð þeirra næstu áratugi. Hvernig á að fara með mestu misindismenn og öryggislögreglu fyrri stjórnar og eitruð skjalasöfn þeirra? Á að banna gamla valdaflokkinn? Hvernig á að tryggja borgaralega, lýðræðislega stjórn á her og lögreglu? Hvaða hlutverki á trú að gegna í opinberum málefnum? Á stjórnar- skráin að koma á forsetaveldi eða þingræði? Kommúnistaheimurinn fyrrverandi tók þessar ákvarðanir fyrir 20 árum. En þær voru mjög ólíkar – til góðs eða ills – í Pól- landi, Ungverjalandi, Eystrasaltsríkjunum, fyrrverandi Sovétríkjunum, Mið-Asíu og Austur-Þýskalandi. Niðurstöðurnar mynda mikilvægan gagnagrunn reynslu. Arabískir umbótasinnar í dag geta lært af velgengni okkar – og forðast mistökin. Við þekktum eymd kommúnismans í Mið- Evrópu. Um leið vissum við hvað við vildum að kæmi í staðinn – kerfi byggt á nútíma- legum, evrópskum gildum lýðræðis og mark- aðar. Það kostar tíma, aga, sársauka og þol- inmæði að smíða innviði lýðræðis, en það borgar sig. Í júlí mun Pólland taka forsæti í Evrópusambandinu í fyrsta skipti; við höfum unnið fyrir þeirri ábyrgð að hafa forustu í málefnum Evrópu næstu sex mánuði. Pólland lærði af reynslunni að það er mun auðveldara að krefjast breytinga og bjóða kúgurum byrginn en að setja fram og inn- leiða skýra og skynsamlega áætlun um betri framtíð. Kröfur almennings um frelsi ganga ekki alltaf eftir: í ringulreiðinni geta öfl afturhalds látið til skarar skríða. Fall keis- arans í Íran hafði hrikalegar afleiðingar þar í landi. Hvíta-Rússland fékk sjálfstæði 1991, en frá 1994 hefur Alexander Lukashenko forseti kinnroðalaust hampað táknum kommúnismans – og aðferðum – til að halda völdum. Þar á Evrópa óunnið verk. Ég sagði þeim að við teldum þjóðarráðið vera okkar nýju lögmætu viðmælendur í Líbíu og værum reiðubúin til að styðja það en í staðinn gerðum við ráð fyrir því að ráðið ynni að því að koma á ákjósanlegustu stöðl- um gagnsærrar lýðræðisstjórnar. Þeir þyrftu að átta sig á því að þeir þurfa áætlun – byltingartímar eru tækifæri, sem þarf að grípa. Pólland gæti hjálpað með því að bjóða embættismönnum þjóðarráðsins þjálfun. Eftir þessa heimsókn eru skilaboð mín til Evrópuleiðtoga tvíþætt. Í fyrsta lagi er bráðabirgðaþjóðarráðið besti kosturinn sem við höfum fyrir framtíð Líbíu. Leiðtogar þess vinna saman að átaki um að koma á raunverulegum umbótum, sem voru óhugs- andi fyrir nokkrum mánuðum. Þeir eiga kröftugan stuðning umheimsins skilinn. Í öðru lagi þarf svæðið að finna eigin leið til frelsis og árangurs þótt Evrópa hafi mikið að bjóða, fjárhagslegan stuðning, ráð og þjálfun. Við skulum nálgast þetta verkefni í besta anda evrópskrar einingar, en einnig af ákveðinni auðmýkt. Fyrrverandi komm- únistaríki Evrópu geta komið með sérstakt framlag til umbótanna í Norður-Afríku. Fyrst og fremst skiljum við að varanlegar umbætur krefjast þess að orka eigin þjóðar verði virkjuð og að ekki er hægt að reiða sig á vel meinandi en ómarkvissa aðstoð að utan. Pólland er tilbúið að taka forustu bæði á eigin vegum og í forustuhlutverki í ESB. Lech Walesa, fyrrverandi forseti, heimsótti til dæmis nýlega Túnis og var það hluti af pólskri áætlun til að aðstoða Túnisbúa við að koma á traustum stjórnarskrárumbótum og kosningalögum. Íbúar Norður-Afríku vita hvað þeir vilja ekki – og hvað þeir munu ekki sætta sig við. En þeir eiga í erfiðleikum með að átta sig á hvað þeir vilja og hvernig eigi að koma því á. Eins og ég sá í Benghazi eru góðar líkur á að verðandi leiðtogar Líbíu verði góðir, raunsæir samstarfsmenn um góða og raun- sæja stefnu. Nú krefjast milljónir manna um alla Norður- Afríku að hafa sitt að segja um örlög sín. Hvert land vill breytingar og komast fram á við. Í Marokkó hefur konung- urinn lofað stjórnarskrárbót- um, þar á meðal tryggingu fyrir því að almenningur fái að taka þátt í ákvörðunum á landsvísu, sjálfstæðu réttar- kerfi og nýju sveitarstjórnar- valdi. Þessar yfirveguðu um- bætur þar sem gert er ráð fyrir þátttöku fólksins gætu verið öðrum fyrirmynd. Og umbótasinnar í arabaheiminum hafa fengið gríðarlegan stuðning frá Katar, sem hefur veitt fordæmi um styrka forustu, sérstaklega í Líbíu, en einnig í gegnum fréttarásina Al Jazeera – raunverulegt afl til breytinga á svæðinu. Í Líbíu fer fram blóðug barátta milli fólks, sem vill breytingar, og örvæntingarfullrar, gráðugrar stjórnar, sem er staðráðin í að halda völdum eftir gegndarlausa óstjórn í 40 ár. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur með stuðningi Arababandalagsins leyft notk- un allra leiða til að vernda Líbíumenn fyrir grimmd eigin leiðtoga. Bandamenn okkar í NATO gripu til viðeigandi hernaðaraðgerða til að stjórn Moammars Gaddafis gæti ekki ráðist að borgaralegum skotmörkum. Ríkis- stjórnir um allan heim hafa fryst ólöglegar eignir, sem stjórnin hefur komið fyrir erlend- is – peninga sem ætti að nota til að hjálpa stjórnarandstöðunni að reisa nýtt samfélag. Ég fór til Benghazi til að leggja mat á fyr- irætlanir og trúverðugleika bráðabrigðaþjóð- arráðsins og stjórnarandstöðunnar í Líbíu. Við komum með lyf og gögn fyrir lækna- miðstöðina í Benghazi, þar sem gert er að sárum fólks vegna átakanna í Misrata og víð- ar. Við borðið sátu ólíklegir bandamenn: sumir höfðu verið háttsettir embættismenn í stjórn Gaddafis, aðrir höfðu verið dæmdir til dauða og dúsað mörg ár í fangelsi. Þeir sameinuðust í skilningnum á því að land þeirra ætti skillið nýtt upphaf. Þetta minnti mig á „hring- borðið“ í Póllandi 1989 þegar Samstaða sat með valdhafandi kommúnistum til að semja um endalok stjórnarinnar. Ég ræddi hreinskilnislega við formann þjóðarráðsins, Mustafa Abdul Jalil, varafor- manninn Abdul Hafez Ghoga, og varnar- málaráðherra þjóðarráðsins Jalal Dheili, sem er fyrrverandi pólitískur fangi. Þeir voru þakklátir fyrir afskipti alþjóðasamfélagsins en lýstu með átakanlegum hætti hinu mikla manntjóni sem Gaddafi hafði valdið eigin fólki. Eftir Radoslaw Sikorski » Íbúar Norður-Afríku vita hvað þeir vilja ekki – og hvað þeir munu ekki sætta sig við. En þeir eiga í erfið- leikum með að átta sig á hvað þeir vilja og hvernig eigi að koma því á. Radoslaw Sikorski Höfundur er utanríkisráðherra Póllands. ©Project Syndicate, 2011. www.project-syndicate.org Framlína lýðræðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.