Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 ✝ Hrefna Júlíus-dóttir fæddist á Hellissandi 2. janúar 1930. Hún lést þann 24. maí síðastliðinn á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Guðmundsdóttir frá Þorvaldarbúð og Júlíus Þórarinsson frá Sax- hóli. Elst sammæðra systkina Hrefnu var Lilja Jónsdóttir, f. 1921. Hrefna var sú þriðja af fimm alsystkinum en þau voru Jón, f. 1925, d. 2004; Guð- mundur, f. 1928; Þuríður, f. 1933 og Þórður, f. 1937, d. 1995. Hrefna átti með Magnúsi Magnússyni Bjarkeyju Magn- úsdóttur, f. 1948. Bjarkey gift- ist Heiðari Jónssyni. Þau skildu. Þeirra börn eru Júlíus, f. 1969, sambýliskona Íris Lind Sæmundsdóttir; Sigríður Lára f. 1971, eiginmaður James E. Mitchell, þau eiga eina dóttur saman; og Áslaug Olga, f. 1978. Hrefna giftist þann 2. ágúst 1957 Kristjáni Jóhannessyni, f. 1931. Þau skildu eftir um 30 ára hjónaband. Foreldrar Kristjáns voru Guðrún Halls- húsum á Sólheimum á Hellis- sandi. Hún fór til Reykjavíkur um 17 ára aldur í vinnu. Hún var einn vetur á Húsmæðra- skólanum Löngumýri árin 1949-1950. Hún vann öll al- menn störf á yngri árum en fór svo til starfa hjá KRON og var þar í um 30 ár, lengst af sem verslunarstjóri í KRON á Langholtsvegi. Hún sótti og fundi hjá Samvinnufélaginu. Síðustu starfsárin vann Hrefna í Lönguhlíð, þar til hún fór á eftirlaun 67 ára gömul. Öll sín búskaparár bjó Hrefna í Garðabæ og Reykja- vík en var alltaf mikill Sandari og var mjög umhugað um átt- hagana. Hún var lengi í Sand- arafélaginu og virk í því starfi. Hrefna var mjög söngelsk og söng lengi með Snæfellinga- kórnum í Reykjavík og svo í Kvöldvökukórnum síðustu ár. Meðan heilsa og þrek leyfði stundaði Hrefna sundlaugar- nar í Laugardal ásamt því að ferðast og syngja með kórum. Hrefna flutti á Sunnuhlíð í nóv- ember 2008. Hún bjó þar þar til hún lést og naut þar góðrar umönnunar síðustu árin. Jarðarför Hrefnu fer fram frá Háteigskirkju í dag, mið- vikudaginn 1. júní 2011 kl. 15. dóttir frá Gríshóli í Helgafellssveit og Jóhannes Guð- jónsson frá Saur- um í sömu sveit. Börn þeirra Hrefnu og Krist- jáns eru Jóhannes, f. 1952 og Brynja, f. 1956. Eiginkona Jóhannesar er Sól- veig Sigurðar- dóttir, f. 1950. Jó- hannes átti áður dótturina Guðrúnu Berglindi, f. 1970 með Elínu Þorsteinsdóttur. Hennar maður er Jón Þor- steinsson og eiga þau þrjú börn. Börn Jóhannesar og Sól- veigar eru Kristján, f. 1974, sambýliskona Unnur Þórólfs- dóttir, þau eiga tvö börn; Björgvin, f. 1978, eiginkona Halla Rós Arnarsdóttir, þau eiga þrjár dætur, og Ingvar, f. 1978, kona Carina Ek, þau eiga tvö börn. Eiginmaður Brynju er Þorlákur Örn Bergsson. Þeirra börn eru Hrefna, f. 1980, eiginmaður Magni Þór Mortensen, þau eiga einn son; Steinþór, f. 1983, unnusta Guð- laug Ósk Pétursdóttir og Halla Tinna, f. 1988, unnusti Arnar Stefánsson. Hrefna ólst upp í foreldra- Nú ertu farin frá mér, mamma mín, á góðan stað og ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Veikindi þín vegna parkinson höfðu mikil áhrif á þig, sérstaklega síðustu árin. Það var alltaf að minnka sem þú gast tekið þátt í. Fram á það síðasta fórstu þó til að hlusta á sönginn í Sunnuhlíð sem þú hafðir svo gaman af. Þú spáðir alltaf mikið í útlitið og þá vorum við ekki alltaf sammála. Þú vildir líka alltaf vera svo fín og flott, fórst ekki út eða fram úr her- berginu nema laga hárið og vara- lita þig. Þú varst líka alltaf vel til- höfð, litaglöð í fatavali og áttir mikið safn af skarti til að velja úr, eyrnalokka og festar. Mamma var alla tíð hörkudug- leg og samviskusöm. Alltaf var allt í röð og reglu hjá henni, vand- lega raðað í skápa hvort sem var í eldhúsi eða svefnherbergi. Skipulagshæfileika og snyrti- mennsku lærði ég af henni. Henni líkaði heldur ekki ef drasl- aralegt var hjá okkur börnunum hennar eða barnabörnum, þá átti hún það til að taka til hendinni. Alltaf gátum við Örn treyst á hana að passa börnin okkar hvort sem það var í bænum eða í Öræf- unum. Eftir að þau fóru svo í framhaldsskóla í Reykjavík reyndist hún þeim einstaklega vel. Þau fóru mikið í mat til henn- ar og hún aðstoðaði þau við það sem hún gat. Frá því að ég fór að búa hefur hún verið nánast öll jól hjá mér á Hofi. Hún naut þess að vera með okkur og að fara í Hofskirkju var fastur liður hjá henni á jóladag. Örn naut þess líka að gista hjá henni þegar hann var á fundum í Reykjavík, þar var alltaf tekið vel á móti honum í mat og drykk. Fyrir það vill hann þakka. Mamma var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hún kom og þegar maður hugsar til baka þá er það hláturinn, glaðværðin og söngur- inn sem stendur upp úr í minn- ingunum. Sundlaugarnar í Laug- ardal stundaði hún líka daglega meðan hún gat og ófáar sund- ferðir fór hún með mínum börn- um. Hún var ákaflega stolt af barnabörnunum sínum og fylgd- ist vel með hvernig þeim gekk í skólanum. Barnabarnabörnin voru líka mjög í uppáhaldi og hún reyndi að fylgjast með þeim eins og hún gat og ljómaði þegar þau komu í heimsókn enda var hún sérstaklega elsk að börnum. Það var leitt að komast ekki til þín síðustu dagana þegar ég var föst heima vegna gossins í Gríms- vötnum, en ég náði þó að segja nokkur orð við þig í síma sem ég fann að þú skildir. Mig langar að lokum að þakka fyrir þá góðu umönnun og hlýju sem hún naut í Sunnuhlíð bæði hjá starfsfólki og íbúum. Þakka þér, mamma mín, fyrir allt. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Brynja Kristjánsdóttir. Elsku amma mín, ég trúi því varla að þú sért farin. Þú varst stór hluti af fjölskyldunni þó að undir það síðasta ættir þú erfið- ara með að taka þátt í ýmsum at- burðum vegna veikinda. Það var alltaf svo gaman að koma í heim- sókn til þín í Efstalandið enda varst þú svo hress og kát og oftar en ekki sönglandi eitthvert lag. Að vera með þér og Þuríði systur þinni var sérstaklega skemmti- legt en þá var mikið hlegið og þið settuð oft á svið heilu leikþætt- ina. Þú varst góð við okkur systk- inin, mig kallaðir þú alltaf „ástina hennar ömmu sinnar“ og þótti mér mjög vænt um það. Við gerð- um ýmislegt skemmtilegt saman, fórum saman í sund og þá var pylsa í boði á eftir og síðan var ég oft hjá þér hluta úr sumri þar sem ég fór á leikjanámskeið. Þá fékk ég að gista í stóra rúminu sem var svo skemmtilegt og alltaf fórum við saman með faðirvorið á kvöldin, þú sagðir að þá myndi maður sofa svo vel. Það var mikið tilhlökkunarefni þegar þú komst í heimsókn í sveitina, sér í lagi um jólin, þá gistirðu yfirleitt inni hjá mér og við spjölluðum heilmikið. Þú hafðir alltaf meðferðis eitt- hvert góðgæti í poka fyrir hund- inn okkar sem naut þess eins og börnin að vera dekraður af ömm- unni. Þegar ég var orðin eldri og flutt í bæinn þá varstu dugleg að bjóða okkur systkinunum í mat og aðstoða okkur við ýmis verk- efni. Mér fannst alltaf notalegt að vera heima hjá þér og því lærði ég oft þar, í minningunni er út- varpið í botni, þú að leggja kapal og góð matarlyktin í loftinu. Þú sýndir alla tíð áhuga á lífi og starfi okkar systkinanna og það var auðvelt að finna hvað þú varst stolt af okkur, sér í lagi þegar vel gekk í skólanum enda fannst þér mikilvægt að við gengjum menntaveginn. Bíllinn þinn sem alltaf var kall- aður Sólheimadísin er nú orðinn bíllinn minn. Það er lýsandi fyrir þig hvað hann er vel með farinn jafnvel þótt hann sé að verða tuttugu ára enda hugsaðirðu vel um hann og fórst vel með hann líkt og annað í lífi þínu þar sem allt var í röð og reglu. Elsku amma mín, ég vona að nú sért þú á betri stað þar sem líkaminn heldur ekki lengur aftur af þér og að þér líði vel. Ég sakna þín og hugsa fallega til þín. Halla Tinna Arnardóttir. Nú þegar hillir undir sumarið kveður elsku amma mín þennan heim. Amma hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi og ég mun sakna hennar mikið. Frá því ég man eftir mér var alltaf mikil tilhlökkun og gleði að vera að fara í bæinn til ömmu og afa og þar leið okkur systkinum alltaf svo vel. Amma var svo hress og kát og kallaði okkur oft „elsku hjartað hennar ömmu“. Hún var dugleg að lesa fyrir okk- ur og syngja og alltaf fórum við með bænir og faðirvorið hjá henni áður en við fórum að sofa. Amma var dugleg að fara með okkur í sund, enda mikil sund- kona sjálf og eins kom hún með okkur í ferðalög á Íslandi sem og til útlanda. Þegar ég fór í menntaskóla flutti ég til ömmu og bjó hjá henni í Efstalandi í þrjá vetur. Það var góður tími og við bröll- uðum ýmislegt saman. Oft var gott að sitja á svölunum í góðu veðri eða við lögðum kapal og gerðum krossgátur. Amma kall- aði herbergið mitt alltaf „kytr- una“ en ég undi mér vel þar og amma dekraði við mig. Hún hafði alltaf mikinn metnað fyrir því að við systkinin stæðum okkur vel í skólanum og gengjum mennta- veginn. Hún sýndi því alltaf mik- inn áhuga sem við vorum að gera og studdi okkur á allan þann hátt sem hún gat. Oft komum við líka í mat til ömmu við systkinin þegar við bjuggum í Stóragerði og alltaf var vel tekið á móti okkur. Það var ómetanlegt að amma skyldi geta verið við brúðkaup okkar Magna heima í sveitinni árið 2008 en þá var heilsunni far- ið að hraka talsvert. En hún lét það ekki á sig fá og og skemmti sér innilega vel og var í alla staði ánægð með þá ferð austur. Eins var gaman að hún kom bæði í skírn og í afmælið hjá litla stráknum okkar. Hún hafði alltaf svo gaman af börnum og var svo glöð og kát að hitta Baldur Örn í hvert skipti sem við komum. Hún spurði líka alltaf um hann þegar ég kom í heimsókn án hans. Amma eyddi nánast alltaf jól- unum í sveitinni hjá okkur og það var alltaf svo gleðilegt þegar hún kom, það var stór hluti af jólun- um að fá ömmu heim í sveitina og fara svo í kirkju með henni á jóla- dag og syngja jólasálmana. Amma hafði líka alltaf einstak- lega gaman af því að sjá okkur krakkana skreyta jólatréð og setja svo pakkana undir það og ég man enn hláturinn hennar. Í seinni tíð var orðið erfitt fyrir ömmu að komast til okkar í sveit- ina og síðustu jól héldum við svo á heimili mínu í Reykjavík og átt- um góð jól öll saman. Sérstaklega hafði hún gaman af því að sjá Baldur Örn litla opna pakkana sína. Síðustu árin hefur heilsu ömmu smám saman hrakað og margt var orðið erfitt fyrir hana sem hún svo gjarnan vildi geta gert og komist. Hún var samt alltaf svo glöð þegar við komum í heimsókn og síðasta skiptið sem ég kom með Baldur litla með mér ljómaði hún um leið og hún sá hann. Fólkið hennar var henni alltaf svo mikils virði. Það var gott að vera hjá ömmu síðasta kvöldið hennar, halda í mjúka hönd og eiga stund saman. Elsku amma mín, það er sárt að kveðja þig en nú ertu á stað þar sem þér líður vel og þú fylgist áfram með og samgleðst okkur í því sem við gerum. Hrefna Arnardóttir. Elsku systir, þú hefur nú kvatt þennan heim. Við áttum góða æsku þótt við værum fátæk og oft var gaman og hláturinn aldrei langt undan. Þú varst svo skemmtileg og sagðir vel frá og hafðir mikinn húmor. Ég minnist æsku okkar fyrir vestan, hvað við vorum duglegar að skreyta fyrir jólin og strauja sparikjólana okk- ar en við vorum báðar pjattaðar og vildum vera fínar. Ég minnist þín fyrir þinn dugnað, hvað þú varst dugleg alveg frá fyrstu tíð og alltaf vildir þú hjálpa mér, bæði þegar við vorum ungar stelpur á Sandi og vorum að strauja sparikjólana okkar og skreyta fyrir jólin og svo seinna meir þegar þú komst í Njarðvík- urnar til mín og hjálpaðir mér með heimilið og börnin. Ég minnist þess einnig þegar þú komst til Svíþjóðar í heimsókn og við vorum að ferðast saman en þá eins og svo oft hjá okkur var mikið gaman og mikið hlegið. Síðustu árin höfum við verið mjög nánar systur og áttum margar góðar stundir saman og gerðum ótrúlega margt saman. Þú lést þér alltaf mjög annt um mig og ég hef reynt að gjalda þér í sömu mynt og reynt að gera þér lífið eins létt og ég hef getað. Síðustu árin hafa verið þér erf- ið. Þú hefur verið veik en nú er allt það erfiða á enda og þú komin í þinn sælureit og búin að hitta þína ættingja. Ég vil þakka þér fyrir allt Hrefna mín bæði fyrr og síðar. Ég votta öllum aðstand- endum innilega samúð. Hvíl í friði. Bjargið alda, borgin mín, byrg þú mig í skjóli þín. Heilsubrunnur öld og ár er þitt dýra hjartasár. Þvo mig hreinan, líknarlind, lauga mig af hverri synd. Heilög boðin, Herra, þín hefur brotið syndin mín. Engin bót og engin tár orka mín að græða sár. Ónýt verk og ónýt trú, enginn hjálpar nema þú. Þegar æviþrautin dvín, þegar lokast augun mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms- og veldisstól: Bjargið alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. (M.Joch.) Þín systir, Þuríður. Móðursystir mín og vinkona Hrefna er fallin frá. Síðustu ævi- árin sín dvaldi hún á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Hrefna var uppáhaldsfrænka mín, við áttum alltaf góðar samverustundir og samtöl hvort sem það var um ver- aldleg málefni eða persónuleg og alltaf var hún raunsæ og jarð- bundin. Það var stutt í hlátur hjá Hrefnu og húmorinn var hnitmið- aður. Sérstaka ánægju hafði Hrefna af söng og alltaf á sam- komum og í góðra vina hópi söng hún af hjartans lyst, hún söng einnig í kór. Hrefna hafði þann eiginleika að hún hefði átt að verða leikkona. Hún gat leikið eftir fólki á mjög skemmtilegan hátt. Hrefna var gestrisin kona og börnin mín sem búa í útlöndum segja að alltaf þegar þau komu í heimsókn þá spurði hún strax hvort þau væru svöng. Ég man aldrei eftir að hún hafi kvartað og kveinkað sér, já- kvæðnin og góða skapið ein- kenndi hennar góðu eiginleika og aldrei heyrði ég hana tala nei- kvætt um nokkurn mann. Ég mun minnast Hrefnu með hlýju í hjarta og þakka fyrir allar góðar ánægjustundir sem við áttum saman, minning hennar lifir. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Sendi aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bettý Grétarsdóttir. Þakklæti er mér efst í huga er ég minnist minnar kæru vinkonu, Hrefnu Júlíusdóttur, móður Brynju vinkonu minnar, sem ég kynntist í menntaskóla. Hrefna sem þá var rúmlega fertug var verslunarstjóri í KRON í Skeið- arvogi. Hún átti afskaplega fal- legt heimili sem hún bjó fjöl- skyldunni í Grenilundi 7, í Garðabæ. Þar var tekið á móti gestum af mikilli rausn, en um- fram allt mikilli elsku og hjarta- hlýju. Heimilið og umhverfið allt bar myndarskap og dugnaði hús- freyju fagurt vitni. Leiðir Hrefnu og Kristjáns skildu og í ársbyrjun 1988 flutti Hrefna í Fossvoginn. Efstalandið varð miðstöð fjölskyldu og vina og Hrefna eins og fyrr höfðingi heim að sækja. Ég var svo lán- söm að búa í nágrenni við Hrefnu þegar hún bjó í Efstalandi og var hjá henni tíður gestur. Hrefna var ættuð af Hellis- sandi og meðal stórfjölskyldunn- ar ríkir mikil samheldi. Þegar systkini Hrefnu og frændsystkini þeirra komu saman var ætíð glatt á hjalla. Afmælin í Efstalandi eru ógleymanleg. Hrefna var stórglæsileg kona, alltaf vel tilhöfð og fallega klædd. Hún var mikil félagsvera, söngv- in, glaðvær og skemmtileg, elsk- uð, dáð og virt hvar sem leiðir hennar lágu. Hún hafði yndi af ferðalögum og naut þess að fara til sólarlanda. Dugnaður, ósér- hlífni, snyrtimennska og gest- risni voru aðalsmerki Hrefnu. Fjölskyldan var Hrefnu allt, hún var frábær amma og mikil barnagæla. Stelpurnar mínar nutu svo sannarlega góðs af elsku hennar. Hrefna ræktaði ekki bara verðlaunagarð í Grenilundi. Hún ræktaði stóran verðlauna- garð í þeirri vináttu, elsku og kærleika sem hún auðsýndi öllum sem urðu samferða henni í gegn- um lífið. Þegar ég kvaddi Hrefnu í hinsta sinn var hún sama drott- ingin og þegar ég sá hana fyrst. Þá umvafði elska dótturdóttur- innar Hrefnu hana eins og hún umvafði hana og okkur öll elsku alla tíð. Elsku Hrefna, hjartans þakkir fyrir allt. Við Þorsteinn, Katrín Sigríður og Jórunn María vottum ástvinum öllum samúð okkar. Blessuð sé minning Hrefnu Júlíusdóttur. Halla Bachmann Ólafsdóttir. Ég man svo vel eftir ferðinni okkar góðu til Búlgaríu 1989, ég 11 ára og þú 59 ára og við smull- um svo vel saman að úr varð frá- bært ævintýri. Við vorum líklega þau einu í þessari ferð sem ekki vorum að láta skipta um tennurn- ar í okkur og höfðum svo gaman af því að sjá fólkið í kringum okk- ur breytast í útliti eftir því sem leið á ferðina. Kókið var ekki gott í Búlgaríu og eplasafinn dýr þannig að við komumst að sam- komulagi um að ég fengi að drekka bjór með matnum enda var hann bæði ódýr og bragðaðist ágætlega. Þú kenndir mér líka sitthvað í viðskiptum í þessari ferð. Dollarinn var gull í Búlgaríu og saman stofnuðum við fyrir- tæki utan um gjaldeyrisviðskipt- in. Ég var bankastjórinn og þú sást um að ná í viðskiptavini sem þurftu að skipta dollurunum sín- um. Sjaldan hefur fjármálafyrir- tæki verið rekið með jafnmiklum hagnaði og þetta litla fyrirtæki okkar. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar og hvíl í friði, elsku amma Hrefna. Björgvin Jóhannesson. Hrefna Júlíusdóttir  Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN SIGFÚS ÁRILÍUSSON frá Geldingsá á Svalbarðsströnd, lést þriðjudaginn 28. maí. Útför hans fer fram frá Svalbarðskirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Lára Kristín Sigfúsdóttir, Hallgrímur Haraldsson, Hafsteinn Sigfússon, Eygló Kristjánsdóttir, Halldór Heiðberg Sigfússon, María Guðrún Jónsdóttir, Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir, Valbjörn Óskar Þorsteinsson, Sólveig Sigfúsdóttir, Reynir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, ODDGEIR H. STEINÞÓRSSON húsasmíðameistari, Lyngbergi 8, Þorlákshöfn, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 31. maí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Sólrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.