Morgunblaðið - 01.06.2011, Side 25

Morgunblaðið - 01.06.2011, Side 25
fannst alltaf eitthvað fyrir okkur til að gleðjast yfir, við stelpurn- ar, María og Jóhanna, gleymum aldrei þegar þú komst til okkar með stóru systur þinni á ösku- daginn, þú varst allur svartur frá toppi til táar því það var búið að spreyja þig fínan fyrir dag- inn, áður en þú fórst að syngja fyrir nammi. Við settum þig beint í bað og það var pússaður af þér liturinn, allt varð svart í kringum okkur, ég man hvað við hlógum mikið að því. Þú gistir hjá okkur alla helgina með Sól- eyju Björk, stóru systur þinni, og við áttum æðislega helgi sam- an. Alltaf fannst okkur stelpunum líka gaman þegar við vorum í leikskólanum okkar og þú komst í heimsókn með leikskólanum þínum, um leið og við sáum krakka í gulum vestum koma í heimsókn þá byrjuðum við strax að leita að þér, þú komst svo yf- irleitt hlaupandi til okkar og gafst okkur langt knús áður en þú hélst áfram að leika þér. Það eru svo margar svona gleði- stundir sem maður geymir í huganum um þig og gleðst yfir að hafa fengið að njóta. Svo ég minnist nú líka á að jólagjafirnar sem stelpurnar gáfu þér, þær voru alltaf uppá- haldsjólagjöfin og það fannst okkur alltaf svo gaman að heyra. Elsku Vilhelm Þór, þín verður sárt saknað, við vitum að þú ert orðin lítill fallegur engill sem verður alltaf í kringum okkur, verndar okkur og leikur við okk- ur. Minningin um þig mun alltaf vera með okkur hvar sem við verðum. Maren Rannveig, Jón Ívar, María Friðmey og Jóhanna Mjöll. Elsku Vilhelm Þór. „Ég á engin orð,“ sagði ég við mömmu þína þegar þú varst lagður í fallegu kistuna þína. Mamma þín hvíslaði til baka: „Ég veit það, þau eru horfin og ég veit ekkert hvert þau fóru.“ Við eigum samt fullt af sögð- um og ósögðum orðum sem svo erfitt er að nálgast í huga sér eftir að þú varst tekinn svo snöggt frá okkur. En ég hugga mig þó við að þú ert án efa far- inn á vit annarra ævintýra þar sem þú munt láta ljós þitt skína svo fallegt og skært. Alex Ernir frændi þinn og jafnaldri skrifaði bréf til þín, hann segir að þú sért farinn til guðs og nú þurfir þú að muna að hlusta á hann og hlýða honum því þá fáir þú að leika þér og gera eitthvað skemmtilegt. Hann segir líka að þetta sé allt í lagi því hann geti enn þá leikið við þig þótt þú búir núna hjá Guði og hann ætlar að hugsa til þín þegar hann litar og teiknar. Ingimundur frændi þinn skrifaði líka bréf til þín: „Kæri Vilhelm. Það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig úr þessum heimi svona ungan að aldri, þú varst alltaf svo lífsglaður og skemmti- legur nagli. Ég mun sakna þín sárt og ég vona að þér muni ganga allt í haginn hjá Guði. Ég vil að þú takir þetta bréf með þér og munir okkur alltaf. Svo einn daginn munum við koma til þín. Þinn vinur og frændi, Ingi- mundur.“ Elsku litli fallegi frændi minn, við sem eftir erum getum lítið annað gert en að minnast skemmtilegra tíma með litlum prakkarastrák sem elskaði að leika sér með bíla og baka kökur í drullubúinu hjá ömmu. Þótt ár- in þín hjá okkur hafi verið fá voru dagarnir margir og litríkir, klukkustundirnar enn fleiri og mikilvægar og mínúturnar gull- molar og minningar sem hverfa aldrei frá okkur. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (G. Ingi) Við leitum öll huggunar í þessari fallegu kveðju sem ég veit að hefur huggað fleiri við svipaðar aðstæður. Ég veit það líka af öllu hjarta að þú verður með okkur áfram þótt farinn sért. Seinna sjáumst við aftur eins og öll litlu frændsystkini þín segja Ást, knús og kitl frá okkur. Guðný Lára, Stefán Örn, Sædís Birta, Ingimundur Bjarni og Alex Ernir. Fegurð lífsins er ekki fólgin í lengd lífsins. Fegurð lífsins er fólgin í sporum þess, sem þau markar. Skilur eftir í hjörtum okkar og huga. Spor sem marka minningu okkar. Ungur drengur er okkur far- inn frá, en skilur eftir spor minninga. Djúp spor og stór. Minnisstæð. Spor sem fylla minninguna lífi. Minning um lítinn og ljúfan dreng er í hjörtum okkar og huga. Við erum aldrei ein, með- an minningin lifir. Ljós lífs hans, lífsins ljós mun lýsa okkur leið, sem í dag kveðj- um hann og söknum. Blessuð sé minning Vilhelms litla Þórs. Guð veri með honum, varðveiti hann og verndi, blessi og geymi í hjarta sínu. Sigurður Blöndal. Við erum vinir, við erum vinir, ég og þú, ég og þú. Leikum okkur saman, leikum okkur saman, ég og þú, ég og þú. (Höf. ókunnur) Vilhelm Þór var oft í skemmtilegum leikjum. Hann var glaður og lék í leikj- um. Hann var góður og skemmti- legur. Lék sér að æfa karate. Flinkur að byggja úr kubbum, litla legóinu. Flinkur í dýró. Við söknum hans. Fyrir hönd vina þinna á Sunnuhvoli, Guðný I. Rúnarsdóttir. Allar stundir okkar hér, er okkur ljúft að muna. Fyllstu þakkir flytjum þér, fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Vilhelm Þór byrjaði hjá okkur í Jötunheimum í október 2010. Hann var ljúfur drengur sem auðvelt var að kynnast og hann var ekki búinn að vera langan tíma þegar okkur fannst eins og hann hefði alltaf verið hjá okkur. Hann var fljótur að eignast vini og gekk vel að aðlagast. Það kom fljótt í ljós hvað hann hafði mikið fram að færa í leikinn hjá félögum sínum og það voru ófáar stundirnar sem legið var á gólfi með kubba við hönd og byggt allt milli himins og jarðar. Vilhelm Þór var hug- myndaríkur og gekk vel að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Hann var mjög flinkur að teikna og í myndum hans var allt að gerast. Hann var svolítill prakkari og oft sást prakkarablik í augum hans og þá var yfirleitt eitthvað skemmtilegt að gerast. Vilhelm Þór átti að byrja í grunnskóla í haust og því var komið að kveðjustund í leikskól- anum. Að þurfa að kveðja hann svona endanlega sá enginn fyr- ir. Við þökkum Vilhelm Þór fyr- ir góð kynni þennan tíma sem við fengum að hafa hann í Jöt- unheimum. Fjölskyldu hans allri vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd barna og starfs- fólks leikskólans Jötunheima, Helga Geirmundsdóttir. Elsku Vilhelm Þór. Ég veit ekki af hverju þú fórst, en ég veit heldur ekki af hverju þú varst ekki kjur. Ég mun sakna þín og prakk- arastrikanna þinna og prakk- arasvipsins. Þú ert flottasti strákur sem ég hef kynnst og með flottasta tívolísvip sem ég hef séð. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þín frænka, Guðný. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Coton de Tuléar Skeljaræktun auglýsir: Hvolpur (rakki) til sölu! Afh. heilsu- farsk., örmerktur og með ættbók frá REX. Uppl. í síma 892 7966 - http://www.skeljapommar.com/ Am. cocker spaniel Til sölu am. cocker hvolpar, ættbókarfærðir hjá HRFÍ. Tilbúnir til afhendingar. Foreldrar eru innfluttir og margverðlaunaðir á sýningum HRFÍ. Uppl. í s. 896-2006 eða á www.eldhuga.com Veitingastaðir Módelsmíð á nytjalist og skart- gripum, kaffi og veitingar - allt á sama stað í Eldstó Café & Húsi leir- kerasmiðsins. Hvolsvelli, s. 482 1011. www.eldsto.is Eldstó Café á Hvolsvelli - nýtt - nýtt Við stækkuðum í eldgosi og kreppu og erum stolt af því. Komdu við í sumar og sjón er sögu ríkari. www.eldsto.is - S: 482 1011 & 691 3033. Eldstó Café á Hvolsvelli - nýtt - nýtt Empanadas Chilenas í fyrsta sinn á Íslandi. Fjölskylduuppskrift frá Chile, algjört æði, verðum með kynningar- tilboð föstud. 3. júní, sjá: www.eldsto.is S: 482 1011 & 691 3033. Sumarhús ROTÞRÆR OG VATNSGEYMAR. Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 lítra. Lindarbrunnar. Borgarplast.is Mosfellsbæ S: 561 2211 Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Námskeið Byrjendanámskeið í tennis Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumarskráning hafin. Tíu tíma námskeið. Upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is Tónlist Lifandi tónlist Vantar þig lifandi tónlist í veisluna? Líttu við á www.lifanditonlist.com Til sölu Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150 Kristals-hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. 25% afsláttur af kristal í möttu rósinni þriðjudag og miðvikudag gegn framvísun auglýsingar. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Riley/BCE poolborð 5 -6 -7 fet á lager. www.Pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.) 108 Reykjavík, s. 568 3920. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta                      ! "       #                            !  !!      ! Hjólbarðar Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk. 425/65 R 22.5 kr. 49.900 + vsk. 1100 R 20 kr. 39.500 + vsk. 1200 R 20 kr. 39.500 + vsk. Kaldasel ehf. Dalvegi 16b, Kópavogi, sími 544 4333. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð CC.BÍLALEIGA S: 8612319 Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir Málningavinna · Múrviðgerðir · Flísalagnir Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna Tilboð þér að kostnaðarlausu Upplýsingar í s: 820 8888 Listmunir Óska eftir Óska eftir að kaupa styttu eftir Guðjón Runólfsson / Guðjón R. Sigurðsson frá Fagurhólsmýri. S. 821 5575. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.