Morgunblaðið - 01.06.2011, Page 32

Morgunblaðið - 01.06.2011, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 17:30 á veitingastaðnum Austrinu verða sýndar fjórar dansstuttmyndir í vinnslu eftir Katrínu Hall og Reyni Lyngdal. Ekki er um eiginlega frumsýn- ingu að ræða þar sem verkin eru enn í vinnslu en að sögn Reynis er hann ansi ánægður með útkomuna og vill sýna á hvaða stigi vinnan er sem stendur. „Okkur Kötu hefur lengi langað að vinna saman og þegar pláss var í dagskránni okkar núna í vetur fórum við af stað í húsnæði netagerðarinnar með danshópnum og gerðum æfingar. Við hentum saman fjórum hug- myndum að kóreógrafíu og þessháttar sem við ákváðum að taka frekar hrátt. Vorum eiginlega að leita að einhverju til að búa til sögu úr. En útkoman var miklu betri en við bjuggumst við. Við vorum svo ánægð með þetta að við ákváðum að klippa það og klára fyrsta skrefið strax,“ segir Reynir. Mikið vatn í verkinu Aðspurður hvernig samstarf þeirra Kötu byrjaði segir hann að það hafi byrjað fyrir löngu. „Ég gerði hálfgerða auglýsingu fyrir Dansflokkinn á sínum tíma, upp úr 2000, sem okkur þótti vel heppnað. Upp úr því fékk ég inn á borð til mín skandinavískt verkefni; þetta var eitthvert Norðurlandaráðsverkefni, þannig að til þess var ætlast að hver Norðurlandaþjóð- anna framleiddi dansstuttmynd. Það var mjög metnaðarfullt verkefni sem við Kata helltum okkur út í og útkoman nefndist Burst. Sú mynd fór mjög víða. Það verkefni var meira að segja endurgert sem tónlistarmyndband fyrir Shak- iru, Katrín fór út og samdi dansana við það. Við höfum verið að leita að tækifæri til að gera eitt- hvað meira síðan þá. Í þessu tilviki höfðum við verið að spá í að skrifa handrit að dansmynd, sem er ekki það auðveldasta í heimi. Að koma danssögu í handrit er erfiðara en að setja klass- íska sögu í það form. Niðurstaðan varð sú að þetta sem átti að vera æfing varð að sögu. Það er mikið til Ása, tökumanninum okkar, að þakka og frábærum danshópi. Við höfðum þetta bara í huga til að styrkja umsóknarferli okkar fyrir eitthvað annað. Stundum er bara gott að hugsa ekki of mikið, prófa bara að gera og vinna þetta áfram. Svo er hún svo mikill snillingur hún Kata að kóreógrafían hennar var alveg frábær,“ segir Reynir. Þegar Katrín Hall er spurð hvaðan hug- myndirnar að sögunum hafi komið segir hún þær vera héðan og þaðan. „Efnið kemur mikið frá dönsurunum sjálfum. Það er orðin sífelld meiri krafa í dag að dansararnir séu virkir í sköpunarferli verka. En að sjálfsögðu er hugmyndaramminn og svo endanleg útkoma verksins undir danshöf- undi og leikstjóra komin. Aðalsteinn Stefánsson var einnig mjög virkur í samstarfinu. Hann er tæknimaður, myndlistarmaður, ljósahönnuður og svo gerir hann líka leikmyndir, þannig að hann er með mjög margræðan bakgrunn. Hann sá um heildarútlitið. Einnig lagði Filippía El- ísdóttir mikið af mörkum varðandi útlit og hafði alfarið umsjón með búningum og förðun og þetta hefði náttúrlega ekki orðið að veruleika nema vegna þess að Pegasus kom inn í þetta samstarf. Af þessum fjórum stuttu sögum eru tvær útfærðar fyrir allan hópinn. Hinar tvær eru dúett, það er að segja fyrir par. Við not- uðumst að hluta til við vatn eða úða. Það virðist einhvern veginn gjarnan koma fyrir vatn í mín- um verkum, hvernig svo sem stendur á því. Vatn stendur fyrir einhvers konar hringrás sem er mér mjög hugleikin. Við nýttum gróft og hrátt rými útgerðarinnar til hins ýtrasta, sem kom mjög skemmtilega út. Þetta var tekið upp á tveimur dögum, einn, tveir og tíu,“ segir Katrín. „En ég vil ítreka að þetta er kynning á verkum í vinnslu, fólk fær svona forsmekkinn, það fær rétt að smakka á verkunum.“ Kynæsandi Dansararnir ná fram örvandi áhrifum með hreyfingum sínum og sum augnablik eru einsog sniðin fyrir kameruna. Frumefnið vatn er víst ráðandi í tveimur stuttmyndanna.  Reynir Lyngdal og Katrín Hall stýrðu dansflokki í stuttmynd  Afraksturinn verður sýndur í Austrinu í kvöld  Í verkinu er mikið vatn, djamm og daður Dansað, djammað og daðrað í Austrinu Formbygging Í verkinu er verið að leika sér með formbyggingu og víddir einsog sést. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tony Allen mun troða upp í Hörp- unni ásamt Big bandi Samúels Jóns Samúelssonar í kvöld, miðvikudags- kvöld, klukkan 21:00 í sal sem nefn- ist Norðurljós. Tony Allen er trommari og lagahöfundur frá Níg- eríu sem býr og starfar í París. Hann er skærasta núlifandi stjarna afróbítsins, fönktónlistar Afríku, sem nígeríski tónlistarmaðurinn Fela Kuti skapaði ásamt hljómsveit sinni Africa 70 á seinni hluta síðustu aldar. Hún er blanda af afrískum slagverks-, dans- og sönghefðum undir áhrifum frá afrísk-amerískum djassi og fönki. Allen var um tíma tónlistarstjóri og trommuleikari Af- rica 70 og ásamt Fela aðal- hugmyndasmiðurinn á bak við afró- bít-stílinn. Samúel, sem er þekktastur fyrir tónlist sína með Jagúar, spilar nú með Big band en þeir hafa þegar leikið á óteljandi tónleikum og tónlistarhátíðum inn- anlands sem utan, eins og Iceland Airwaves, Jazzhátíð Reykjavíkur, Moers festival, Berlin Jazzfest og Nattjazz í Bergen. Tónlist sveit- arinnar er undir miklum afróbít- áhrifum og því verður fróðlegt að sjá sjálfan Tony Allen leika með sveit- inni á Listahátíð í Reykjavík. Sam- úel hefur sagt að Tony Allen sé uppáhaldstrommarinn sinn og einn stærsti áhrifavaldurinn á tónlist sína. Það liggur því beint við að spyrja hvort þetta sé eins og fyrir trúaðan mann að fá guð sinn til að stíga niður á jörðina til sín? „Ja, alla- vega er hann einn af postulunum,“ segir Samúel. Fólk má ekki missa af þessu „Ég uppgötvaði hann í gegnum Fela Kuti, en hafði ekkert pælt í honum sem einstaklingi fyrr en ég keypti plötu eftir hann árið 1999, Back voices, og það var fyrir tilviljun að ég sá hana í búð. Þetta varð ein af mínum uppáhaldsplötum og átti eft- ir að hafa mikil áhrif á mig. Ég hef séð hann spila þrisvar. Hægt og hægt fór mig að dreyma um að spila með honum. Þetta hefur verið fant- asía hjá mér lengi. Svo reyndi ég að fá hann á Listahátíð árið 2008 og það gekk næstum því upp. En ég varð síðan of seinn með umsókn til Listahátíðarinnar fyrir það árið og svo kom kreppan með öllu sínu pen- ingaleysi og þunglyndi. Ég gaf þenn- an draum upp um tíma. Síðan var hann að spila í Bergen í Noregi á sömu hátíð og við. Við spjölluðum saman þar baksviðs og brátt fóru hlutirnir að ganga upp. Þau hjá Listahátíðinni voru hrifin af hug- myndinni og síðan náðum við að landa þessu í byrjun árs. Og viti menn; núna þegar þú hringir í mig er ég nýbúinn að sækja hann út á völl og koma honum fyrir á hótelher- bergi. Maður trúir því varla að þetta sé að gerast. En þegar hann var kominn í bílinn og ég var með Sig- trygg Baldvinsson aftur í og Kidda sem er með Hljóðrita og við vorum að tala um æfingarnar þá kom raun- veruleikatilfinningin, þetta er að fara að gerast,“ segir Samúel. Á tónleikunum verða bæði spiluð lög eftir Samúel og Big bandið sem og lög eftir Allen. Spurður um mun- inn á túlkun afróbít-stílsins í hönd- um Allens og til dæmis Fela Kuti segir Samúel að Allen sé bara ein- stakur. „Afróbít-stíllinn hans Allens er öðruvísi en Fela Kuti. Allen syng- ur og er með svo sérstakan trommu- stíl. Þetta er ferlega orginal gaur. Hann er með svo flottan fíling í sínu grúvi; afslappandi dáleiðsluelement í tónlistinni hans,“ segir Samúel. Að- spurður hvernig persóna Allen sé segir Samúel hann vera afslappaðan eins og tónlistin sem hann spilar. „Hann er greinilega fordómalaus. Engir stjörnustælar í honum, þessi gaur er gjörsamlega á jörðinni. Þetta verður stórkostlegt upplifelsi að spila með þessum manni og nokk- uð sem fólk má ekki missa af,“ segir Samúel. Alþjóðlegt afróbít í Hörpunni  Draumur Samúels Samúelssonar rætist þegar upphafsmaður afróbítsins spilar með honum á tón- leikum í kvöld  Tony Allen er einn þekktasti listamaður afróbítsins Morgunblaðið/Sigurgeir Æfing Þessi mynd er tekin á líflegri æfingu Tony Allens og Samúels Big bands í Hljóðrita í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.