Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 10
„Baltasar og Gerpluhópurinn slógu í gegn í Bergen um síðustu helgi“ HM íSvíþjóð m SunnudagsMogginnFréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað Rætt við Guðjón Val, Óskar Bjarna og Gunnar Magnússon um frábæran árangur til þessa | 13Á heim 23. janúar 2011 Th m SunnudagsMogginnFréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað 13. mars 2011 Tengsl 14 Fréttaskýringar Pistlar Viðtöl Krossgátur Lesbók Disneyblað SunnudagsMogginn m 9. janúar 2011 Arnar Eggert Thoroddsen var á staðnum. Lestu um það í næsta Sunnudagsmogga. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Feðgin Frode skólastjóri mætti að sjálfsögðu með dóttur sína Karen Lilly. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við erum að hugsa um aðgera opið hús að föstum liðí skólastarfinu hjá okkur ávorin, því það lukkaðist svo vel. Það var hálfgerð útilegu- stemning, krakkarnir vöfðu meðal annars brauðdeigi á trjágreinar og bökuðu yfir opnum eldi,“ segir Frode F. Jakobsen, skólastjóri Suðurhlíð- arskóla, um skemmtilegan dag í skól- anum síðastliðinn sunnudag. „Við erum svo vel staðsett, erum með dásamlegan lund hér hinum megin við götuna, sem við höfum af- not af. Sumir kennararnir eru mjög duglegir að hafa þar útikennslu þegar árstíð og veður leyfir, heimilisfræðin fer stundum út og sama er að segja um smíðakennsluna en kennarinn, Valdór Bóasson, er mikill tálgunar- snillingur. Næsta haust verður vígð- ur grenndarskógur tiltölulega nálægt okkur hér í Öskjuhlíðinni og við kom- um til með að nýta okkur það í skóla- starfinu.“ Skólinn er opinn öllum Suðurhlíðarskóli hefur verið starfræktur í 21 ár og þeir sem hafa starfað lengst þar hafa verið í 15-18 ár og einn kennari hefur unnið þar frá upphafi. „Þetta er sjálfstætt starfandi skóli, rekinn af aðventistum á Íslandi. En hann er opinn öllum, við erum með nemendur úr ýmsum trúfélögum og af öllu höfuðborgarsvæðinu, frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar. Það sem er sérstakt við Suðurhlíðarskóla er að hann er kristinn sjálfstætt starfandi skóli. Hér er að sjálfsögðu trúarbragðakennsla eins og í öllum skólum, en kristna trúin hefur þau áhrif á skólastarfið að við byrjum allt- af með morgunbæn inni á kennara- stofu og allir kennararnir mæta þangað þó þeir séu fæstir aðventistar. Í kennslustofunum hefst dagurinn líka á því að kennarar biðja með krökkunum eða lesa eitthvað kristi- legt fyrir þau. Einu sinni í viku, á mánudagsmorgnum, er alltaf sameig- inleg bæn á sal.“ Kærleiksrík gildi Frode segir að kristin gildi liti að sjálfsögðu viðhorf þeirra sem þar vinna, bæði til starfsins og til krakk- anna. „Við höldum í heiðri gullnu regluna um að allt sem þér viljið að Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður … Suðurhlíðarskóli stendur í suðurhlíðum Öskjuhlíðar og þar var á dögunum opið hús með öllu því skemmti- lega sem því fylgir. Áherslan á náungakærleikann er í fyrirrúmi í þessum skóla þar sem fámennið hefur reynst mikill kostur enda auðveldara að fyrirbyggja einelti í litlum skóla sem og að takast á við það sem upp á kemur. Morgunblaðið/Kristinn Vanda sig Einbeiting sumra krakkanna í útileikjunum var gríðarleg en gleðin var ævinlega við völd. Dyrahjalp.is er heimasíða Dýra- hjálpar Íslands. Dýrahjálp er félag sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli. Félag- ið var stofnað í maí 2008 og hefur síðan þá aðstoðað fjölda dýra í heimilisleit. Samkvæmt upplýs- ingum af heimasíðunni hefur félag- ið fundið heimili fyrir á annað þús- und dýra, þar á meðal fyrir 594 hunda, 658 ketti og 99 kanínur, svo dæmi séu tekin. Allir þeir sem koma að því göfuga starfi ,sem félagið vinnnur, eru sjálfboðaliðar. Auk þess að hjálpa málleysingjunum við að finna húsaskjól og fjölskyldu til að sjá um dýrin, er einnig markmið félagsins að efla vitund almennings og auka fylgi og stuðning við dýra- vernd. Þeir sem eru svo ólánsamir að verða viðskilja við gæludýrið sitt, geta auglýst eftir því á síðunni, sér að kostnaðarlausu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fá sér gæludýr, ætti dyrahjalp.is að vera staðurinn þar sem leitin hefst. Eins og staðan er í dag eru um 100 dýr á vegum Dýrahjálpar að leita sér að heimili. Dýrahjálp hefur ekkert húsnæði fyr- ir starfsemi sína og því eru dýrin, sem auglýst eru á dyrahjalp.is, hýst á heimilum sjálfboðaliða eða dvelja enn um sinn á heimili núverandi eigenda. Þeir sem vilja aðstoða Dýrahjálp geta gerst sjálfboðaliðar, skráð heimili sitt sem fósturheimili, gefið félaginu fóður eða dót fyrir dýrin, eða styrkt félagið fjárhags- lega. Dýrahjálp rekur einnig vefverslun þar sem allur ágóði rennur beint til starfseminnar. Dýravinir ættu ekki að láta þessa frábæru síðu framhjá sér fara. Vefsíðan www.dyrahjalp.is Dýr Það eru 30 hundar í heimilisleit. Hundrað dýr í heimilisleit Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Suðurhlíðarskóli er fyrir 1-10 bekk. Hann er tiltölulega fá- mennur, núna eru um 40 nem- endur en geta verið 60. Í skólanum er samkennsla, fleiri en einn árgangur í hverjum nemendahópi, sem gerir starfið mjög skemmtilegt. Þetta er kostur fyrir marga, því þroski nemenda er ekki alltaf eins þó þeir séu fæddir sama árið. Nemendahóparnir eru fjórir:  1.-3. bekkur.  4.-6. bekkur.  7. og 8. bekkur.  9. og 10. bekkur. Fámennur góður skóli SAMKENNSLA ER KOSTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.