Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Síðasta ár hefur fé- lagið mitt ÚÍ1 ehf. sem rekið hefur Kanann verið að vinna sig í gegnum erfiða fjár- hagslega stöðu eftir kostnaðarsamt upphaf reksturs stöðvarinnar. Í þeirri vinnu áttum við hauk í horni í SpKef sem gat veit okkur hóflega fyrir- greiðslu þrátt fyrir erfiða stöðu spari- sjóðsins. Við yfirtöku Landsbankans á SpKef fyrir nokkrum vikum færðust viðskiptin að okkur forspurðum til Landsbankans. Við það að viðskiptin færðust úr SpKef til Landsbankans fóru samskiptin í nýjan og óskemmti- legri farveg. Þau samskipti enduðu með því að Landsbankinn felldi niður fyrirgreiðslu ÚÍ1 og kæfði þannig líf- línu rekstursins fyrirvaralaust í lok maí. Atburðarásin var á þessa leið: Þann 20. apríl tók Landsbankinn þá ákvörðun að fella niður fyrirgreiðslu í formi yfirdráttarheimildar félagsins. Tímasetning þessarar einhliða að- gerðar var miðvikudagurinn fyrir páska, um 15 mínútum fyrir lokun bankans. Við höfðum þá beðið í 10 daga eftir skýrum svör- um frá bankanum okkar. Engar skýringar feng- ust á þessari harkalegu aðgerð bankans fyrr en föstudagsmorguninn 29. apríl en þá voru nokkrar vikur liðnar frá því að ÚÍ1 hóf að leita svara um hvaða framtíð félagið okkar ætti hjá Lands- bankanum. Afstaða bankans var skýrð í 5 mín. löngu símtali milli eiganda ÚÍ1 og úti- bússtjóra Landsbankans (áður útibús- stjóra SpKef). Bankinn treysti sér ekki til að halda fyrirgreiðslunni áfram og taldi 2 milljóna sjálfskuldar- ábyrgð eiganda ekki nægilega trygg- ingu. Þó svo að sami útibússtjóri hefði stýrt SpKef um nokkurt skeið sem tekið hafði sjálfskuldarábyrgðina gilda í meira en 6 mánuði. Svo ekki sé minnst á viðskiptakröfur UÍ1 upp á margar milljónir sem höfðu verið út- sendar fyrir ÚÍ1 af Landsbankanum til greiðslu inn á reikning ÚÍ1 hjá Landsbankanum fyrir lok aprílmán- aðar. Það fé tók bankinn á einu bretti upp í þá fyrirgreiðslu sem einhliða var felld niður og rekstrarfélag Kanans var því skilið eftir algjörlega fjár- vana. Rekstur Kanans hefur verið góður síðustu 9 mánuði og sjóðsstreymi ver- ið jákvætt og félaginu gengið ágæt- lega að vinna sig út úr fortíðarvanda félagsins. Vegna niðurfellingar á yfirdráttar- heimildinni gat félagið ekki greitt starfsfólki full laun um mánaðamótin. Við blasti greiðslufall og nú nauða- samningar. Í ljósi þess hvernig þetta bar að þá sá ég mér ekki annað fært en að selja það sem hægt væri til að tryggja starfsemi Kanans og með því bjarga þeim 10 stöðugildum sem eru á stöðinni. Það er ekki aðeins mik- ilvægt til að tryggja hagsmuni starfs- manna heldur einnig neytenda. Ég er núna að vinna að nauða- samningum með kröfuhöfum ÚÍ1. Takist þeir ekki verður félagið að öll- um líkindum lýst gjaldþrota. Það er skýrt í mínum huga að ef Landsbankinn hefði verið tilbúinn að gefa félaginu 6 til 12 vikna frest til að greiða niður yfirdráttarheimild þá hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir nauðasamninga. Harma verður að bankinn hafi dregið svo lengi að upplýsa að þeir ætluðu ekki sér ekki að framlengja fyrirgreiðslu til félagsins. Þá hefði ÚÍ1 haft daga en ekki klukkutíma til að bregðast við aðstæðum. Heildarfyrirgreiðsla bankans var undir 3 milljónum króna þannig að ómögulegt er að halda því fram að verulegir hagsmunir hafi verið í húfi af hálfu bankans. Að bankinn skuli ekki hafa veitt neinn fyrirvara gefur til kynna að aðrir hagsmunir ráði för, en þeir að inn- heimta skuld bankans. Lögmenn ÚÍ1 eru nú að skoða stöðu félagsins gagnvart Landsbank- anum. Aðgerðir bankans eru ekki síst óskiljanlegar í ljósi þess að bankarnir hafa fengið skýr fyrirmæli frá þér og ríkisstjórninni að vinna úr skuldamál- um fyrirtækja sem sýna viðunandi rekstrarárangur. Þetta er hin svo- kallaða „Beina braut“. Aðfarir Landsbankans gagnvart ÚÍ1 eru í fullkomnu ósamræmi við samning ríkisstjórnarinnar og bankanna um Beinu brautina. Saga sú sem ég rek er ekki einstök. Þetta er hvorki í fyrsta skipti né það síðasta sem lífvænleg félög fá harka- lega og ómálefnalega meðferð banka sem sjálfir eru í margvíslegum við- skiptum við beina samkeppnisaðila viðkomandi fyrirtækja. Kaninn mun halda sínu striki og halda áfram að halda uppi samkeppni um hlustendur sem leita að góðri tónlist í dagsins önn. Mig langar að kalla eftir svörum frá þér við eftirfarandi spurningum: 1. Finnst þér þetta vera viðunandi afgreiðsla hjá bankanum sem við eig- um saman og treystum, á máli sem tengist félagi í jákvæðu sjóðstreymi til margra mánaða og er með 10 manns í vinnu? 2. Hvaða rammi er raunverulegur rammi sem félög þurfa að passa í til að fara „Beinu brautina“? 3. Miðað við hvað Landsbankinn hefur lagt mikið undir við endurreisn 365 miðla, finnst þér þá ekki að þeir hefðu mátt sýnast allavega beita hlut- leysi, fagmennsku og kurteisi? Með vinsemd og þökkum fyrir að gefa þér tíma til að líta yfir erindið. Ég óska þér velfarnaðar í starfinu, þjóðin á mikið undir því hvernig þér og þínu fólki gengur að koma þjóðinni allri á beinu brautina. Opið bréf til efnhags- og viðskiptaráðherra » Að bankinn skuli ekki hafa veitt neinn fyrirvara gefur til kynna að aðrir hagsmunir ráði för, en þeir að innheimta skuld bankans. Einar Bárðarson Höfundur er atvinnurekandi. Eftir Einar Bárðarson Hvernig skal ráð- stafa auðlindum einn- ar þjóðar? Hér er um réttlætismál að ræða, og rétt hins almenna borgara má ekki fyrir borð bera. Það er ekkert réttlæti, að einstakir menn skuli nýta auðlind í eigu þjóðarinnar, og mala sér gull, þegar al- menningur býr við bág kjör. Um þetta eru flestir sammála. Aðgerða er þörf. Þannig gekk þetta til í landi einu hér fyrir sunnan okkur, og þar var stjórn sem hafði lofað að taka á auðlindamálinu. Forseti landsins, með víkingablóð í æðum, tók af skarið, og gekk vasklega til verks, svona rétt eins og íslenskur væri. Þeir landsgreifar, sem skráðir voru fyrir meginhluta hins ræktaða lands voru vægðarlaust reknir af jörðum „sín- um“ og landið fengið landsmönnum til ræktunar. Það þurfti ekkert að athuga hversu hagkvæm þessi framkvæmd var, því hér var um rétt- lætismál að ræða. Landsmenn sungu af gleði, nýir tímar voru gengnir í garð, rétt- lætið hafði sigrað að lokum. Forseti landsins, hinn virðulegi Mugabe, var hinn blessaði landsfaðir, sem hafði skil- að þegnunum aftur landi sínu, og það bókstaflega flaut í mjólk og hunangi. Bleikir akrar og óslegin tún blöstu við alls staðar, og fólkið naut kyrrðar í skjóli ólífulund- anna. Enginn þurfti lengur að vinna baki brotnu, því ávextirnir uxu upp úr moldinni, og gera það enn, það eina sem vantaði var þekking og kunnátta þeirra sem við tóku, en hvað er það í sam- anburði við réttlætið. Simbabwe, sem fyrir nokkrum árum flutti út matvæli, sem námu þrefaldri neyslu þjóðarinnar flytur nú inn allan sinn mat, fátækt er gífurleg, og verðbólgan er 2,500%. Við Íslendingar förum ekki svona að, o sei sei nei, við ætlum ein- hvern tímann að athuga hversu hagkvæm ný löggjöf um auðlind- irnar er. Því það sem mikilvægast er, er að réttlætið nái fram að ganga. Eftir Kristján Hall »Enginn þurfti lengur að vinna baki brotnu, því ávextirnir uxu upp úr moldinni, og gera það enn … Kristján Hall Höfundur er fyrrverandi atvinnurekandi. Réttlætið og auðlindin V i n n i n g a s k r á 5. útdráttur 1. júní 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 3 5 7 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 4 9 2 7 3 3 3 1 1 3 4 0 7 2 6 3 5 3 8 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 571 11158 17831 30114 33141 49657 6300 14609 22427 31346 43834 69157 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 1 7 1 8 1 7 2 1 6 6 0 8 2 5 8 2 6 4 2 8 8 8 5 7 2 1 8 6 4 0 2 9 7 2 4 2 1 2 0 5 2 8 1 7 3 1 6 7 0 4 2 6 5 1 4 4 7 7 6 5 5 7 2 4 7 6 4 5 4 7 7 2 4 9 9 2 6 5 0 8 5 7 1 1 7 3 8 2 2 7 4 9 8 4 8 0 8 5 5 7 2 9 4 6 4 9 0 5 7 3 1 2 5 3 9 6 5 8 7 4 6 1 7 6 1 1 3 3 9 0 6 4 9 5 0 5 5 7 7 0 9 6 5 0 3 0 7 5 0 5 4 4 0 0 4 9 8 8 0 1 9 4 4 3 3 4 3 1 9 4 9 8 4 8 5 9 3 7 8 6 5 8 7 6 7 5 2 4 9 4 9 7 6 1 0 2 9 7 2 1 5 1 1 3 5 1 6 7 5 0 7 6 1 5 9 6 3 9 6 6 9 4 0 7 5 3 1 2 5 7 8 9 1 1 6 5 1 2 2 3 9 2 3 6 7 8 4 5 1 2 2 0 5 9 9 3 6 6 7 2 5 1 7 7 8 9 1 6 0 4 1 1 1 7 5 7 2 2 4 0 5 3 7 7 3 7 5 2 4 6 0 6 0 2 5 1 6 9 3 2 9 7 8 3 4 4 6 5 8 3 1 3 3 1 5 2 3 0 9 2 3 9 6 6 6 5 5 1 3 3 6 2 7 7 7 7 1 1 0 1 7 8 9 6 5 7 4 3 6 1 5 2 7 9 2 5 2 4 5 4 0 1 7 3 5 6 8 7 9 6 3 2 4 0 7 2 0 6 9 7 9 7 0 9 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 2 8 9 1 2 4 6 9 2 2 1 3 1 3 1 0 0 3 4 1 9 8 1 5 2 5 6 9 5 9 8 6 5 7 0 9 6 0 1 1 6 3 1 2 8 5 2 2 2 1 7 4 3 1 0 0 9 4 2 4 8 5 5 3 2 2 8 5 9 8 7 2 7 1 6 3 1 1 4 4 6 1 3 0 5 4 2 2 2 4 8 3 1 1 3 5 4 3 5 3 5 5 3 3 6 0 6 0 0 7 8 7 1 8 8 8 1 7 4 1 1 3 3 9 1 2 2 3 5 2 3 1 3 4 3 4 3 6 4 8 5 3 5 4 8 6 0 8 4 9 7 2 3 3 4 2 0 4 2 1 3 6 8 6 2 2 7 1 5 3 1 4 7 6 4 3 7 1 2 5 3 9 3 4 6 0 9 5 0 7 2 3 4 1 2 1 8 1 1 3 7 4 1 2 3 0 8 0 3 1 6 2 5 4 3 7 4 4 5 4 5 8 3 6 1 2 5 7 7 2 5 0 8 2 1 9 5 1 3 8 0 0 2 3 1 9 8 3 1 7 6 3 4 3 8 2 2 5 4 8 9 2 6 1 2 7 5 7 2 5 6 4 2 7 6 5 1 3 8 7 7 2 4 0 4 4 3 2 6 1 8 4 4 3 4 1 5 4 9 5 6 6 1 4 2 3 7 2 5 7 6 3 7 0 5 1 4 2 8 6 2 4 2 7 2 3 3 1 8 9 4 4 5 5 7 5 5 1 7 1 6 1 7 6 8 7 2 6 1 4 3 7 1 0 1 4 9 1 0 2 4 5 1 2 3 3 6 1 3 4 4 9 3 6 5 5 2 1 7 6 2 1 4 5 7 2 8 1 0 3 7 5 1 1 4 9 1 3 2 5 1 9 2 3 3 7 5 4 4 5 0 2 1 5 5 3 5 2 6 2 1 7 2 7 2 9 0 2 3 8 5 1 1 5 0 4 6 2 5 4 5 3 3 4 3 8 0 4 5 1 5 8 5 5 3 8 7 6 2 6 3 7 7 2 9 3 7 4 3 9 2 1 5 4 4 0 2 5 4 8 8 3 4 5 3 6 4 5 8 1 4 5 5 6 0 8 6 2 9 6 9 7 3 4 6 6 4 9 2 3 1 6 2 0 0 2 5 9 5 2 3 4 7 5 9 4 5 8 8 0 5 5 6 5 6 6 3 4 7 7 7 4 1 0 2 4 9 9 4 1 6 2 1 0 2 6 0 4 2 3 5 4 0 5 4 6 3 0 0 5 5 6 7 9 6 4 9 2 2 7 4 2 0 6 5 3 7 9 1 6 2 2 0 2 7 0 0 7 3 6 2 9 2 4 6 5 4 6 5 5 9 7 0 6 5 3 4 3 7 4 7 9 0 5 6 1 8 1 6 3 0 7 2 7 3 5 1 3 6 7 1 1 4 6 6 1 5 5 6 3 4 4 6 5 9 2 8 7 5 5 8 0 5 7 3 2 1 7 5 0 7 2 7 4 2 0 3 7 1 8 9 4 6 6 5 8 5 6 4 6 3 6 6 2 9 3 7 5 9 2 7 6 0 0 6 1 8 1 8 6 2 7 6 0 0 3 7 4 9 7 4 6 6 6 0 5 6 4 8 4 6 6 2 9 9 7 6 1 4 2 6 0 1 7 1 8 1 8 8 2 7 8 8 2 3 7 9 4 3 4 6 7 0 2 5 6 5 8 7 6 6 6 5 0 7 6 5 8 9 6 5 4 8 1 8 4 0 4 2 8 1 3 5 3 7 9 5 8 4 7 3 3 8 5 6 7 6 1 6 6 7 4 5 7 7 7 0 8 6 5 6 0 1 9 1 1 2 2 8 4 8 9 3 7 9 7 4 4 7 3 5 4 5 6 9 0 3 6 6 9 2 3 7 8 4 7 9 6 8 5 8 1 9 1 6 3 2 8 6 9 1 3 8 1 2 0 4 7 7 8 6 5 7 0 7 7 6 8 0 1 5 7 8 7 7 3 7 0 8 4 1 9 3 4 7 2 8 8 0 1 3 8 8 6 0 4 7 8 6 3 5 7 1 6 1 6 9 2 8 4 7 8 8 3 6 7 2 0 8 1 9 6 1 0 2 9 0 1 6 3 9 6 2 5 4 9 2 0 0 5 7 2 2 8 6 9 5 9 4 7 9 1 3 2 7 5 1 0 1 9 8 5 3 2 9 2 6 2 3 9 8 7 1 5 0 2 9 8 5 7 2 4 0 6 9 8 5 5 7 9 2 9 2 7 8 6 5 2 0 1 4 1 2 9 4 1 2 4 0 4 0 7 5 0 3 6 4 5 7 5 5 0 7 0 1 6 4 8 0 8 0 2 0 7 9 6 2 9 8 6 8 4 0 5 0 7 5 0 6 3 2 5 7 7 0 2 7 0 3 1 0 9 0 4 1 2 1 2 2 0 3 0 5 5 8 4 0 6 0 4 5 0 7 5 7 5 7 8 5 7 7 0 4 1 4 1 0 3 5 4 2 1 4 9 2 3 0 5 9 5 4 0 7 5 1 5 0 8 2 3 5 7 8 7 4 7 0 4 2 5 1 0 4 7 2 2 1 6 4 3 3 0 7 8 8 4 1 6 6 7 5 0 9 4 9 5 9 2 5 2 7 0 5 8 2 1 1 2 2 6 2 1 9 9 0 3 0 9 9 9 4 1 6 9 0 5 1 8 6 1 5 9 6 6 6 7 0 8 3 3 Næstu útdrættir fara fram 9. júní, 16. júní, 23. júní & 30. júní 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Bréf til blaðsins Stærstu mistök sem gerð hafa ver- ið í íslenskum stjórnmálum hin síð- ari ár eru afskiptaleysi VG og Samfylkingar vegna skuldavanda heimilanna. Það er eins og ríkis- stjórnin sé í afneitun gagnvart heimilum landsmanna. VG og Sam- fylkingin eru einhver mesti skað- valdur heimila landsins. Þegar þau tóku völdin var stærsta kosninga- loforðið að verja heimilin en þau hafa brugðist 100% , eða á maður kannski að segja 110%. Gríðarlegt vantraust ríkir nú gagnvart stjórn- málaflokkunum. Helsta ástæðan er að sú mikla von sem fólk hafði um skjaldborg um heimilin hefur ger- samlega brugðist. Það hefði verið leikur einn að leiðrétta vanda heimilanna en hjá þeim er eins og það sé engin heið- arleg leið og ekki megi nota skyn- semina. Þetta er allt einhver póli- tískur leikur á kostnað heimilanna. Getur verið að þau vilji setja allt í klessu, koma þjóðinni á hnén, kenna svo krónunni um allt saman, svo þau geti þvingað þjóðina inn í ESB? Og ætla Steingrímur og fé- lagar að láta draga sig þangað á asnaeyrunum? Ég er þess fullviss að ein aðalástæðan fyrir dvínandi hagvexti er ráðaleysi ríkisstjórn- arinnar í málefnum heimilanna enda vantar í ríkisstjórnina að ein- hver ráðherra berjist fyrir þau. Úganda braut mannréttindi á samkynhneigðum þar í landi um daginn og Jóhanna Sigurðardóttir varð eins og gamall glóðarhaus- mótor á bullandi yfirsnúningi út af því. Ef hún væri eins dugleg að berj- ast fyrir íslenskar fjölskyldur og hún er fyrir samkynhneigða í Úg- anda þá væri gott að búa á Íslandi. Norræn velferðarstjórn! Þvílík hræsni. Viðskiptaráðherra sagði í útvarpsviðtali að hann væri alger hálfviti í lánamálum heimilanna, fyrir flest okkar er það varla frétt. Heyr á endemi. Annað í sambandi við Árna Pál er að undanfarið þeg- ar talað hefur verið við hann í sjónvarpinu er birt stillimynd af honum með texta: „Talar beint frá Brussel.“ Ég held að hann ætti bara að halda sig þar. Ég sagði í grein í blaði fyrir rúmum tveimur árum að ef rík- isstjórnin hefði málefni heimilanna ekki að forgangsverkefni færi illa fyrir henni og að hún hrökklaðist líklega frá völdum eða jafnvel úr landi eins og útrásarvíkingarnir. Núna sýnist mér þau vera á góðri leið með það. Eitt að lokum – hvar eru frétta- miðlarnir? Mér finnst fjölmiðlar al- gerlega hafa brugðist í málefnum heimilanna. Hvar hefur RÚV verið í einu stærsta hagsmunamáli Ís- lendinga síðustu 2 ár? Þeir ættu að skammast sín. RÚV á að vera ör- yggisventill fyrir þjóðina og til þess fá þeir mikla peninga af skattfé almennings, en í þessu máli hafa þeir algerlega brugðist þjóð sinni. HALLDÓR ÚLFARSSON, Frostafold 14, Rvík. Pólitískur leikur á kostnað heimilanna Frá Halldóri Úlfarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.