Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 20% afsláttur af öllum vörum Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 M b l1 26 70 25 föstudag og langan laugardag Sumar- sprengja 25% afsláttur af buxum, pólóbolum og hálferma skyrtum Verð á mann m.v. tvo í 2m klefa með fólksbíl kr. 45.000. Verð á mann m.v. tvo í 2m klefa, fólksbíl og 6 nætur í 2m herbergi með morgunmat í Hótel Færeyum kr. 99.000. Verð m.v. 2 fullorðna og 2 börn í 4m klefa með bíl kr. 31.000 á mann. Fólksbíll má vera allt að 4.9 m. á lengd. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu AUSTFAR - Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111 NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN - Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600 WWW.SMYRIL-LINE.IS SÉRTILBOÐ TIL DANMERKUR Smyril Line býður nú frábært tilboð með Norrænu til Danmerkur þann 8. júní eða 16. júní og heim 28. júní 94.750 45.000 Verð pr. mann m.v. tvo í tveggja manna klefa ásamt fólksbíl Samt kr. 189.500 Fullt verð m.v. tvo er kr. 336.200. Þú sparar kr. 146.700 Verð m.v. tvo fullorðna og tvö börn í fjögurra manna klefa inn án glugga ásamt fólksbíl kr. 229.900 Fullt verð kr. 374.300. Þú sparar kr.144.400 Fólksbíll má vera allt að 4.9 m. á lengd. Takmarkaðpláss SÉRTILBOÐ TIL FÆREYJA Brottför 21. júli og heim 27. júlí Sumarjakki með hettu Yfirhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali. Nýjar vörur Toppvö rur toppþj ónusta Sumarjakkar verð frá 19.900 Opið mán - föst 10-18 laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 568 5518 Dagana 2.-6. júní nk. fara Hálanda- leikarnir fram á Patreksfirði. Leik- arnir kallast á ensku „Iceland High- land Games“. Leikarnir verða haldnir í hjarta bæjarins á knatt- spyrnuvellinum. Leikarnir verða hluti hátíðarhalda sjómannadags- ins sem árlega er haldinn hátíðleg- ur á Patreksfirði. Það er stjórn sjó- mannadagsráðs sem sér um að halda leikana. Mörgum þekktum erlendum keppendum hefur verið boðið á leikana og er áætlað að 18 þeirra taki þátt í leikunum, 6 karlar, 6 konur og 6 öldungar. Með þessum útlendingum keppa svo tveir bestu Íslendingarnir í hverjum flokki og verður sigurvegarinn krýndur Ís- landsmeistari. Fulltrúar íslenskra og erlendra sjónvarpsstöðva verða á leikunum og með keppnisfólkinu. Hálandaleikarnir á Patreksfirði Sundlaugar Kópavogs verða opnar lengur frá og með 1. júní og verður opið mánudaga til föstudaga frá kl. 6:30-22:00 og um helgar frá kl. 8:00-20:00. Með þessu er verið að koma til móts við óskir bæjarbúa en þjónustutíminn var styttur í fyrra. Í Kópavogi eru tvær sundlaugar, Sundlaug Kópavogs við Borgar- holtsbraut og Sundlaugin Versölum við Versali. Þjónustutíminn gildir til loka september en þá verður endur- skoðað hvort frekari breytingar verða gerðar á honum. Opið lengur í sund- laugum í Kópavogi Ísland trónir á toppi ár- legrar friðar- vísitölu, Global Peace Index, á þessu ári en hún er gerð af Institute for Econo- mics and Peace. Í skýrsl- unni segir að íslenskt samfélag ein- kennist af samstöðu og öryggi, þar sem innbyrðis átök og glæpatíðni er lág. Sérstök athygli er vakin á því að fjöldi fanga er með því lægsta sem þekkist. Ísland endurvinnur nú efsta sæt- ið sem það hélt árið 2008 en féll svo niður í fjórða sæti. Í öðru sæti í ár er Nýja-Sjáland, Japan í þriðja, Danmörk í fjórða og Tékkland í fimmta. Ísland friðsælasta land í heimi STUTT „Þetta er óútfært og meðan svo er eigum við að hverfa frá þessu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í vikunni lögðu sjálfstæðismenn í borginni fram bókun um að horfið yrði frá 15 metra reglunni svoköll- uðu í sorphirðumálum Reykvík- inga. „Ástæðan fyrir því að við lögð- um þetta fram er sú að það er ekki búið að sýna fram á að það sé hægt að gera þetta með nógu sanngjörnum hætti. Meðan svo er er vont að vera að halda allri borginni í óvissu með það hvort þetta taki gildi og hvenær. Þá er best að gefa það út að menn séu ekki tilbúnir til að fara af stað með þessa gjaldtöku og þeir setj- ist aftur við teikniborðið og reyni að finna aðrar leiðir til að láta sorphirðuna standa undir sér á sanngjarnan hátt,“ segir Gísli Marteinn. Hann greiddi atkvæði með því upphaflega að leitað yrði leiða til að útfæra gjaldtöku fyrir sorphirðuna. „Hugmyndafræðin á bak við regluna er skiljanleg og það er já- kvætt að leitað skuli leiða til að sorphirðan standi undir sér á sanngjarnan hátt. Það er eðlilegt að menn hafi val og því meiri þjónustu sem þeir fá því meira þurfi þeir að borga. En þessi leið sem stóð til að fara gengur ein- faldlega ekki upp miðað við núver- andi aðstæður, það þarf að fara betur yfir þetta í sátt við borg- arbúa.“ Gísli Marteinn segir aðstæður út um alla borg sýna það glöggt að núverandi útfærsla sé verulega ósanngjörn gagnvart fjölda manns. „Ég get nefnt sem dæmi að á Melunum er nýbúið að af- greiða deiliskipulag þar sem sér- staklega er kveðið á um að sorpí- lát skuli vera fyrir aftan hús. Hugmyndin gekk út á það að menn hefðu það val að borga, að rúlla tunnunum fram á sorphirðu- deginum eða færa skýlin var- anlega sem er það sem borgin vill helst en getur ekki verið að biðja um það á sama tíma og hún skipu- leggur að hafa það fyrir aftan hús. Það er betra að meirihlutinn horf- ist í augu við það að 15 metra reglan er ekki tilbúin,“ segir Gísli Marteinn. ingveldur@mbl.is Vilja hverfa frá 15 metra reglunni  Vont að halda borgarbúum í óvissu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sorphirða Sjálfstæðismenn eru ósáttir við útfærslu skrefagjaldsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann, Eggert Kára Kristjánsson, í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu, sem ekki gat spornað gegn verknaðin- um vegna ölvunar og fíkniefna- áhrifa. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni eina milljón króna í bætur. Konan kærði manninn fyrir nauðgun í maí í fyrra. Maðurinn viðurkenndi að hafa haft mök við konuna en sagði að það hefði verið með samþykki hennar. Í niðurstöðu dómsins segir að konan hafi verið einörð í framburði sínum fyrir dóminum og frásögn hennar afar trúverðug. Hún hafi gefið greinargóða lýsingu á atvik- um og framburður hennar verið í öllum meginatriðum í samræmi við skýrslu hennar hjá lögreglu og lýs- ingu við réttarlæknisfræðilega skoðun á Neyðarmóttöku. Þá fái frásögn konunnar stoð í læknis- fræðilegum gögnum en hún var með áverka á kynfærum og enda- þarmi. Á hinn bóginn segir dómurinn, að framburður mannsins hafi verið óljós og misvísandi. Var því niður- staða dómsins að taka frásögn kon- unnar til grundvallar en hafna frá- sögn mannsins. Fram kemur í dómnum, að kon- an hafi í kjölfarið leitað aðstoðar sérfræðings í fíknifræðum til að vinna bug á vímuefnafíkn og til að takast á við afleiðingar þess brots sem hún varð fyrir. Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Ferðamálastofa segir að 37.212 ferðamenn hafi farið frá landinu um Leifsstöð í maí sl. Um er að ræða 31,5% fjölgun ferðamanna frá því í maí á síðasta ári og er þetta einn af fjölmennustu maímánuðum frá upphafi talningar. Fjöldi ferðamanna hafi þrívegis áður verið um og yfir 35 þúsund í maí eða árin 2007, 2008 og 2009. Mikil fjölgun ferða- manna í maímánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.