Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Saksóknari Al- þingis hefur opn- að vefsvæðið sak- al.is, en á vefnum er að finna upp- lýsingar um máls- höfðun Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráð- herra. Mál Geirs, sem ákærður er fyrir brot gegn ákvæðum laga um ráðherraábyrgð og hegningarlaga- brot til vara, verður þingfest fyrir Landsdómi hinn 7. júní næstkom- andi. Þar sem málið er hið fyrsta og eina sinnar tegundar fjallar vefurinn um það eitt. Til samanburðar er lítið sem ekkert fjallað um einstök mál á heimasíðum embætta Sérstaks sak- sóknara og Ríkissaksóknara. Eina verkefni saksóknara Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari Alþingis, segir markmiðið að auðvelda aðgengi fólks að upplýsing- um er málið varða og halda þeim til haga á einum stað. Engum vef sé til að mynda haldið úti á vegum Lands- dóms og hún viti ekki til þess að það standi til. „Þetta er náttúrlega eina verkefn- ið sem saksóknari Alþingis er með. Gögnin í því hafa birst meira og minna öll í skýrslu Rannsóknar- nefndar Alþingis og síðan í þings- ályktuninni [um málshöfðun] og skýrslu þingmannanefndarinnar [um niðurstöður Rannsóknar- nefndarinnar],“ segir Sigríður. Með tilkomu vefjarins hljótist einnig það hagræði að ekki þurfi sífellt að svara sömu spurningunum, þar sem upp- lýsingar um til að mynda þinghöld sé þar að finna. Sigríður segir að þar sem almenn- ingur hafi „eðlilega mikinn áhuga á þessum blessuðu hrunsmálum öllum sé rétt að veita upplýsingar um það hvað þarna er á ferðinni“. Ekki náðist í Andra Árnason, verj- anda Geirs H. Haarde. einarorn@mbl.is Opnar vefsíðu um mál Geirs  Nýjum vef ætlað að veita yfirsýn yfir landsdómsmálið á hendur Geir H. Haarde  Fyrsta og eina mál sinnar tegundar og almenningur áhugasamur um hrunsmál Sigríður J. Friðjónsdóttir Landsdómur » Landsdómur heldur ekki úti eigin vefsíðu. » Á vefsvæðinu landsdomur.is getur hins vegar að líta mynd af gapastokki. Vefsvæðið er í eigu Baggalúts ehf. » Mál Alþingis gegn Geir H. Haarde, fv. forsætisráðherra, verður þingfest fyrir Landsdómi í næstu viku og ákæra honum á hendur lögð formlega fram. Æðarkóngur nefnist þessi glæsilegi fugl sem dvelur í og við eitt æðarvarp á Íslandi þetta vor- ið og sumarið. Er hann einn þriggja kónga á svæðinu. Þessir fuglar koma til Íslands frá Grænlandi og Svalbarða og sjást hér við land allt árið en eru algengastir seinni hluta vetrar. Karl- fuglar paraðir íslenskum æðarkollum eru árviss- ir í stærstu vörpum útfjarða og á annesjum og kynblendingsblikar sjást árlega. Æðarkonungur í ríki sínu Ljósmynd/Sigurður Ægisson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gífurlegur samdráttur er í umferð á þjóðveginum á Hellisheiði milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vegagerðarinnar en samkvæmt þeim fóru 22% færri bílar um veginn í maí en í sama mánuði í fyrra. Sé litið á þróunina eftir lands- hlutum kemur í ljós að samdrátt- urinn milli mánaða er mestur á Suðurlandi eða 19,9%, 15,1% á Vesturlandi, 13,4% á Norðurlandi, 12,7% á Austurlandi og 4,5% á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til upp- safnaðs aksturs frá áramótum er samdrátturinn ívið minni eða 17,8% á Suðurlandi, 10,3% á Vesturlandi, 7,4% á Norðurlandi, 6,5% á Austur- landi og 6,2% á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem aksturinn raunar eykst. Íþyngjandi bensínverð Umferðarþungi ræðst af mörgum þáttum, þar með talið veðurfari. Með fyrirvara um óvissuþætti sýnist hins vegar óhætt að draga þá ályktun að meira hafi dregið úr um- ferðinni eftir því sem líður á árið en það kann aftur að vera afleiðing stig- vaxandi hækkana á eldsneytisverði. Má þar nefna að algengt lítraverð á 95 okt. bensíni var á bilinu 202 til 204 kr. 1. desember í fyrra. Bensínverðið var 222 kr. í sjálfsafgreiðslu 23. febr- úar en er nú í ríflega 237 kr. Á vef Vegagerðarinnar segir að frá áramótum nemi samdrátturinn í umferð tæpum 9% sem sé „gífurlega mikill samdráttur í sögulegu sam- hengi“. „Miðað við spá Vegagerð- arinnar stefnir í samdrátt á árinu sem nemur 8-9 prósentum. Það er metsamdráttur síðan 1975 og er þrisvar sinnum meiri samdráttur en hann hefur orðið mestur áður.“ Gífurlegur samdráttur í umferð Nemur 22% á Hellis- heiði í maí milli ára Umferð Á Hellisheiðinni. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í maímánuði eru landsmenn oft farn- ir að bíða óþreyjufullir eftir sumrinu. Vorið virtist ætla að verða gott í upp- hafi mánaðarins en veturinn bankaði aftur upp á og leit í stutta heimsókn er á mánuðinn leið. Það skipti algjör- lega í tvö horn með tíðarfarið í nýliðn- um maímánuði samkvæmt yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hiti var langt yfir meðallagi fyrstu tíu dagana í maí og vel yfir því fram til hins 19. Þá kólnaði verulega, sér- lega kalt var í nokkra daga og svöl tíð hélst til mánaðamóta. Eins og skemmst er að minnast gerði norð- anáhlaup dagana 23. og 24. maí og snjóaði þá víða norðanlands og aust- an. Lægsti hiti mánaðarins mældist -13,8 stig á Brúarjökli hinn 25. maí. Er það lægsti hiti sem mælst hefur á landinu þennan ákveðna dag mánað- arins. Eins var með lægsta hita í byggð sem mældist sama dag -8,2 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Hæsti hiti í mánuðinum mældist 18,4 stig á Þingvöllum hinn 8. maí. Meðalhiti í maí var hæstur í Skaftafelli, 7,3 stig. Lægstur var hann í byggð 2,3 stig í Möðrudal. Meðalhiti í Reykjavík var 6,9 stig og er það 0,6 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 5,2 stig, 0,3 stigum undir meðallagi. Hiti var víðast lítillega undir meðallagi frá Vestfjörðum og austur um til Fljótsdalshéraðs, en heldur ofan við frá Austfjörðum suð- ur um til Breiðafjarðar. Maímet í úrkomu voru slegin á all- nokkrum stöðvum á svæðinu frá Vopnafirði suður í Neskaupstað. Frekar þurrt var syðst á landinu. Úr- koma í Reykjavík mældist 66,2 mm og er það um 50% umfram meðallag. Meira en helmingur úrkomunnar, 38,8 mm, bókast 1. maí en hún féll milli kl. níu að morgni 30. apríl og níu að morgni 1. maí. Ekki hefur áður mælst svo mikil sólarhringsúrkoma í maí í Reykjavík. Úrkoman á Akureyri mældist 55,0 mm og hefur aðeins einu sinni mælst meiri í maí, það var árið 1929 er 59,2 mm komu í mælinn. Mest snjódýpt í mánuðinum mældist 25 cm á Gríms- stöðum á Fjöllum hinn 24. maí. Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verið hlýtt á landinu og teljast þeir því til hlýskeiðsins sem ríkt hefur hér á landi síðasta áratuginn. Svo er bara að vona að sumarið láti sjá sig með hæfilegum skammti af sól og rigningu í júní. Skiptir í tvö horn með tíðarfarið í maí  Hiti langt yfir meðallagi fyrstu tíu dagana í maí, svo gerði norðanáhlaup og snjóaði víða er leið á mánuðinn Morgunblaðið/Ómar Veðurfar Fallegt sólsetur og snjór í Kópavogi í maímánuði. Sólskinsstundir » Sólskinsstundir mældust 228,7 í Reykjavík í maí og er það 37 stundum umfram með- allag. Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 120,7 og er það 53 stundum neðan með- allags. » Vindhraði var um 1,1 m/s yf- ir meðallagi og hefur ekki oft orðið meiri í maí síðustu 60 ár- in. » Úrkoma er um 8% umfram meðallag í Reykjavík fyrstu fimm mánuði ársins, en 45% umfram meðallag á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.