Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 07.06.2011, Síða 11
Morgunblaðið/Golli Skylmingar Einstaklega sjónræn íþrótt sem gaman er að fylgjast með. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og þeir sem ætla sér að fara á Ólympíu- leikana í London á næsta ári, til að sýna okkar afreksfólki stuðning eða bara til að njóta kappleikja, ættu að fara að huga að hvernig þeir ætla að ferðast og hvar að gista. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ice- landair hafa samið um að Icelandair verði viðurkenndur ferðaþjónustu- og söluaðili á Íslandi fyrir miða og pakkaferðir á Ólympíuleikana og settar hafa verið upp pakkaferðir á fjölda viðburða, eins og badminton, dýfingar, fimleika, frjálsíþróttir, hnefaleika, júdó, körfubolta, skot- fimi, skylmingar, strandblak, sund og tennis. Um að gera að tékka á þessu. Endilega … Gerið klárt fyrir Ólympíuleikana Ljósmynd/Einar Ragnar Sigurðsson Margmenni Ótrúlegur fjöldi tekur þátt í Vatnshringnum og leiðin er allan tímann þétt skipuð af hjólreiðafólki. borða, samtals í tvo tíma. Við verð- um með nesti, gel og orkudrykki til að passa upp á sölt og steinefni í lík- amanum, svo við lendum ekki í því að líkaminn slökkvi á sér. Það eru níu stöðvar á leiðinni þar sem hægt er að fylla á vatnsbrúsa, láta gera við ef það springur eða bilar, en við erum með slöngur sjálfir með okkur því það gengur hraðar fyrir sig að skipta sjálfur.“ Gleði við vegkantinn Þeir segja 22.000 manns taka þátt enda er þetta stærsta og vin- sælasta almenningshjólamót í heimi. „Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að ræsa alla í einu. Byrjað er að ræsa frá klukkan átta um kvöldið og fram undir morg- un. Það er mikil stemning í kringum þetta og mannfjöldi við veginn sem hvetur fólk áfram. Þetta er æðislega gaman. Það eru litlir bæir á leið- inni og þetta er mikil hátíð sem stendur í sólarhring og sumir íbúanna slá upp stórum og fjörugum samkvæmum við veg- kantinn.“ Hjóla 1000 kílómetra á ári Bergur, Ebenezer, Einar og Gunnar létu sig ekki muna um að hjóla niður til Berlínar í fyrra eftir að hafa lokið Vatnahringnum. „Það er skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í og stóð í tíu daga,“ segir Bergur og bætir við að margt sé að sjá og mörgu að kynnast í löngum hjólaferðum. „Kosturinn við hjólreiðar er að þeim fylgja engin högg eða tognanir. Svo er þetta líka græjusport.“ Þeim sem ætla að taka þátt í Vattern- runden er ráðlagt að hjóla samtals 1000 kílómetra á árinu áður en þeir taka þátt. „Við gerðum það að stórum hluta í gegnum átakið Hjól- að í vinnuna, hjóluðum 50-60 kíló- metra á dag. Við hér í Skýrr sigr- uðum í samanlögðum kílómetrafjölda. En við förum líka í lengri æfingarferðir. Og svo und- irbúum við okkur með því að borða ógrynni af kolvetni og söfnum svefni skömmu fyrir brottför, af því við hjólum inn í nóttina í Svíþjóð.“ Þeir segjast vita til að fleiri Íslendingar séu að fara Vatnahringinn, m.a. hóp- ur frá slökkviliðinu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 islandsstofa.is Borgartún 35 | 105 Reykjavík Fimmtudaginn 9. júní kl. 9.00–11.30 býður Íslandsstofa til fundar um viðskipti og fjárfestingar á tímum gjaldeyrishafta á Íslandi á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá: • Ávarp fundarstjóra Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og stjórnarmaður í Íslandsstofu • Áhrif gjaldeyrishafta á viðskipti á Íslandi Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjalausna og -ráðgjafar Arion banka • Tækifæri og skilyrði til fjárfestinga erlendra aðila í íslensku atvinnulífi Agnar Hansson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arctica Finance • Reynslusaga af erlendum viðskiptum og fjárfestingum Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins • Áætlunin um losun gjaldeyrishaftanna Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Freyr Hermannsson, alþjóða- og markaðssviði Seðlabanka Íslands Frummælendur verða í pallborði að framsöguerindum loknum og svara spurningum úr sal. Skráning á fundinn fer fram í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is. Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir, brynja@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is. Áhrif gjaldeyrishafta á viðskipti og fjárfestingar hjóluð er þetta árið er 57 km löng og verður farið í lögreglufylgd frá Ásvallalaug, inn á Kaldár- selsveg þar sem hópnum er safn- að saman og ræsing fer fram. Farið verður um Hvaleyrarvatn og upp hjá Krísuvík og þaðan er leiðin nokkuð bein til Grindavík- ur. Frá Grindavík er farið að Bláa lóninu, sem er endastöð. Allir geta verið með „Við getum sagt að af þessum 57 km sé um helmingur möl og helmingur malbik. Þarna blandast því saman götuhjólatækni þar sem þú þarft að vera í hópi á mal- bikinu og svo fjallahjólatækni,“ segir Albert Jakobsson, einn af skipuleggjendum keppninnar. Jafnframt segir Albert að Bláa- lónsþrautin sé fyrir alla, bæði vana og óvana hjólreiðamenn, og bendir á að gæsla verði mjög öfl- ug í keppninni. „Við erum með gríðarlega öfl- uga gæslu frá Björgunarsveitinni í Grindavík. Þeir eru með fjórhjól, mótor- hjól og bíla og verða staðsettir framan við, aftan við og í miðjum hópnum,“ segir Albert að lokum og bætir við að drykkjarstöðvar verði með jöfnu millibili á leið- inni. Netskráningu lýkur næstkom- andi fimmtudag, en einnig er hægt að skrá sig til leiks á keppn- isdegi. Að keppni lokinni fá allir þátttakendur frítt í Bláa lónið, auk þess sem boðið verður upp á súpu og samlokur. Fjölbreytt Landslagið á leiðinni er stundum gróðursælt, stundum snautt. Malarvegur Þegar hjólað er í möl þarf að beita fjallahjólatækni. Föstudaginn 17. júní 1966 var í fyrsta sinn haldinn opinber hjólaviðburður undir nafninu Vatternrundan. Uppákoman var kynnt sem 300 kílómetra hjól- reiðatúr kringum hið fagra stöðuvatn Vattern. Á þeim tíma var bílaumferð vinstra megin á veginum þar sem hjólreiðakapp- arnir hjóluðu. Mikil umræða og jafnvel deilur urðu vegna við- burðarins og þótti mörgum nóg um og kölluðu þetta brjál- æði. 328 karlar og 6 konur tóku þátt þetta fyrsta ár. Nú er þessi viðburður sá mesti sinnar tegundar í heiminum og hjól- reiðafólk frá 35 lönd- um tekur þátt. Sveitasælu- hringur VATTERNRUNDAN Bergur og Ebenezar í Svíþjóð. www.vatternrunden.se

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.