Morgunblaðið - 07.06.2011, Page 17

Morgunblaðið - 07.06.2011, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Liðið gætu nokkr- ir mánuðir áður en sjálf réttar- höldin yfir Dom- inique Strauss- Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins, hefjast þar sem yfirheyrslur gætu orðið lang- dregnar. Strauss-Kahn kom fyrir dómara í New York í gær og lýsti yfir sakleysi sínu af nauðgun á Sofitel-hót- eli í New York 14. maí. Málið verður tekið fyrir aftur 18. júlí. Verjendur hans gáfu í gær í skyn að það sem gerðist á hótelherberginu hefði verið með samþykki beggja að- ila, ekki hefði verið beitt neinum hót- unum eða þvingunum. Fjöldi fólks fylgdist með þegar Strauss-Kahn kom að dómshúsinu, þ. á m. allmargir starfsmenn hótels- ins þar sem meint fórnarlamb hins ákærða starfar. „Skammastu þín!“ var hrópað þegar Strauss-Kahn birt- ist með eiginkonunni, Anne Sinclair, sem er bandarísk að uppruna og þekkt sjónvarpskona í Frakklandi. Strauss-Kahn hefur ráðið í sína þjónustu einn þekktasta verjanda Bandaríkjanna, Benjamin Branfman, sem hefur varið frægt fólk á borð við Michael heitinn Jackson. Er Branf- man sagður geysilega vandvirkur. Meint fórnarlamb Strauss-Kahns er 32 ára hótelþerna, hún er innflytj- andi frá Gíneu í Vestur-Afríku og ein- stæð móðir. „Þetta er kona með virð- ingu og reisn. Hún er ekki að sækjast eftir athygli,“ sagði einn lögmaður hennar, Kenneth Thompson. Segja engu ofbeldi hafa verið beitt gegn þernu  Liðið gætu mánuðir áður en réttað verður yfir Strauss-Kahn Mörg ákæruatriði » Dómarinn í málinu, Cyrus Vance jr., er nýtekinn við emb- ætti sínu. » Strauss-Kahn er m.a. ákærður fyrir tilraun til nauðg- unar, glæpsamlega kynferðis- árás, kynferðislegt ofbeldi og ólöglega sviptingu ferðafrelsis. » Verði Strauss-Kahn dæmdur sekur um öll atriðin gæti hann hlotið allt að 25 ára fangelsi. Dominique Strauss-Kahn Barn úr röðum palestínskra flóttamanna í sunnanverðu Líbanon við brenn- andi hjólbarða; efnt var til mótmæla á svæðinu í gær vegna mannskæðra átaka á Gólanhæðum. Ísraelar tóku hæðirnar af Sýrlendingum í stríði árið 1967 en á sunnudag réðust nokkrir Palestínumenn og Sýrlendingar á landamæraverði Ísraela. Stjórnvöld í Sýrlandi segja 20 mótmælendur hafa fallið. Ísraelar segja að skotið hafi verið viðvörunarskotum upp í loftið en síðan miðað á fætur mannanna. Um hafi verið að ræða árás á verðina að undirlagi ráðamanna í Damaskus til að draga athyglina fá uppreisninni í Sýrlandi sem barin hefur verið niður af mikilli hörku. Mannfall á Gólanhæðum Reuters Palestínskir flóttamenn mótmæla í Líbanon Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þjóðernissinnaði vinstrimaðurinn Ollanta Humala lýsti á sunnudags- kvöld yfir sigri í seinni umferð for- setakosninganna í Perú, búið var að telja liðlega 80% atkvæða og var Humala þá með 51% stuðning. Keppinautur hans, hin hægrisinnaða Keiko Fujimori, var með 48%. Búist var við því að að Humala fengi meira fylgi en Fujimori í afskekktum og fá- tækum sveitahéruðum þar sem enn var verið að telja. „Við unnum kosningarnar,“ hrópaði Humala og veifaði til fagn- andi mannfjöldans á Dos de Mayo- torginu í höfuðstaðnum Líma. „Við munum koma á laggirnar lýðræðis- legri ríkisstjórn sem mun stunda opna stjórnhætti.“ Humala er 48 ára, fyrrverandi yfirmaður í hernum. Hann studdi að sögn valdarán bróður síns árið 2005 og þykir um sumt minna á Hugo Chavez, forseta Venesúela. En verð- andi forseti hefur lofað hátíðlega að virða stjórnarskrána og stjórnmála- skýrendur segja hann vera jarð- bundinn leiðtoga sem hafi sætt sig við að þorri kjósenda vilji ekki bylt- ingu. Hann hefur heitið að tryggja jafnari skiptingu lífsgæða í Perú en þar hefur verið mikill uppgangur í efnahagslífinu síðustu árin. Fujimori er dóttir fyrrverandi forseta landsins, Albertos Fujimori, sem afplánar 25 ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, m.a. lét hann dauða- sveitir myrða fjölda manna á tíunda áratugnum. Andstæðingarnir sögðu dótturina, sem var einkum með fylgi í Líma, vera leikbrúðu föðurins. Vinstrimaður vann forseta- kjörið í Perú  Humala heitir því að virða stjórnarskrá landsins en vill jafna skiptingu lífsgæðanna Reuters Kátur Ollanta Humala, nýkjörinn forseti, á blaðamannafundi í Líma. Sarah Palin, varaforsetaefni repú- blikana við síðustu forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum og áður ríkisstjóri Alaska, hefur enn ekki gefið upp hvort hún sækist eftir því að vera forsetaefni flokks síns á næsta ári. Nýlega var fullyrt að hún hefði enn á ný opinberað fáfræði sína um bandaríska sögu þegar hún sagði að Paul Revere hefði varað Breta við í upphafi frelsisstríðsins. Bandarísk börn læra öll um þeysireið Reveres að næturlagi 1775 til að vara leiðtoga frelsisbar- áttunnar við breskum hermönnum sem ætluðu að handtaka þá. „Bret- arnir eru að koma!“ hrópaði hann. En L.A. Times segir Palin hafa nokkuð til síns máls. Bretar handtóku Revere og yfirheyrðu en slepptu honum síðan. Revere viðurkenndi í sendibréfi 25 ár- um síðar að hafa sagt þeim að bú- ast mætti við 500 uppreisnarmönn- um á staðinn innan skamms af því að hann hefði alls staðar á leið sinni látið menn vita um ferðir hermann- anna. kjon@mbl.is Palin með staðreyndir sögunnar á hreinu? Fram? Sarah Palin er umdeild. Brasílíumenn ótt- ast að nýtt og skelfilegt eiturlyf muni senn ná öfl- ugri fótfestu vegna þess hve ódýrt það er í framleiðslu. En efnið, sem er svo- nefnd kókaín- afleiða og kallast að sögn The Rio Times oxi [ryð], er fjórum sinnum líklegra en krakk til að valda dauða neytandans. Meðal efna í oxi eru ýmist stein- olía eða bensín, einnig aceton, raf- geymavökvi og fleiri efnasambönd. Oxi er reykt, einnig tekið sem duft, það virkar á nokkrum sekúndum, er mjög vanabindandi þegar frá fyrstu neyslu og verður stöðugt meira áberandi í heimi fíkla í landinu. Yfirvöld urðu fyrst vör við oxi- neytendur árið 2004 í borginni Rio Branco. Neytendur voru aðallega bláfátæk og atvinnulaus ungmenni. Fólk fær gulleitan hörundslit, léttist hratt og fær lifrarsjúkdóma. Eftir neyslu í fáeinar vikur er það orðið eins og lifandi lík, þjáist af maga- kvölum, ælir og er með stöðugan niðurgang. Flestir deyja innan árs. kjon@mbl.is Oxi er ódýrt og baneitrað  Nýtt og skelfilegt eiturlyf í Brasilíu Eiturlyfjafíkill Tugir lækna og hjúkrunarfræðinga í Barein hafa verið dregnir fyrir her- rétt en þeir liðsinntu fólki sem særst hafði í mótmælum. Eru þeir ákærðir fyrir að vilja steypa stjórninni. Fólkið hefur verið í haldi síðan í mars en þá var lýst yfir neyðar- ástandi vegna mótmælanna. Yfir 20 manns féllu í átökunum við herinn og lögregluna, tveir voru dæmdir til dauða fyrir að taka þátt í mótmælum og tveir létu lífið í varðhaldi. Mörg hundruð manns hafa verið handtekin frá því í mars en þá fékk Barein hernaðaraðstoð frá Sádi- Aröbum við að berja niður uppreisn- ina sem einkum er studd sjía- múslímum. Þeir eru um 60% þjóðar- innar; konungsættin er hins vegar súnní-múslímar. kjon@mbl.is Ákærðir fyrir að sinna mann- úðarstörfum Rannsókn á sýnum, sem tekin voru á býli í norðanverðu Þýskalandi vegna gruns um að þar væru upptök sýki af völdum saurgerla, e.coli, sem herjað hefur í landinu, var neikvæð, þ.e. sýnin sýndu ekki merki um mengun, að sögn BBC. Um var að ræða 23 sýni af alls 40 sem tekin voru. Alls munu nú 22 hafa látið lífið af völdum sýkinnar, flestir í Þýskalandi og flest fórnarlömbin eru konur. Talsmenn heilbrigðisvalda höfðu áð- ur sagt líklegt að upptökin væru í baunaspírum frá býlinu sem fram- leiðir lífrænt grænmeti og er í Uel- zen, sunnan við Hamborg. Veikin braust út fyrir þrem vikum og hefur einkum herjað í Hamborg eða meðal fólks sem verið hefur þar í borg. Alls hafa meira en 2.000 manns veikst en útbreiðslan virðist vera í rénun. kjon@mbl.is Reuters Leit Varðmenn við býlið Gärtnerhof Bienenbüttel í Neðra Saxlandi í gær. Upptökin á huldu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.