Morgunblaðið - 22.06.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011
Sú hefð hefur skapast á meðal fastagesta sundlaugar Seltjarnarness að
þegar einhver á afmæli kemur viðkomandi með meðlæti til að hafa með
kaffinu. Í gær áttu Arnbjörg Sigtryggsdóttir og Lúðvík Geirsson 70 ára
brúðkaupsafmæli, en hún verður 93 ára í haust og hann 97 ára. Að loknum
400 metra sundspretti Lúðvíks á áttunda tímanum í gærmorgun buðu þau
upp á kræsingar í tilefni dagsins. steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir
Veisla í sundlauginni
Kræsingar í tilefni 70 ára brúðkaupsafmælis
„Seðlabankinn er að skoða allt niður í
smæstu færslur á kreditkortum
fólks,“ segir hann og telur að neyt-
andinn eigi að fá að vera í friði fyrir
ríkinu í sínu prívatlífi. „Ég lít á þetta
og spyr sjálfan mig, hversu langt má
ríkisvaldið seilast til þess að hafa eft-
irlit með minnstu og smæstu aðgerð-
um borgaranna í landinu? En hér er
auðvitað um ágreining að ræða er
varðar túlkun á friðhelgi einkalífs
borgaranna,“ segir Jón.
Telur brotið
gegn friðhelgi
einkalífsins
Stefnir Persónuvernd fyrir að heim-
ila að fylgst sé með kortanotkun
Morgunblaðið/Ómar
Upplýsingar Seðlabankinn fylgist
með kreditkortafærslum fólks.
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi
fyrir að áreita unglingspilt kynferðis-
lega og veita tveimur sextán ára pilt-
um áfengi. Hann var jafnframt
dæmdur til að greiða fórnarlambi
sínu 500 þúsund krónur í miskabæt-
ur.
Maðurinn játaði að hafa útvegað
piltunum áfengi en neitaði sök að
mestu í öðrum ákærulið, þar sem
hann var ákærður fyrir að hafa í
svefnherbergi sínu haft kynferðis-
mök við annan piltinn þar sem hann
lá sofandi í rúmi og gat ekki brugðist
við sökum svefndrunga. Samkvæmt
ákæru klæddi maðurinn piltinn úr
gallabuxum, sokkum, bol, dró niður
um hann nærbuxur, strauk rass hans
og læri, kynfæri og endaþarm. Hann
játaði þær sakir en neitaði að hafa
reynt að setja fingur í endaþarm
hans, auk þess að fróa sjálfum sér á
sama tíma.
Segir í dómnum að ljóst sé að engir
aðrir en þeir tveir séu til frásagnar
um það sem gerðist umrædda nótt.
Fram kemur í gögnum málsins að
pilturinn heimilaði ekki líkamsskoðun
á neyðarmóttöku og við leit lögreglu í
sængurfötum mannsins fannst ekki
sæði. Engin sérfræðigögn voru lögð
fram í málinu sem studdu framburð
piltsins hvað þessi atriði varðar. Var
maðurinn því aðeins sakfelldur fyrir
kynferðislegt áreiti og brot á áfengis-
og barnaverndarlögum.
Dæmdur fyrir að áreita
unglingspilt kynferðislega
Morgunblaðið/Ómar
Dómhús Dómurinn var kveðinn upp
í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Hlaut níu mán-
aða fangelsisdóm
Braut af sér
» Samkvæmt ákæru átti at-
hæfið sér stað 20. nóvember
2010 á þáverandi heimili
mannsins á Suðurnesjum.
» Hann gaf piltunum tveimur
sem eru ólögráða ótæpilegt
magn af áfengi og urðu þeir
mjög drukknir.
Í stefnunni lýsir Jón yfir áhyggj-
um sínum af því að málið njóti
ekki réttlátrar meðferðar, þar
sem skipun stjórnar Persónu-
verndar stangist á við þrískipt-
ingu ríkisvaldsins. Vísar hann á
þá staðreynd að í stjórninni eigi
sæti dómari við æðsta dómstól
landsins sem skipaður sé af ráð-
herra.
Í stefnunni segir: „Það fer
þvert gegn þrískiptingu rík-
isvaldsins að hæstaréttardómari
taki þátt í að kveða upp fulln-
aðarúrskurði á sviði fram-
kvæmdavalds, sem síðan verði
einungis bornar undir dómstóla.“
Þar segir ennfremur: „Ljóst er að
dómarar í héraðsdómi eru í sér-
stakri og erfiðri aðstöðu þegar
þeim er ætlað að fjalla um gerðir
hæstaréttardómara sem fram-
kvæmdavalds.“
Skipun stjórn-
ar ólögmæt
ÞVERT GEGN ÞRÍSKIPTINGU
Janus Arn Guðmundsson
janus@mbl.is
Jón Magnússon, hæstaréttarlög-
maður og fyrrum formaður Neyt-
endasamtakanna, hefur stefnt Per-
sónuvernd fyrir að heimila Seðla-
banka Íslands að safna og vinna við-
kvæmar persónuupplýsingar í þágu
gjaldeyriseftirlits. Jón segir stefnuna
byggjast á því að með ákvörðun þess-
ari, hafi Persónuvernd heimilað Seðla-
bankanum að fylgjast með persónu-
legum högum hans, s.s. neyslu-
mynstri, ferðalögum og áhugamálum.
Vanrækir skyldu sína
Jón segir að ákvörðun Persónu-
verndar brjóti í bága við ákvæði
stjórnarskrár er varðar friðhelgi
einkalífs. Jafnframt segir hann Seðla-
bankann ekki hafa lagaheimild til að
safna og rannsaka kreditkortafærslur
hans og annarra landsmanna. Hann
telur Persónuvernd hafa vanrækt
skyldu sína gagnvart umbjóðendum
sínum. Málið var lagt fram í Héraðs-
dómi Reykjavíkur sl. fimmtudag.
„Seðlabankinn safnar og skoðar all-
ar upplýsingar er varða gjaldeyris-
viðskipti, er fara í gegnum milli-
færslur og kreditkort einstaklinga í
landinu. Þetta kom fram í svari Seðla-
bankans þegar Persónuvernd óskaði
eftir því 16. ágúst árið 2010,“ segir Jón
og bætir við: „Til að útskýra þetta er
best að taka dæmi um gjaldeyr-
isviðskipti hins almenna borgara, sem
undir venjulegum kringumstæðum
eru ekki umfangsmikil. Segjum að
fjölskylda kaupi sér áskriftir að er-
lendum tímaritum á netinu og ferðist
saman til útlanda einu sinni á ári. Þá
er seðlabankanum heimilt að grand-
skoða allar þessar færslur og öll þau
viðskipti sem fram fara í gegnum
kreditkort og millifærslur skv.
ákvörðun Persónuverndar, sem á að
standa vörð um friðhelgi einstaklings
og heimila. Þetta hefur verið gert frá
28. nóvember 2008,“ segir Jón, en
hann telur að hér sé um brot á rétt-
indum hins almenna borgara að ræða.
Einnig telur hann Persónuvernd
hafa brugðist þeim skyldum sínum,
skv. 71. grein stjórnarskrárinnar og 8
gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, að
tryggja að ákvæði um friðhelgi einka-
lífs borgaranna séu raunhæf og virk.
arviðræðunum. Ekki síst þar sem
nú stendur yfir heildarendurskoðun
á fiskveiðistefnu og löggjöf ESB.
Granje sagðist vonast til þess að
meiri líkindi yrðu á fiskveiðistefnu
ESB og Íslands eftir að sú endur-
skoðun hefði farið fram. Hún nefndi
þó sérstaklega bann við erlendri
fjárfestingu sem væri í gildi í ís-
lenskum sjávarútvegi. Slíkt fortaks-
laust bann gengi ekki innan ESB.
Þá voru enn fremur nokkur atriði
sem Granje taldi geta hægt á inn-
gönguferlinu. Til dæmis þyrfti Ís-
land að sjá til þess með fullnægj-
andi hætti að reglum ESB um
fjármálamarkaði yrði framfylgt í
landinu. Þá þyrfti sérstaklega að
skoða fjármagnsflæði í ljósi gild-
andi gjaldeyrishafta. Og enn kom
Icesave til umræðu. Mögulega
þyrfti farsæll endir að koma til á
þeirri langþreyttu deilu milli Ís-
lendinga, Breta og Hollendinga.
Loks gætu milliríkjadeilur um mak-
rílveiðar haft einhver áhrif.
Fyrirmyndaríkið Ísland
Granje sagði að þótt þessi atriði
kynnu að hljóma stórvægileg í eyr-
um Íslendinga væru þetta smámál
miðað við það sem ESB glímdi við
á Balkanskaga og í Tyrklandi þar
sem samningaviðræður væru af allt
öðrum toga. Víða þyrfti að gera
verulega breytingar á stjórnkerfum
ríkja og tryggja borgurum sjálf-
sögð mannréttindi. Væntanleg inn-
ganga Króatíu gæfi þó góð fyr-
irheit.
Á Íslandi stæði lýðræði og jafn-
rétti traustum fótum, hér væri virt
réttarríki og tiltölulega lítil spilling.
En þá stendur eftir spurningin:
Ef lífskjör eru svona góð á Íslandi
af hverju ættum við þá að ganga í
Evrópusambandið? Granje fullyrðir
að með inngöngu í Evrópusam-
bandið muni Ísland öðlast sterkari
rödd innan alþjóðasamfélagsins auk
þess að taka beinan þátt í ákvarð-
anatöku innan sambandsins. Þá
muni upptaka evru styrkja efnahag
landsins.
Granje segir framkvæmdastjórn
ESB almennt mjög jákvæða í garð
inngöngu Íslands í sambandið.
Ekki voru allir jafn sáttir á fund-
inum en við upphaf fyrirlesturs
Granje ruddist æstur mótmælandi
inn og hrópaði ókvæðisorð um
hugsanlega inngöngu Íslands Í
ESB.
Ísland ökumaðurinn á
vegi samningsviðræðna
Sjávarútvegur og landbúnaður munu tefja aðildarviðræður
Reuters
Evrópumál Viðhorf framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til inngöngu
Íslands í sambandið voru rædd á fundi í Háskóla Íslands í gær.
FRÉTTASKÝRING
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Eiginlegar aðildarviðræður Íslands
og Evrópusambandsins hefjast
næstkomandi mánudag, 27. júní. Þá
lýkur jafnframt formlega rýnivinnu
sem hófst í nóvember á síðasta ári.
Rýnivinnan fólst í nákvæmri
greiningu á löggjöf ESB sem Ís-
land þarf að gangast undir.
Vinnunni var ætlað að varpa ljósi á
það hversu reiðubúið landið er, í
hverjum málaflokki fyrir sig, til að
ganga í sambandið. Þegar hinar
eiginlegu viðræður hefjast munu
samninganefndir ESB og Íslands
fara nákvæmlega í gegnum hvern
samningskafla fyrir sig í aðildar-
samningnum. Samningskaflarnir
eru 33 talsins í jafnmörgum mála-
flokkum.
Viðhorf framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins til inngöngu
Íslands voru til umræðu á hádeg-
isfundi sem fór fram í gær á vegum
Rannsóknarseturs um smáríki og
sendinefndar ESB á Íslandi. Alex-
andra Cas Granje, sviðsstjóri
stækkunarstofu ESB, flutti þar er-
indi. Hún er yfirmaður þeirrar
skrifstofu sem fer með aðildarvið-
ræður ESB við Ísland, Króatíu,
fyrrum Júgóslavíulýðveldið Make-
dóníu og Tyrkland.
Granje sagði að stjórnvöld á Ís-
landi mundu algjörlega ráða því
hversu langan tíma inntökuferlið
tæki. Ísland væri bílstjórinn og réði
algjörlega hraðanum. Hún sagði
jafnframt undangengna rýnivinnu
sanna að Ísland væri í algjörum
sérflokki miðað við önnur ríki sem
nýlega hefðu gengið í Evrópusam-
bandið þar sem Ísland uppfyllti
þegar vel flest skilyrði sem sam-
bandið setti ríkjum sem vildu inn-
göngu. Í máli Granje kom fram að
nú væri ljóst að þrjá málaflokka
væntanlegs aðildarsamnings þyrfti
að skoða sérstaklega vel. Það væru
landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál
og umhverfismál. Það síðastnefnda
vegna hvalveiða Íslendinga sem
Granje segir á engan hátt samræm-
ast stefnu ESB.
Sjávarútvegsóvissa
Það kemur eflaust engum á óvart
að nefndir málaflokkar standi út af
borðinu. Sjávarútvegsmálin kunna
þó að valda mestum töfum á aðild-
Undangengin rýnivinna sem
hefur farið fram á löggjöf Ís-
lands og ESB þarf ekki að vera
til einskis fari svo að stjórnvöld
á Íslandi ákveði að fresta aðild-
arviðræðum. Alexandra Cas
Granje, sviðsstjóri stækk-
unarskrifstofu framkvæmda-
stjórnar ESB, segir að vinnan
muni ávallt nýtast ákveði Ísland
að fresta viðræðum og hefja
þær svo aftur síðar. Það hafi til
dæmis sýnt sig á Möltu þar sem
miklar efasemdir voru um inn-
göngu áður en landið varð hluti
af ESB. Vinnan nýtist líka við að
kynna Íslendingum þann hluta
löggjafar ESB sem ekki er hluti
af Evrópska efnahagssvæðinu.
Má fresta
AÐILDARVIÐRÆÐUR