Morgunblaðið - 22.06.2011, Page 16

Morgunblaðið - 22.06.2011, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Standa verður vörð um hagkvæmni og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Til að þess að tryggja sátt um kerfið á að nota auðlindaskatt en ekki grípa til aðgerða sem grafa undan kvóta- kerfinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofn- unarinnar um stöðu íslenska hag- kerfisins. Fram kemur í skýrslunni að ís- lensk stjórnvöld hafi stýrt sjávarút- veginum með góðum árangri, þökk sé kvótakerfinu. Kerfið hvetji þá sem fara með aflaheimildir til þess að stýra veiðum með hagkvæmum hætti. Þessum árangri standi hins vegar ógn af fyrirhuguðum breyting- um stjórnvalda á umhverfi sjávarút- vegsins annarsvegar og mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu hinsvegar. Í skýrslunni segir að fyrirhugaðar breytingar séu komnar til vegna meintrar ósanngirni kvótakerfisins. Hins vegar verði að hafa í huga að kvótakerfið var sett á til þess að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar og það er álit sérfræðinga OECD að stjórnvöld geti ekkert gert til þess að kveða niður það sjónarmið að kerfið sé ósanngjarnt. Til að tryggja frekari pólitískan stuðning við kerfið sé það hægt með því að hækka auðlinda- gjald en þó ekki það mikið að sjávar- útvegurinn standi ekki undir hækk- uninni og að hún vinni gegn hagkvæmni kvótakerfisins. Að mati OECD er Ísland langt á veg komið í því að leysa efnahags- vandann eftir bankahrunið. Í skýrsl- unni segir að samdráttur í landsfram- leiðslu sé hættur og að gert sé ráð fyrir því að hagvöxtur fari vaxandi og verði um þrjú prósent árið 2012. Töluverður árangur hafi náðst í því að koma bankakerfinu á fæturna á ný og að skref hafi verið tekin til að flýta skulda- aðlögun í einkageiranum. Hins vegar þurfi að styrkja peningamála- stjórnun Seðlabankans. Hún hafi ekki náð tilætluð- um árangri í að tryggja verðstöðugleika. Til að ná því markmiði ætti Seðla- bankinn að taka upp verð- bólgumarkmið þar sem meiri áhersla er lögð á að jafna út verðbólgusveiflur og þar sem meira tillit er tek- ið til gengis krónunnar en áður. Á kynningarfundi í gær sögðu fulltrúar OECD að peningamálastefna Seðla- bankans yrði að njóta meiri stuðn- ings frá fjármálastjórnun ríkisstjórn- arinnar. Áður hafi þessir tveir þættir gjarnan unnið hvor gegn öðrum. Þeg- ar Seðlabankinn hafi reynt að slá á þenslu hafi ríkissjóður gefið í. Leggja þeir til að einhvers konar fjárlagaregla verði sett í lög hér á landi og nefna sem dæmi um slíkar reglur lagasetningu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þar eru skuldamark- mið sett og fjárlagagerð háttað í takt við þau. Ef skuldir ríkissjóðs eru yfir marki ber ríkisstjórn að skila afgangi fyrir árið og ef skuldir eru undir marki má reka ríkissjóð með halla. Til að þetta gangi upp þarf að vera al- mennt samkomulag milli stjórnmála- flokka um regluna, því ný ríkisstjórn getur alltaf breytt lögum. Mikilvægustu þættirnir fyrir end- uruppbyggingu íslenska hagkerfisins eru að mati OECD að byggja upp á ný heilbrigt fjármálakerfi. Íslending- ar ættu að reyna að forðast í lengstu lög reynslu Japans, þar sem bankar gátu um árabil ekki lánað fé vegna þess að efnahagsreikningar þeirra voru íþyngdir stórum vanskilalánum til hálfdauðra fyrirtækja. Þá verði að koma á ný tengslum við erlenda fjár- málamarkaði. Stórt atriði í hagvexti næstu ára verður stóriðja og aukin raforkuframleiðsla og auðveldara er að styðja við slíka fjárfestingu ef landið hefur eðlilegan aðgang að er- lendu fjármagni. Þá verður ríkis- stjórnin að koma fjárlagahalla og skuldastöðu á eðlilegra stig, minnka halla á ríkissjóði og minnka skuldir. Sögðu fulltrúar OECD að það sem hefði hjálpað Íslandi mjög mikið væri hve góð fjárhagsstaða ríkisins var við hrun. Segir að vernda verði hagkvæmni fiskveiða  OECD segir töluverðan árangur hafa náðst í efnahagsstjórnun hér á landi Morgunblaðið/RAX Sjávarútvegur OECD leggur frekar til hækkun á veiðileyfa- eða auðlindagjaldi í stað þess að breyta í grundvallar- atriðum kvótakerfinu. Slíkar breytingar geti stefnt hagkvæmni og arðsemi íslensks sjávarútvegs í hættu. STUTTAR FRÉTTIR ● Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að opnun á útboði sérleyfa á Drekasvæð- inu verði frestað til 3. október.Umsókn- arfrestur verður til 2. apríl 2012. Ástæða þessara breytinga á dagsetn- ingum er að ekki náðist að ljúka við nauðsynlegar lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyf- isveitingar á vorþingi fyrir sumarhlé Al- þingis, að því er fram kemur á síðu ráðuneytisins. Útboði vegna olíuleitar frestað til 3. október ● Greiningardeild Arion spáir 4,3% verðbólgu í júní og hækki þar með úr 3,4% í maí. Sérfræðingar bankans telja að hækkunin sé með- al annars tilkomin vegna fyrstu áhrifa nýgerðra kjara- samninga. Spá Ar- ion gerir einnig ráð fyrir að verðbólgan haldi áfram að hækka í sumar og að ársverðbólgan verði komin í 5,2% næsta sumar. Rætist spáin er þetta mesta verðbólgan frá því í byrjun fyrrasumars. Greiningardeild Arion gerir ráð fyrir að fyrstu kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga komi fram í júní. Þá er einnig líklegt að kaupmenn nýti tæki- færið og ýti öðrum kostnaðarhækk- unum út í verðlagið, meðal annars vegna veikingar krónunnar og hrá- vöruverðshækkana úti í heimi. Einnig er spáð að umtalsverðar hækkanir á fasteignaverði í maí komi nú fram með fullum þunga í næstu verðbólgumæl- ingu Hagstofunnar. Spá 5,2% verðbólgu á Íslandi í haust Dýrtíð er fram- undan á Íslandi. ● Andstaða Dana við upptöku evru hefur aukist milli mánaða og hefur aldrei verið meiri samkvæmt nýrri könnun, sem Danske Bank hef- ur látið gera. Er þetta einkum rak- ið til fjárhagserfið- leika Grikkja. Segir Danske Bank, að allt bendi til þess að Danir myndu hafna því að taka upp evru ef þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram um slíka tillögu nú. Alls sögðust 40,2% þátttakenda líklega eða örugglega myndu sam- þykkja upptöku evru í þjóð- aratkvæðagreiðslu nú en 56,7% lík- lega eða örugglega hafna henni. Munurinn á fylkingunum er 16,5 pró- sentur en var 9,9 prósentur í sams- konar könnun í mars. Er þetta mesti munur sem mælst hefur í slíkum könnunum. Vaxandi andstaða Dana við upptöku evru Efasemdir um evruupptöku vaxa. Samkvæmt úttekt bankans Stand- ard Chartered hafa kínversk stjórn- völd beint hinum gríðarlega gjald- eyrisforða sínum í auknum mæli að verðbréfum og öðrum auðselj- anlegum eignum utan Bandaríkj- anna það sem af er þessu ári. Gjaldeyrisforði kínverskra stjórn- valda stækkaði um 200 milljarða Bandaríkjadala fyrstu fjóra mánuði ársins. Samkvæmt úttekt Standard Chartered fóru þrír fjórðu af þessari upphæð í fjárfestingar utan Banda- ríkjanna. Kínversk stjórnvöld eru sem kunnugt er stærsti eigandi banda- rískra ríkisskuldabréfa í heiminum enda hafa þau beint gjaldeyrisforð- anum að stærstum hluta í fjárfest- ingar í slíkum pappírum. Hinsvegar hafa fulltrúar stjórnvalda lýst því yf- ir á liðnum árum að þau stefni að því að auka vægi fjárfestinga í öðrum gjaldmiðlum en Bandaríkjadal. Hafa þau meðal annars lýst yfir áhuga á kaupum á ríkisskuldabréfum þeirra evrurríkja sem hafa orðið hvað verst úti í skuldakreppunni. Þrátt fyrir þetta er ekkert sem bendir til þess, að sögn breska blaðsins Financial Times, að stjórnvöld í Peking hafi selt bandarísk skuldabréf í sinni eigu í umtalsverðu magni und- anfarið. ornarnar@mbl.is Forðast dalinn  Úttekt bendir til að kínversk stjórn- völd forðist bandarísk ríkisskuldabréf Reuters Kínverjar Stúdentar heiðra kínverska kommúnistaflokkinn.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +./-00 ++1-/2 22-3.2 23-10/ +1-04, +54-3, +-,5+2 +.5-54 +4,-15 ++/-++ +.4-,, ++1-.4 22-+,1 23-./4 +.-3+1 +54-,2 +-,5/, +.5-0+ +4/-,0 2+0-.1+2 ++/-5. +.4-.0 ++.-2 22-2+2 23-0+1 +.-31 +54-. +-,504 +.,-,4 +4/-4/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á OECD telur að þótt gjald- eyrishöft núna séu nauð- synleg vegna þess þrýst- ings sem af aflands- krónunum svokölluðu stafar, sé nauðsynlegt til lengri tíma að afnema þau. Ef gjaldeyrishöft verða viðvarandi þýðir það að fjármagni verði veitt í óhagkvæma farvegi. Þá verði að horfa til þess að Íslandi ber skylda til að afnema höftin til lengri tíma litið sam- kvæmt EES-samn- ingnum. Telur OECD að skilyrði fyrir afnámi hafta nálgist. Fulltrúar OECD voru spurðir um álit sitt á tillögu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um afnám tveggja þrepa virðisaukaskattkerfisins, en það myndi hafa í för með sér um- talsverða skattahækkun á mat- vælum, eða úr 7 prósentum í 25 prósent. Sögðu þeir að OECD hefði áður lagt það til að lægra stig virð- isaukaskattkerfisins íslenska yrði hækkað án þess að nefna ákveðna prósentutölu. Hins vegar verði að koma með einhverjum hætti til móts við tekjulægri heimili ef skattur á matvæli er hækkaður. Nauðsynlegt að afnema höft GJALDEYRISHÖFT OG VIRÐISAUKASKATTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.