Morgunblaðið - 22.06.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.06.2011, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Sólhvörf við Sólfarið Sumarsólstöður voru í gær en þá nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Tekur því sólin nú að lækka á lofti. Eggert Nú gengur mikið á í umræðunni um kirkju og kristni á Íslandi. Gjarnan er vísað til „almenn- ings“ eða „þjóð- arinnar“ eða „fólks- ins í landinu“ og gert ráð fyrir að þær óljósu stærðir vilji hag þjóðkirkj- unnar sem minnstan og helst koma bisk- upi frá. Ég spyr mig með hvaða valdi slíkar fullyrðingar séu settar fram. Hver er þessi „al- menningur“sem iðulega er gert ráð fyrir að hafi sömu skoðun og þau sem gefa tóninn í um- ræðunni? Ég leyfi mér að minna á hinn stóra hóp trúaðs og trúfasts kirkjufólks, bæði innan þjóð- kirkju og í öðrum kristnum trú- félögum. Fáa þekki ég í þeim hópi sem láta fjúka gífuryrði og órökstudda gagnrýni á menn og málefni kirkju og kristni. Gagn- rýni er vissulega þörf á hverri tíð en hún þarf að vera mál- efnaleg og laus við persónulegt hnjóð. Umræðan eins og hún hefur verið gerir fátt annað en að fita púkann á fjósbitanum, svo vitnað sé í gamla íslenska þjóðsögu. Nú er þörf á því að taka hönd- um saman og horfa fram á veg- inn, í stað þess að fólk skipi sér í skotgrafir. Við sem unnum kirkju og kristni finnum til und- an umræðunni, ekki síst vegna hinnar hróplegu mótsagnar sem er á milli málflutnings skoð- anamótendanna og þess dýrmæta sam- félags sem þjóð- kirkjan og aðrar kristnar kirkjur hafa upp á að bjóða. Verum dugleg að vekja athygli á því sem gott er gert, minnumst hins kyrrláta og trúfasta starfs sem unnið er í söfnuðum landsins, með börnum og ungmennum, fjöl- skyldum og öldruðum, já, alls konar fólk á öllum aldri. Því hvers eigum við hin fjöl- mörgu að gjalda sem finnum kröftum okkar farveg í samfélagi trúaðra og í hinni hóglátu þjón- ustu við söfnuðina, hvort sem er í launuðu eða ólaunuðu starfi? Það er sárt að finna ævistarfið og lífsköllunina, að ekki sé talað um hinar helgustu trúartilfinn- ingar, troðið í svaðið eins og gert hefur verið í hinni opinberu um- ræðu. Fylkjum okkur um hið góða sem gert er og munum að Guð á ávallt útgönguleið, líka út úr því öngþveiti sem við virð- umst vera stödd í núna. Eftir Maríu Ágústsdóttur »Hvers eigum við hin fjölmörgu að gjalda sem finnum kröftum okkar farveg í samfélagi trúaðra og í hinni hóglátu þjón- ustu við söfnuðina? María Ágústsdóttir Höfundur er prestur í Reykjavík. Til unnenda kirkju og kristni Dyrhólaey hefur ver- ið í fréttum undanfarið, þar er hart deilt og mál- ið er komið á það stig að nauðsynlegt er að leita sátta, það er sátt milli náttúruverndar, ferða- þjónustu og hlunn- indanýtingar. Sveit- arstjórn Mýrdalshrepps þarf að gera sér grein fyrir að Dyrhólaey er friðuð vegna náttúruverndar og að um 78% af erlendum ferðamönnum koma vegna náttúru Íslands. Það þarf að vernda til að nýta. Ég hef starfaði við náttúruvernd á tímabilinu 1991-2007, síðast sem þjóð- garðsvörður í Skaftafelli, þekki því ágætlega til ferðaþjónustu og nátt- úruverndar. Hafði meðal annars um- sjón með uppbyggingu og skipulagi á Dyrhólaey fyrir hönd náttúruvernd- aryfirvalda. Ferðaþjónustan getur gengið of langt í landnýtingu á kostnað nátt- úruverndar. Náttúruvernd er í eðli sýnu íhaldssöm og kjörorðin eru: Ekki ganga á auðlindina. Oft er rætt um þolmörk svæðanna og samspil á milli nýtingar og verndunar sem er hárfínt jafnvægi. Dyrhólaey svipar landfræðilega að mörgu leyti til Ingólfshöfða í Öræf- um, bæði svæðin eru friðuð vegna náttúruverndar og fuglalífs. Í Ingólfs- höfða hefur tekist að tryggja gott samspil á milli ferðaþjónustu og nátt- úruverndar; það hefur því miður ekki tekist í Dyrhólaey. Umferð um Ing- ólfshöfða er stýrt með föstum ferðum frá Hofsnesi í Öræfum. Fjölskyldan á Hofsnesi rekur ferðaþjónustufyr- irtæki sem sér um að fara með þúsundir ferða- manna út í höfðann og lif- ir af því. Hefðbundin hlunnindi Öræfinga í Ingólfshöfða hafa hald- ist, s.s. sauðfjárbeit og eggjataka. Öll ferðaþjón- usta í Öræfum og ná- grenni hefur ávinning af friðlandinu í Ingólfs- höfða. Því meiri fjöl- breytni í afþreyingu í ferðaþjónustu því betra er það fyrir alla sem starfa við greinina. Fuglalíf í Ingólfshöfða hefur haldist nokkuð stöðugt en fuglalífi í Dyrhóla- ey hefur hrakað. Ástæður þess geta verið af náttúrufarslegum rótum eða af mannavöldum eða hvort tveggja. Umhverfisstofnun setti Dyrhólaey á válista yfir náttúruverndarsvæði sem væru í hættu vegna of mikilar ásóknar ferðamanna. Aðstæður til að taka á móti ferðamönnum í Dyrhólaey eru ekki ásættanlegar, uppbygging hefur ekki verið í takt við fjölda ferða- manna sem heimsækja eyjuna. Ferða- þjónustufyrirtæki höfðu lengi kvartað undan aðstöðuleysi í eyjunni. Fyrir rúmum áratug var unnið deiliskipulag eyjarinnar, fornminjar og fuglalíf í eyjunni var rannsakað. Gott samstarf var á milli allra hlut- aðeigandi aðila sem nýta eyjuna s.s. fulltrúa sveitastjórnar, náttúru- verndaryfirvalda, Siglingamála- stofnunar, landeigenda og hlunn- indaaðila. Í framhaldi af þeirri vinnu var ákveðið að skoða betur aðgengi að eyjunni og hvort hægt væri að setja upp gestastofu og salernisaðstöðu á Háeynni, en ákveðið var að setja þau inn í gömul fjárhús sem eru skammt frá Dyrhólavita. Ferðamálaráð (nú Ferðamálastofa) styrkti framkvæmd- irnar. Vegagerðin var tilbúin að fara í endurbætur á veginum upp Háeyj- una, en ekkert varð af framkvæmd- unum. Húsnæði undir gestastofu og salernisaðstöðu er komið langt á veg. Mitt mat er að nauðsynlegt sé að stýra umferð ferðamanna inn á Dyr- hólaey til að tryggja jafnvægi á milli náttúruverndar og ferðaþjónustu. – Að opnartími inn á eyjuna séu á dagtíma, þá tekst fuglalífi að fá frið fyrir umferð helming sólarhrings. – Að öll umferð ferðamanna verði á akvegum og göngustígum. – Að landvörður starfi á svæðinu 5 mánuði ári. – Að uppbyggingu við gestastofu og salernisaðstöðu verði lokið sem fyrst. – Að akvegurinn upp Háeyjuna verði lagfærður og bílastæði uppi á eyjunni verði útbúin í samræmi við deiliskipulag. – Að útsýnispallur á Háeyjunni fyr- ir framan vitann verði útbúinn til að tryggja öryggi ferðamanna. Það er mín von að allir hlutaðeig- andi aðilar nái áttum og taki vel í þau sjónarmið sem ég hef sett fram. Dyr- hólaey er náttúruperla sem skiptir alla Íslendinga máli. Eftir Ragnar Frank Kristjánsson »Mitt mat er að nauðsynlegt sé að stýra umferð ferða- manna inn á Dyrhólaey, til að tryggja jafnvægi á milli náttúruverndar og ferðaþjónustu. Ragnar Frank Kristjánsson Höfundur er lektor við Landbún- aðarháskóla Íslands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Skaftafelli ragnarf@lbhi.is. Dyrhólaey, náttúruvernd – ferðaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.