Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 22.06.2011, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011 Við erum ein lok- aðasta þjóð í heimi, en við drekkum hreinasta vatn í heimi á meðan við skoðum heimsbrautina á facebook, og notum rafsamskipti þar meira en flestar aðrar þjóðir vegna nærveru- og áreitnisfælni. En þegar við opnum okkur erum við ein gjafmildasta þjóð í heimi, sem sann- aði sig á dögunum fyrir hjálparstarf. Við búum í einu öfgafyllsta landi heims í eldgosum og misjöfnum veðr- um. Við eigum eina færustu björg- unarsveit heims sem sannaði sig á heimsvísu á Haítí. Við eigum fegurstu konur í heimi, færustu garðyrkju-, matreiðslu-, íþrótta-, leiklistar-, myndlistar-, innanhúss- og umhverf- islista- og tónlistarmenn í heimi. Við erum mestu vinnualkar á byggðu bóli og vaxandi ferðamannaland. Og við njótum þess að fá gesti með okkur í slökun, þar sem við grátum allri reiði og sorgum út. Og eflum okkur í æðru- leysi til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt, efla kjark til að breyta því sem við fáum breytt og vit til að greina þar á milli. Verði þinn vilji. En með góðum húmor verður sorg að sælu á einu augnabliki. Aldrei of seint að mæta of snemma. Ef við mætum of snemma þá er um að gera að taka smádjúpöndun í öllum ilm- andi styrk sem við ráðum við og fylla lungun af öllu súrefni sem hægt er. Um leið hugsum við um beinin okkar sterku sem eina af undurstöðum okk- ar lífs í stæltum líkama, og vöðvana sem fléttast í margræða flókna vefi í æða- og taugakerfi sem byggja upp okkar einstaka sköpunarverk í lík- ama og sál og berum þannig virðingu fyrir þeim frábæru ung- mennum sem tekst að bæta úr sinni örvænt- ingu í fíkniefnaneyslu og endurheimta heil- brigðan styrk í líkama og sál. Ég hef blessunarlega aldrei ánetjast þessum fíknum, en fyrir 20 ár- um veiktist ég af kvíða og þunglyndi, sem varð fljótt að úrskurði um ör- orku, þar sem verstu einkenni lýstu sér í skjálfandi fósturstell- ingum undir sæng og þar með að vilja enda lífið. Að morgni dags inni á deild fyrir 18 árum bað ég geðhjúkrunar- fræðing um aukaskammt af róandi, en mér var svarað með hernaðarsvip: „Þú færð ekki meira róandi, drífðu þig heldur í sund.“ Mér brá mjög og reyndi ekki að biðja vaktina um starfsmann með mér í sundið, en stuttu síðar úti í miðri laug var ég nærri drukknaður. En athugið: Þetta atvikaðist fyrir um 18 árum, en í dag er ég við allt aðra og betri heilsu og lífsstíl. Áðurnefnt hernaðaratvik var af- sakað, en þó af öðrum starfsmanni en átti í hlut. Mér fannst afsök- unarbeiðnin því marklaus. Sjónvarps- þættir um fíknarvanda ungmenna hafa vakið verðskuldaða athygli, enda þurfti dagskrárgerðarmaðurinn Jó- hannes Kr. Kristjánsson að mynda traust við ungmennin og hitta hvern viðmælanda sem látlaus einfari. Afvelta meðferðarkerfi síðastliðin 20 ár virkar ekki í dag frekar en fyrri daginn, það er einungis fyrir starfs- menn á deild að mæta til vinnu, til að hanga þar. Umhyggja er ekki veitt nema vistmaður biðji um það, en þannig virkar hún einmitt ekki. Starfsmaður – ef hann kann sitt fag – þarf að gefa sig af líkama og sál með skilningi og umhyggju, með faðmlagi og geislandi viðmóti frá fyrstu mín- útu, ef árangur á að nást við ein- staklinga með sjálfsmyndina í mol- um. Annars virkar meðferðin ekki – enda hafa meðferðir ekki skilað þeim árangri sem þær eiga að gera. Við Íslendingar þorum yfirleitt ekki að sýna tilfinningar okkar mikið í faðmlögum við náungann. Þú vilt að þér sé hrósað með faðmlagi – en ert þú tilbúinn til að veita öðrum sama hrós? Faðmlag er fallegasta og hlýj- asta athöfn í vinarkveðju sem þú get- ur sýnt. Elín Ebba Ásmundsdóttir, okkar þekktasti iðjuþjálfi og dósent við HA, hefur verið duglegust að minna á þessi atriði. En við hin verð- um að sýna þann skilning líka og við- halda honum. Hver sem þú ert, í heilsu, vanheilsu eða fíknum, og ætlar að bæta þig með aðstoð þeirra sem kunna það best. Reynslan sýnir misjafnan sauð í mörgu fé, og það er ekki nærri algilt að fagmenn einir kunni hlutina best. Það er jafnoft einstaklingurinn sem upplifði vandann. Þú sem ert í vanda þarft því að finna hvað hentar best – þar sem þú finnur umhyggju, en forð- aðu þér strax úr meðferð sem hentar þér illa. Traust og gagnkvæm virðing skilar árangri en ekki hern- aðarviðbrögð í meðferðum. Sá sem leiðir þig í fíknir og annan vanda þarf sjálfur á meðferð að halda við gróða- fíkn í að eyða lífi annarra. Aldrei of seint að mæta of snemma Eftir Atla Viðar Engilbertsson » Sköpunarverk í lík- ama og sál í frábær- um ungmennum sem tekst að bæta úr sínum fíknarvanda og end- urheimta heilbrigðan styrk í líkama og sál. Atli Viðar Engilbertsson Höfundur er fjöllistamaður. Nýverið komst son- ur okkar að í talþjálfun hjá talmeinafræðingi eftir að hafa verið á biðlista eftir slíkri þjálfun í tæp tvö ár. Hann er að verða fjög- urra ára og er greindur með þroskahömlun og einhverfu. Hann þarf mjög á því að halda að fá aðstoð til þess að læra að tjá sig en hann er ekki farinn að tala og hefur ekki náð tökum á táknum með tali ennþá. Eins og gefur að skilja er erf- itt fyrir þennan dreng að hafa enga leið til þess að koma þörfum sínum til skila. Hann er þrátt fyrir sína hömlun fljótur að læra og með réttri þjálfun er hægt að auðvelda honum og okkur foreldrunum mjög lífið. Nú hefur hann farið í tvo tíma í tal- þjálfun sem lofuðu mjög góðu og við erum bjartsýn á framhaldið. Hann fer fyrst um sinn vikulega til tal- meinafræðingsins. Eins jákvætt eins og það er vegna hans möguleika til að þroskast og efla sína hæfni þá setur mjög strik í reikninginn hversu hár hluti kostnaðarins lendir á okkur for- eldrunum. Við greiðum 7.600 krónur fyrir hvern tíma og fáum svo 2000 krónur endurgreiddar frá Sjúkra- tryggingum. Okkar hluti er því mán- aðarlega á bilinu 22.400-28.000 krón- ur. Í samtali við þjónustufulltrúa Sjúkratrygginga Íslands/Trygg- ingastofnunar ríkisins fengum við þær upplýsingar að við gætum leitað til talmeinafræðings sem væri með samning við Sjúkratryggingar. Á heimasíðu Sjúkratrygginga er listi yf- ir þá talmeinafræðinga sem koma til greina. Þar af er einn á höfuð- borgarsvæðinu, nánar tiltekið í Hafn- arfirði. Þegar haft var samband þangað fengust þær upplýsingar að viðkomandi talmeinafræðingur væri fluttur á Suðurlandið svo þar með er enginn á listanum á höfuðborgar- svæðinu. Svörin sem þjónustu- fulltrúar gefa varðandi málið eru því ekki raunhæf og þarf að endurskoða. Einnig verður að telja líklegt að bið- listi þeirra sem eru á samningi og eru þar af leiðandi ódýrari sé jafnvel enn lengri en hinna. Það er erfitt að trúa því að for- eldrar barna með mál- og tján- ingarörðugleika eigi að þurfa að bera þennan kostnað. Það virðist sem þannig sé börnum mismunað eftir fjárhagsstöðu foreldra þeirra og þannig brotið á mannréttindum barnanna. Þá hlýtur það að vera ódýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið að greiða fyrir því að ein- staklingar geti tjáð sig og eigi þar með auðveldara með að taka þátt í samfélaginu – samfélagi sem á að vera fyrir alla. Kannski þykir einhverjum þetta ekki háar upphæðir. Þeim viljum við hins vegar benda á eftirfarandi stað- reyndir:  Barnið er mjög sennilega einnig í iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og fleiri meðferðarúrræðum.  Foreldrar fatlaðra barna þurfa oft að vera frá vinnu, t.d. þegar farið er með barnið í talþjálfun og fleira.  Barnið þarfnast meiri umönnunar en önnur börn og því fylgir oft og tíðum mikið álag. Foreldrar fatlaðra barna hafa því minni tíma og þar með færri mögu- leika til að afla tekna. Fyrir hönd drengsins okkar og annarra barna í hans stöðu skorum við á Sjúkratryggingar Íslands að ganga sem fyrst frá samningum við talmeinafræðinga og gefa þannig öll- um þeim sem þarfnast talþjálfunar færi á að njóta hennar. Eftir Gyðu Sigríði Björns- dóttur og Ólaf J. Engilbertsson Gyða Sigríður Björnsdóttir » Það virðist sem börnum með mál- og tjáningarörðugleika sé mismunað eftir fjár- hagsstöðu foreldra þeirra og þannig brotið á mannréttindum barnanna. Höfundar eru foreldrar barns með þroskahömlun og einhverfu. Ólafur J. Engilbertsson Opið bréf til Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytis Um síðustu áramót voru Íslendingar 318.452. Við erum svo að segja fjórfalt fleiri en árið 1904, þegar þjóðin fékk heimastjórn og samið var um lagningu sæsímastrengs milli Ís- lands og meginlands Evrópu, og við erum um það bil tvöfalt fleiri en árið 1956. Í byrjun tuttugustu aldar bjó meirihluti þjóð- arinnar í dreifbýli og starfaði við landbúnað en um miðja öldina voru fiskveiðar orðnar höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar. En nú er öldin önnur. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands störf- uðu tæplega 165 þúsund manns við ólík störf hér á landi árið 2005. Þar af störfuðu 4.020 við landbúnað, 4.440 við fiskveiðar og 6.400 við fiskvinnslu. Í iðngreinum störfuðu 38.160 og 118.240 manns í svokölluðum þjón- ustugreinum, þar af um 6.050 við hót- el- og veitingarekstur og tæplega 11.940 við samgöngur og flutninga. Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að við Íslendingar verðum orðnir 433 þús- und eftir hálfa öld, árið 2060. Sam- kvæmt lágmarksspá gæti nið- urstaðan reyndar orðið 384 þúsund og samkvæmt hámarksspá gæti hún orðið 491 þúsund. Íslendingum mun með öðrum orðum fjölga um 66 til 173 þúsund á þessu tímabili. Þetta eru tölur sem mikilvægt er að hafa í huga þegar lagt er mat á ávinninginn sem felst í því að Ísland verði full- gildur aðili að Evrópu- sambandinu. Andstæð- ingar aðildar leggja mikla áherslu á að standa þurfi vörð um hagsmuni landbúnaðar og sjávarútvegs. En þó svo mikilvægt sé að standa vörð um allar at- vinnugreinar má þeim og öðrum Íslendingum vera ljóst að fjölgun starfa hér á landi á næstu áratugum mun ekki verða í þessum tveimur atvinnugreinum. Menntakerfi þjóðarinnar hefur tekið mið af þessari staðreynd á undan- förnum áratugum. Þeir sem kjósa um aðildarsamning Íslands við ESB eftir eitt til tvö ár þurfa einnig að gera það. Þær kosningar snúast um framtíðina, þær snúast um það hvernig við sjáum fyrir okkur samfélagsþróunina hér á landi á næstu fimmtíu til hundrað ár- um. Horfum fram á veginn Eftir Jón Karl Helgason » Þetta eru tölur sem mikilvægt er að hafa í huga þegar lagt er mat á ávinninginn sem felst í því að Ísland verði fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Jón Karl Helgason Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Ást Guðs er eig- inlega eins og galdur. Galdur sem ég skil ekki en get upplifað, má hvíla í, meðtaka og njóta. Í augum Guðs ert þú eiginlega eins og lítið en þó óendanlega dýr- mætt sáðkorn. Spurn- ingin er: Fellurðu hjá götunni eða í grýtta jörð? Muntu visna og skrælna, sök- um þess að þú skýtur ekki rótum? Fellurðu kannski á meðal þyrna og kafnar eða fellurðu í góða jörð og berð margfaldan ávöxt? Bæn Guðs Það er bæn Guðs að þú megir bera ávöxt. Margfaldan ávöxt. Ávöxt sem varir til eilífs lífs. Og sennilega er það okkar eini tilgangur eftir allt saman, það að bera ávöxt, vera far- vegur kærleika Guðs, farvegur fyr- irgefningar og friðar, sannleika og réttlætis, innihaldsríkrar gleði hjartans og varanlegrar hamingju. Þannig að við verðum samferðafólki okkar til blessunar, sjálfum okkur til heilla og Guði til dýrð- ar. Gleymdu ekki að reyta arfann Höfundur og full- komnari lífsins vill fá að planta blessun sinni í garðinum þínum. Und- irbúðu jarðveginn, veittu blessuninni rými og leyfðu henni síðan að þroskast þar, vaxa upp og dafna, springa út og njóta sín. Hugsaðu um garðinn þinn frá degi til dags og leitastu við að halda honum við. Mundu eftir að vökva og fyrir alla muni gleymdu ekki að reyta arfann. Gættu þess að blessunin kafni ekki í illgresi í garð- inum þínum vegna hirðuleysis. Í garðinum þínum blundar nefni- lega góðilmur, sem þarf að hugsa um, vekja og næra svo hann fái notið sín, svo angan hans fái smogið um umhverfið og fyllt loftið af endalaus- um friði. Farvegur kærleikans Sjáðu til þess að friðurinn fái þá næringu sem hann þarf svo hann spretti í garðinum þínum sem ilm- andi blóm. Svo hann verði að angan sem smýgur og fyllir loftið af und- ursamlegum kærleika. Fegraðu umhverfi þitt með gjöf- um. Stráðu fræjum kærleika og um- hyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. Dýrmætt sáðkorn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Sennilega er okkar eini tilgangur eftir allt saman sá að bera ávöxt og vera þannig farvegur kærleika Guðs. Gleymum því ekki að reyta arfann. Höfundur er rithöfundur. Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 14. júní var spilað á 14 borðum hjá FEBH (Félag eldri borgara í Hafnarfirði), með eftirfar- andi úrslitum í NS. Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 374 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 361 Jón Sigvaldason – Ólafur Oddsson 347 Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 346 A/V: Jón Ólafur Bjarnas. – Stefán Ólafss. 386 Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 380 Örn Einarsson – Óskar Ólafsson 344 Jens Karlss. – Katarínus Jónsson 339 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.