Morgunblaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011
✝ Sigríður Sig-tryggsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1961. Hún
andaðist á heimili
sínu Vesturbrún 17
15. júní 2011.
Foreldrar Sigríð-
ar voru Elín Sigurð-
ardóttir, f. 3. sept-
ember 1924, og
Sigtryggur Jóns-
son, f. 11. febrúar
1916, d. 6. júní 1986.
Sigríður var yngst þriggja
systra, en hinar eru 1) Sigurlaug
Anna, f. 14. ágúst 1947, gift
Gunnari Halldórssyni, búsett á
Akureyri, 2) Erla Kristín, f. 31.
mars 1952, gift Gunnari Jóns-
syni, búsett í Reykjavík.
Sigríður naut ástríkis og
skjóls í foreldrahúsum allt til árs-
ins 1996 er hún fluttist á sam-
býlið að Vesturbrún 17 í Reykja-
vík. Þar átti hún sína aðra
yndislegu fjölskyldu. Í lífsins
skóla var hún sterkur
og gefandi ein-
staklingur. Svo fal-
leg, hlý, glettin,
æðru- og fölskvalaus
og elskaði að taka
þátt í uppákomum
lífsins. Snemma í líf-
inu tók hún að þroska
sig og mennta. Fyrstu
árin naut hún leið-
sagnar og umhyggju
á dagheimilinu Lyng-
ási, en lengstan hluta lífsins starf-
aði hún í Bjarkarási , einkum við
saumaskap. Þar kom fallegt
handbragð hennar einkar vel í
ljós. Hún sótti menntun í Brúar-
skóla ásamt þátttöku í margskon-
ar námskeiðum þar sem hún naut
sín t.d. við hannyrðir, mynd-
mennt, heimilistörf og ekki má
gleyma yndi hennar af leiklist,
dansi og líkamlegri tjáningu.
Útför Sigríðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 22. júní
2011, kl. 15.
Elsku Sigríður, sólargeislinn
okkar. Nú ertu farin frá okkur yfir
móðuna miklu. Við vitum að þú
hefur það mjög gott og kemur
pabba þínum og öllum hinum til að
brosa og jafnvel skellihlæja. Þann-
ig munum við þig alla tíð. Þú varst
sólargeislinn sem komst okkur til
að brosa og hlæja af minnsta til-
efni. Góða skapið og léttleikinn var
ætíð með í för þegar þú komst í
heimsókn til okkar austur á Egils-
staði og fórst með okkur í stuttar
ferðir í Hallormsstaðarskóg eða í
berjamó. Ég man líka eftir
skemmtilegum ferðum norður í
Ásbyrgi og Hljóðakletta. Við vor-
um lengi inni við tjörnina og borð-
uðum nestið okkar hjá öndunum.
Brosið þitt þar var ótrúlega mikið.
Ég tók margar myndir af ykkur
systrunum þarna við tjörnina. Þú
komst líka oft til okkar norður til
Akureyrar og áttir hjá okkur
margar góðar stundir. Það var
ekki leiðinlegt að fara með þig í
kaffisopa til ættingja hér í bænum
eða út með firði, þeir minnast þín
með miklum hlýhug, Sigga mín.
Það hverfur okkur aldrei úr
minni hvað þú naust þess mikið og
vel að borða góða matinn hjá henni
systur þinni. Og kökurnar sem
hún bakaði, sérstaklega þær
brúnu með miklu kremi og alls
konar gúmmelaði. Ég hafði stund-
um áhyggjur af því, hvað þú gast
borðað af þessu. En brosið var því-
líkt að maður gat ekkert sagt og
alltaf brosti systir þín með þér. Ég
spyr mig ennþá, hvert fór þetta?
Þú varst alltaf svo nett, Sigga.
Við munum vel þegar þú hélst
upp á fjörutíu ára afmælið þitt. Þú
hélst smáræðu og bauðst öllum að
gera svo vel. Þú varst frábær,
Sigga, og stóðst þig vel eins og allt-
af. Við hin brostum með þér, það
var ekkert annað hægt, þú komst
okkur alltaf til að brosa. Í afmæl-
iskorti sem við systir þín færðum
þér í þessu eftirminnilega afmæli
var vísukorn sem ég ætla að enda
þessi fátæklegu minningarorð á:
Sætar kveðjur Sigga fær
sólargeislinn okkar.
Ber af öllum, blíðleg mær
brosin fram hún lokkar.
Elsku Sigga. Við Sigurlaug
systir þín og fjölskylda okkar öll,
biðjum allar góðar vættir að varð-
veita þig alla tíð.
Þú lifir í hjörtum okkar.
Sigurlaug systir og
Gunnar mágur.
Elsku hjartans Sigga systir mín
er látin. Kvaddi þessa jarðvist í
blóma lífsins. Hún naut ekki heil-
brigðis í þeim víðasta skilningi í
vöggugjöf. En naut og gaf á sinn
einstaka þátt. Hún var engill í
mannsmynd. Svo falleg, hlý, glett-
in, æðru- og fölskvalaus og elskaði
að taka þátt í uppákomum lífsins.
Elsku Sigga. Níu ár skilja okk-
ur að í aldri. Er þú fæddist var ég
svo stolt af þér, litlu fíngerðu syst-
ur minni. Já, þú varst eins og
dúkka. Djúp tengsl á milli okkar
mynduðust þar strax og buðum við
hvor annarri upp í lífsdans saman.
Ég úti með þig í dúkkukerrunni
minni, í fanginu og hjarta mínu all-
an okkar lífsdans saman. Í þessum
dansi kenndir þú mér svo ótal
margt um lífið og leyfðir mér að
njóta væntumþykju þinnar. Nú
held ég áfram án þín, elsku Sigga
mín, en samt með þér.
Full þakklætis fyrir traust þitt
til mín, fögnuðinn sem þú sýndir
mér ávallt er við hittumst. Alltaf
baðstu góðan Guð að passa mig,
kysstir mig og klappaðir mér á
kinn, ef ég fór í ferðalög jafnt inn-
an lands sem utan. Baðst alltaf um
kveðjur til allra í kringum mig í lok
símtala okkar.
Takk fyrir „stelpuferðina“ okk-
ar til Mallorka. Þar nutum við okk-
ar saman sem „gordíjöss drottn-
ingar“. Takk fyrir allar
heimsóknirnar, gistingarnar og
allar þær gjafir lífsins sem þú
færðir mér og fjölskyldunni með
kærleiksríkri nærveru þinni. Takk
fyrir faðmlögin þín, sem sögðu
meira en nokkur orð. Síðasta
faðmlag okkar var árla morguns
15. júní er þú kvaddir jarðvist þína
í örmum mínum, svo friðsæl og
ljúf. Þú verður ætíð hluti af mér.
Nú er kallið komið heim til þín,
kæra trygga Sigga systir mín!
Og þú leyst frá sjúkleik, sorg og þraut.
Sem oft þjáir oss á jarðlífsbraut.
Þinni lokið lexíunni er,
lærðir þú hvað fyrir sett var þér.
Áfram námi enn munt halda nú,
á því stigi lífs, er dvelur þú.
Vel þú tíma varðir þínum hér,
vannst á meðan dagur entist þér.
Sýndir gætni, sjálfstjórn, kærleik,
tryggð,
sífellt birti líf þitt hverja dyggð.
Hljóð við stöndum hvílurúm þitt við,
hlotið muntu nú hinn sæla frið.
Því við treystum, sú vonin vís,
að vöknuð aftur sért í paradís.
Hlýja minning hér við geymum klökk,
héðan þiggðu okkar bestu þökk.
Ég þig gæslu alföðurins fel
með ástarkveðjum minna.
– Far þú vel.
(Guðm. Sæmundsson. 1929)
Mamma okkar, sem nú dvelur á
Hjúkrunarheimilinu Eir, vegna
heilsubrests, sendir elsku stúlk-
unni sinni hjartans kveðju, faðm-
lag og kossa að leiðarlokum, með
hlýju þakklæti fyrir samfylgdina
og allt og allt. Þú munt ávallt vera
henni nálæg og kær. Guð geymi
þig.
Þín elskandi systir,
Erla Sigtryggsdóttir.
Nú er hún Sigga mágkona búin
að kveðja þennan jarðneska heim.
Við sem eftir sitjum minnumst
hennar með söknuði, en líka gleði
yfir öllum ánægjustundunum.
Sigga var gefandi manneskja, svo
hlý, einlæg en líka raunsæ og
beinskeytt. Það er margs að
minnast þegar rétt tæplega 50 ára
ævi er skoðuð. Vinur, vinur, vinur.
Það er orðið sem kemur mér helst
í hug þegar ég minnist Siggu.
Glettinn vinur. Hún sendi alltaf
kveðju til mín þegar Erla hitti
hana eða talaði við hana í síma.
„Bið að heilsa Gunnari og Pjakki.“
Já, Pjakkur var henni mjög hug-
leikinn. Hún strauk honum og
klóraði við hvert tækifæri.
Sigga elskaði að ferðast og
naut sín vel í utanlandsferðum
sínum, jafnt og ferðum innan-
lands með fjölskyldu og vinum.
Sólarlandaferðirnar voru vinsæl-
astar. Lífið undir sólhlífinni með
skreyttan „cocktail“ við höndina
eða slaka á á vindsæng í sund-
lauginni á daginn var notalegt. Á
kvöldin breyttist hún í drottningu.
Naut þess að klæða sig upp á í fal-
leg litrík föt og setja á sig skart.
Að fara út að borða, eða bara al-
mennt að borða góðan mat, naut
hún af sinni alkunnu snilld og
ánægju. „Ummmm, þetta er
nammi, þetta er gott!“ Á sumrin
fór hún oft í stutta sumardvöl til
sveita. Þar komst hún í snertingu
við náttúruna og dýrin. Ásamt
systrum sínum átti hún hús í
Hrísey, Tryggvahús, sem nefnt
var eftir pabba hennar, og glæsi-
lega dráttarvél, Massey Fergu-
son, árgerð 1956. Þar átti hún
ánægjulegar samverustundir
með nánustu fjölskyldu og ekki
síst með vinunum úr Vesturbrún-
inni. Sigga var gríðarlegt „partíl-
jón“ eins og sagt er á nútímaís-
lensku. Sló hendinni aldrei á móti
afmælum, veislum, bíltúrum eða
bara einni pylsu með öllu. Um jól
og á öðrum stórhátíðum kom hún
í heimsókn til okkar Erlu og fékk
að gista. Þar lagði hún hönd á
plóginn með því að pússa allt kop-
arsafn heimilisins. Henni leiddist
sko ekki að fá í lokin púrtvínstár
að launum. Hún gat líka verið sér-
kennilegur stríðnispúki á sama
tíma og hún var harðákveðin nú-
tímakona. Hún notaði hvert tæki-
færi til að pota í mig og kitla, því
það er eitthvað sem mér fellur
frekar illa. Eins var það þegar 40
ára afmælið hennar var. Þá leigði
hún sal á hóteli úti bæ. Bauð
þangað vinum og vandamönnum,
sló í glas, hélt ræðu og endaði svo
með því að segja: „Gunnar, nú átt
þú að halda ræðu.“ Enn og aft-
ur … einstakur vinur.
Siggu leið vel á heimili sínu,
Sambýlinu í Vesturbrún 17. Ég vil
nota þetta tækifæri til að þakka
bæði íbúum og starfsfólki heim-
ilisins fyrr og nú fyrir einstaka al-
úð og umhyggju í garð Siggu.
Hún naut samvista við ykkur til
hins ýtrasta. Slík vinátta og hlý-
hugur er ekki alveg sjálfgefinn í
hraða nútímans.
Móður Siggu, Elínu og systrum
hennar og fjölskyldum og einnig
litlu fjölskyldunni í Vesturbrún-
inni færi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minning Siggu
lifir áfram í hjörtum okkar allra.
Gunnar Jónsson.
Elsku Sigga mín, núna ertu far-
in, núna er þjáningum og kvölum
lokið. Loksins ertu orðin frjáls og
ert komin á þann stað þar sem er
bjart og fagurt.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hvíl þú í friði.
Sendi fjölskyldu Sigríðar inni-
lega samúðarkveðju.
Megi guð styrkja þau í sorg
þeirra, en minningin mun lifa, hvíl
þú í friði, elsku Sigríður mín.
Ólöf Jónsdóttir.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð til Sigríðar Sigtryggs-
dóttur. Ég kynntist Siggu eins og
hún var alltaf kölluð í gegnum
vinnuna mína á Vesturbrún. Fyrst
þegar ég hitti hana fyrir nokkrum
árum þegar ég var að sækja um
vinnu var hún að borða. Ég man
það vegna þess að hún var að
borða allan tímann sem ég var í
viðtalinu. Sigga var mikill sælkeri
og naut þess í botn að borða og tók
sér tíma í það. Það var líka gaman
að sjá hana brosa og hlæja.
Hún var alltaf til í leikinn
krabbann en þá var hún krabbinn
sem ætlaði að taka mann í gegn og
því meiri krabbar sem starfsfólk
var á móti við hana því skemmti-
legra þótti henni. Einhverjir sem
hafa séð Layer Layer vita hvað ég
meina – því ýktari sem krabbinn
var, þeim mun betra. Margir
starfsmenn voru orðnir nokkuð
góðir í þessu.
Sigga var mikill snyrtipinni, allt
hreint og fínt hjá henni, og hún
sýndi mér hvernig á að brjóta
saman föt en ég hef aldrei náð því
eins vel og nákvæmlega og hún
gerði það.
Það er gaman að hafa kynnst
manneskju eins og henni Siggu.
Ég eftir að sakna hennar þegar ég
mæti í vinnu eftir sumarfrí.
Sigurður Óskar Sigurðsson,
starfsmaður, Vesturbrún.
Elsku Sigga okkar.
Það eru margar fallegar minn-
ingar sem koma upp í huga okkar
þegar við hugsum til þín, þær
minningar geymum við í hjarta
okkar og erum þakklát fyrir tím-
ann sem við fengum að eiga með
þér, hetjan okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Móður hennar, Elínu, Erlu,
Sigurlaugu og fjölskyldum send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigríðar.
Þínir vinir í Vesturbrún,
Auðunn, Helga,
Sigurlaug og Stefán.
Sigríður
Sigtryggsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ljósið á kertinu logar,
lýsir upp dimman geim.
Æðrastu ekki, en áfram haltu,
þú ert á leiðinni heim.
(JH)
Minning þín lifir um
ókomna tíð.
Kveðja,
Björg.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Með kærri þökk fyrir
samfylgdina elsku Sigga
mín.
Guð geymi þig.
Þín
Margrét.
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
FRIÐÞJÓFUR I. STRANDBERG
sjómaður,
til heimilis að Melgerði 32,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 18. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Magnúsdóttir Strandberg,
börn, tengdadætur, barnabörn,
barnabarnabörn og bróðir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞURÍÐUR SVAVA KJARTANSDÓTTIR,
Sólvöllum 7,
Selfossi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 18. júní.
Útförin verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn 29. júní
kl. 13.30.
Óli Þ. Guðbjartsson,
Kjartan Ólason, Valgerður Bjarnadóttir,
Anna María Óladóttir, Jóhann M. Lenharðsson,
Guðbjartur Ólason, Margrét Sverrisdóttir,
Haraldur Óli Kjartansson,
Melkorka Kjartansdóttir, Elín Svava Kjartansdóttir,
Þórunn Anna Guðbjartsdóttir, Óli Þorbjörn Guðbjartsson.
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir,
SVEINN SÆMUNDSSON
löggiltur endurskoðandi,
Sóltúni 10,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 19. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður H. Jóhannsdóttir,
Gyða Þorgeirsdóttir, Hallur Karlsson,
Ragnheiður Hallsdóttir,
Jóhann Karl Hallsson,
Hafdís Svava Ragnheiðardóttir,
Jón Sæmundsson,
Tómas Sæmundsson,
Sigrún Sæmundsdóttir,
Baldur Sæmundsson.
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞÓRÐUR SNÆBJÖRNSSON
garðyrkjubóndi,
Bjarkarheiði 21,
Hveragerði,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 19. júní.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 24. júní
kl. 13.30.
Ingibjörg J. Jónasdóttir,
Sturla Snæbjörn Þórðarson,
Herdís Þórðardóttir, Sigurður Egilsson,
Jónas Þór Þórðarson,
Ingibjörg Erna Þórðardóttir, Sveinn Guðmundsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Minn kæri vinur,
TÓMÁS HELGASON
frá Hnífsdal,
sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi
fimmtudaginn 16. júní, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. júní
kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Magnúsdóttir.