Morgunblaðið - 22.06.2011, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2011
„Ars longa, vita brevis“ var
kennt í menntaskólum landsins á
þeirri tíð þegar Ólafur Gaukur var
við nám. Já, listin er langlíf en lífið
stutt. Það á við ævistarf hans, sem
gat valið um svo margt til að láta
hæfileika sína njóta sín. Tónlistin
varð yfirsterkust og margt af því
sem hann gerði á því sviði verður
langlíft. Ekki má þó gleyma því að
hann var afar góður textasmiður,
einn okkar allra bestu, og að þar
glóir á gimsteina sem mölur eða
ryð vinna ekki á.
Ég er einn hinna fjölmörgu sem
hafa notið samvinnu við Ólaf Gauk
og ljúfra kynna við einstaklega
elskulegan og hlýjan mann. Fyrir
það og kynnin af þeim hjónum,
Svanhildi og honum, vil ég þakka
að leiðarlokum í jarðvist hans og
senda henni og ástvinum þeirra
samúðarkveðjur.
Ómar Ragnarsson.
Við Óli Gaukur hittumst í fyrsta
sinn haustið 1944 þegar við sett-
umst í fyrsta bekk í Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga við Lækjargötu
og nú er Óli allur, aðeins áttatíu
ára gamall.
Á mótunarárunum um og eftir
fermingu eru sumir svo lánsamir
að bindast vináttuböndum og þau
bönd, sem þá og þar mynduðust
milli okkar Óla rofnuðu aldrei þótt
við störfuðum á mjög ólíkum svið-
um.
Þessi vináttubönd okkar styrkt-
ust enn frekar þegar við vorum svo
lánsamir að kvænast þeim Svan-
hildi og Steffí, en þær höfðu bund-
ist órjúfanlegum vináttuböndum
þegar í barnæsku.
Samtals hafa því vináttubönd
okkar fjögurra haldist órofin í 130
ár.
Hæfileika Óla Gauks þekkir
þjóðin öll, því hann ávaxtaði það
pund, sem honum var fengið til
varðveislu, ríkulega, en færri vissu
hvaða mann hann hafði að geyma.
Hann kom frá miklu menning-
arheimili þar sem heiðarleiki og
virðing fyrir fornum gildum voru í
heiðri höfð og var honum tamt að
koma jafnan fram við hvern mann
eins og hann vildi að komið væri
fram við sig.
Hann talaði mikið um sumrin
hjá afa sínum, Einari í Garðhúsum
í Grindavík, þar sem hann kynntist
og tileinkaði sér vinnusemi og
siðferðisvitund þeirrar kynslóðar,
sem lagði grunninn að því há-
tæknivædda landi sem við erum
svo lánsöm að fá að búa í.
Sigurbjörn Einarsson biskup
sagði í síðustu ræðu sinni : „Verst
fer þeim (mönnum) ævinlega þeg-
ar þeir blindast af ímynduðum
glansi af sjálfum sér“ og gala sem
„sperrtir hanar á tildurshaugum
samtímans.“
Óli var sömu skoðunar og Sig-
urbjörn biskup og leit aldrei upp
til þeirra manna, sem sögðu sig úr
lögum við samfélag okkar og
gerðu aðför að afkomu og velsæld
þúsunda heimila okkar, aðför, sem
enn sér ekki fyrir endann á.
Ef til vill er tilfinningum mínum
við fráfall Óla Gauks best lýst af
John Dunne í kvæðinu For Whom
the Bell Tolls:
Dauði sérhvers manns smækkar mig
því ég er hluti mannkynsins,
spyr þú því aldrei
hverjum klukkan glymur
hún glymur þér.
Ólafur Gaukur
Þórhallsson
✝ Ólafur GaukurÞórhallsson
tónlistarmaður
fæddist í Reykjavík
11. ágúst 1930.
Hann lést 12. júní
2011.
Útför Ólafs
Gauks var gerð frá
Dómkirkjunni 20.
júní 2011.
Þjóðin var auðug
að eiga Óla Gauk að
syni og hún er fá-
tækari nú þegar
hann er fallinn frá,
en það er bót harmi
gegn að mörg verka
hans lifa með þjóð-
inni og munu lifa
sem gersemar um
mörg ókomin ár.
Megi það vera og
verða Svanhildi og
börnunum nokkur bót að vita að:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Um leið og við Steffí þökkum
Óla Gauk fyrir samfylgdina biðj-
um við Guð um að blessa Svanhildi
og börnin hans.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Við, sem stóðum að framleiðslu
kvikmyndarinnar „Benjamín
dúfa“, höfum fyrir margt að
þakka, nú þegar Ólafur Gaukur
Þórhallsson er kvaddur. Það var
snemma í framleiðsluferlinu sem
við veltum fyrir okkur hverjum við
gætum treyst fyrir tónlist mynd-
arinnar. Við ræddum við nokkur
tónskáld af klassíska skólanum og
fengum tillögur að stefjum, sem
sannarlega voru bæði innblásin og
fögur.
En þegar nafn Ólafs Gauks var
nefnt var einsog kviknað hefði ljós
í huga okkar. Og fyrir því voru
nokkrar ástæður. Við höfðum
ákveðið að kvikmyndin hefði yfir-
bragð sjöunda áratugarins, án
þess að við vildum endilega festa
hana niður í ákveðinn tíma, heldur
einmitt gefa myndinni visst tíma-
leysi eða tilfinningu fyrir fortíð,
sem þó væri ekki svo fjarlæg. Sú
tónlist sem við höfðum alist upp
við hljómaði fyrir eyrum okkar, og
þar voru lög og útsetningar Ólafs
Gauks fyrirferðarmiklar. Við viss-
um að hann hafði lokið námi í kvik-
myndatónlist og af þeim sökum
þóttumst við öryggir um að þar
væri rétti maðurinn; maður sem
þekkti tónlist tímabilsins upp á
sína tíu fingur, í bókstaflegri
merkingu, auk þess að þekkja og
skilja eðli og frásagnarform kvik-
myndarinnar.
Það er óþarfi að fara fleiri orð-
um um það en að segja að frá byrj-
un samstarfsins var ljóst að okkur
hafði bæst sálufélagi í hópinn.
Kvikmyndatónlist er mikið vanda-
verk, því það er í tónlistinni sem
áhorfandinn upplifir sál kvik-
myndarinnar, heyrir hjartslátt
hennar; það er tónlistin sem miðl-
ar tilfinningum persóna, lýsir inn í
hug þeirra, lyftir gleði þeirra,
miðlar von þeirra, þjáningu og
innra stríði. Það er einnig tónlist-
in, fyrst og fremst, sem lyftir
áhorfandanum yfir örlög persón-
anna og leiðir á þann leynda stað
innra með honum sjálfum þar sem
sátt og fyrirgefning eiga heima.
Þegar Ólafur Gaukur færði
okkur fyrstu stef kvikmyndarinn-
ar vissum við að hvernig sem til
tækist með kvikmyndina að öðru
leyti, hafði hún svo sannarlega
eignast fagra sál og tilfinninga-
þrunginn hjartslátt. Ólafur Gauk-
ur gaf kvikmyndinni „Benjamín
dúfa“ ríkulega af eigin sál og
hjarta, af markvissri fagmennsku
sinni, víðtækri reynslu og brenn-
andi ástríðu. Við minnumst þessa
mikla listamanns af djúpri virð-
ingu og þakklæti, um leið og við
vottum Svanhildi, Önnu Mjöll og
ættingjum hans öllum okkar inni-
legustu samúð.
Friðrik Erlingsson.
Gísli Snær Erlingsson.
Baldur Hrafnkell Jónsson.
Góð kona er gengin. Ég kynnt-
ist henni fyrir 43 árum þegar ég
var 7 ára. Hún var móðir æsku-
vinkonu minnar Ásu Hlínar. Jó-
hanna hafði þá flutt að Reykja-
lundi ásamt börnum sínum þeim
Kristófer og Ásu, til að starfa þar
sem hjúkrunarkona. Þar starfaði
hún hátt á annan áratug við góðan
orðstír.
Minningar mínar eru margar
og snúast að mestu um harðdug-
lega konu sem lét ekki sitt eftir
liggja til að börnin hennar nytu
gæfu og góðrar umönnunar. En
það var ekki alltaf auðvelt fyrir
konu sem vann baki brotnu og ól
börnin sín upp ein. Þegar ég hitti
hana í fyrsta skipti sat hún og
prjónaði. Ég hugsa að hún hafi
ekki oft sest niður öðruvísi en
prjónandi og með poka með
hnyklum við fætur sér.
Jóhanna lærði hjúkrun í Dan-
mörku og flutti heim með sér
danska matarsiði eins og súkku-
laði ofan á brauð og lifrarkæfu.
Hún bakaði bestu pönnukökur í
heimi og hellti upp á sterkt og gott
kaffi með. Stundum velti ég fyrir
mér hvað það hafi verið mikil lífs-
reynsla að búa í Danmörku öll
stríðsárin en hún bjó þar alls 11
ár, og alltaf lagði ég við hlustir
þegar hún sagði okkur sögur frá
þeim tíma.
Jóhanna Pálína
Kristófersdóttir
✝ Jóhanna PálínaKristófers-
dóttir hjúkr-
unarkona fæddist á
Ísafirði 29. júlí
1920. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 8. júní
2011.
Jóhanna var
jarðsungin frá Ás-
kirkju 20. júní
2011.
Jóhanna lagði
mikið á sig til að
ferðast og til að sýna
börnum sínum heim-
inn. Hún sigldi með
þau til Danmerkur
með Gullfossi og síð-
ar til Kanada og
Búlgaríu sem var
töluvert afrek á
þeim tíma. Seinni ár-
in ferðaðist hún bæði
til Bandaríkjanna og
til Englands en í báðum löndum
átti hún ættingja sem hún heim-
sótti.
Þegar við Ása vorum unglingar
bauðst hún til að ferðast með okk-
ur ásamt Ernu vinkonu okkar til
London en þar heimsóttum við
systurdóttur hennar Kristínu og
eiginmann hennar. Þetta hefði
ekki hver sem er lagt á sig enda
áhættusamt atriði að ferðast með
3 unglingstelpur sem voru til alls
vísar.
Ferðin var mjög skemmtileg en
ég veit að það reyndi á þolrifin!
Jóhanna var lengi vel bílpróf-
slaus en um fimmtugt tók hún sig
til og lærði á bíl og keypti sér
Volkswagen-bjöllu. Loksins frjáls
ferða sinna ók hún um bæinn og
fór með okkur krakkana í bíltúra
og berjamó og gerði sjálf grín að
aksturslagi sínu.
Jóhanna var mikill dýravinur
og ekki er hægt að skrifa um hana
minningarorð nema nefna mikinn
uppáhaldshund sem fjölskyldan
átti um alllangt skeið og hét Snati.
Snati var mikill heimilisvinur og
kom með í bíltúrana. Það var mik-
ið áfall þegar hann varð fyrir bíl
og dó. Eftir það eignaðist Jóhanna
annan hund og seinna kisu.
Jóhanna unni börnum sínum og
barnabörnum umfram allt annað
og setti sjálfa sig aldrei í fyrsta
sæti. Hún var fáguð kona og
menningarleg og lítið gefin fyrir
lágmenningu nútímans. Henni
tókst að halda heimili og sjá um
sig sjálf þar til ekki var stætt leng-
ur með aðstoð og ástúð barna
sinna.
Ég vil að leiðarlokum þakka Jó-
hönnu vinkonu minni alla alúð,
gjafmildi og vinsemd gegnum tíð-
ina.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
votta ég aðstandendum innilega
samúð.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Guð blessi minningu Jóhönnu
Kristófersdóttur hjúkrunarkonu.
Jóhanna Friðriksdóttir
og fjölskylda.
Jóhanna Pálína Kristófersdótt-
ir eða Hanna frænka, eins og hún
var venjulega kölluð á æskuheim-
ili okkar Brennu, var ömmusystir
okkar.
Hanna kom oft í heimsókn á
bjöllunni, ásamt Kidda, Ásu og
Snata. Hún var einstakur dýra-
vinur og ræktarsöm. Þegar við
heimsóttum Hönnu var hún sér-
staklega gestrisin og örlát.
Svo viðkvæmt er lífið sem
vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna
fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Takk fyrir allar frábæru stund-
irnar og minningarnar sem þú
gafst okkur. Að eiga fjöldann allan
af góðum minningum um þessa
yndislegu konu er fjársjóður sem
við munum búa að alla ævi. Við
sendum Kidda, Ásu og þeirra fjöl-
skyldum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Systkinin frá Brennu,
Soffía, Lilja, Jóhanna,
Ásthildur, Böðvar,
Anna María og Róbert.
✝ Katrín Lofts-dóttir fæddist
á bænum Bakka í
Austur-Landeyjum
25. janúar 1917.
Hún lést 12. júní
2011. Katrín var
dóttir hjónanna
Lofts Þórðarsonar
bónda og Krist-
ínar Sigurð-
ardóttur ljós-
móður. Systkini
Katrínar voru: Þórður, Sig-
urður, Leifur, Anna Jórunn,
Guðni, Björn Magnús og Krist-
ín sem öll eru látin.
Eiginmaður Katrínar var
Þorsteinn Bjarni Ísleifsson
trésmiður, hann lést 31. októ-
ber 1990. Börn þeirra hjóna
eru Loftur Guðni Þor-
steinsson, giftur Soffíu
Ragnarsdóttur, þau eiga þrjár
dætur og eitt
barnabarn, og
Kristín Anna Þor-
steinsdóttir, gift
Sigurgeiri Frið-
rikssyni, fyrri
maður Kristínar
er Hjörtur Þór-
arinsson, saman
eiga þau tvö börn
og eitt barnabarn.
Katrín lauk
prófi frá Ljós-
mæðraskóla Íslands árið 1942.
Hún starfaði sem ljósmóðir í
Austur-Landeyjum, Austur-
Eyjafjallaumdæmi og Dyr-
hóla- og Hvammshreppi þar
til hún lauk störfum. Síðustu
æviár sín bjó Katrín á dval-
arheimilinu Hjallatúni, Vík í
Mýrdal.
Útför Katrínar fór fram frá
Víkurkirkju 18. júní 2011.
Elsku amma mín.
Þegar ég sest niður til að skrifa
þessi minningarorð til þín koma
svo ótal margar minningar fram í
hugann. Þú varst mér alltaf svo
góð og ég man þegar ég var lítil
hvað var alltaf gott að koma á
Austurveginn því þar fann maður
svo óendanlega mikla ást og um-
hyggju.
Ég man svo vel hvað mér þótti
alltaf vænt um það að þú kallaðir
mig alltaf væna mín eða nafna mín
og ég bar nafnið þitt stolt alla tíð
og fannst fátt flottara en einmitt
það að fá að heita í höfuðið á þér.
Alltaf þegar ég kom til þín
stakkstu að mér einhverju góðu
að bíta í eða stundum pening.
Ég man það fyrir mörgum ár-
um þegar við Thea frænka vorum
að rífast um það hver fengi rúmið
þitt og svo ekki sé talað um vín-
rauða hægindastólinn þegar þú
myndir deyja. Sem betur fer feng-
um við mörg yndisleg ár með þér
eftir það. En þegar ég hugsa til
baka þá skiptu hlutirnir ekki máli
heldur sú staðreynd að þetta voru
hlutirnir þínir og sú ást og hlýja
sem þú hafðir að gefa var ein-
hvern veginn hlutgerð í þessum
eigum þínum.
Það voru ófá skiptin sem við
frænkurnar vorum að leika okkur
heima hjá þér, og þar máttum við
næstum því allt. Þú leyfðir okkur
að nota varalitinn þinn, halda
tískusýningu með fötunum þínum
og meira að segja gömlum dýr-
mætum fötum eins og fermingar-
kjólnum hennar mömmu. Við
máttum alltaf koma til þín og
gerðum það oft, því hjá þér var
alltaf gott að vera.
Eitt sinn þegar ég hafði meitt
mig á körfuboltaæfingu kom ég
heim til þín, því mamma og pabbi
voru að vinna. Seinna kom í ljós að
ég var handleggsbrotin. En þegar
ég kom til þín var ég kvalin og ég
man það enn hvað þér þótti erfitt
að sjá mig finna svona til. Þú gerð-
ir líka allt sem þú gast til að láta
mér líða betur enda varst þú í eðli
þínu svo góð og umhyggjusöm.
Það var stórt og erfitt skref
þegar þú fluttir á Hjallatún. En
þar leið þér nú samt vel og þar var
vel hugsað um þig. Þar var sama
sagan og á Austurveginum, það
var alltaf gott að koma í heimsókn
og oftar en ekki fékk maður eitt-
hvað sætt að smakka þegar mað-
ur kom. Og þú tókst það ekki í mál
að maður smakkaði ekki einn
mola.
Elsku amma, ég veit það í
hjarta mínu að núna líður þér vel.
Þú ert sjálfsagt búin að hitta afa
Steina og Nöbbu og öll hin systk-
ini þín. Ég hugsa mikið til þín og
þó ég sé þakklát að þú hafir fengið
að hvíla þig mun ég alltaf sakna
þín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Katrín Valdís, nafna þín.
Ég vil þakka þér, elsku amma
Daddý, fyrir öll þau ár sem ég hef
fengið þann heiður að fá að kalla
þig ömmu mína. Þú tókst mig að
hjarta þínu frá fyrsta degi þegar
ég kom til Víkur aðeins rúmlega
tveggja ára gömul og frá þeim
degi hef ég verið barnabarn þitt.
Þú hefur ævinlega sýnt mér ást
og blíðu, einstaka þolinmæði eins
og þér einni var lagið.
Þú fylltir hversdagsleikann af
spennandi sögum og gafst mér
gott veganesti út í lífið með ráðum
og sögum frá þínu lífi.
Þú varst einstök kona og
hjartahlýrri og duglegri mann-
eskju er erfitt að finna, þú hefur
verið sannur innblástur.
Ég er þakklát fyrir öll skipti
sem ég hef verið hjá þér og þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kveðja
þig nokkrum dögum fyrir andlát
þitt og er sannfærð að þú hafir
beðið eftir að ég og fjölskyldan
kæmum heim til Íslands.
Ég vona að þú hvílir í ró og vitir
að ég elska þig.
Með saknaðarkveðju,
Theódóra Björg Loftsdóttir.
Elsku amma Daddý.
Að sjá þig fara var erfitt, en ég
veit samt að þú ert á góðum stað.
Ég vil þakka þér fyrir að vera
þarna þegar við þörfnuðumst þín,
þú varst alltaf tilbúin til þess að
hjálpa þegar við vorum í vanda.
Ég vil einnig þakka þér fyrir að
styrkja trú mína á Guði og ég mun
aldrei gleyma þegar við fórum
með bænirnar saman, takk. Mér
finnst ótrúlega erfitt að hafa ekki
getað heimsótt þig oftar, en eitt
skaltu vita amma, ég hugsaði oft
til þín og ég þakka Guði fyrir að
hafa getað kvatt þig. Ég er stolt af
því að hafa átt þig sem ömmu, þú
varst sterkasta kona sem ég þekki
og þú ert enn hjá Guði. Þú munt
ávallt lifa í hjarta mínu.
Ég elska þig.
Þitt barnabarn,
Kristín Ragna Loftsdóttir.
Katrín
Loftsdóttir
Lokað
Skrifstofur Kennarasambands Íslands verða lokaðar
frá kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 22. júní vegna
útfarar ÓMARS ÁRNASONAR.
Kennarasamband Íslands.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs bróður okkar,
PÁLS GÍSLASONAR.
Ásgeir Gíslason,
Alexía M. Gísladóttir,
Kolbeinn Gíslason.