Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2011 Sérfræðingar OECD segja í nýjustu skýrslu sinni um Ísland að stjórnvöld eigi að fara varlega í breytingar á kvótakerfinu sem kunna að veikja kerfið sem notað er við stjórn fiskveiða, en reiknaður er hlutur hvers rétt- hafa til veiða úr til- teknum fiskistofni og fær hann að veiða það hlutfall af magni hvers árs. OECD hefur greinilega mikið álit á kerfinu og styðja það með þeim rökum að það verndi fiskistofnana og leiði til hagkvæmrar útgerðar. Að mati OECD er tvennt sem veldur því að þessi árangur næst. Annars vegar að veiðar á hverju ári eru að mestu innan þeirra marka sem vís- indamenn ráðleggja með þeim ár- angri að ekki er gengið á fiskistofn- ana. Hitt atriðið er að veiðiréttinum er skipt í framseljanlega kvóta. Það leiðir til þess, telja sérfræðingar OECD, að útgerðarmennirnir hafi mikla fjárhagslega hagsmuni af því að veiðarnar gangi ekki nærri fiski- stofnunum og rýri þannig verðmæti kvótans. Það má segja ýmislegt um árang- urinn af uppbyggingu þorskstofns- ins í ljósi þess að veiðar úr honum eru nú aðeins helmingur þess sem var þegar uppbyggingarátakið hófst fyrir tuttugu árum, en það skal látið liggja milli hluta að þessu sinni. Sér- fræðingar OECD vara sérstaklega við í skýrslu sinni að gefa út sér- staka svæðisbundna kvóta og að taka upp sérstakar strandveiðar. Þeir telja að þessar breytingar veiki aflahlutdeildarkerfið. Það er ekki ljóst hvers vegna og fullyrðingin er ekki frekar rökstudd í skýrslunni. Það er einkennilegt þar sem ekki verður annað séð en að þessar breyt- ingar uppfylli kröfur sérfræðing- anna. Bæði byggðakvótinn og strandveiðarnar eru fyrirfram bundnar við tiltekið magn og eru hluti af leyfðri heildar- veiði. Aukningu kvóta á þessum veiðum er mætt með minnkandi kvóta í öðrum veiðum. Heildarveiðin helst því óbreytt. Hvorug að- gerðin dregur úr gildi fiskverndarstefnunnar. Athyglisvert er að sérfræðingar OECD gera engar at- hugasemdir við gildandi lagaákvæði sem heimila veiðar utan kvóta og leiða til þess að heildarveiðin á hverju ári fer fram úr því sem ætlað er. Slíkar veiðar geta svo sannarlega veikt uppbyggingu fiskistofnana. Þessi atriði eru nokkur. Í fyrsta lagi heimild til þess að veiða undirmáls- fisk og landa utan kvóta. Árlega eru 3.000-4.000 tonnum landað sam- kvæmt þessari heimild. Í öðru lagi svonefndur Hafróafli. Fiskveiðiárið 2008/9 var ríflega 4.000 tonnum af botnfiski landað utan kvóta sem Hafróafla. Í þriðja lagi er heimilt að vissu marki að breyta kvóta úr einni fisktegund í aðra og það hefur leitt til þess að veiðar hafi farið fram úr leyfðum heildarafla tiltekinnar teg- undar. Slíkt hjálpar ekki til að vernda viðkomandi fiskstofn eða að byggja hann upp og breytir engu þótt á móti minnki veiðar í annan stofn. Tegundatilfærslur vinna gegn verndarmarkmiðum kerfisins. Þá er spurning hvort sérfræð- ingar OECD telji að aðgerðirnar veiki kvótakerfið þar sem kvótarétt- hafarnir eigi ekki lengur kvótann sem færist í þessa potta og þannig sé dregið úr þrýstingi þeirra á ábyrga stjórnun veiðanna. Það gæti hugs- anlega verið rök ef magnið væri um- talsvert sem þannig væri fært til. En svo er ekki. Til strandveiða hefur verið varið 6.000 t árlega og var hækkað um 2.500 tonn. Byggðakvót- inn er aukinn um 3.000 tonn. Breyt- ingin, sem gerð var í þessum mán- uði, er óveruleg af heildarkvóta upp á um það bil 400.000 þorskígildi og er minni en veiði utan kvóta. Ekki verður betur séð en að skammtímabreytingarnar á kvóta- kerfinu uppfylli kröfur OECD fyrir ábyrgri fiskveiðistjórn. Þegar litið er til áforma stjórnvalda um frekari breytingar er heldur ekki að sjá að þau gangi gegn sjónarmiðum OECD. Stofnunin leggur sjálf til í skýrslunni að hækka veiðigjaldið umtalsvert og bendir á að bæta megi kvótahöfum það upp með því að tryggja betur veiðiréttindin. En í dag er hægt að breyta lögunum fyr- irvaralaust og rýra eða afnema kvót- ann. Yfirlýst stefna ríkisstjórn- arflokkanna er að hækka veiðigjaldið og gera samninga til nokkurra ára þar sem veiðirétturinn er skilgreindur og tryggður yfir samningstímann. Slíkt mun á móti hækkun veiðigjaldsins væntanlega verja kvótahafana fyrir lagabreyt- ingum á samningstímanum og veita þeim meira öryggi, rétt eins og OECD leggur til. Það eru greinilega áberandi gallar á gagnrýni OECD, eins og að fram- an er rakið, sem eðlilegt er að krefja sérfræðingana skýringa á. Þegar að er gáð uppfylla öll megináform stjórnvalda um breytingar á kvóta- kerfinu skilyrði OECD eins og stofn- unin lýsir þeim sjálf. Það er svo ann- að mál að stefna stjórnvalda mætir engan veginn væntingum um nauð- synlegar og róttækar breytingar á kvótakerfinu. Gallar í gagnrýni OECD Eftir Kristin H. Gunnarsson » Öll megináform stjórnvalda um breytingar á kvótakerf- inu uppfylla skilyrði OECD fyrir ábyrgri veiðistjórn eins og stofnunin lýsir þeim. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er reiknifræðingur. Málefnið sé þannig að nokkrar líkur séu á því að málið vinnist fyrir dómi. Þetta segir í 5. gr. lið 3. í reglugerð 45/2008 frá innanrík- isráðuneytinu um skil- yrði gjafsóknar og starfshætti gjafsókn- arnefndar. Þarna er verið að gera gjafsókn- arnefnd að dómstól og það með reglugerð sem stangast á við lög. Í lögum um gjafsókn 126. gr. segir að einstaklingi má veita gjafsókn ef fjárhag hans er þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í máli yrði honum fyrirsjáanlega of- viða enda sé nægilegt tilefni til máls- höfðunar eða málsvarnar. „Nægilegt tilefni.“ Það er allt ann- að en að nokkrar líkur séu á því að málið vinnist fyrir dómi. En hvers vegna er ég að skrifa um gjafsókn- arnefnd og lög og reglugerð sem varðar hana? Jú, ég sótti nýlega um gjafsókn og það að beiðni núverandi ráðherra í innanríkisráðuneytinu og hann kallað inn í ráðuneytið lögmann minn og hann var beðinn um að gera gjafsóknarbeiðni og skila henni til þeirra. Þetta kostaði peninga sem ég sem öryrki eftir tvö umferðaslys í 100% rétti í þeim báðum á ekki til. Ráðuneytið skipaði í gjafsókn- arnefndina dómstjóra Héraðsdóms Reykjanes, dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hæstaréttarlög- mann. Þarna var dómstjóri frá öðrum dómstól og dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem mál mitt gegn Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) er fyrir dómi að dæma í málinu og nið- urstaðan kom 4. mars 2011 og var að ekki nokkrar líkur væru á því að mál- ið ynnist fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Dómstjórinn hafði áður komið að mínu máli er ég óskaði eftir gjafsókn til að fara í mál við gjafsóknarnefnd sem með lygum hafði neitað mér um gjafsókn. Þá nefnd skipaði t.d. vinur hans, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, og að því er virðist einnig stjórnarmaður Vátrygginga- félags Íslands, en hann var einnig í stjórn Kaupþings banka, Bakkvör, Plastprenti, Skeljungi og í tengslum við Motus, áður Intrum, sem sér um innheimtu fyrir fyrirtæki og banka. Hvað er hann að gera sem aðalmaður í gjafsóknarnefnd og hvers vegna var hann endurráðinn af núverandi stjórnvöldum VG og Samfylkingar? Að fá bara rúmlega 400 þúsund krónur í bætur eftir umferðarslys, þar sem 82 ára maður fór yfir á rang- an vegarhelming og beint framan á bifreið mína, er fáránlegt, þar sem ég hef farið í stóra aðgerð á mjóbaks- hrygg og verið óvinnufær í rúm 10 ár vegna slysins, en umferðarslysið varð 1999. Dómarar verja sig með því að það sé í lagi að þeir séu í gjafsóknarnefnd þar sem þeir séu sjálfstæðir í störf- um og fari bara að lögum. Það eru til lög um vanhæfi og þar er sá van- hæfur sem tekur að sér mál er varð- ar yfirmann eða stofnun sem hann vinnur hjá. Þetta á við um dómarann frá Hér- aðsdómi Reykjavíkur sem var að dæma með vanhæfum dómstjóra Héraðsdóms Reykja- víkur. Því að málinu hafði komið yfirmaður hennar og vinur dóm- stjórans, þ.e.a.s dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, áður og það ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Gjafsóknarnefnd frá og með 1. júlí 2008 til og með 30. júní 2012 skipa: Þorleifur Pálsson for- maður, skipaður án til- nefningar. Ásgeir Thor- oddsen hrl., tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands. Varamaður hans er Ólafur Gústafsson hrl. Þá er tilnefndur af Dómarafélagi Íslands Helgi I. Jónsson, héraðsdómari og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Varamaður hans er Sigríður Ólafs- dóttir héraðsdómari. Þarna fer ekki á milli mála að eftir að hinir reglulegu nefndarmenn í gjafsóknarnefnd viku sæti í málinu og sögðu sig vanhæfa í mínu máli var nýja nefndin sem skilaði af sér höfn- un þann 4. mars 2011 kolvanhæf samkvæmt lögum. Varamaður Ás- geirs Thoroddsen hrl. er Ólafur Gústafsson hrl. og hann sagði sig ekki vanhæfan og því átti hann að vera í nefndinni samkvæmt lögum. Nei, ráðuneytið setti kolvanhæfa Láru V. Júlíusdóttur hrl í nefndina og vísar síðan stjórnsýslukæru minni frá. Kvörtun mín vegna gjafsóknar- nefndar og innanríkisráðuneytisins er komin til umboðsmanns Alþingis. Þá mun ég fara með kæru til eftirlits- stofnunar EFTA og mannréttinda- dómstólsins Evrópu. Vanhæfur dóm- stjóri og dómari að dæma fyrirfram í gjafsóknarnefnd um að ekki séu nokkrar líkur á því að málið vinnist fyrir dómi hjá öðrum þeirra er fárán- legt. Er ekki aðskilnaður dóms- og löggjafavaldsins? Hvar eruð þið, lagaprófessorar og aðrir lögfræð- ingar? Finnst ykkur þetta í lagi? Árni Páll ráðherra (S) og Atli Gíslason þingmaður (VG) og lög- menn lofuðu í beinni útsendingu í Silfri Egils fyrir síðustu kosningar að ef þeir færu í ríkisstjórn mundu þeir breyta gjafsóknarlögunum. Þeir hafa staðið við það ásamt Álfheiði Ingva- dóttur (VG) og séð til þess að bara glæpamenn fá gjafsókn í dag. Á sama tíma og ég sótti um gjafsókn fyrir hinni reglulegu nefnd sótti mað- ur um gjafsókn til að fara í mál við ríkið og DV. Hann fékk já við sinni beiðni frá þeim, en ég fékk nei og það með lygi. Í bótasjóði VÍS eru tugmilljónir króna á minni kennitölu og af þeim hef ég bara fengið um 400.000 kr. Er það vegna þess að hann er tómur? Fæ ég ekki gjafsókn vegna þess að gjafsóknarnefndarmennirnir vita að bótasjóður VÍS er tómur og það veit einnig innanríkisráðherra? Nýr dómstóll Eftir Guðmund Inga Kristinsson Guðmundur Ingi Kristinsson » Vanhæfur dómstjóri og dómari að dæma í gjafsóknarnefnd, um að ekki séu nokkrar líkur á því að málið vinnist fyrir dómi hjá öðrum þeirra er fáránlegt. Höfundur er öryrki og formaður BÓTar. Í Morgunblaðinu hinn 16. 6. 2011 birt- ist grein eftir Jón Guðmundsson, arki- tekt. Greinin kemur víða við og er skemmtileg aflestrar. En hún endar á hálf- einkennilegum nót- um, nefnilega þeim að Ísland ætti að við- urkenna nýtt ríki arabamúslíma í Palestínu og er þá vitnað til afskipta Thors Thors þá- verandi sendifulltrúa okkar hjá SÞ árið 1947. En hann hélt stofnun sjálfstæðs ríkis Gyðinga í Ísrael til streitu, þegar aðrir viku sér undan. Boðið var þá þegar upp á tveggja ríkja lausnina, sem gyðingar þáðu en múslímarnir ekki. Þeir gátu ekki hugsað sér sjálfstætt ríki gyðinga á svæðinu og þar stendur hnífurinn ennþá í kúnni. Fyrir skömmu undirritaði Palest- ínska ráðið og Hamas samkomulag um náið samstarf. Hamas hefur eyðileggingu Ísraels á stefnuskrá sinni, enda dótturfélag Hins egypska múslímabræðralags. Ham- as er skráð sem hryðjuverkasamtök hjá Bandaríkjamönnum og það fyrsta, sem þeir gerðu eftir að þeir fengu sjálfa sig kosna til stjórnar í Gaza með brögðum var að koma pólitískum andstæðingum fyrir kattarnef alveg eins og múll- astjórnin í Íran gerði. Benjamín Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, ræddi þessi mál eðlilega mikið í ræðu sinni á Banda- ríkjaþingi 21. maí sl. og var afar meðmæltur tveggja ríkja lausninni að þeim skilyrðum fullnægðum að öryggismálin væru tryggð, sem að- eins væri hægt með vopnavaldi, því að annars konar friður stæðist ekki á svæðinu. Ég gef honum hér með orðið: Tveggja ríkja lausn- in „Fyrir tveim árum skuldbatt ég mig op- inberlega til tveggja ríkja lausnarinnar – pal- estínskt ríki við hlið rík- is gyðinga. Ég er fús til að gera sársauka- fullar tilslakanir til að ná þessum sögulega friði. Sem leið- toga Ísraels er það á mínum herð- um að leiða þjóð mína til friðar (klappað). Þetta er mér ekki létt. Það er ekki auðvelt, vegna þess að ég geri mér ljóst að í raunveruleg- um friði er nauðsynlegt að láta af hendi forn heimalönd Gyðinga. Og þetta verðið þið að skilja: að í Júdeu og Samaríu eru Gyðingar ekki er- lent hernámslið. Þetta er land for- feðra okkar, landið Ísrael, þar sem Abraham kynnti hugmyndina um einn guð, þar sem Davíð barðist við Golíat og þar sem Jesaja sá sýn hins eilífa friðar. Engin sögufölsun getur afneitað þessum fjögur þús- und ára tengslum, á milli gyð- ingaþjóðarinnar og lands gyðinga. En til er annar sannleikur: Palest- ínumenn deila þessu litla landi með okkur. Við leitum eftir friði þar sem þeir verða hvorki ísraelskir þegnar né borgarar Ísraels. Blómstrandi palestínsk samfélög Palestínskar borgir líta talsvert öðruvísi út í dag heldur en þær gerðu fyrir nokkrum árum. Þær eru með verslunarmiðstöðvar, kvik- myndahús, veitingastaði, banka. Þeir reka jafnvel póstverslun. Staða landnáma verður aðeins ákvörðuð með samningum. En við verðum einnig að vera raunsæ. Svo að í dag segi ég nokkuð, sem ætti að vera sagt af sérhverjum, sem er alvara með friðarumleitanir. Sum landnám munu enda á því að lenda utan landamæra Ísraels. Réttur flóttamanna til endurkomu Við viðurkennum að palestínskt ríki verður að vera lífvænlegt, sjálf- stætt og blómlegt. Óbama forseti vitnaði rétt til Ísraels sem heima- lands hinnar gyðinglegu þjóðar, rétt eins og að hann vitnaði til framtíðar hins palestínska ríkis sem heimalands palestínsku þjóð- arinnar. Gyðingar um allan heim hafa rétt til að flytjast til ríkis gyð- inga. Palestínumenn um allan heim ættu að hafa rétt til að flytja til hins palestínska ríkis ef þeir kjósa það. Þetta merkir að flóttavandamál Pal- estínumanna verður leyst utan Ísr- aels. Jerúsalem óskipt undir lýðræðisstjórn Að því er varðar Jerúsalem þá er það einungis hið lýðræðislega Ísrael sem hefur verndað trúfrelsi allra trúarbragða í borginni.“ Öll ræða Netanyahus er til þýdd á þessari slóð: http://www.hrydju- verk.wordpress.com undir mála- flokknum Israel. Nýtt skæruliðaríki í Palestínu? Eftir Skúla Skúlason » Fyrir skömmu und- irritaði Palestínska ráðið og Hamas sam- komulag um náið sam- starf. Það eru váleg tíð- indi. Skúli Skúlason Höfundur er þýðandi og bloggari. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausn- um efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.