Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rauða húsið Iðnaðarmenn eru að leggja lokahönd á Kaffi Rauðku við smábátahöfnina á Siglufirði og byrjað er að máta stafi til að merkja kaffihúsið. Þá eru komnar fram hugmyndir um byggingu hótels við smábátahöfnina. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarráð Fjallabyggðar tekur vel í hugmyndir Rauðku ehf. um bygg- ingu hótels við smábátahöfnina á Siglufirði og að stuðla að uppbygg- ingu á skíðasvæði og golfvelli, auk átaks í umhverfismálum á hafn- arsvæðinu. Rauðka ehf. hefur byggt upp göm- ul hús við smábátahöfnina og komið þar upp veitingastað, kaffihúsi og funda- og veislusölum, ásamt úti- svæði. Fyrirtækið á lóð hinum meg- in við höfnina, þar sem söltunar- stöðin Sunna var, og hefur áhuga á viðbót við hana til að byggja hótel að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem snúa meðal annars að skipu- lags- og umhverfismálum á svæðinu og þátttöku í aukinni afþreyingu. 64 herbergja hótel Hótelið á að vera í tveggja hæða húsi í svipuðum stíl og húsin sem Rauðka hefur gert upp við höfnina, með alls 64 herbergi. Lítil smábáta- höfn verður fyrir innan húsið þannig að það verður umlukt smábátum. Ef allt gengur eftir gætu fram- kvæmdir við uppfyllingu á lóðinni hafist í sumar. Finnur Yngvi Kristinsson, verk- efnisstjóri hjá Rauðku, segir að auk- in afþreying sé mikilvæg til að skapa grundvöll fyrir rekstur hótelsins. Áætlað er að bygging þess kosti yfir 800 milljónir króna. Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir ánægju með þann framkvæmdahug sem fram kemur í áformum Rauðku og tengdra félaga og samþykkir að hefja viðræður við forsvarsmenn fé- lagsins um þau mál sem snúa að bænum. Vill bærinn flýta skipulags- vinnu vegna hótelsins enda muni uppbyggingin skapa störf og fram- tíðartekjur fyrir bæjarfélagið. Rauðka býðst til að koma að upp- byggingu nýs níu holu golfvallar í samvinnu við Golfklúbb Siglufjarðar og leggja í það verulegt fjármagn. Einnig uppbyggingu á skíðasvæðinu í Skarðsdal gegn því að gerður verði langtímasamningur um nýtingu þess. Vel tekið í hugmyndir um hótel á Sunnulóð Litríkir veitingastaðir Kaffihúsin Hannes Boy Café og Kaffi Rauðka. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ólöf Helga Brekkan, 82 ára golfleikari, fór holu í höggi nýverið á golfvellinum á Sel- tjarnarnesi. „Ég var á annarri holu, reyndi að gera mitt besta og sló bara en svo horfði ég á eftir boltanum og skildi ekki hvað hefði orðið af honum. Svo þegar ég kom að holunni þá var hann bara ofan í,“ segir Ólöf. „Þetta var gaman, jú, en ég var ekki að hoppa hæð mína, mér fannst mest gaman að skrifa 1 í kortið, það er ekki oft sem maður fær tækifæri til þess. Þetta var fyrsta holan á þessu ári úti á Seltjarnarnesi.“ Hreyfingin mjög hressandi Ólöf Helga hefur spilað golf af og til í um 10 ár ásamt eiginmanni sínum Ásmundi Brekkan, sem hefur ekki farið holu í höggi hingað til. „Við erum bæði fullorðin og við höfum núna aðeins meiri tíma, ég spila svona tvisvar til þrisvar í viku.“ Ólöf Helga hefur spilað mest fjórum sinnum í viku. Ólöfu finnst hreyfingin mjög hressandi og góð. Hún hefur líka farið til út- landa nokkrum sinnum að spila. „Það er ægilega gaman og þar eru miklar kröfur gerðar en þá er maður á bíl og það er aðeins auðveldara.“ Aðspurð hvort heppni eða hæfni hafi orð- ið til þess að hún fór holu í höggi sagði Ólöf: „Ætli það sé ekki hvort tveggja, ég slæ nú nokkuð beint. Púttin fara svolítið illa með mann en þetta er náttúrlega þjálfun. Þetta er jú mjög gaman þegar maður fer að hugsa um þetta eftir á. Það er tafla uppi á vegg hjá golffélaginu úti á Nesi og þar eru nöfn allra sett sem hafa farið holu í höggi og þar eru nokkuð margar konur. Það væri gaman að gera þetta aftur.“ Í fyrrakvöld tók Ólöf þátt í móti ásamt 60 öðrum konum í miklu roki á golfvellinum úti á Seltjarnarnesi og gekk nokkuð vel þó að boltinn hafi farið í allar aðrar áttir en hann átti að fara. „Þetta var mjög gaman en maður er dauðþreyttur eftir á,“ segir hún. Ólöf er tannfræðingur að mennt og hefur alið upp fimm börn. Segist hún ekki hafa spilað þegar hún var að vinna en nú hafi þau hjónin meiri tíma til þess. Konum fjölgar verulega í golfi Þuríður Halldórsdóttir, formaður kvenna- nefndar golfklúbbsins, segir að eldri konur spili golf með félaginu en Ólöf sé líklega elsta konan sem hefur farið holu í höggi á undanförnum árum. Það eru um 600 með- limir í klúbbnum og þriðjungur er konur. Þuríður segir að konum sé að fjölga veru- lega í golfi og mikil aðsókn sé í klúbba á höfuðborgarsvæðinu. Nú séu 305 manns á biðlista hjá Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Meðlimir eru á öllum aldri. Unglingar sem byrjuðu sjálfir á barnanámskeiðum í golfi hjá klúbbnum draga á endanum foreldra sína með. mep@mbl.is 82 ára fór holu í höggi á Nesvellinum  Fannst skemmtilegast að skrifa 1 í kortið  „Fyrsta holan á þessu ári úti á Seltjarnarnesi“ Ólöf Helga Brekkan Morgunblaðið/Ómar Golf „Það er ægilega gaman og þar eru mikl- ar kröfur gerðar,“ segir Ólöf Helga Brekkan. Félag sjúkraliða hélt baráttufund í gærdag til að ákveða hvaða skref yrðu tekin næst í yfirstandandi kjaradeilu við Reykjavíkurborg en ríkissáttasemjari hefur frestað við- ræðunum eftir árangurslausan fund og verður næsti fundur ekki boðaður fyrr en í byrjun ágúst. „Sjúkraliðar munu láta hart mæta hörðu. Munurinn á lægstu launakjörum hjá ríkinu og borginni er 10% eða meiri. Það er það sem við erum að gera kröfu um að verði lagfært, áður en við gerum hinn eiginlega samning, sem allir eru að gera í dag,“ segir Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliða- félags Íslands. Síðasti fundur á milli Sjúkraliða- félagsins og Reykjavíkurborgar var haldinn hinn 28. júní síðastliðinn og var árangurslaus. Á fundinum var ákveðið að fresta viðræðunum. Sjúkraliðafélagið mun hins vegar halda sáttafund vegna samninga- viðræðna við Samband íslenskra sveitarfélaga klukkan tíu í dag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningar lausir síðan 2009 Samningar hafa verið lausir síð- an 2009 og síðasti samningur var gerður 2008. Um er að ræða sjúkraliða sem starfa á hjúkrunar- heimilum sem Reykjavíkurborg rekur og þá sem vinna við heima- hjúkrun. Að sögn Kristínar hafa sjúkraliðar sem vinna hjá heilbrigð- isstofnunum ríkisins samið tvívegis á tímabilinu. Hallur Páll Jónsson, formaður samninganefndar hjá Reykjavíkur- borg, gat ekki tjáð sig um deiluna í gær þar sem málið væri komið í hendur ríkissáttasemjara. Hjúkrunarheimilin sem um ræðir eru m.a. Seljahlíð, Droplaugarstað- ir og Dalbraut, og auk þess heima- hjúkrun. Segir Kristín að sjúkraliðar vilji ekki vinna hjá Reykjavíkurborg og þeir muni líklega hætta og leita í önnur störf ef samningar nást ekki enda sé skortur á sjúkraliðum og ekki atvinnuleysi hjá stéttinni. mep@mbl.is „Sjúkraliðar munu láta hart mæta hörðu“  Sjúkraliðar vilja ekki vinna hjá Reykjavíkurborg  Munu beita þeim vopnum sem tiltæk eru eða fara Morgunblaðið/Ómar Barátta Sjúkraliðar báru saman bækur sínar á baráttufundi í gær. „Undanbrögð stjórnar meiri- hluta borgarinnar eru þeim ein- um til skammar og verða ekki skilin á annan hátt en sem al- gjört virðingarleysi fyrir störf- um kvennastétta,“ segir í álykt- un fundar sjúkraliða í gær. „Verði stjórnendur Reykjavík- urborgar ekki við kröfum stétt- arinnar er fyrirsjáanlegt að langlundargeð er þrotið og munu sjúkraliðar beita þeim vopnum er bíta, eða leita á ann- an vettvang þar sem störf þeirra eru metin að verð- leikum.“ Ekki hefur verið samið síðan 2008 ÁLYKTUN FUNDAR SJÚKRALIÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.