Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Æðarsetur Íslands var nýlega opnað í Norska húsinu í Stykkishólmi. Af því tilefni heimsóttu forsetahjónin Hólminn og flutti Ólafur Ragnar Grímsson ávarp og Dorrit Moussaieff forsetafrú opnaði Æðarsetrið: Það átti vel við því á Bessastöðum er gott æðarvarp og þau eru í góðum tengslum við æðarfuglinn. Æðarsetur Íslands er sýning og safn sem helgað er æðarfuglinum og dúntekju. Með tilkomu Æðarseturs- ins fjölgar um eitt safn í Hólminum sem auðgar mannlífið og styrkir Hólminn sem vinsælan ferðamanna- stað. Það er óhætt að segja að æðar- fuglinn eigi það skilið að honum sé sýndur sómi, enda hefur hann gefið af sér verðmæti til Íslendinga í gegn- um aldirnar og er eina fuglategundin er leggur til mikil útflutningsverð- mæti. Undirbúningur að stofnun Æðar- seturs Íslands hófst í fyrra og hafa heimamenn komið að honum með feðginunum Friðriki Jónssyni og Erlu Friðriksdóttur, sem reka Ís- lenskan æðardún ehf. og Queen Ei- der ehf. Erla og Friðrik hafa um nokkurra ára skeið rekið dúnhreins- un í Stykkishólmi en á síðasta ári vaknaði sú hugmynd að stofna Æð- arsetur Íslands í Stykkishólmi. Hafa allt sem tengist fuglinum „Ef einhvers staðar á að vera æð- arsetur þá er það hér í Stykkis- hólmi,“ segir Erla. „Hér höfum við allt sem tengist fuglinum: Breiða- fjörðinn, stærsta æðarvarp á landinu, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi sem sérhæfir sig í rann- sóknum á æðarfugli og Náttúrustofu Vesturlands með mikla þekkingu á vágestum æðarfuglsins, s.s. mink, ref og örnum. Það er í raun ótrúlegt mið- að við hina löngu hefð fyrir sölu og út- flutningi á íslenskum æðardúni hvað lítið er til um fuglinn, vörur úr dún- inum og vörur sem tengjast dúninum hér á landi,“ segir Erla jafnframt. Í eldhúsinu í Norska húsinu verður hlunnindasýning þar sem gamalt handverk er sýnt og gömul áhöld sem notuð voru við hreinsun á æðardúni. Þar verða gamlar ljósmyndir og kvik- myndir sýndar, sem gerðar hafa ver- ið um varp og dúntekju í gegnum tíð- ina. Boðið verður upp á erindi og fræðslu í eldhúsinu í sumar og verður stílað inn á sunnudaga í þeim efnum. Leitað hefur verið til listamanna úr Stykkishólmi til að gera listmuni fyr- ir setrið er tengjast æðarfugli og verða þeir til sölu þar í sumar, auk þess sem hægt verður að kaupa æðardúnssængur í ýmsum stærðum og útfærslum. Æðarsetur opnað í Hólminum  Æðarfuglinn er eini íslenski fuglinn sem skapar útflutn- ingstekjur  Breiðfirðingar hafa allt sem tengist fuglinum Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff við opnun Æðarsetursins í Stykkishólmi ásamt Erlu Friðriksdóttur. Friðaður frá 1847 » Æðarfuglinn er arðmesti fugl Íslands. Hann er staðfugl á Íslandi og hefur verið friðaður frá árinu 1847. » Fluttur er út æðardúnn, um 2.500-3.000 kg á ári og eru það um 75% af heims- framleiðslunni. Helmingur af dúni sem fellur til á Íslandi á hverju ári kemur af Breiða- fjarðarsvæðinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það ræðir enginn um ísbirni nema í góðlátlegu gríni. Fólk veit að svæðið er vaktað og ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur af ís- björnum,“ segir Reimar Vilmund- arson, útgerðarmaður í Bolung- arvík við Ísafjarðardjúp, sem flytur ferðafólk í Jökulfirði og Hornstrandir og komst í sviðs- ljósið þegar hann fann ísbjörn á Hornströndum í byrjun maí. Reimar hefur í mörg ár flutt ferðafólk frá Norðurfirði á Strönd- um norður í Bolungarvík á Strönd- um þar sem hann rekur gistiheim- ili og á fleiri staði þar um slóðir. Sigurður Hjartarson hefur verið með ferðir frá Bolungarvík, ekki síst í Jökulfirði. Þeir ákváðu í vet- ur að sameina krafta sína og auka þjónustuna. Þeir koma hvor með sinn bátinn inn í samstarfið og keyptu saman þriðja bátinn sem þeir eru að gera upp í þessum til- gangi. Þróa nýjar gönguleiðir „Hugmyndin er að fjölga ferðum í Jökulfirði og á Hornstrandir næsta sumar og koma betra skipu- lagi á áætlunina. Þá ætlum við að brydda upp á nýjungum í göngu- ferðum um svæðið,“ segir Reimar. Ekki virðist vera mikil framþró- un í hinum hefðbundnu gönguferð- um um Hornstrandir þar sem göngufólkið ber með sér farang- urinn. Reimar telur að sókn- armöguleikarnir séu í því að þjóna fólki sem vill hafa betri aðstæður í gönguferðunum. „Mér finnst vera vakning meðal fólks sem á ættir að rekja norður og hefur aðgang að húsum. Fólkið sækir mikið þangað og við reynum að þjóna því með flutninga,“ segir Reimar. Þótt minni umsvif séu í ferð- unum frá Norðurfirði í Bolung- arvík nyrðri mun Reimar bjóða upp á þær í sumar og segir ekki útilokað að því verði haldið áfram á næstu árum þótt áherslan verði á ferðir frá Bolungarvík við Djúp. „Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af ísbjörnum“  Reimar Vilmundarson og Sigurður Hjartarson hafa sameinað kraftana og auka þjónustu við ferðafólk í Jökulfjörðum og á Hornströndum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Félagar Reimar Vilmundarson og Sigurður Hjartarson slá saman til að bæta þjónustuna við ferðamenn. Reimar er alinn upp í Bolungarvík, veiðimaður mikill og meðvitaður um hættuna sem stafar af ísbjörnum. Hann fer því helst aldrei byssulaus á sjó. Það gerðist þó í byrjun maí þegar hann sá ísbjörninn, eins og frægt varð. „Ég hef upplifað margt á Ströndum,“ segir Reimar en hann sá eitt sinn ísbjörn sem táningur. „Pabbi var alltaf með byssu á bak við hurðina heima. Eitt vorið, þegar hafís hafði verið, kom hann og sagðist hafa fundið ísbjörn. Það reyndist vera plastbjörn sem rekið hafði á fjöru.“ Alvöru birnir og úr plasti HEFUR UPPLIFAÐ MARGT Á STRÖNDUM Vegagerðin var í gær sýknuð í Hér- aðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ís- lenskra aðalverktaka (ÍAV) og NCC International um skaðabætur vegna þess að hætt var við útboð Héðinsfjarðarganga, fyrra útboðið sem opnað var í lok maí 2003. Hæstiréttur hafði áður kveðið upp dóm um að skaðabótaskylda væri fyrir hendi. Frá þessu er greint á vef Vega- gerðarinnar. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÍAV og NCC hefðu ekki sýnt fram á að um tjón hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði útreikningum þess efnis og einnig lægri útreikningum mats- nefndar þar sem þeir útreikningar hefðu byggst á sömu forsendum og upplýsingum og útreikningar ÍAV. Kröfunni var því hafnað. Örðugt að færa sönnur á tjón Í niðurlagi dómsins segir m.a. að fallast megi á það með stefnendum að örðugt sér að færa sönnur á raunverulegt tjón þeirra vegna ákvörðunar stefnda um að hafna tilboði þeirra í gerð Héðinsfjarð- arganga. Telja verði ósannað að stefn- endur hafi orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunar stefnda um að hafna tilboði þeirra í gerð ganganna. „Af sömu ástæðu brestur forsendur til þess að ákveða stefnendum bætur að álitum. Verður stefndi því sýkn- aður af öllum kröfum stefnenda.“ Göng Héðinsfjarðargöng voru opnuð í fyrra. Frestun við útboð olli málaferlum. Vegagerðin var sýknuð af kröfu ÍAV Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglu- stjórinn á Selfossi, fagnar því að Hæstiréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meint- um barnaníðingi í Vestmannaeyjum. Hann bendir hinsvegar á að með því sé gengið lengra en áður hafi verið gert í skilgreiningu á hugtakinu „al- mannahagsmunir“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur Helgi sendi frá sér í gær. „Settur saksóknari kaus að lýsa því, við flutning kröfunnar fyrir Hér- aðsdómi Suðurlands, sem mistökum Lögreglustjórans á Selfossi að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meint- um geranda. Þetta gerir saksóknar- inn vitandi vits að óformleg sam- skipti höfðu farið fram milli embættanna um mögulega gæslu- varðhaldskröfu bæði við upphaf máls, þegar upplýsingar um mynd- efnið lágu fyrir og við ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanna- eyja í mars sl. Niðurstaða þeirra samskipta var samdóma álit um að ekki skyldi krefjast gæsluvarðhalds. Ábyrgðin á þeirri ákvörðun er hins- vegar lögreglustjórans.“ Gerður að skúrki Í yfirlýsingunni segir jafnframt að einstakir fjölmiðlar og fjölmiðla- menn hafi viðhaft hótanir um að rægja lögreglustjórann vegna ákvörðunar hans um að upplýsa sem minnst um málið meðan Hæstiréttur hefði það til umfjöllunar. „Þeir hafa lagt í þá vinnu að kalla til viðtals „sérfræðinga“ til álits og þannig sett yfirmenn annarra lögregluliða í þá stöðu að vitna um rannsókn máls sem þeir hafa ekki aðgang að til að kynna sér [...] Ein af ástæðum þess að ekki var farið fram á gæsluvarðhald á sínum tíma var að sá friður sem væri um þoland- ann, á meðan málsmeðferð stæði, væri honum meira virði en það ömurlega fjaðrafok sem nú skekur fjölmiðla þar sem sá sem ábyrgur er fyrir rannsókn máls hefur verið gerður að „skúrkinum“ í því.“ Umfangsmikil rannsókn Ólafur Helgi segir rannsókn máls- ins umfangsmikla. „Hún hefur verið unnin af yfirvegun af reyndum rann- sóknarlögreglumönnum lögreglulið- anna á Selfossi og í Vestmanneyjum. Ábendingar um reynsluleysi þeirra eru í besta falli settar fram af þekk- ingarskorti en kynferðisbrot gegn börnum hafa því miður verið algeng verkefni rannsóknardeildarinnar mörg síðastliðin ár. Þannig hefur deildin rannsakað 177 kynferðis- brotamál frá 1. janúar 2007 til dags- ins í dag, 40 til 50 mál ár hvert.“ Fagnar staðfest- ingu Hæstaréttar  Óformleg samskipti höfðu farið fram Ólafur Helgi Kjartansson Skannaðu kóðann til að lesa yfirlýs- inguna í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.