Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁBÆ TRANSFORMERS 3D kl. 4:45 - 6:45 - 8 - 10 - 11:15 12 SUPER 8 kl. 8 - 10:30 12 MR. POPPER´S PENGUINS kl. 5:30 - 8 L THE HANGOVER 2 kl. 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 4:45 L PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5 10 / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 - 10 -11:10* 12 KUNG FU PANDA 2 3D Ísl. tal kl. 6 L TRANSFORMERS 3 kl. 5 - 8 - 11:10* VIP KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 6 L BEASTLY kl. 8 10 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5 - 8 - 10:40 10 SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL HHH - ÞÚ MUNT EKKI SJÁ FLOTTARI HASAR Í SUMAR, OG ÉG VERÐ MJÖG HISSA EF VIÐ SJÁUM BETRI BRELLUSÝNINGU ÞAÐ SEM EFTIR ER AF ÁRINU -T.V. KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT "THE BEST 3D SINCE AVATAR" - SCOTT MANTZ, ACCESS HOLLYWOOD HHHH - R.M. - BÍÓFILMAN.IS HHHH - TIME OUT NEW YORK - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 H POWERSÝNING SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Indie Rocket Science er nýjasta plata rapparans MC Lars. MC Lars, sem segist vera upphafsmaður post-punk laptop- rappsins, fær til liðs við sig nokkra þungavigtarmenn úr tónlistarheim- inum við vinnslu plötunnar, en þar ber hæst menn á borð við Krs-One, Sage Francis og Weerd Science svo dæmi séu tekin. Platan flokkast reyndar undir það sem kallast „mix tape“ og fæst gefins á netinu. Mc Lars, sem heitir réttu nafni Andrew Robert Nielsen, hefur í gegnum tíð- ina fengist við margar mismunandi tónlistarstefnur, s.s punk-rapp, rapp- rokk og nerdcore hipphopp, en þessi plata er glensrapp-plata með rokk- ívafi í anda Bloodhound Gang. Á plöt- unni er að finna lög eins og ,,What is hip hop“, þar sem Krs-One kemur við sögu og „Black and Yellow T-Shirts“ sem hefur fengið töluverða spilun hér á landi. Tónlistin og taktarnir eru góðir og gleður það mig mikið að fá að heyra í gítar hjá rapparanum. Textarnir eru snilld og fjalla um allt og ekki neitt. Mér finnst það hafa verið venjan hjá röppurum að hrauna hver yfir annan en það gerir MC Lars ekki, en hann hraunar aftur á móti ótt og títt yfir sjálfan sig og fær þá sem spila og syngja með sér á plöt- unni til þess að taka þátt því. Þetta er skemmtileg plata sem aðdáendur Bloodhound Gang ættu að geta skemmt sér yfir. Mc Lars - Indie Rocket Science bbbmn Glensrappið gleður Róbert B. Róbertsson Danger Mouse er kraftaverkamaður. Afrakstur vinnu hans með Gnarls Barkley, Gorillaz, The Black Keys og Beck vottar það. Honum tókst jafnvel að láta David Lynch hljóma vel á plötunni Dark Night of the Soul! Plötuna Rome gerði hann í samstarfi við ítalska út- setjarann Daniele Luppi sem hefur áður unnið með Danger Mouse. Plat- an er nokkurskonar virðingarvottur við spagettívestramúsík Morricones. Engin dul er dregin á hvaðan áhrifin koma. Við hlustun kemur upp í hug- ann ponsjó-klæddur Eastwood nag- andi vindil. Í stað hans eru aðal- hlutverkin leikin af Jack White og Norah Jones sem þau gera óaðfinn- anlega. Þetta er að sjálfsögðu þunnur ís sem verið er að feta en ein- hvernveginn gengur platan mjög vel upp. Allt sem White virðist koma ná- lægt hefur yfirbragð einhverrar spennu sem erfitt er að koma í orð en hljómar alltaf jafn vel. Lögin sem hann syngur standa upp úr á plöt- unni. Norah Jones kemst líka vel frá sínu og afslöppuð rödd hennar pass- ar vel við ponsjó-nostalgíuna. Platan stendur og fellur með skoðun fólks á tónlist Morricones. Ekki er verið að gera neitt nýtt en það þarf ekki alltaf. Stundum má láta vera að fikta í form- úlunni og vanda sig nógu mikið, það heppnast í þessu tilviki. Ljúf ponsjó- nostalgía Danger Mouse & Daniele Luppi - Rome bbbbn Hallur Már Átta ár eru liðin frá því bandaríska söngkonan Gillan Welch sendi síðast frá sér plötu; Soul Journey kom út 3. júní 2003. Það er því vonum seinna að hún sendir frá sér plötu með nýrri tónlist, en fagn- aðarefni að The Harrow & The Harv- est kemur út á þriðjudaginn. Líkast til þekkja flestir Gillan Welch fyrir framlag hennar til tón- listarinnar í kvikmyndinni O Brot- her, Where Art Thou?, hún söng þar eitt lag ein og annað með Alison Krauss, en kom líka að lagavali í myndina almennt. Þar er hún að fást við gamla hefð, svonefna Appalch- ian-tónlist, en svo er nefnd þjóðlaga- tónlist frá austanverðum Bandaríkj- unum, fjallahéruðum Kentucky, Tennessee, Virginíu, Vestur-Virginíu og Norður-Karólínu. Hljóð- færaskipan er alla jafna einföld, tón- listin rólyndisleg og textarnir þrungnir depurð og vonleysi – það er eins og lífið verði bærilegra þegar maður veltir fyrir sér hörmungum annarra. Welch hefur gefið út fjórar sóló- skífur, The Harrow & The Harvest er sú fimmta, og fyrstu þrjár plöt- urnar voru mjög í stíl við hefðina, lág- stemmdar og uppfullar af myrkri. Fjórða skífan, áðurnefnd Soul Journ- ey, var aftur á móti fjörlegri, því lík- ust sem hún væri hljóðrituð af góðra vina hópi í aftanhúmi úti á verönd, nánast glaðvær, en á The Harrow & The Harvest snýr Welch sér aftur að einfaldleikanum með frábærum ár- angri. Ég nefni plötur hennar sóló- plötur hér að ofan, en réttara kannski að kalla þær tvíeykisskífur, því Dave Rawlings, sem starfað hefur með Welch alla tíð, er ekki síður mik- ilvægur, hvort sem það er með frá- bæru gítarspili eða snyrtilegri rödd- un eða framúrskarandi útsetningum. Þó ekkert hafi heyrst frá Welch svo lengi hefur hún fengist við sitt- hvað tónlistartengt á síðustu árum, leikið með Rawlings í hljómsveit hans, Dave Rawlings Machine, meðal annars á plötu sveitarinnar sem kom út í hitteðfyrra, sungið lög í kvik- myndum og svo má telja. Það tók hana hinsvegar svo langan tíma að smala í nýja sólóskífu að hún var víst ekki með nógu góð lög í höndunum, eða svo hefur hún lýst því. Á plötunni er hvert lagið öðru betra og flest, ef ekki öll, hljóma þau eins og verið sé að dusta rykið af gamalli klassík, draga fram í dags- ljósið perlur liðins tíma og sýnir um um leið að góð tónlist nær út yfir rúm og tíma. Nefni sem dæmi upphafslag plötunnar, Scarlet Town, þar sem Rawlings spilar dulcimerlega á gít- arinn, nú eða Tennessee sem hljómar einhvernveginn eins og það hafi alltaf verið til, eða þá The Way it Goes með frábærlega niðurdrepandi texta við glaðvært undirspil. Góð tónlist nær út yfir rúm og tíma Gillian Welch - The Harrow & The Harvest bbbbm Árni Matthíasson Einfaldleiki Það er vonum seinna að Gillian Welch sendir frá sér nýja sóló- skífu, eða kannski réttara að segja tvíeykisskífu með David Rawlings. Erlendar plötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.