Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Gestir Yirgi Meiconnen með ánægðum viðskiptavinum sínum sem komu til að prófa eþíópískan mat og kaffi. kaffilyktin úr sér og býr fólk und- ir það sem koma skal. Síðan eru baunirnar malaðar og hellt upp á samkvæmt kúnstarinnar reglum. Á þennan hátt fær fólk að sjá hvernig kaffibaunirnar eru með- höndlaðar frá upphafi til enda og njóta síðan góðs bolla af kaffi. Ótal krydd notuð Á matseðli veitingastaðarins eru ýmsir eþíópískir réttir. Meðal þeirra er kjúklingaréttur sem lag- aður er með mörgum ólíkum kryddum. Hann er venjan að bera á borð í Eþíópíu þegar góða gesti ber að garði. Þá má einnig nefna nautakjötsrétt sem borinn er fram með eggi ofan á. Þá eru sérstakir grænmetisréttir tileinkaðir föstu- tímabilum en Eþíópíubúar fasta í það minnsta rúmlega 100 daga á ári. „Eþíópískur matur getur ver- ið mjög sterkur en við reynum að draga aðeins úr styrkleikanum. Mágkona mín kom nýlega heim með krydd frá Eþíópíu enda er ekki hægt að kaupa allt slíkt hér- lendis,“ segir Yirga og bætir við að viðtökurnar hafi verið góðar. Fólki líki maturinn og sé forvitið um landið og sögu þess. Borðað með höndunum Í Eþíópíu er hefðin sú að borða fimm eða sex saman af ein- um diski sem er fallega skreyttur og litríkur. Ekki er endilega setið við borð heldur gengur diskurinn á milli fólks sem situr. Þetta gerir máltíðir að afar samfélagslegri at- höfn. Þá er borðað með höndunum og eru hnífapör ekki borin á borð fyrir gesti. Þau eru þó til og hægt að óska eftir þeim kjósi fólk slíkt frekar. Það vekur eflaust nokkra at- hygli ferðalanga svo og heima- manna að finna slíkan veitingastað á ekki stærri stað en Flúðum en Yirga segir staðsetninguna henta þeim vel. „Hér er gott húsnæðisverð fyrir slíkan rekstur og það fer vel um okkur hér svo þetta er tilval- inn staður fyrir okkur. Norskur ferðamaður þakkaði mér einmitt nýlega fyrir að hafa gefið sér flug- miða frá Íslandi til Eþíópíu eftir að hann var búinn að kaupa sér flugmiða frá Ósló til Íslands. Hann bjóst ekki við slíkri heim- sókn þegar hann skipulagði heim- sókn sína til Íslands,“ segir Yirga og hlær. Hann leggur loks áherslu á það að þau séu að feta sín fyrstu skref í veitingarekstri og því sé heimsókn á staðinn enn sem kom- ið er frekar eins og að koma í matarboð í heimahús en að borða á glæsilegu hóteli. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Nú hefur þú aðgang að enn fleiri sjónvarpsstöðvum í Grímsnesinu. Kynntu þér Vodafone Sjónvarp gegnum Digital Ísland í 1414 eða á vodafone.is. Komdu í næstu verslun Vodafone og fáðu þér myndlykil Ertu með sumarhús í Grímsnesinu? vodafone.is Hagkaup Gildir 30. júní - 3. júlí verð nú verð áður mælie. verð Grillmeistara grísakótelettur ........ 1049 1498 1049 kr. kg Íslandslamb kryddlegið innralæri 2624 3498 2624 kr. kg SS nautakótelettur, Argentínukr... 2167 2889 2167 kr. kg Innfl.nautalundir frosnar............. 3598 3998 3598 kr. kg Nóa kropp 200g........................ 299 349 299 kr. pk. Nóa kropp Dökkt 150g ............... 229 269 229 kr. pk. Risabrauð 1 kg .......................... 199 249 199 kr. stk. Myllan karamellukaka ................ 499 699 499 kr. stk. Hvítlauksostabaguette ............... 259 519 259 kr. stk. Focaccia m/skinku .................... 249 419 249 kr. stk. Nettó Gildir 30. júní - 1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Ferskt lambalærissteik ............... 1889 2698 1889 kr. kg Ferskt grillborgarar 80gr. 4 stk .... 395 549 395 kr. pk. Ódýrt lambalæri frosið................ 998 1098 998 kr. kg Ferskt grísa mínútusteik ............. 1349 1798 1349 kr. kg Ferskt nautasnitsel .................... 1949 2598 1949 kr. kg Ísfugl kjúkl.vængir Tex Mex.......... 419 598 419 kr. kg Nettó kjúklingaleggir .................. 678 798 678 kr. kg Nettó kjúklingabringur................ 1999 2295 1999 kr. kg Ferskt nauta Rib Eye .................. 2419 4398 2419 kr. kg Melóna gul kg ........................... 149 299 149 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 30. júní - 1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Goði grillpylsur Toscana 320g ..... 399 469 399 kr. pk. Bautab. grillborgarar 4x m/br...... 558 698 558 kr. pk. Goði grísarifjabitar BBQ.............. 989 1498 989 kr. kg Kjötborð/pakkað lambagrillleggir 933 1098 933 kr. kg Kjötborð/pakkað lambalærissn... 1498 1989 1498 kr. kg Kjötborð/pakkað lambalæri úrb. . 1998 2498 1998 kr. kg Kjötborð/pakkað kindainnanlæri . 1989 2995 1989 kr. kg Melóna Vatns kg. ....................... 125 249 125 kr. kg Ísfugl kjúkl.bringur magnpk......... 2249 2998 2249 kr. kg Coop Smoothie 600g ................. 479 599 479 kr. pk. Þín Verslun Gildir 30. júní - 1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lærissneiðar úr kjötborði ............ 1898 2249 1898 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði......... 1198 1854 1198 kr. kg Kjúklingabringur skinnlausar....... 2199 2749 2199 kr. kg Egils Kristall Mexican Lime 2 ltr. .. 199 255 100 kr. ltr Coca Cola 1 ltr. ......................... 175 210 175 kr. ltr Trópí Appelsínu 3 í pk................. 275 329 92 kr. stk. Remi Piparmyntukex 100 gr. ....... 235 285 2350 kr. kg Oreo Kex Orginal 176 gr. ............ 225 287 1278 kr. kg Pataks Curry Paste Mild 283 gr. .. 398 489 1406 kr. kg Toblerone 100 gr. ...................... 219 298 2190 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Kristján Í tjaldi Það þarf gott að borða með sér í útileguna. Því er um að gera að skoða tilboð hjá matvöruverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.