Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
Álfagarðurinn í Hellisgerði í Hafn-
arfirði verður opinn um versl-
unarmannahelgina frá kl. 12-17
báða dagana. Engar landsfrægar
hljómsveitir munu spila, engir
sölubásar með pulsur og kandíf-
loss, engin brenna, engin flug-
eldasýning og ekkert áfengi, segir
í tilkynningu.
Alla helgina munu listamenn
vinna að list sinni í garðinum og
verða verkin til sýnis og sölu.
Þá verður einnig boðið upp á
álfagöngu um Hellisgerði, sagt
verður frá galdratáknum,
tengslum milli heima og lesið í
rúnir fyrir þá sem það vilja. Þá
verður boðið upp á lífrænt kaffi,
álfate, hreinan safa, vatn og
heilsubita.
Álfagarður Stemningin í Hellisgerði í
Hafnarfirði verður friðsæl en fjölbreytt.
Engir flugeldar
Niðurstöður mælinga á hreinleika
sjávar í Reykjavík eru góðar og
hafa allar verið innan marka reglu-
gerðar. Það er í takt við niður-
stöður undanfarinna ára sem einn-
ig hafa í flestum tilvikum verið
innan marka. Þetta kemur fram í
frétt á vef Reykjavíkurborgar.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
vaktar vatnsgæði strandsjávar í
Reykjavík og fer sýnataka fram ár
hvert frá apríl til október. Sýna-
tökustaðirnir eru ellefu talsins frá
Kjalarnesi yfir í Nauthólsvík. Nið-
urstöðurnar eru svo bornar saman
við umhverfismörk í reglugerð um
varnir gegn mengun vatns. Niður-
stöður vöktunarinnar eru birtar á
heimasíðu Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkurborgar.
Strandsjórinn er
hreinn í Reykjavík
NEI-hreyfingin gegn kynbundnu
ofbeldi skorar á alla, í tilefni þess
að verslunarmannahelgin nálgast,
að sameinast um það markmið að
útrýma nauðgunum á útihátíðum.
Allir eiga að geta skemmt sér án
þess að eiga á hættu að verða fyrir
ofbeldi.
„Við biðjum alla að sameinast um
það markmið að útrýma nauðg-
unum á útihátíðum. Fylgist með því
sem gerist í kringum ykkur og ef
þið verðið vör við eitthvað grun-
samlegt, skerist þá í leikinn eða lát-
ið lögreglu vita.“
Gegn nauðgunum
Neyðin í austur-
hluta Afríku
heldur áfram að
vekja sterk við-
brögð hér á
landi. Fjöldi
þeirra sem stutt
hafa neyðar-
söfnun Barna-
hjálpar Samein-
uðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF,
nálgast nú sjö þúsund. Framlög til
neyðarsöfnunarinnar hér á landi
nema nú 18,5 milljónum króna. Al-
menningur hefur því styrkt neyðar-
söfnun UNICEF um sömu upphæð
og íslenska ríkisstjórnin tilkynnti í
síðastliðinni viku að hún myndi
leggja til hjálparstofnana á svæð-
inu.
„Hvert framlag skiptir svo miklu
máli,“ segir Elhadj As Sy, svæðis-
stjóri UNICEF.
Um 7.000 Íslend-
ingar stutt aðgerðir
STUTT
Til stendur að framkvæmdastjórn
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
gangi á fund Guðbjarts Hannes-
sonar, velferðarráðherra, næstkom-
andi miðvikudag.
Aðdraganda fundarins má rekja
til viðbragða ráðuneytisins í kjölfar
viðtals við Lúðvík Ólafsson, lækn-
ingaforstjóra Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins, í Morgunblaðinu. Í
áðurnefndu viðtali lýsti Lúðvík yfir
þungum áhyggjum sínum varðandi
stöðu heilsugæslunnar á Íslandi. Þar
sagðist hann m.a. óttast að heilsu-
gæslan á Íslandi væri að nálgast
hrun og þörf væri á aðgerðum til að
snúa við þeirri
þróun í heilsu-
gæslumálum.
Velferðarráðu-
neytið óskaði eft-
ir því við Lúðvík
að hann útskýrði
ummæli sín og
skilaði inn minn-
isblaði til ráð-
herra. Að sögn
Lúðvíks hefur
minnisblaðið verið afhent velferð-
arráðuneytinu og býst hann við að
það verði m.a. til umræðu á fund-
inum. khj@mbl.is
Til fundar með ráðherra
Lúðvík
Ólafsson
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Sendum
í
póstkröf
u
60% afsláttur
af öllum buxum
á útsölunni
Eigum mikið af buxum í
stærð 36, 38, 40, 50, 52,
54 og 56
Enn hægt að gera
góð kaup á útsölunni
Lokað laugardaginn 30.júlí
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Næg bílastæði
Póstsendum
Glæsileg
brúðarundirföt
Ný sending,
beint frá París
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16
80% afsláttur af öllum vörum
Verslunin hættir á laugardag
Þökkum viðskiptin
Nú situr Heinz
Á TOPPNUM Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Útsala
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Allur fatnaður og skór á
hálfvirði
Stærðir 36-52
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
ENN MEIRI AFLÁTTUR
ALLT AÐ 70%
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is