Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
✝ Alfred J. N.Styrkársson
fæddist í Reykja-
vík 16. maí 1968.
Hann lést á heim-
ili sínu, Víði-
hvammi 16, 20.
júlí 2011.
Alfred var son-
ur hjónanna Lailu
Andréssonar, f.
26.9. 1938 og
Styrkárs Geirs
Sigurðssonar, f. 23.11. 1932, d.
26.5. 2004. Alfred var næst-
elstur fjögurra bræðra en hin-
1968. Synir hennar eru Bjarki
og Kjartan Karlssynir.
Alfred ólst upp í Fossvog-
inum og gekk í Fossvogsskóla
og síðar Réttarholtsskóla. Eft-
ir að hafa lokið stúdentsprófi
frá VÍ hóf hann nám í
Tölvuháskóla Verslunarskóla
Íslands og lauk þaðan kerf-
isfræðinámi árið 1991. Að
loknu námi starfaði Alfred við
fag sitt sem kerfisstjóri, for-
ritari og ráðgjafi hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur,
VISA, Teymi og Miracle. Síð-
ustu árin starfaði hann sjálf-
stætt sem ráðgjafi og forritari
í fyrirtæki sínu Tölvuþjónust-
unni Eldborg.
Útför Alfreds fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. júlí
2011, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
ir eru óskírður, f.
1.7.1964, d. 3.7.
1964, Sigurður Ei-
ríkur, f. 7.7. 1971,
Indriði Ingi, f.
9.10. 1977, d.
24.12. 2008.
Alfred kvæntist
Elísabetu J. Þór-
isdóttur, f. 16.5.
1968, og eignuðust
þau dótturina
Alexöndru Ingu, f.
11.12. 1991. Þau skildu. Eft-
irlifandi unnusta Alfreds er
Kristrún Júlíusdóttir, f. 21.4.
Elsku Alli minn er dáinn, þessi
góði drengur sem hefur staðið svo
nærri mér og minni fjölskyldu í
áratugi. Alltaf tilbúinn til að að-
stoða ef á þurfti að halda, alltaf
fyrstur á staðinn ef einhverjar
framkvæmdir stóðu fyrir dyrum,
alltaf sannur vinur. Meinstríðinn,
kaldhæðinn, með glott á vör og
hjarta úr gulli, þannig var Alli
mágur. Þó svo að Alli og Elísabet
systir mín hafi slitið samvistum þá
héldum við góðu sambandi, við
ákváðum að hann væri ekki að
skilja við fjölskylduna, enda voru
þau líka bestu vinir eftir að þau
skildu, sem betur fer, það var
styrkur fyrir Alexöndru dóttur
þeirra í veikindum hans.
Ég verð alltaf þakklát fyrir vin-
áttu hans og aldrei mun ég geta
þakkað honum nóg fyrir það þeg-
ar hann hringdi í mig síðla árs
2007 og sagði að nú væri kominn
tími til að ég skipti um vinnu og
hann væri búinn að benda Gunn-
ari vini sínum á mig sem mögu-
legan starfsmann hjá Miracle, sú
varð raunin að ég hóf störf þar og
fyrir það mun ég verða honum
ævinlega þakklát eins og svo
margt annað. Ég mun reyna að
standa mig vel í því að styðja dótt-
ur hans í framtíðinni, en missir
hennar er mikill, aðeins nítján ára
að kveðja pabba sinn, maður get-
ur ekki sett sig í þau spor þó mað-
ur reyni.
Það eru margir sem eiga um
sárt að binda við fráfall hans, ég
sendi Kristrúnu, unnustu hans og
hennar drengjum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur sem og Sig-
urði bróður hans. Laila móðir
hans kveður nú sinn þriðja son,
hugur minn er hjá þér, Laila mín.
Elísabet systir mín sem horfir á
eftir sínum besta vini og síðast en
ekki síst elsku Alexandra mín,
missir þinn er mikill en við mun-
um standa saman og hjálpast að í
gegnum þessa erfiðleika, það mun
birta upp um síðir.
Ég vil þakka þér, elsku Alli
minn, fyrir þær góðu stundir sem
ég og fjölskylda mín áttum með
þér.
Minn kæri vinur, hvíl þú í friði.
Sigríður K. Þórisdóttir
(Sirrý).
Alli þessi brosmildi, glaðværi
gæi með sitt skemmtilega gorma-
göngulag gaf lífinu heldur betur
lit. Í upphafi Kvistalandstímans
var ekki spurt um aldur og fyrri
störf, allir léku saman, kofar
byggðir, snjóboltakast, vatnsstríð,
brennó, fótbolti og svo framvegis.
Þegar við Siggi komumst svo á
gelgjuna með tilheyrandi ung-
lingaveiki, þungarokkshávaða og
hamagangi vorum við ekki hátt-
skrifuð hjá þeim sem eldri voru.
Alli kominn á fast með Elísu og al-
vara lífsins tekin við hjá þeim.
Ég kynntist Alla aftur fyrir
rúmum þremur árum með til-
komu fésbókarinnar. Var þá ný-
flutt heim frá Danmörku, líf mitt í
hálfgerðum hrærigraut og það
leið ekki á löngu áður en Alli var
orðinn minn persónulegi sálfræð-
ingur. Honum tókst alltaf á snilld-
arhátt að snúa vandræðum mín-
um til betri vegar með glöggsýni,
hreinskilni og húmor. Sannur vin-
ur.
Við rifjuðum upp Kvistalands-
árin sem varð til þess að ég gróf
upp fullt af myndum hjá pabba og
skellti á netið. Planið var svo að
gera allsherjar Kvistalandshitt-
ing, heilmikið spáð og spekúlerað,
það var alltaf alveg að koma að
þessu!
Ég kveð æskuvin með sömu
orðum og ég gerði svo oft á fésinu:
„Sí jú leiter, Alligeiter.“
Elsku Laila, Siggi, Elísa, Alex-
andra og Kristrún, ég sendi ykkur
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Ragna Júlíusdóttir.
Einn af mínum bestu og traust-
ustu vinum, Alfred Styrkársson,
er látinn aðeins 43 ára gamall.
Maður á bágt með að sætta sig við
að hann skyldi fara svona
snemma.
Þegar ég horfi til baka er afar
bjart yfir öllum þeim ótal minn-
ingum sem ég á um þennan góða
dreng. Ég kynntist Alfred þegar
ég byrjaði í Verslunarskólanum
og tókst strax með okkur góð vin-
átta. Við vorum báðir með tölvu-
dellu og menntuðum okkur í því
fagi. Undir aldamótin fékk ég Alf-
red til að ganga til liðs við fyrir-
tækið sem ég vann þá hjá. Þegar
ég nokkrum árum síðar stofnaði
mitt eigið fyrirtæki gekk Alfred til
liðs við okkur. Hann var afburða-
tæknimaður, jafnvígur á forritun
og kerfisrekstur. Mikill þverhaus
var hann líka sem getur verið afar
gagnlegt þegar djúpt er á lausn
vandamála. Hann var víðlesinn í
faginu og mundi ótrúlega margt.
Sá eiginleiki hans að vera bóngóð-
ur og hjálpsamur gerði hann að
frábærum vinnufélaga og hann
var afar vel liðinn af viðskiptavin-
um sínum. Hann vann iðulega
langa vinnudaga til að reyna að
sinna öllum viðskiptavinum sem
þurftu á hjálp hans að halda.
Hann sýndi vel úr hverju hann
var gerður þegar hann greindist
með ólæknandi krabbamein.
Hann tók fréttunum af miklu
æðruleysi. Frekar en að barma
sér yfir því hvernig komið væri
talaði hann um hversu þakklátur
hann væri fyrir það góða líf sem
hann hefði átt og hversu mörgu
góðu fólki hann hefði kynnst.
Ég er Alfred þakklátur fyrir að
hafa gert líf mitt miklu skemmti-
legra og að hafa búið til með mér
allar þessar góðu minningar sem
ég á úr skóla og vinnu, veiðiferð-
um, mótorhjólaferðum og um alla
þá óteljandi hluti sem við höfum
gert saman í gegnum árin.
Minn kæri vinur, hvíldu í friði.
Gunnar Bjarnason.
Það eru komin ein sjö ár síðan
gamall vinur og vinnufélagi hafði
samband og vildi fá upplýsingar
um Kiwanis. Hann hafði þá séð
nafnið mitt á lista yfir félaga í
Kiwanisklúbbnum Eldey og var
að forvitnast um starfsemi
klúbbsins því hann hefði áhuga á
að leggja þjónustuklúbbi lið. Alf-
red var genginn í klúbbinn ekki
löngu síðar og framundan voru ár
mikillar vinnu fyrir klúbbinn og
Kiwanishreyfinguna. Frá fyrsta
degi var Alfred boðinn og búinn að
taka að sér verkefni og í því sam-
hengi var „nei“ ekki til í hans
orðabók. Hann sá strax að vefsíða
klúbbsins var ekki til fyrirmyndar
og var búinn að laga hana til og
orðinn umsjónarmaður hennar á
öðru starfsári sínu. Hann var fljót-
lega kominn í stjórn og starfaði
sem ritari starfsárið 2009-2010 og
varaforseti starfsárið 2010-2011.
Þau voru mörg samtölin sem
Alfred átti við Eldeyjarfélaga um
málefni Kiwanis og Alfred hugs-
aði alltaf stórt. Hann skipulagði
kynningar á vinnustöðum, gerði
kynningarefni, vann athyglis-
verða tölfræði, skammaði menn
fyrir að standa sig ekki og viðraði
ýmsar hugmyndir til framdráttar
starfinu. Sumt var framkvæmt,
annað ekki eins og gengur um
hugmyndir stórhuga manna.
Alfred dugði ekki vettvangur
klúbbsins og því naut Kiwanisum-
dæmið Ísland-Færeyjar krafta
hans líka. Frá árinu 2008 var hann
tengiliður umdæmisins við gagna-
grunn Kiwanishreyfingarinnar í
Indianapolis og vann mikið verk
við gerð tölvukerfis sem auðveld-
ar þá vinnu. Starfsárið 2009-2010
var Alfred einnig í nefnd á vegum
umdæmisins sem skipulagði sölu
á K-lyklinum. Hann var tengiliður
Eldeyjar við þá nefnd á liðnum
vetri og sinnti því starfi af sam-
viskusemi þrátt fyrir veikindi síð-
ustu mánuðina.
Það er til merkis um óbilandi
baráttuvilja og bjartsýni Alfreds
að nú í vor, þegar tilvonandi for-
seti klúbbsins þurfti að draga sig í
hlé, gaf Alfred kost á sér og
stefndi að því að verða forseti
starfsárið 2011-2012. Þá voru
merki um að baráttan gengi vel,
bjartsýni Alfreds var smitandi og
við trúðum því að þetta gæti geng-
ið eftir. Í sumar kom svo í ljós að
þetta myndi ekki verða en í síð-
ustu heimsóknum til hans kom
samviskusemi hans og umhyggja
fyrir öðrum vel í ljós því allt sner-
ist um að ganga þannig frá að auð-
velt væri fyrir aðra að taka við.
Aðstandendum vottum við
samúð okkar og minnumst góðs
félaga og vinar sem verður sárt
saknað.
F.h. Eldeyjarfélaga,
Konráð Konráðsson.
Alfred skólabróðir okkar úr
Verzló er látinn langt fyrir aldur
fram og langar okkur að minnast
hans í örfáum orðum.
Við vorum saman í 5. og 6. bekk
þar sem við völdum okkur tölvur
sem aðalvalfag. Við vorum mis-
áhugasöm um tölvurnar enda að-
allega um forritun að ræða og
ekkert internet komið til sögunn-
ar. Annað var hægt að segja um
hann Alfred þar sem tölvur voru
hans ástríða og kom það því eng-
um á óvart að hann starfaði við
þær alla ævi.
Alfred var skemmtilegur og lit-
ríkur persónuleiki sem kryddaði
kennslustundirnar með sterkum
skoðunum um kennsluefnið og í
raun allt milli himins og jarðar.
Hann hafði einstaklega gaman af
rökræðum við okkur hin og ekki
síst við kennarana sem áttu fullt í
fangi með að svara honum.
Alfred var alltaf í gallabuxum,
leðurjakka og stuttermabolum en
þeir voru hans aðalsmerki og not-
aði hann þá til að koma ýmsum
skilaboðum á framfæri með
myndum eða textum sem voru oft
með skemmtilegum og kaldhæðn-
um húmor. Stutt var í brosið og
stríðnisglampinn var í augunum.
Alfred var hjálpsamur og hlýr og
var alltaf hægt að leita til hans í
tölvuverinu.
Eftir stúdentspróf skildi leiðir
og hefur bekkurinn einungis hist
stöku sinnum og það er ljóst að
það verður tómlegt næst, þegar
Alfred vantar í hópinn.
Við kveðjum góðan dreng og
skemmtilegan bekkjarfélaga, fjöl-
skyldu hans sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd 6. bekkjar Y, Verzl-
unarskóla Íslands 1989,
Anna Birna, Auður, Brynja
Rut, Soffía og Þórunn.
Alfred J. N.
Styrkársson
Vinur okkar
Sverrir Arnkelsson hefur kvatt
þetta líf, og er nú kominn heim til
Jesú í himins björtu borg. Vinátta
Sverris og bróður hans Benedikts
við okkur var einstök. Því þegar
ég var barn komu þeir í heimsókn
til foreldra minna. Og það var æv-
inlega svo gott að hitta þá.
Við Benni unnum saman í Kald-
árseli í mörg sumur. Og þegar við
hjónin stofnuðum heimili komu
þeir til okkar. Og sú vinátta var
góð og hlý. Oftast gáfu þeir sér
tíma til að spjalla við syni okkar og
segja þeim sögu af Jesú og kristni-
boðinu.
Sverrir kom einn eftir að Benni
féll frá og það var sama góða vin-
áttan. Undir lokin vorum við í
símasambandi, þegar heilsu hans
tók að hraka. Og alltaf var það
sami tónninn hjá Sverri: ég er svo
þakklátur! Hann var þakklátur
Guði fyrir að geta séð um sig sjálf-
ur og hann þakkaði Guði af öllu
hjarta fyrir trúna og fyrir sam-
félagið við trúaða vini.
Hann sótti slíkar samkomur
meðan heilsan leyfði. Sverrir var
maður bænarinnar og ávallt þegar
við spjölluðum sagði hann ég bið
Sverrir Þorvaldur
Arnkelsson
✝ Sverrir Þor-valdur Arn-
kelsson, setjari,
fæddist hinn 7.
febrúar 1926 á
Grímsstaðaholtinu
í Reykjavík. Hann
lést 14. júlí 2011.
Útför Sverris fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 22. júlí 2011.
fyrir ykkur og
drengjunum ykkar
og hann bað fyrir
sínu fólki og gleymdi
heldur ekki systur-
börnum sínum í
Englandi. Hann
þráði að allir kæm-
ust til trúar á Jesú.
Sverrir var lærð-
ur prentari og vann
við það. Eitt sinn er
hann var hjá okkur
sagði hann: Nú eru prentarar nán-
ast á hverju heimili, og brosti.
Við hjónin erum þakklát fyrir
vináttu og tryggð Sverris Arn-
kelssonar.
Blessuð sé minning hans!
Halldóra Ásgeirsdóttir og
Ásgeir Þorvaldsson.
Nú er kunningi minn allur eftir
erfiða sjúkdómslegu.
Ég var búinn að þekkja Sverri
lengi, sá hann oft á fundum í AD
KFUM og eins í Vatnaskógi á
mínum yngri árum – hafði þá ekki
að vísu, mikil samskipti við hann.
Það var fyrst á seinni árum og efri
árum að ég kynntist honum að
ráði betur og enn meira í gegnum
bróður hans Benedikt, en sá ágæti
drengur lézt, var kallaður heim,
fyrir nokkrum árum.
Sverrir, sem var prentari, var
ákaflega ljúfur drengur, hreinn og
beinn. En því miður heldur heilsu-
veill hin síðari árin.
Núna við lát Sverris læðast
fram í hugann minninganna
myndir frá mörgum samveru-
stundum, er ég átti, fyrst með
þeim bræðrum báðum, og eftir að
Benedikt, eða Benni eins og hann
var oft kallaður, var burtkallaður,
með Sverri einum, í kvöldboðum
hjá vini okkar Bjarna Árnasyni.
Þar ræddum við margt, er bar á
góma í þys daganna. Sverrir dró
þá stundum upp úr tösku sinni
tímarit, „Fast Grunn“, er hann var
áskrifandi að og spurði, hvort
hann mætti ekki lesa grein sem
hann hafði rekizt á og þótti mark-
verð. Það leyfi var fúslega veitt –
og þótt greinarnar væru á norsku,
áttum við í engum vandræðum
með að skilja innihaldið. Þetta
voru yfirleitt góðar og vel meitl-
aðar greinar um kristileg málefni.
Og við lyktir hvers kvöldboðs
bauð hann mér ávallt far með sér
heimleiðis og þá var margt rætt.
Sverrir átti einlæga og staðfasta
trú á frelsara sinn og vin Jesú Krist
og boðskap hans – og vildi gjarna
að aðrir mættu kynnast þeim sann-
indum. Nú hefir Sverrir verið kall-
aður heim og vísast átt góða heim-
von. Mér koma í hug ljóðlínur úr
ljóði eftir Mathias Orheim í þýð-
ingu sr. Magnúsar Runólfssonar.
Þar standa þessar ljóðlínur:
Ég hitti Jesú í himins borg,
með honum stíg ég hin gullnu torg.
Sverrir hefir nú hitt Jesú í him-
ins borg og fær að stíga með hon-
um hin gullnu torg.
Söknuður eftir góðan vin er
ávallt sár, en huggun í þeim sökn-
uði er að minninganna sjóður
geymir leiftur ljúfra minninga um
góðan dreng, dýrmæti er gefur
huggun í sárum söknuði.
Á þessari hljóðu skilnaðarstund
votta ég aðstandendum Sverris
samúð mína og sendi þeim kærar
kveðjur. Blessuð sé minning hans
sem nú hefir kvatt og til moldar er
borinn.
Björn G. Eiríksson.
Glettinn og
spaugsamur, kunni urmul af vís-
um, kveðlingum og gamansög-
um. Ekki er ólíklegt að hann hafi
samið eitthvað af þeim sjálfur.
Dugnaðarforkur í lífi og starfi.
Pétur var mikill námsmaður og
náði góðum árangri í skóla. Að
loknu námi í Verslunarskóla Ís-
lands fór hann til sjós á togurum.
Pétur Þorsteinsson
✝ Pétur Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 28.
nóvember 1929.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
15. júlí 2011.
Útför Péturs var
gerð frá Tálkna-
fjarðarkirkju 22.
júlí 2011.
Það var sjómaður í
honum enda krafta-
karl að burðum. Að
loknum nokkrum
sjómannsárum birt-
ist hann á Bíldudal
sem kaupfélags-
stjóri og þar lágu
leiðir okkar saman
á ný eftir árin í
Verslunarskólan-
um. Við áttum
margar ljúfar
stundir á Bíldudal, Pétur og
Dúddý og við hjónin. Að nokkr-
um árum liðnum fluttust þau á
Tálknafjörð þar sem Pétur varð
framkvæmdastjóri fyrir útgerð
og fiskvinnslu. Það var þó stutt á
milli okkar þrátt fyrir það og átt-
um við áfram margar góðar sam-
verustundir. Að loknu löngu
starfi á Tálknafirði fluttu þau
hjónin í Garðabæ og bjuggu ým-
ist þar eða á Tálknafirði hin síð-
ari ár. Þau dvöldu gjarnan á
Tálknafirði á sumrin.
Pétur fékk mjög erfiðan sjúk-
dóm sem fylgdi honum lengi síð-
ari ár ævinnar. Hann hélt þó sínu
létta skapi fram í andlátið. Eig-
inkona hans Þórarna Ólafsdóttir
var honum alla tíð stoð og stytta
eftir að veikindin komu upp. Í
þeirri aðstöðu lyfti hún sannar-
lega grettistaki. Þórarna og Pét-
ur eignuðust mörg börn, Ás-
laugu, Láru, Þorstein Kolbein,
Konráð og Söru. Þau hjónin voru
alla tíð mjög félagslynd og sóttu
mánaðarlegar samkomur skóla-
systkina okkar úr Verslunarskól-
anum og voru þar hrókar alls
fagnaðar. Er þeirra sárt saknað
af þeim vettvangi.
Með þakklæti kveðjum við
Pétur Þorsteinsson.
Jónas og Gýja.
Elsku besti afi minn. Núna
ertu farinn frá okkur og hvílir á
góðum stað hjá ömmu. Það lifa
óteljandi minningar um þig í
hjarta mínu sem ég mun aldrei
Ragnar Bjarnason
✝ RagnarBjarnason
fæddist í Reykjavík
13. júní 1921. Hann
lést á heimili sínu
að Roðasölum 1 í
Kópavogi 13. júlí
2011.
Útför Ragnars
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 25. júlí 2011.
gleyma. Það er
ólýsanlegt hversu
góður þú varst við
okkur systkinin. Ég
kom til ykkar ömmu
öll mín grunnskóla-
ár á hverjum ein-
asta morgni, borð-
aði morgunmat hjá
ykkur og þið gáfuð
mér kókómjólk og
50 krónur til að
kaupa mér hálfa
langloku með skinku og osti í
skólanum. Ég elskaði að hafa
ykkur hinum megin við götuna
svo að ég gæti alltaf labbað til
ykkar, hvenær sem ég vildi.
Ég er endalaust þakklát fyr-
ir svo margt sem þú hefur gert
fyrir mig. Eddu Lillý fannst
svo gaman að heimsækja lang-
afa og knúsaði þig alltaf svo
mikið og þú varst svo glaður.
Brostir og brostir. Fyrir rúmri
viku vorum við á leiðinni í
heimsókn til ömmu Unnar og
þá sagði Edda Lillý: „Við förum
fyrst til langömmu og svo til
langafa.“ Ég vildi að ég hefði
getað komið með hana til þín og
séð þig brosa þegar hún knús-
aði þig.
Það eru engin orð sem fá því
lýst hversu heppin mér finnst ég
vera að hafa átt þig sem afa.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Elska þig alltaf.
Þín
Dagný.