Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 30
Færeyskir dagar á Stokkseyri
Forvitnir um færeyska menningu geta
svalað menningarþorstanum á Stokkseyri
um helgina þar sem færeyskir dansar,
matur, tónlist og fleira verður á boðstólum
ásamt öðrum skemmtilegum dagskrárliðum eins og diskóteki,
kajakakennslu, kajakakeppni, dorgveiðikeppni, brennu og flug-
eldasýningu.
Grettishátíð á Laugarbakka
Gestum gefst tækifæri til að finna sinn innri víking á Grett-
ishátíð sem er haldin á Grettisbóli við Laugarbakka í Miðfirði.
Bogfiminámskeið, víkingatjald, aflraunakeppni, og vík-
ingabúðir fyrir börn eru á dagskránni ásamt mörgu fleiru.
Einnig verður þar afhentur Grettisbikar sterkustu konu og
sterkasta karli héraðsins.
Síldarævintýrið á Siglufirði
Þó að sjálfsögðu verði boðið upp á síld á Siglufirði um
helgina, er þar margt fleira að fá og sjá. Töfrabragðanámskeið,
sprelltæki og afrískir dansar og trommusláttur munu einnig
setja sinn brag á þessa fjölskylduhátíð en henni lýkur með síld-
arhlaðborði og tónleikum Hjálma.
Sæludagar í Vatnaskógi
KFUK og KFUM bjóða fjölskyldum upp á vímulausa
skemmtun í Vatnaskógi með knattspyrnu, leikjum fyrir börn,
útigrilli, og kvöldvökum.
Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð
Í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð verða ýmsar samkomur,
bænastundir og biblíulestur í bland við tónlistaratriði og kvöld-
vökur. Þar verður einnig barnamót Hvítasunnukirkjunnar, sem
eru fyrir öll börn á aldrinum 4 til 12 ára.
Fákaflug á Vindheimamelum
Keppt verður í fjöldamörgum hestaíþróttagreinum á Fáka-
flugi á Vindheimamelum, svo hestafólk ætti endilega að nýta
tækifærið í skemmtilegum félagsskap með tónlist og söng.
1. Þjóðhátíð í Eyjum
13. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð
7. Færeyskir dagar á Stokkseyri
5. Traktorstorfæru- og furðubátakeppni á Flúðum
4. Innipúkinn í Reykjavík
3. Útivistarhátíð á Hlöðum í Hvalfirði
12. Sæludagar í Vatnaskógi
2. Mýrarboltinn á Ísafirði
14. Fákaflug á Vindheimamelum
10. Grettishátíð á Laugarbakka
11. Síldarævintýrið á Siglufirði
6. Ein með öllu á Akureyri
9. Unglingalandsmót UMFÍ
8. Neistaflug í Neskaupsstað
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
Nú vefst fyrir mörgun að ákveða hvert skal haldið um versl-
unarmannahelgina í ár. Vegir landsmanna liggja til allra átta
um helgina því flóra úti- og fjölskylduhátíða er fjölbreytileg í
hvaða átt sem litið er. Því er um að gera fyrir fjölskyldur, vini
og ferðamenn að bregða á leik og njóta helgarinnar hvert sem
leið liggur og hvort sem það er í dunandi dansi, kajakrjóðri eða
kappáti.
Traktorstorfæru- og furðubátakeppni á Flúðum
Svo má segja að á Flúðum sé óhefðbundin fjölskylduhátíð en
þar fer fram bæði traktorstorfæru- og furðubátakeppni þessa
helgina. Því er um að gera að prófa eitthvað nýtt þessa versl-
unarmannahelgi á Flúðum!
Þjóðhátíð í Eyjum
Ingó og veðurguðirnir, Mannakorn, Friðrik Dór, Blaz Roca,
Fjallabræður, Dikta, Agent Fresco, Bubbi Mortens og Páll
Óskar eru meðal þeirra sem stíga á svið á Þjóðhátíð í Eyjum
þetta ár. Ekki nóg með það heldur tilheyrir þessari píla-
grímsför fjölmargra Íslendinga ár hvert stemningin með
heimamönnum í hvítu tjöldunum, brekkusöngur, reyktur lundi
og flugeldasýning.
Neistaflug í Neskaupstað
Neistaflug býður upp á eitthvað fyrir alla í fjölskyldunni,
leðjubolta, krakka-idol, golfmót og margt fleira. Á kvöldin eru
svo skemmtanir við allra hæfi, tónleikar, böll, og kvöldvökur.
Unglingalandsmót UMFÍ
Í þetta sinn er Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Egils-
stöðum, þar sem ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára geta spreytt
sig í fjölmörgum íþróttum. Yngri en 11 og eldri en 18 ára geta
engu að síður fundið eitthvað við sitt hæfi en þar er einnig
markaður, kvöldvökur, gönguferðir með leiðsögn svo dæmi séu
nefnd. Mótið er tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að
eiga góða stund saman í vímulausu umhverfi.
Morgunblaðið/Eggert
Innipúkinn Tónaflóð mun streyma úr Iðnó við Tjörnina í
Reykjavík þar sem aragrúi tónlistarfólks stígur á svið.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ein með öllu Hátíðin er haldin á Akureyri og meðal þess sem
er á boðstólnum er Páll Óskar, möffins og sparitónleikar.
Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Þjóðhátíð Heimsókn í þjóðkunnug hvít tjöld Eyjamanna er
hiklaust eitthvað sem allir ættu prófa.
Fjölskrúðug
verslunarmannahelgi framundan
Mýrarboltinn á Ísafirði
Keppt verður í einni sleipustu íþrótt allra tíma á Ísafirði
þessa helgi. Skráning í Evrópumótið í mýrarbolta er opin öllum
en einnig er keppt í drulluteygju þetta árið. Fyrir þá sem ekki
langar til þess að skíta sig út eru böll og skemmtanir fram á
rauða nótt öll kvöldin.
Útivistarhátíð á Hlöðum í Hvalfirði
SÁÁ heldur útivistarhátið í fallegu umhverfi í Hvalfirðinum,
þar sem nóg er um að vera fyrir börn, svo sem listasmiðja, knú-
skeppni, leikhús og fleira. Útivist og andlegt ívaf einkennir há-
tíðina, en einnig eru skemmtanir, að sjálfsögðu vímulausar, öll
kvöld.
Innipúkinn í Reykjavík
Fyrir þá sem hafa takmarkaðan áhuga á að hætta sér út fyrir
bæjarmörk en vilja engu að síður gera eitthvað skemmtilegt
um verslunarmannahelgina er tilvalið að skella sér á tónlist-
arhátíðina Innipúkann. Regnboginn allur af hljómsveitum, tón-
listarmönnum og plötusnúðum kemur fram á hátíðinni og ekki
skemmir að herlegheitin fara á þessu ári fram í Iðnó.
Ein með öllu á Akureyri
Fjölskylduhátíðin á Akureyri er svo sannarlega ein með öllu
því þar er fjölbreytt dagskrá þar sem m.a. má finna útimarkað,
tívolí, sjallaspyrnu, möffins í hundraða tali í Lystigarðinum og
ófáar tónlistaruppákomur um allan bæ.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011