Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 209. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Lögreglan trúði honum ekki 2. Rekinn úr flokknum fyrir að … 3. Fyrir og eftir myndir af Ágústu … 4. Kippur undir Kötlu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hinsegin bíódagar í Bíó Paradís verða haldnir 29. júlí til 7. ágúst í samvinnu við Hinsegin daga í Reykja- vík sem fara fram 4.-7. ágúst. Myndirnar Howl, Broderskab, Tomboy og L’Arbre et la Forêt verða sýndar að þessu sinni. Hinsegin bíódagar í Bíó Paradís  Í kvöld verður Heitur fimmtu- dagur haldinn í Ketilhúsinu á Ak- ureyri í fimmta sinn. Ein af vin- sælustu djass- söngkonum Dana, Cathrine Legardh, og kvartett Sig- urðar Flosasonar saxófónleikara troða þar upp. Miðar eru seldir við innganginn á 2000 kr. en 1000 kr. fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar og hefst djassstuðið kl. 21:30. Heitir fimmtudagar djassins duna  Dragkeppni Íslands fer fram í Hörpu í Silfurbergi 3. ágúst næstkomandi. Miðasala á Drag- keppni Íslands er komin vel af stað en hægt er að nálgast miða á harpa.is eða koma við í af- greiðslunni í Hörpu. Miðasalan þar er opin frá kl. 10-17 alla daga. Miðsala á Dragkeppni Íslands í fullum gangi Á föstudag SV 8-13 m/s og víða dálítil rigning eða súld, en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir austan. Á laugardag Breytilegar áttir og víða væta, en áfram hlýtt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 m/s og skúrir á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig en allt að 20 stigum A-lands. VEÐUR Það var glatt á hjalla meðal leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna Þórs á Ak- ureyri í gærkvöldi þegar lið- ið tryggði sér sæti í úrslit- um bikarkeppninnar í knattspyrnu karla, Valitor- bikarnum, með sigri á ÍBV í undanúrslitum, 2:0, á Þórs- velli. Þór mætir annað hvort BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleik bik- arsins 13. ágúst á Laug- ardalsvelli. »3 Þórsarar í úrslit í fyrsta sinn Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað stúlkum 17 ára og yngri, leikur í dag við Spánverja í undanúrslitum Evrópumótsins í þessum aldurs- flokki. Þjálfari Íslands, Þorlákur Árna- son, segir allt klárt hjá liðinu og að leikmenn hafi ekki fengið nóg þótt vel hafi gengið í und- ankeppninni. »4 Leika við Spán í dag í undanúrslitum á EM „Ég tel okkur eiga fína möguleika gegn þessu liði. Þetta veltur mikið á fyrri leiknum hérna á heimavelli og þar hefur okkur gengið ágætlega,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem í kvöld mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. um- ferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla á KR-velli klukkan 19.15. »1 KR treystir á góð úrslit á heimavelli gegn Tbilisi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen Önundur Páll Ragnarsson Ein mesta ferðahelgi ársins er framundan og munu lögregluemb- ættin víðsvegar um land efla eftirlit með umferð á þjóðvegum til muna. Það er því full ástæða til þess fyrir ökumenn að fara eftir lögum og reglum, ekki bara til að fara sér og sínum ekki að voða, heldur líka til að forðast að tvöfalda kostnaðinn við ferðalag helgarinnar með ó- ábyrgum akstri. Sérstaklega fylgst með hraða „Við gerum nú sem áður. Verðum með bifhjólin á Suðurlands- og Vesturlandsvegi og helstu leiðum sem liggja að höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri í umferðardeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir lögreglu ætla að leggja áherslu á að fylgjast með hraða ökumanna, ógætilegum fram- úrakstri og ástandi á eftirvögnum. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum má búast við öflugri löggæslu á mótssvæðinu þar sem m.a. verður notast við fíkniefnaleit- arhunda. Einnig má reikna með að lögreglumenn verði í þyrlu Land- helgisgæslunnar þegar umferð á þjóðvegum verður sem mest. Munu þeir lögreglumenn fylgjast grannt með hraða og aksturslagi öku- manna. Mikið mót á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum í ár, en það verður eitt stærsta mannamótið á landinu um helgina. Um 1.200 kepp- endur eru væntanlegir á mótið, sem fer fram í sannkölluðum ungmenna- félagsanda, þar sem allir geta feng- ið að spreyta sig á íþróttunum og allir fá að vera með á jafnræð- isgrundvelli. Að þessu sinni verður keppt í ellefu íþróttagreinum, þar á meðal dansi, fimleikum, mót- orkrossi, knattspyrnu, körfubolta, skák, sundi og frjálsum íþróttum. Á kvöldin verða svo tónleikar, kvöld- vökur, brenna og flugeldasýning og er það mál manna að kvöld- dagskráin verði með því veglegasta sem sést hefur á unglingalandsmóti til þessa, þó svo að keppendurnir hafi verið fleiri í fyrra. Neistar fljúga á Neskaupstað Fjölskylduhátíðin Neistaflug í Neskaupstað verður á sínum stað í ár og er búist við talsverðum fjölda fólks á hátíðina. Skemmtidagskráin er fjölbreytt að vanda. Má t.a.m. nefna hið vinsæla Barðsneshlaup, þar sem hlaupin er tuttugu og sjö kílómetra löng leið um þrjá firði, dorgveiðikeppni og brunaslöngu- bolta. Gunni og Felix sjá um að halda uppi fjörinu alla helgina og ýmsar hljómsveitir stíga á svið. Þess utan er margt hægt að gera sér til skemmtunar á Austurlandi. »14-15 Vökul augu vakta aksturslagið  Veðurspáin farin að skýrast  Neistaflug og landsmót verða fyrir austan Ljósmynd/agl.is - Gunnar Lukkudýrið Hreindýrið Sprettur Sporlangi verður meðal þeirra sem heimsækja unglingalandsmót UMFÍ á Egils- stöðum um helgina. Eins og sést berlega á myndinni kemur hreindýrinu afar vel saman við hressa krakka. Gera má ráð fyrir að það verði skýjað um mestallt land á morgun og jafn- vel stöku skúrir nema á Austurlandi þar sem Veðurstofan spáir bestu veðri. Þar kann hitinn að fara í 20 stig. Á laugardaginn er svo spáð hæg- viðri og stöku skúrum, þó einkum inn til landsins. Hiti verður 10–18 stig. Á sunnudaginn er gert ráð fyrir fremur hægri austan- og norðaustan- átt, dálitlum skúrum, einkum norðan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestantil. Milt veður um allt land og stöku skúr um helgina HITI GÆTI FARIÐ Í 20 STIG Á AUSTURLANDI Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.