Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Egill Jónasson Stardal, cand. mag. og fram- haldsskólakennari, lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 23. júlí síðastliðinn, 84 ára að aldri. Hann var fæddur í Stardal á Kjalarnesi 14. september 1926. Eftir gagnfræðapróf lá leið Egils í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk hann stúdents- prófi þaðan árið 1950. Þá lagði hann stund á nám í sagnfræði, ensku og enskum bók- menntum við Edinborgar- og Kaup- mannahafnarháskóla og lauk síðar cand. mag. prófi í sagnfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 1957. Þá lauk hann einnig námi í kennslu- fræði. Egill kenndi við Gagnfræða- skóla Austurbæjar og Málaskólann Mími en lengst af sínum starfsferli kenndi hann við Verzlunarskóla Ís- lands. Hann gegndi jafnframt mörg- um öðrum störfum um ævina; var m.a. um tíma blaðamaður hjá Morg- unblaðinu, vann við vegamælingar, vegagerð og leiðsögn í laxveiðiám. Einnig vann hann hjá Skóg- ræktarfélagi Reykja- víkur um tíma og hafði alla tíð síðan mikinn áhuga á trjám og skóg- rækt. Egill fékkst einnig við ritstörf og eftir hann liggja fjöl- margar bækur, t.d. Jón Loftsson, samtíð hans og synir frá 1967, Ís- landssaga fyrir fram- haldsskóla frá 1970, Forsetinn Jón Sigurðs- son og upphaf sjálf- stæðisbaráttunnar frá 1981 og Ár- bók Ferðafélags Íslands frá 1985. Hann fékkst einnig við þýðingar og skrifaði fjölda greina. Egill kvæntist Ernu (Eddu) Ing- ólfsdóttur 10. október 1954. Hún lést 8. maí árið 2001. Börn þeirra eru Inga Fanney, Jónas og Kristrún Þórdís. Sonur þeirra, Egill Örn, lést af slysförum árið 1971. Útför Egils verður gerð frá Lága- fellskirkju í Mosfellsbæ 2. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.00. Andlát Egill Jónasson Stardal „Rafrænu kerfin eru þess eðlis að allur aðgangur er skráður. Ef ein- stakling grunar að farið sé inn á sjúkraskrá hans án gildrar ástæðu getur viðkomandi óskað eftir því hjá sinni heilbrigðisstofnun að fá upplýs- ingar um hverjir hafa farið inn á sjúkraskrána,“ segir Geir Gunn- laugsson landlæknir, aðspurður um meðferð sjúkraskráa. Í grein Björns Grétars Sveinsson- ar, sem birtist í Morgunblaðinu 26. júlí, fer hann fram á að Landlækn- isembættið geri úttekt á því hverjir hafa haft og hafa fengið aðgang að sjúkraskrám „okkar íbúanna hér í Fjarðabyggð sunnan Oddskarðs á liðnum misserum“. Geir ítrekar að slíkum beiðnum skuli beint til viðkomandi heilbrigð- isstofnunar. Geir segir að aðeins í undantekningartilvikum væri slíkum beiðnum beint til Landlæknisemb- ættisins, til dæm- is ef ágreiningur rís um beiðni á milli einstaklings og yfirstjórnar heilbrigðisstofn- unar. Aðspurður hvort Landlækn- isembættið muni verða við beiðni Björns Grétars segir Geir að ekki sé hægt að bregðast við óformlegri beiðni í blaðagrein. „Ef íbúar eða einstaklingar hafa rökstuddan grun um brot á reglum um aðgengi að sjúkraskrám og fá ekki lausn mála í héraði er sá mögu- leiki fyrir hendi að beina erindinu til landlæknis til skoðunar,“ segir Geir. kristel@mbl.is Ekki brugðist við óformlegri beiðni  Snúi sér til viðkomandi stofnunar Geir Gunnlaugsson Sunnutröð 2 / Akureyri / sími 618 2800 / info@saeluhus.is / www.saeluhus.is / facebook FRÍIÐ VERÐUR EKKI BETRA Bókaðu í síma 618 2800 GLÆSILEG GISTIAÐSTAÐA Á BESTA STAÐ Á AKUREYRI Sérstök kynningarverð í boði Rúmgóðar og stílhreinar íbúðir - sér inngangar svalir - heitir pottar - flatskjáir - eldhúsaðstaða þvottaaðstaða - frí nettenging - næg bílastæði „Reykjavíkurborg mun að sjálf- sögðu verða við áskorun innanrík- isráðuneytisins og ég hef þegar sett mig í samband við ráðuneyt- isstjórann,“ segir Regína Ásvalds- dóttir, staðgengill borgarstjóra, í svari við fyrirspurn Morgunblaðs- ins um hvernig Reykjavíkurborg hygðist svara bréfi frá innanrík- isráðuneytinu þess efnis að brýnt sé að borgin leggi fram þriggja ára fjárhagsáætlun. Áætluninni átti að skila í febr- úar og því er hætta á að Reykja- víkurborg verði áminnt fyrir að draga skil hennar. Í svari staðgengils borgarstjóra segir að fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar hafi verið endur- skoðuð í júní síð- astliðnum þar sem tekjur og útgjöld vegna málaflokks fatl- aðra voru tekin inn í áætlunina. Við framlagn- ingu frumvarps- ins hafi verið gerður sá fyr- irvari að rík- issjóður tryggði Jöfnunarsjóði sveitarfélaga það fjármagn sem nauðsynlegt væri til að tekjur mæti útgjöldum eins og sveit- arstjórnarlög geri ráð fyrir. Miðað við áætlun Jöfnunarsjóðs um framlög til Reykjavíkurborgar vanti enn 177 milljónir króna auk þess sem Jöfnunarsjóður áformi að greiða aðeins 11/12 hluta af reiknuðu framlagi sínu innan tekjuársins. Ef það verði endanleg niðurstaða vanti ekki aðeins 177 milljónir króna heldur 438 millj- ónir króna á tekjuflæði ársins til að fjármagna útgjöld málaflokks- ins. Borgarstjóri hafi rætt þessi mál við innanríkisráðherra og full- trúa fjármálaráðuneytisins og treysti á að ásættanleg niðurstaða finnist í málinu. Ekki náðist í S. Björn Blöndal, aðstoðarmann borgarstjóra, né Dag B. Eggertsson, oddvita Sam- fylkingarinnar í borgarstjórn við vinnslu fréttarinnar. kristel@mbl.is Verða við áskorun ráðuneytis Regína Ásvaldsdóttir Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Stjórnlagaráð hefur samþykkt frum- varp til stjórnarskipunarlaga með 25 atkvæðum samhljóða. Frumvarpið er tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Íslands. Alþingi fær nú frumvarpið til meðferðar en það verður afhent Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur, forseta Alþingis, á morgun, föstudag. Stjórnarskipun- arfrumvarpið öðlast ekki gildi nema uppfyllt séu skilyrði núgildandi stjórnarskrár og samkvæmt henni hefur Alþingi síðasta orðið í tveimur afgreiðslum með kosningum á milli. Frumvarpinu er skipt upp í níu kafla. Umræðu um aðfaraorð frum- varpsins var frestað en ekki náðist sátt um aðfaraorð að frumvarpinu, hvernig þau skuli orðuð og hvort slík aðfaraorð ættu yfirleitt að fylgja frumvarpinu. Í samtali við mbl.is sagðist Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, ánægð með hversu samhljóða samþykki ráðsins á frum- varpi að stjórnarskrá hafi verið. Mjög mikilvægt væri að stjórnar- skráin hafi verið sett á dagskrá með stofnun ráðsins og umræður um hana hafi skapast í samfélaginu. „Ég er mjög sátt við að við höfum lokið þessari vinnu á þessum tíma. Ég hef sagt að þetta hafi verið skammur tími og ég held að sumar hugmynd- irnar þurfi meiri greiningu og ýtar- legri skýringu. Það mun örugglega eiga sér stað á næstu vikum og mán- uðum,“ segir Salvör. Ýmis nýmæli má finna í frumvarpinu svo sem að ráðherrar geta ekki jafnframt verið þingmenn. Sama gildir um forseta Alþingis. Þeir hafi því ekki atkvæð- isrétt á Alþingi. Þá skal Alþingi kjósa forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands. Heimilt er sam- kvæmt frumvarpinu að gera þjóð- réttarsamninga sem fela í sér fram- sal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Þá má einnig nefna að ákvarðanir um stuðning við hernaðaraðgerðir, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Al- þingis skv. frumvarpinu. Frumvarpið sam- þykkt samhljóða  Alþingi fær nú stjórnarskipunarfrumvarpið til meðferðar Morgunblaðið/Sigurgeir S. Stjórnlagaráð Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, segist ánægð með hversu samhljóða samþykki ráðsins á frumvarpinu hafi verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.