Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ádögunumvar hafteftir Árna
Páli Árnasyni,
efnahags- og við-
skiptaráðherra, að
atvinnuleysið nú
væri ekki verra en búist hefði
verið við „á þessum stað í hag-
sveiflunni“. Ennfremur að
það væri undir okkur sjálfum
komið hversu lengi við þyrft-
um að glíma við langtíma-
atvinnuleysi.
Þessi viðbrögð ráðherrans
við nýjum tölum Hagstof-
unnar um 8,5% atvinnuleysi
og vaxandi langtímaatvinnu-
leysi eru um margt umhugs-
unarverð. Til að mynda má
nefna að í endurskoðaðri
þjóðhagsspá Hagstofunnar
frá því í nóvember í fyrra var
gert ráð fyrir að atvinnuleysið
í ár yrði 7,3% og hafði spáin
verið lækkuð úr 8,3% frá því í
júní sama ár. Á þessum tíma
var Hagstofan farin að trúa
því að landið væri farið að
rísa, eins og annar ráðherra
ríkisstjórnarinnar hefur orð-
að það, en nú má að minnsta
kosti efast um að sú bjarta
spá gangi eftir.
Annað sem snertir mjög
umræður um atvinnuleysi er
fólksflóttinn frá landinu. Þeg-
ar núverandi ríkisstjórn tók
við gerðu menn almennt ekki
ráð fyrir að flóttinn yrði jafn
mikill og raun ber vitni og að
þrátt fyrir hann yrði atvinnu-
leysið með þeim hætti sem nú
er staðreynd. Þá var því spáð
að atvinnuleysið yrði mun
minna á þessu ári en í fyrra og
mun minna en horfur eru nú á
að verði. Og ítrekað skal að
enginn gat reiknað með því-
líkum landflótta og raun hefur
orðið á, sem er einn þeirra
þátta sem fela hið raunveru-
lega atvinnu-
ástand í landinu.
Af þessum ástæð-
um er vafasamt að
halda því fram að
ástandið sé ekki
verra en búist hafi
verið við „á þessum stað í hag-
sveiflunni“.
Ráðherranum til varnar má
þó segja að með því að tala um
tiltekinn „stað í hagsveifl-
unni“ er ekki beinlínis hægt
að segja að hann fari með
rangt mál. Hann er hins vegar
að afvegaleiða umræðuna og
láta að því liggja að allt hafi
gengið eftir eins og búist hafi
verið við. Því fer fjarri.
Meginatriðið er að Ísland
er á röngum stað í hagsveifl-
unni miðað við það sem hefði
átt að vera ef núverandi ríkis-
stjórn hefði ekki náð að moka
sandi á tannhjól efnahagslífs-
ins. Hagkerfið hér á landi ætti
að vera á hraðri uppleið úr
öldudal hagsveiflunnar og
þess vegna ætti atvinnuleysi
að vera tiltölulegra lítið og
fara hratt minnkandi. Hið
sama á við um langtíma-
atvinnuleysið.
Þess í stað situr efnahags-
lífið enn fast að verulegu leyti
og þarf í sífellu að fást við
nýjar atlögur stjórnvalda sem
leggja sig fram um að halda
hagkerfinu á þekktum stað í
hagsveiflunni. Segja má að
takist ríkisstjórninni að halda
efnahagslífinu nægilega lengi
á þessum stað muni á end-
anum nást efnahagslegur
stöðugleiki. Og þá þurfa ráð-
herrar ekki að velta því fyrir
sér á hvaða stað í hagsveifl-
unni við erum. Þeir hafa þá
náð þeim árangri að koma
efnahagslífinu í lárétta stöðu
með stöðugum langtímahorf-
um.
Ísland væri á hraðri
uppleið ef stjórnin
hefði ekki stráð
sandi í gangverkið}
Á röngum stað
í hagsveiflunni
Utanvegaakst-ur er vanda-
mál sem árum
saman hefur verið
reynt að vinna bug
á með misjöfnum
árangri en þó aldr-
ei nægum. Í gær sagði Morg-
unblaðið frá þrálátu og vax-
andi vandamáli á Suður-
nesjum, en þar eins og víða um
land er viðkvæm náttúra sem
er lengi að jafna sig eftir
ógætilegan akstur hjóla eða
bifreiða.
Ýmsum aðferðum hefur ver-
ið beitt við að draga úr þessum
náttúruspjöllum og jafnvel
verið brugðið á það ráð að
vakta stór svæði
úr lofti með aðstoð
þyrlu. Slíkt eftirlit
er nauðsynlegt til
að þeir sem láta
sér detta í hug að
aka á viðkvæmum
svæðum hugsi sig um tvisvar.
Eina ráðið sem dugar er
hins vegar að hver og einn
gæti sín og hafi í huga þær
langvinnu og alvarlegu afleið-
ingar sem stundargamanið
getur haft. Nú þegar stærsta
ferðahelgi landsins fer í hönd
er sérstaklega mikilvægt að
ferðalangar hugi vel að því að
fara varlega um viðkvæma
náttúru landsins.
Utanvegaakstur
getur haft langvar-
andi og alvarlegar
afleiðingar}
Virðum viðkvæma náttúruna E
itt sinn var ég félagi í Samfylk-
ingunni. Þar komst ég að því að
viss ógleði greip um sig meðal
manna þar á bæ í hvert sinn
sem nafn Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar var nefnt. Árin hafa liðið en
ekkert hefur breyst í þeim efnum. Reyndar
er það svo að hjá ákveðnum hópi virðist
mega segja hvað sem er um Hannes og þar
er talað eins og hann sé þjóðhættulegur mað-
ur sem verði að hafa gát á og helst svipta
starfi.
Hinn flinki stílisti Guðmundur Andri
Thorsson skrifaði fyrir ekki löngu mikla
grein í Fréttablaðið sem átti að sýna okkur
að Hannes væri hættulegur maður. Prófess-
orinn gengi laus uppi í Háskóla og væri þar
að spilla æskulýðnum. Hann þægi laun fyrir
það að fylla hugi ístöðulausra ungmenna af rang-
hugmyndum og órum um það að vit væri í frjálshyggj-
unni. Ekki fæ ég nú séð að það sé glæpur. En ég er
reyndar á þeirri skoðun að það sé þó nokkurt vit í
frjálshyggjunni. Mér finnst hún ekki hættuleg, miklu
fremur forvitnileg og sumu þar er ég alveg hjartanlega
sammála. Hins vegar finnst mér sú efnahags- og at-
vinnustefna sem forræðishyggjuflokkurinn Vinstri
grænir fylgir nánast vera þjóðhættuleg.
Karl Th. Birgisson, þaulreyndur blaðamaður og rit-
stjóri Eyjunnar, skrifaði á dögunum grein á sinn vef
þar sem hann sagði að hatrið, ofstækið og brenglunin
sem birtist í skrifum Hannesar og félaga
hans væri af sama meiði og þegar fjölda-
morðinginn Anders Breivik kallaði Gro Har-
lem Brundtland landsmorðingja. Þetta er
ekki smekkleg líking og nær engri átt. Það á
reyndar einnig við skrif á athugasemdakerfi
Eyjunnar um grein hans. Þar sagði einhver
að foreldrar Karls hefðu gert mikil mistök
þegar þeir drekktu Karli ekki við fæðingu,
og því var bætt við að það hefði sennilega
misfarist vegna þess að foreldrarnir væru
hálfvitar. Óþverrinn í athugasemdakerfi Eyj-
unnar kemur stöðugt á óvart. Það er orðin
áleitin spurning hvort það eigi ekki að loka
fyrir þetta athugasemdakerfi í eitt skipti fyr-
ir öll. Fólk getur þá einbeitt sér að því að
skrifa sóðaskap á Fésbókinni.
Og talandi um Fésbókina. Þráinn Bertels-
son nefndi þar Hannes í færslu og sagði í annarri
smekklausri samlíkingu: „Þjóð sem gerir hægriöfga-
menn að háskólaprófessorum hefur ekki efni á því að
afgreiða norska hægriöfgamenn sem geðsjúklinga.“
Hver er glæpur Hannesar, annar en sá að vera á
annarri pólitískri skoðun en þessir menn? Hannes er
fyrirferðarmikill, tekur sterkt til orða og má vissulega
búast við að fá andsvör. Sennilega hefur hann einhvern
tíma móðgað þessa menn illilega, kannski kallað þá
Baugspenna, sem þykir svívirðilegt skammaryrði. En
það réttlætir ekki að þeir ausi yfir hann fúkyrðum.
Hættið þessu, strákar mínir! kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Glæpir Hannesar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
F
resturinn sem líbískir
uppreisnarmenn gáfu
einræðisherranum
Muammar Gaddafi til
að láta af völdunum
rann út í gær, rúmu hálfu ári eftir að
vopnuð uppreisn braust út í araba-
ríkinu um miðjan febrúar.
Hljótt hefur verið um tilboðið til
Gaddafis. Vikurnar eftir að átökin
hófust prýddu myndir af uppreisn-
armönnum forsíður heimspress-
unnar en eftir því sem átökin dróg-
ust á langinn tóku aðrir heims-
viðburðir, á borð við skulda-
kreppuna, að skyggja á átökin.
Miðað við tíðindi gærdagsins
bendir fátt til að lausn sé í sjónmáli.
Staðfesti tilboðið
Mustafa Abdel Jalil, leiðtogi
uppreisnarmanna, staðfesti að frest-
urinn væri runninn út en Gaddafi
mun hafa verið boðið að láta völd-
unum í upphafi þessa mánaðar.
Abdel Elah al-Khatib, erindreki
Sameinuðu þjóðanna, hafði milli-
göngu um tilboðið en hann mun hafa
rætt við Gaddafi í höfuðborginni Tri-
poli og við uppreisnarmenn í helsta
vígi þeirra, borginni Benghazi.
Khatib hefur ekki tjáð sig um
einstök atriði tilboðsins en Reuters-
fréttastofan hefur eftir ónefndum
diplómata að það feli í sér að lýst
verði yfir vopnahléi og völdunum
síðan skipt á milli fulltrúa helstu
fylkinga, þar með talið bandamanna
Gaddafis, án aðkomu hans. Upp-
reisnarmenn vilja ekki deila völdum.
Ekki á síðustu dropunum
Líbía er sem kunnugt er olíu-
vinnsluríki. Því hafa farið af stað
vangaveltur um hvort hersveitir á
bandi Gaddafis hafi minni aðgang að
olíulindunum en áður og eigi jafnvel
á hættu að þurfa að rifa seglin vegna
yfirvofandi olíuskorts.
Að sögn heimildarmanns frétta-
stofu Sky innan breska varnar-
málaráðuneytisins eru hins vegar
engar vísbendingar um að slíkur
skortur sé yfirvofandi hjá banda-
mönnum Gaddafis á næstunni.
Staðan í Líbíu var talsvert til
umræðu í breskum fjölmiðlum í gær
en William Hague, utanríkis-
ráðherra Bretlands, upplýsti þá að
líbískir uppreisnarmenn myndu fá
aðgang að 17,2 milljarða kr. olíusjóði
sem frystur var vegna stríðsins.
Viðurkenna uppreisnarmenn
Við sama tækifæri skýrði
Hague frá því að breska stjórnin liti
nú svo á að stjórn líbískra uppreisn-
armanna væri sú eina lögmæta í
Líbíu. Túlkaði Daily Telegraph
viðurkenninguna svo að hún væri
skref í átt að skiptingu Líbíu í tvö
yfirráðasvæði, þvert á markmið Atl-
antshafsbandalagsins. Þá benti blað-
ið á að Ramadan, helgur mánuður
múslíma, færi senn í hönd og því
myndu ástök dragast fram á haust.
Hvort sem það var tilviljun eða
úthugsuð refsing tók utanríkis-
ráðherrann til máls aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að líbíska sjón-
varpið sýndi myndir af hryðjuverka-
manninum Abdel Baset al-Megrahi
(sjá ramma til hliðar), skref sem
túlkað var sem ögrun til þessa for-
ysturíkis Evrópu innan NATO,
bandalagsins sem staðið hefur fyrir
loftárásum gegn sveitum Gaddafis.
Rúmir fjórir mánuðir eru liðnir
síðan árásir Atlantshafsbandalags-
ins hófust. Þær eru dýrar og munar
um hverja orrustu á krepputímum.
Að þessu leyti vinnur tíminn
með Gaddafi. Það á þó enn eftir að
koma í ljós hvaða áhrif það hefur á
framvinduna að frestur uppreisnar-
manna sé liðinn.
Síðustu kornin fallin í
stundaglasi Gaddafis
Reuters
Persónudýrkun Risavaxin götumynd af Gaddafi var afhjúpuð á Græna
torginu í Tripoli í vikunni. Hjól áróðursvélar hans snúast því enn.
Umdeilt var þegar Abdel Baset
al-Megrahi var látinn laus úr
fangelsi í Skotlandi í ágúst
2009 með vísan til þess að
hann væri með krabbamein og
ætti þrjá mánuði ólifaða. Meg-
rahi var á sínum tíma dæmdur
fyrir aðild að tilræði gegn far-
þegaþotu árið 1988 sem varð
alls 270 manns að bana, þar af
11 í bænum Lockerbie í Skot-
landi. Brugðust margir ætt-
ingjar fórnarlambanna illa við
tíðindum af lausn hans. Nýr
kafli í málinu hófst í vikunni
þegar Megrahi brá fyrir í líbísku
sjónvarpi og var ekki annað að
sjá en að fregnir af yfirvofandi
andláti væru stórlega ýktar.
Huldumaður
í leitirnar
LOCKERBIE-MÁLIÐ
Í sjónvarpinu Megrahi er til vinstri.