Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 29
Menningarveisla á Sólheimum hefst á laugardaginn og mun hún standa þar yfir til 13. ágúst með tón- leikum, fræðslufundum og listsýn- ingum. Aðgangur er ókeypis á við- burði og er öllum velkomið að mæta. Það verður því mikið um að vera á Sólheimum á laugardaginn næsta. Í Sólheimakirkju kl. 14, munu Bogomil Font, Sigtryggur Baldursson, og Davíð Þór Jónsson flytja dægurperlur og kalypso- smelli frá síðustu öld. Þá ætlar Siiri Lomb byggingarvistfræðingur að halda fyrirlestur í Sesseljuhúsi kl. 15, um rafsegulmengun í bygg- ingum af völdum raftækja, þráð- lauss nets og gsm-síma. Í kaffihúsinu Grænu könnunni, kl. 16, stíga á svið Blikandi stjörn- ur. Um er að ræða sönghóp með fötlun, mikinn gleðigjafa. Hópurinn hefur starfað frá árinu 2000 og hef- ur komið fram víða, bæði hérlendis og erlendis. Einnig hafa þau unnið til verðlauna fyrir starf sitt frá Evr- ópusambandinu. Árni Alexand- ersson, íbúi á Sólheimum, hitar upp fyrir hópinn og leikur nokkur frumsamin lög. gunnthorunn@mbl.is Gleðin tekur völd á Sólheimum  Bogomil Font flytur dægurperlur Morgunblaðið/hag Kalypso Sigtryggur Baldursson veit hvað hann syngur. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 „Við erum að reyna að búa til hughrif á sýningunni.“ 31 » Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Nú er komið að síðustu tónleikum sumarsins í tónleikaröðinni Sumar- tónleikar í Akureyrarkirkju. Tón- leikarnir fara fram sunnudaginn nk. og hefjast kl. 17:00 og aðgangur á tónleikana er ókeypis eins og venja hefur verið. Efnilegar listakonur, Guðrún Ingimarsdóttir sópran, Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari, leggja leið sína í Akureyrarbæ og munu þær leika klassískar perlur eftir þekkt tónskáld á borð við Moz- art, Bach, Händel og Tchaikovsky. Alltaf fullt út úr dyrum Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, framkvæmdastjóri og skipuleggj- andi tónleikanna, á von á miklum fjölda á þessa síðustu tónleika. „Þetta hefur verið blanda af heima- fólki og túristum og yfirleitt verið um 100 manns á tónleikum,“ segir Sigrún. Guðrún Ingimarsdóttir býr í Þýskalandi og starfar sem söngkona í Evrópu, Sigrún Eðvaldsdóttir leik- ur sem 1. konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og Anna Guðný píanóleikari hefur starfað á Íslandi við margvísleg störf píanist- ans. Síðustu sumartónleikarnir í Akureyrarkirkju  Klassískar listakonur lofa góðu í síðustu tónleikaröðinni Þríeyki Anna Guðný, Sigrún og Guðrún koma saman á sunnudag og leika klassískar perlur fyrir gesti Akureyrarkirkju en tónleikarnir hefjast kl. 17. Dagana 30. júlí til 14. ágúst stendur Félag frístundamálara fyrir samsýn- ingu í Tjarnarsalnum, Ráðhúsi Reykjavíkur. Ríflega fjörutíu lista- menn taka þátt í sýningunni en sýn- ingarstjórar eru Björg Stefánsdóttir og Nicola Girolamia. Félag frístundamálara var stofnað vorið 2009 í kjölfar sýningar frí- stundamálara á Vetrarhátíð og nú eru rúmlega hundrað manns í félag- inu. Að sögn Auðar Björnsdóttur hef- ur vakningin á meðal frístundamál- ara orðið til þess að listamennirnir hafa sameinast um aðstöðu og mikill áhugi var á því að fá að taka þátt í sýningunni. „Fjölmargir sýndu áhuga á að taka þátt í sýningunni en rúmlega 40 listamenn taka þátt. Margir hverjir hafa stundað mynd- listarnám án þess að hafa klárað gráðuna og það er fólk að sýna sem hefur kannski málað í 20-30 ár,“ seg- ir Auður. Vefur félagsins er fristundamal- arar.is þar sem finna má upplýs- ingar um sýningar, viðburði og ann- að sem tengist félaginu. Sýningin verður opin kl. 10-19 virka daga og kl. 10-18 um helgar. Málverk Frá sýningu félagsins á Menningarnótt í fyrra. Frístunda- málarar sýna  Um 40 málarar sýna í Ráðhúsinu Kammerhópurinn Nordic Af- fect mun koma fram á tón- leikum í Skálholtskirkju klukk- an 20:00 í kvöld. Tónleikarnir bera heitið Upp á þýskan máta og þar verða flutt verk eftir þýskumælandi tónskáld, allt frá Schemelzer til Telemanns. Listrænn stjórnandi tón- leikanna er Halla Steinunn Stefánsdóttir. Tónleikarnir eru liður í sum- artónleikum Skálholtskirkju, sem hafa staðið fyrir tónlistarviðburðum í 5-6 vikur á hverju sumri frá árinu 1975. Hátíðin í ár hófst þann 2.júlí og stend- ur til 7. ágúst. Tónlist Kammertónleikar í Skálholtskirkju Skálholtskirkja Gísli Helgason, blokkflautuleik- ari og lagaskáld, gaf nýverið út sinn fjórða sólódisk. Diskurinn ber heitið Út við sund og eyjar, en þetta er jafnframt afmæl- isdiskur því nú eru liðin 50 ár frá fyrsta blokkflaututíma Gísla. Diskurinn inniheldur níu lög sem flest eru í nýjum út- setningum. Þekktir tónlist- armenn koma að upptökum og tónlistarflutningi. Þar má helst nefna Ólaf Þórarinsson (Labba) sem m.a. stjórnar flestum upptökum. Lögin eru útsett þannig að blokkflautan nýtur sín vel í allskonar stílbrögðum; poppi, rokki og ljúfum ballöðum. Tónlist Ný plata Gísla Helgasonar Gísli Helgason Sýningin Hugvit stendur nú yfir í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði. Þar eru sýnd verk og hugmyndir Einars Þorsteins Ásgeirssonar hönnuðar og hugvitsmanns. Leitast er við að endurspegla sannfæringu hans um að hugvit geti byggt betri heim. Verk hans endurspegla einstaka sýn á lög- mál náttúrunnar og hvernig beita megi þessum lögmálum í arkitektúr, hönnun og myndlist. Á sýningunni eru líkön, hönnunarmunir og heimildir um byggingar sem Einar hefur unnið á síðustu ára- tugum. Opið verður í Hafnarhúsinu alla Versl- unarmannahelgina til klukkan 21:00. Listir Sýningin Hugvit í Hafnarhúsinu Einar Þorsteinn Ásgeirsson Laugardaginn 30. júlí opnar í samkomuhúsinu Gimli á Stokks- eyri, myndlist- arsýningin Lýð- veldið í fjörunni, og stendur hún til sunnudagsins 14. ágúst. Opið verður laug- ardaga og sunnu- daga milli klukkan 14 og 18 og er aðgangur ókeypis. Sýningin, sem dregur nafn sitt af Stokkseyr- arfjöru, er hluti af eins konar sýn- ingargjörningi sem spannar sex sýningar í fimm sveitarfélögum. Megináherslur sýningarhópsins fel- ast í því að efna til margháttaðrar samræðu við lýðveldið Ísland, öðr- um þræði með hliðsjón af sögu, menningu og náttúrulegu umhverfi þess staðar sem myndar umgjörð sýningarinnar hverju sinni. Sýning- arnar hafa verið settar upp í óhefð- bundnu húsnæði með það að mark- miði að kanna þá möguleika sem búa í gömlum byggingum í nýju samhengi, þar sem tvinnast saman saga gamalla atvinnuhátta, skap- andi starf og viðburðir í samtím- anum. ,,Við höfum leitast sér- staklega við að sýna á óhefðbundnum stöðum, í húsum sem hafa einhverja sögu að geyma," segir Anna Jóhannsdóttir, myndlistarkona og ein af aðstand- endum sýningarinnar. ,,Stundum höfum við sýnt í yfirgefnum hús- um; eiginlega fyrrverandi húsum. Fyrrverandi ullarverksmiðju, yf- irgefnum verbúðum o.s.frv. Við reynum að efna til samræðu við hvern og einn sýningarstað og um- hverfi hans, bæði samfélagið á staðnum og náttúruna. Þannig að markmið okkar með sýningunni á Stokkseyri er að velta fyrir okkur fjörunni, eins og segir í sýning- arheitinu, og hinni rómuðu nátt- úrufegurð og því einstaka lífríki sem Stokkseyri hefur að geyma. Þá er saga bæjarins skemmtileg, en hérna var mikilvæg höfn á 19. öld- inni. Í verkum okkar tvinnast þetta allt saman við samfélagið í dag og sögu húsins." Listamennirnir sem sýna eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guð- björg Lind Jónsdóttir, Hildur Mar- grétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir Lýðveldið í Stokkseyrarfjöru  „Leitumst eftir því að sýna á óhefðbundnum stöðum“ Anna Jóhannsdóttir Sýning Samkomuhúsið í Gimli mun hýsa sýninguna og fjaran við Stokkseyri mun leika hlutverk í sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.