Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Afrakstur Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir var í fimm ár með hið glæsilega Íslandsteppi.
inga og byrjaði að sauma og tíndi svo
í kring eftir því sem vantaði. Jónína
Huld sá strax fyrir sér fallega drapp-
liti í jöklinum. Hún byrjaði því á hon-
um og vann sig síðan út frá því. Hún
gekk með litaprufur og efnabúta í
veskinu í nokkur ár ef hún skyldi rek-
ast á vefnaðarvöruverslun sem ætti
réttu litina til að bæta við. Einnig
gramsaði hún mikið í afgöngum í
vefnaðarvöruverslunum og keypti
líka 10 til 15 cm ræmur af ströngum.
„Þetta er kannski ekki flókinn búta-
saumur en þetta er nákvæmnisvinna.
Það þarf að skera bútana akkúrat
rétt niður og allir saumar þurfa að
passa og ekkert annað í boði en það
væri 100% vel gert. Ég saumaði sam-
an fjögurra búta blokkir eins og kall-
að er og þegar ég var komin með fjór-
ar slíkar saumaði ég þær saman og
var þá komin með 16. Þannig raðaði
ég teppinu upp en það kom líka oft
fyrir að ég var ekki ánægð með lita-
samsetninguna á búti í miðju og þá
var bara að rekja upp. Þetta verk
kenndi mér því líka dálítið mikið í
þolinmæði og þrautseigju. Alltaf þeg-
ar aðstæður voru hagstæðar heima
fyrir, en ég var bæði að sjá um heim-
ilið og sinna þar skrifstofustörfum
fyrir fyrirtæki okkar hjóna, þá skaust
ég í þetta og átti mjög góðar stundir.“
Hékk á borðstofuskápunum
Jónína Hulda segir áhugann
ekki hafa smitað út frá sér og í fyrstu
hafi hún verið dálítið einmana í þessu.
Hún byrjaði á borðstofuborðinu
heima og það dugði fyrir Vatnajökul
og miðhálendið. Eftir það hengdi hún
lak utan á borðstofuskápana og nældi
bútana þar í. Svo stækkaði teppið og
aðgengið að stofuskápunum var orðið
mjög slæmt og hún orðin plássfrek á
heimilinu. Þá varð hún svo heppin að
kynnast góðri konu sem var með
álíka dellu. Sú bauð henni að leigja á
móti sér iðnaðarhúsnæði og þáði Jón-
ína Hulda það með þökkum. Hún
segir þetta hafa komið sér vel og það
hafi verið ánægjulegt að komast að-
eins út á meðal fólks og sinna hugð-
arefni sínu. Nú hefur Jónína Hulda
fengið sína eigin saumastofu sem hún
fékk manninn sinn til að hjálpa sér
við að byggja inn af gröfuverkstæð-
inu sem hann rekur. Þannig segir
hún að Íslandsteppið hafi ekki leitt
neitt nema gott af sér. Nú lætur hún
sér þó nægja að sauma lítil stykki og
hefur verið að sauma veski og buddur
úr endurnýttum efnum. Þær hafa
fengist í Handverksskúrnum á Sel-
fossi og safnbúðinni í Þjóðminjasafn-
inu.
500 vinnustundir að baki
Eins og áður sagði verður teppið
boðið upp á bæjarhátíðinni Sumar á
Selfossi sem haldin verður laugar-
daginn 6. ágúst. Ólafur Helgi sýslu-
maður mun bjóða teppið upp og seg-
ist Jónína Hulda ætla að reikna með
góðu veðri til að hægt verði að hengja
teppið upp utandyra. Henni reiknast
til að um 500 vinnustundir liggi í
verkinu auk efniskostnaðar. Hún
segir 600.000 krónur því vera lág-
marksboð fyrir teppið.
„Þetta er tilraun og það væri
mjög ánægjulegt ef einhver sýndi
áhuga á að eignast teppið og styrkja
um leið gott málefni. Ég áttaði mig
fljótlega á því að það væri svo stórt að
það myndi njóta sín best í stóru rými,
kannski í fyrirtæki eða stofnun. Þar
sem allt hafði verið svo skemmtilegt
við vinnsluna setti ég mér það mark-
mið að láta teppið verða til góðs. Það
lá beinast við að styrkja Barnaheill
eftir að hafa sinnt barnauppeldi í
mörg ár og ég á eftir að verða þakklát
ef einhver kaupir teppið,“ segir Jón-
ína Hulda. En það hangir nú til sýnis
í Bókasafni Árborgar á Selfossi.
Endurnýtt efni
„Bútasaumurinn var mjög vin-
sæll og viss kjarni sem hefur sinnt
honum. Eftir efnahagshrunið hækk-
uðu efnin hins vegar svo mikið í verði
að saumaskapurinn reyndist erfið-
ari,“ segir Jónína Hulda og samsinnir
því að hún hafi í raun saumað sitt
teppi á hárréttum tíma.
Upphaflega hugmyndin er þó
auðvitað sú að fólk noti afganga og
endurnýti efni líkt og Jónína Hulda
gerir í dag. Hún segir að sauma-
mennskan eigi vonandi eftir að
þróast aftur í þá upphaflegu átt með
breyttum aðstæðum. Bútasaumurinn
er upphaflega frá Evrópu og barst
þaðan til Bandaríkjanna þar sem
hann hefur verið mjög vinsæll.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Strangar Jónína Hulda gekk um með efnisbúta í vasanum í nokkur ár.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
Litlatún í Garðabæ
- verslunarkjarni í alfaraleið