Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Helgarferðin Eltum sólina í sumar Iðandi mannlíf á Austurlandi um ferðahelgi Veðurspá kl. 12 á laugardaginn Heimild: vedur.is G ru nn ko rt :L M Í 11° Bolungarvík 5 9° Steingrímsfjarðarheiði 411° Patreksfjörður 3 12° Blönduós 3 14° Akureyri 2 15° Húsavík 3 11° Raufarhöfn 3 16° Egilsstaðaflugv. 3 12° Höfn 4 12° Kvísker 4 11° Kirkjubæjarklaustur 1 10° Vestmannaeyjar 9 12° Reykjavík 3 13° Hæll 4 12° Hvanneyri 4 11° Stykkishólmur 2 11° Holtavörðuheiði 5 9° Hveravellir 8 11°Kárahnjúkar 39°Sandbúðir 9Veðurfræðingar hafa verið sérlega óákveðnir í spám sínum það sem af er vikunni og því engin leið að vita hvar bongóblíðan verður allra mest um verslunar- mannahelgina. Hvað sem því líður er nóg um að vera á Austurlandi og þangað verður sjónum beint hér. Skannaðu kóðann til að lesa allt um Austurland. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Stærsta mannamót á Austurlandi og eitt það stærsta á landinu um verslunarmannahelgina, er unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Nokkrir gamlir ungmennafélagsjaxlar voru að leggja lokahönd á undirbúninginn þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti leið þar um í gær og smellti af þeim mynd, en undanfarnar vikur hefur fjöldi fólks unnið að verkefninu. Síðustu daga hefur verið unnið myrkanna á milli, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra unglingalandsmótsins. „Við reiknum með að það verði hér um 1.200 keppendur, sem við segjum svo að fylgi átta til tíu þúsund manns í heildina,“ segir Ómar Bragi. Í Borgarnesi í fyrra voru um 1.700 keppendur svo mótið er aðeins smærra í sniðum nú, en stórt engu að síður. Dans, fimleikar, glíma og mótorkross „Keppnissvæðin eru klár og nú bíðum við eftir keppendunum okkar,“ segir Ómar Bragi, en strax í gær var fólk byrjað að mæta á tjaldstæðið þó svo undirbúningur væri þar enn í gangi. Alls verður keppt í ellefu grein- um að þessu sinni, í dansi og fimleikum, frjálsíþróttum, glímu og golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfubolta, mótorkrossi, skák og sundi. Fatlaðir keppa í tveimur greinum sér- staklega, sundi og frjálsum. Allir á aldrinum ellefu til átján ára geta tekið þátt en skipulag- ið er þannig að jafnvel þó svo einstaka gestir eigi ekki aðild að fullskipuðu liði í hópíþrótt geta þeir samt komist að og mótsstjórnin sér um að skipuleggja mótið svo að allir komist í lið og fái að spreyta sig. Þannig er ungmennafélagsandinn, allir fá að vera með og allir eru jafnir, hvort sem þeir tilheyra félagsliðum eða ekki. „Ef strákur frá Patreksfirði nær ekki saman í lið, getur hann skráð sig sem einstaklingur og við búum til lið. Allir fá að keppa hvort sem þeir eru í íþróttafélagi eða ekki.“ Þess utan myndast skemmtileg stemning innan einstakra hópa fólks sem kemur frá sömu stöðum af landinu. „Skagfirðingar eru til dæmis að koma með hundrað manna hóp af keppendum og þeim verður úthlutað sérstöku svæði á tjaldsvæð- inu. Svo eru oft Vestfirðingar saman og hinir og þessir sem halda hópinn,“ segir Ómar Bragi. Glæsileg íþróttamannvirki eru til stað- ar á Egilsstöðum. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og stutt er í sundlaug og íþrótta- hús. Tjaldstæðið er miðsvæðis og stutt þaðan á alla viðburði en mótorkrosskeppnin verður stuttan spöl fyrir utan bæinn. Líka vímulaus kvöldskemmtun Samhliða íþróttunum verður fjölbreytt dag- skrá fyrir alla fjölskylduna á daginn. Kvöld- vökur verða öll kvöld, varðeldur í kvöld og flugeldasýning á sunnudagskvöld. Öll dagskrá er endurgjaldslaus fyrir mótsgesti, en þátt- taka í keppnisgreinunum kostar sex þúsund krónur. „Þótt þetta sé vímulaus fjölskyldu- samkoma verður hér iðandi líf á kvöldin líka. [...] Það eru alltaf einhverjar nýjungar. Í ár erum við með fjöl- breyttari afþreyingu, stærri hljómsveitir. Í svörtum fötum verða hér, Ingó og veðurguð- irnir, Bjartmar og Jón Jónsson,“ segir Ómar Bragi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Allt að verða klárt Unnið var að því hörðum höndum í gær að gera íþróttavöllinn á Egilsstöðum kláran. Björn Ágússtson, Björn Hafþór Guðmundsson Hjálmar Jóelsson lögðu sitt af mörkunum. Allir fá að reyna sig sem vilja  1.200 keppendur verða á unglingalandsmótinu og í heildina reiknað með hátt í tíu þúsund manns  Keppt í 11 íþróttagreinum og kvölddagskráin verður myndarlegri en áður og stór nöfn troða upp „Við erum að fá í fyrsta skipti lítinn hóp frá Grænlandi í gegnum Vest-nordisk Ung- domsforum,“ segir Ómar Bragi. Sex krakkar frá Grænlandi mæta á unglinga- landsmótið. „Við funduðum í vor með þeim og þeir ætla að senda lítinn hóp af ungum krökk- um, sem upplifa þetta með okkur. Það búa um það bil 140 manns í þessu bæj- arfélagi og þar er engin að- staða fyrir íþróttir nema pínulítill fótboltavöllur,“ seg- ir Ómar Bragi. Upplifunin ætti því að verða skemmti- leg. Grænlensk börn á landsmótið ERLENDIR GESTIR Í ÁR Kátir krakkar frá Grænlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.