Morgunblaðið - 28.07.2011, Blaðsíða 6
flokki, auk fulltrúa frá efnahags- og
skattanefnd. Þessi hópur er á stöð-
ugum fundum þessa dagana því
vinnu við fjárlagafrumvarpið á að
ljúka í fyrstu viku ágústmánaðar.
Vinna hópsins byggir á stefnu-
mörkun stjórnarinnar í ríkisfjármál-
um fyrir árin 2009–2013 sem ríkis-
stjórnin samþykkti í febrúar 2009,
en áætlunin var unnin í samráði við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lá til
grundvallar stuðningi sjóðsins við
Ísland.
Á að hverfa frá markmiði
um jöfnuð 2013?
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru sumir innan fjárlaga-
hópsins þeirrar skoðunar að óraun-
hæft sé að halda sig við þessa áætlun
óbreytta, en hún gerir ráð fyrir já-
kvæðum frumjöfnuði á ríkissjóði á
árinu 2011 (þ.e. hallalausum rekstri
að undanskildum fjármagnskostnaði
ríkissjóðs) og hallalausum fjárlögum
2013.
Einn viðmælandi blaðsins sagði
sterkan vilja meðal stjórnarþing-
manna að halda sig við markmið um
hallalaus fjárlög 2013. „Það væri
slæmt fyrir trúverðugleika Íslands
út á við að hverfa frá markaðri
stefnu. Það myndi hafa slæm áhrif á
lánshæfi
Íslands.
Láns-
hæfis-
fyrir-
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Ársverðbólga mælist nú 5% og hef-
ur farið hratt vaxandi frá áramót-
um. Hún hefur ekki mælst meiri
síðan í júní í fyrra þegar hún var
5,7%. Viðvarandi verðbólga leiðir
vitaskuld til kjaraskerðingar á
formi kaupmáttarrýrnunar. Það
var því ein af forsendum nýgerðra
kjarasamninga að endurskoða bæri
þá með reglulegu millibili með tilliti
til þróunar verðbólgu og kaupmátt-
ar, meðal annars.
Matthías Kjeld, hagfræðingur
hjá Alþýðusambandi Íslands, segir
kjarasamningana ennþá það ný-
gerða að erfitt sé að draga mark-
tækar ályktanir af áhrifum þeirra
fyrr en líða tekur á haustið. „Auð-
vitað er svolítið
óþægilegt að sjá
þessar tölur, en
það er náttúrlega
heilmikið eftir af
árinu,“ segir
hann. Sam-
kvæmt samning-
unum kemur svo-
kölluð
forsendunefnd,
skipuð fulltrúum aðildarsamtaka
ASÍ og Samtaka atvinnulífsins,
saman í byrjun næsta árs og fer yfir
það hvernig til hefur tekist frá und-
irritun til áramóta.
Þá verður meðal annars horft til
þess hvort kaupmáttur launa hafi
aukist og hvort gengi krónunnar
hafi styrkst það sem af er samn-
ingstímanum. „Það er náttúrlega
sterkt samband á milli gengissigs
og verðbólgu, sérstaklega hjá okk-
ur á Íslandi,“ segir Matthías.
Helstu þættirnir sem ýtt hafi undir
verðbólgu upp á síðkastið séu ann-
ars matvöru- og eldsneytisverð. Þá
hafi fasteignaverð haft sitt að segja.
Of snemmt að draga ályktanir
Matthías leggur áherslu á það að
rétt sé að bíða áður en ályktanir séu
dregnar. Hugsanlegt sé að mót-
verkandi kraftar verki gegn verð-
bólguþróuninni, til að mynda þegar
dregur úr spennu á vinnumarkaði í
sumarlok eins og oft vill verða. Þá
hafi sumarútsölur oft hjaðnandi
áhrif á verðbólguna.
Því hefur verið haldið fram, þar á
meðal af Árna Páli Árnasyni, efna-
hags- og viðskiptaráðherra, að
kjarasamningarnir sjálfir hafi ýtt
undir verðbólgu. Tólf mánaða verð-
bólga mælist nú meiri en prósentu-
hækkun launa sem samið var um –
4,25%. Matthías bendir á að samn-
ingarnir séu ennþá nýgerðir og
áhrif þeirra á verðbólguþróun því
óljós. Það sé hins vegar áhyggju-
efni ef kjarabæturnar minnki út af
þessari verðbólguþróun.
„Við viljum auðvitað ekki fara út í
þennan launaspíral sem var hér á
árum áður,“ segir hann og vísar til
víxlverkunar launa- og verðhækk-
ana sem á endanum leiða til óða-
verðbólgu. „Ég held að menn hafi
reynt í lengstu lög að forða okkur
frá slíkri þróun [við gerð kjara-
samninga].“ Náið verði fylgst með
verðbólguþróuninni næstu vikur og
mánuði og orsakavaldanna leitað.
„Óþægilegt að sjá þessar tölur“
Kjarabótum stafar ógn af verðbólgu sem hefur aukist mikið frá áramótum Hagfræðingur ASÍ seg-
ir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum launahækkana á verðbólguþróun Náið fylgst með þróun
Matthías Kjeld
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Hörð átök eru milli stjórnarflokk-
anna um hvort hækka eigi skatta á
næsta ári. Innan Samfylkingarinnar
er mikil andstaða við hugmyndir VG
um hækkun skatta en flokkurinn
leggur til að skorið verði meira niður
í útgjöldum ríkisins. Viðræður flokk-
anna eru pólitískt viðkvæmar vegna
þess að stjórnin hefur núna aðeins
eins þingmanns meirihluta og því er
hefur sérhver þingmaður neitunar-
vald við fjárlagagerðina.
Þegar fjárlagafrumvarp þessa árs
var lagt fram í upphafi þings í haust
risu nokkrir stjórnarliðar upp og
mótmæltu. Ástæðan var sú að frum-
varpið gerði ráð fyrir að fjárveiting-
ar til sjúkrahúsa á landsbyggðinni
yrðu skornar niður um þrjá millj-
arða. Einstakir þingmenn sögðu að
þessi niðurskurður hefði komið þeim
á óvart og þeir hefðu aldrei sam-
þykkt hann. Í framhaldinu spurðu
stjórnarandstæðingar fjármálaráð-
herra hvort meirihluti þingmanna
styddi frumvarpið. Tillögurnar voru
í kjölfarið endurskoðaðar og niður-
skurðurinn varð aðeins brot af því
sem upphaflega var áformað.
Nánara samstarf við þingið
Þessi uppákoma varð til þess að
ráðherrar ríkisstjórnarinnar hétu
því að hafa meira samráð við þing-
menn stjórnarflokkanna um fjár-
lagagerðina. Þetta hefur gengið eft-
ir. Stofnaður var fyrr á þessu ári
sérstakur fjárlagahópur en í honum
eru þrír þingmenn frá hvorum
tækin þekkja vel markmiðið um
hallalaus fjárlög 2013 og það væru
slæm skilaboð til þeirra að fara eitt-
hvað að slaka á í þeim efnum. En til
að ná settum markmiðum þarf að
taka fastar á árum.“
Samfylkingin útilokar ekki
uppsagnir
Innan Samfylkingarinnar er and-
staða við að almennir skattar verði
hækkaðir meira á heimili og fyrir-
tæki, en fjármálaráðherra hefur lát-
ið vinna tillögur sem fela í sér hækk-
un skatta. Samfylkingin vill ganga
lengra í niðurskurði ríkisútgjalda, en
andstaða er innan VG við leiðir sem
samfylkingarmenn vilja fara í niður-
skurði.
Þess ber að geta að samfylking-
armenn tala ekki einni röddu í rík-
isfjármálum. Hluti þingflokksins tel-
ur óhjákvæmilegt að hækka eitthvað
skatta ef ná á settum markmiðum.
Stærstur hluti af útgjöldum rík-
issjóðs eru laun og þeir sem and-
mæla tillögum um harðari niður-
skurð hafa bent á að tillögurnar feli í
sér fjöldauppsagnir ríkisstarfs-
manna. Einn heimildarmanna blaðs-
ins, sem hvetur til frekari niður-
skurðar, bendir á að atvinnuleysi
hafi minnkað og t.d. sé orðið erfitt að
fá iðnaðarmenn í vinnu. Við þessar
aðstæður sé vel réttlætanlegt fyrir
ríkið að fækka starfsfólki. „Þetta er
líka spurning um hvort við viljum
verja launin eða verja störfin.“
Útgjöld ríkissjóðs hækka um
milljarða vegna kjarasamninga sem
gerðir hafa verið á þessu ári. Þetta
ásamt útgjöldum vegna fjármála-
stofnana eins og Íbúðalánasjóðs,
gerir fjárlagavinnuna enn erfiðari.
Andstaða við skattahækkun
VG vill hækka skatta enn frekar en Samfylkingin krefst meiri niðurskurðar
Ræða hvort standa eigi við markaða stefnu um jöfnuð á ríkissjóði árið 2013
Morgunblaðið/Golli
Lokar gatinu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mundar pennann, en hann reynir nú að skapa samstöðu um tillögur sem loka fjárlagagatinu.
Þó skuldir rík-
issjóðs hafi hækk-
að á síðustu árum
hafa vaxtaútgjöld
ríkisins ekki
hækkað eins mik-
ið og reiknað var
með. T.d. var í
fjárlaga-
frumvarpi ársins
2010 reiknað með
að ríkissjóður
þyrfti að greiða 94,3 milljarða í
vexti, en kostnaðurinn varð hins
vegar 68 milljarðar. Ástæðan fyrir
þessu er að vextir hafa verið óvenju-
lega lágir bæði heima og erlendis.
Nú bendir hins vegar flest til að
breyting sé að verða á. Vextir er-
lendis fara hækkandi og seðla-
bankastjóri hefur boðað vaxtahækk-
un sem eru vondar fréttir fyrir
ríkissjóð. Væntingar um vaxtahækk-
un eru þegar komnar fram á mark-
aði. Ávöxtunarkrafa á 25 ára rík-
isskuldabréfum á eftirmarkaði var
t.d. 6,5% um síðustu áramót en er
núna tæplega 8%. Ríkissjóður skuld-
ar yfir þúsund milljarða og hvert
prósentustig í hærri vöxtum eykur
útgjöld ríkissjóðs um milljarða.
Líkur á að
vaxtagjöld
aukist
Vextir heima og er-
lendis eru að hækka
Vextir Það er dýrt
að skulda mikið.
Við gerð fjárlagafrumvarpsins
byggir fjármálaráðuneytið á hagspá
sem Hagstofan gefur út. Í byrjun árs
spáði Hagstofan að hagvöxtur
myndi aukast á næsta ári um 2,9%.
Fyrr í þessum mánuði gaf Hagstofan
út nýja spá og gerir þá ráð fyrir
3,1% hagvexti. Í mánaðargamalli
spá OECD er hins vegar reiknað
með 2,9% hagvexti.
Í hagspá Hagstofunnar fyrir
næsta ár er byggt á þeirri forsendu
að atvinnuvegafjárfestingar aukist
um 17,6%. Reiknað er með að fjár-
festingar vegna kísilverksmiðjunnar
í Helguvík hefjist í haust og nái
hámarki á næsta ári og fjárfest-
ingar utan stóriðju komist á skrið.
Í fyrra byggði fjármálaráðherra
frumvarp sitt á spá Hagstofunnar
um 3,2% hagvöxt. Þetta gagnrýndu
margir því á sama tíma spáði OECD
1,5% hagvexti, ASÍ 1,7% og Seðla-
bankinn 2,1% hagvexti. Eftir að fjár-
lagafrumvarpið var lagt fram lækk-
aði Hagstofan spá sína, en þar með
varð að endurskoða tekjuáætlun
frumvarpsins. egol@mbl.is
Spá 3,1%
hagvexti
Á síðasta þingi sögðu þrír þing-
menn sig úr þingflokki VG og
þar með hangir stjórnarmeiri-
hlutinn aðeins á einum manni.
Einn þingmannanna, Ásmundur
Einar Daðason, gekk til liðs við
Framsóknarflokkinn og mun því
væntanlega greiða atkvæði með
flokksmönnum sínum þegar
kemur að afgreiðslu fjárlaga.
Hinir þingmennirnir tveir, Lilja
Mósesdóttir og Atli Gíslason,
nefndu andstöðu við fjárlög
sem meginástæðu fyrir því að
þeir gætu ekki lengur stutt
stjórnina. Stjórnin getur því
tæplega reiknað með stuðningi
þeirra við fjárlagavinnuna.
Þessi tæpi meirihluti gerir
vinnuna við fjárlagafrumvarpið
enn erfiðari. Engar tillögur um
skattahækkun eða um lækkun
útgjalda rata inn í frumvarpið
nema allir 32 þingmenn stjórn-
arflokkanna samþykki
þær. Það reynir því
á samstarfsvilja
og samningalip-
urð þeirra sem
bera ábyrgð á
fjárlagavinn-
unni.
Allir með
neitunarvald
VIÐKVÆM STAÐA EFTIR
KLOFNINGINN Í VG
Atli Gíslason Lilja Mósesdótti
Ásmundur
Einar Daðason
Kaupmáttur launa þarf að hafa
aukist á tímabilinu desember
2010 til desember 2011 og aftur
til ársloka 2012. Þá þarf verðlag
að hafa haldist stöðugt á samn-
ingstímanum og tólf mánaða
verðbólga innan við 2,5% í des-
ember árið 2012. Gengisvísitala
krónunnar þarf að vera innan
við 190 í desember 2012. Hún er
í dag um 218.
Forsendurn-
ar skýrar
KJARASAMNINGAR