Morgunblaðið - 03.08.2011, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.08.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 Út af fyrir sig er engin ástæða tilað harma það að minna sé að gera hjá ÁTVR en áður. Og víst er að margir fagna því beinlínis að sal- an fyrir þessa versl- unarmannahelgi hafi verið töluvert minni en í fyrra.    Þó er hætt við aðástæða minni áfengissölu í áfengisversluninni sé ekki breytt afstaða almennings til áfengis eða stóraukin almenn bind- indissemi.    Ástæðan fyrir þessari þróun erauðvitað sú sama og fyrir því að mun minna var ekið um þessa verslunarmannahelgi en þá síðustu. Fólk hefur einfaldlega ekki lengur efni á því sem það gat leyft sér í fyrra. Það hefur ekki efni á að ferðast innanlands eins og áður og ástæðan er háir og hækkandi skatt- ar.    Þetta er nöturleg staðreynd semfáir kætast yfir. Og jafnvel þeir sem kætast yfir minni verslun í ÁTVR þurfa að hafa þessar ástæður í huga.    Þeir þurfa líka að huga að því aðekki er öruggt að dregið hafi úr neyslu áfengis í réttu hlutfalli við minnkandi sölu ríkisverslunarinnar.    Þær aðstæður sem ríkisstjórninhefur búið almenningi í landinu eru gósentíð fyrir smyglara og bruggara. Þegar harðnar á dalnum hjá almenningi vegna ofurskatt- heimtu og heimatilbúinnar stöðn- unar í efnahagslífinu er hætt við að neðanjarðarstarfsemi af því tagi taki að blómstra á ný.    Það er ekki sérstaklega geðfelldþróun. Skuggaleg gósentíð STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.8., kl. 18.00 Reykjavík 15 skýjað Bolungarvík 10 rigning Akureyri 15 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Vestmannaeyjar 10 rigning Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 15 heiðskírt Ósló 25 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 27 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 20 skýjað London 27 heiðskírt París 27 skýjað Amsterdam 27 léttskýjað Hamborg 26 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 12 alskýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 30 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 21 skýjað New York 30 heiðskírt Chicago 30 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:41 22:28 ÍSAFJÖRÐUR 4:25 22:53 SIGLUFJÖRÐUR 4:07 22:37 DJÚPIVOGUR 4:05 22:02 tíðinni enda mikil vinna að taka á móti 30 þúsund gestum. „Það sem mér finnst vera dásam- legast við Fiskidaginn er undirbún- ingurinn,“ segir Júlíus. „Það mynd- ast hérna ólýsanleg stemning og sérstök orka, allir að undirbúa súp- una, smakka hana til og mikið líf og fjör á meðan verið er að skreyta og hafa allt klárt. Þetta er mikil vinna en allir gera þetta af því að þetta er svo skemmtilegt.“ Það verður margt forvitnilegt að sjá og smakka á hátíðinni í ár en Júlíus nefnir sérstaklega for- vitnilegt grill sem er árlegur við- burður. „Á milli kl. 11 og 17 höfum við grillað um 11 þúsund fiskborg- ara á átta metra færibandagrilli þar sem borgarinn snýst á miðri leið,“ segir hann. Það hlýtur eiginlega að slá einhvers konar met. Heimsmetabók Guinness hafði samband við Dalvíkinga  Fiskidagurinn mikli jafnvel stærsta sjávarréttahátíð heims  300 undirbúa Ljósmynd/Herborg Harðardóttir Pakkað Margir koma og hjálpa til þegar fiskmetinu er pakkað inn í viðeigandi umbúðir fyrir eldun og framreiðslu. Það komst í fréttirnar á dögunum þegar heil- brigðisyfirvöld tóku fyrir múffubasar sem til stóð að halda á Akureyri en þá voru heilbrigð- issjónarmið sögð ráða því að ekki mætti selja mat sem framleiddur væri í heimahúsi. Júlíus seg- ir þessar reglur ekki gilda fyrir fiskisúpukvöld hátíð- arinnar. „Heilbrigðiseftirlitið skrifar upp á allt sem við gerum á Fiskidaginn mikla og við fylgjum öllum settum reglum hvað það varðar. En súpukvöldið er einkaboð, fólk er að bjóða heim til sín og þessar reglur ná ekki til þess,“ segir hann. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið undir þau sjónarmið. Aðstandendur hátíðarinnar sjái fólki fyrir bollum og fiski og Myllan gefi brauðið en að öðru leyti búi fólk til sína súpu og bjóði gestum og gangandi að njóta með sér. HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ SKRIFAR UPP Á BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Allt gengur vel og á eðlilegum hraða og það er tilbúið sem á að vera tilbúið á þessum tímapunkti,“ segir Júlíus Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, en undirbúningur fyrir þessa miklu fjölskylduhátíð á Dalvík stendur nú sem hæst. Þetta verður í ellefta skiptið sem efnt er til Fiskidagsins mikla en undanfarin ár hafa um 30 þúsund gestir sótt hátíðina og í fyrra, þegar haldið var upp á tíu ára afmæli hennar, voru þeir 33 þúsund. Júlíus segir að líklega sé um Evrópu- og jafnvel heimsmet að ræða. „Okkur hefur verið sagt að þetta sé stærsta sjávarréttahátíð í Evrópu eða heim- inum,“ segir hann og bætir því við að fulltrúar frá Guinness-heims- metabókinni hafi sett sig í samband við skipuleggjendurna en það hafi reynst of dýrt að fá fulltrúa þeirra hingað til lands til að staðfesta met- ið. Það sem er einna sérstakast við hátíðina er að á henni er allt ókeyp- is. „Það er rukkað vægt gjald á tjaldsvæðinu en dagskráin, matur og drykkur er allt ókeypis,“ segir Júlíus. Fimmtán til átján mat- arstöðvar verði settar upp að vanda og þar boðið upp á ýmislegt góð- gæti af matseðli sem sérstaklega er settur saman fyrir hátíðina ár hvert. Færibandagrill Kvöldið fyrir Fiskidaginn er haldið svokallað Fiskisúpu- kvöld en þá bjóða á annað hundrað fjölskyldur á Dal- vík gestum og gangandi í fiskisúpu sem hver eld- ar með sínu lagi. Auk þess koma um 300 sjálfboðaliðar að há- Súpukvöldið er einkaboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.