Morgunblaðið - 03.08.2011, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
Við Sólfarið Votviðrasamt hefur verið í Reykjavík síðustu daga. Erlendir ferðamenn láta það lítið á sig fá þegar þeir rölta um borgina með myndavélina á lofti, enda búnir fyrir hvað sem er.
Kristinn
Voðaverkin í Noregi
eru sláandi áminning
um að ekkert samfélag
er algjörlega óhult fyrir
árásum af því tagi sem
áttu sér þar stað. At-
burðir sem þessir
varpa kastljósi á örygg-
ismál og hvort lögregla
og aðrar viðbragðs-
stofnanir séu í stakk
búnar til þess að sinna
lögbundnu hlutverki
sínu. Að sjálfsögðu er aldrei hægt að
fá fullkomið öryggi en með ábyrgri
öryggisstefnu er hægt að loka glufum
í öryggiskerfinu.
Frá efnahagshruni hafa framlög til
löggæslumála á Íslandi verið skorin
niður mjög harkalega, svo harkalega í
rauninni að af fullri alvöru má bera
fram þá spurningu hvort íslenska rík-
ið sé að sinna því lykilhlutverki sínu
að tryggja öryggi borgara sinna.
Ekki er t.d. langt síðan þær fréttir
bárust frá Vestmannaeyjum að þar
þyrfti lögreglan að loka lögreglustöð-
inni hluta úr sólarhring vegna nið-
urskurðar. Vestmannaeyingar þurfa
þess vegna að sætta sig við sama lög-
gæslustig og fyrir mörgum áratugum
á sama tíma og aldrei hefur verið eins
mikil umferð af fólki um eyjuna
fögru. Herjólfur hefur flutt yfir 80
þúsund manns til og frá Eyjum síðan
siglingar hófust aftur í Landeyj-
arhöfn í byrjun sumars. Ástand lög-
gæslumála er heldur ekki upp á
marga fiska í mörgum af smærri bæj-
um á landsbyggðinni þar sem ekki er
í raun um neina skipulagða löggæslu
að ræða. Má t.d. nefna bæi eins og
Bolungarvík þar sem lögreglustöð-
inni var einfaldlega lokað og engin
staðarlöggæsla er. Þá hefur ekki farið
framhjá þeim sem fylgjast með lög-
gæslumálum hversu undirmönnuð
lögreglan er á höfuðborgarsvæðinu,
en núna eru um 50-60 færri lög-
reglumenn að störfum á höfuðborg-
arsvæðinu heldur en árið 2007. Svip-
aður fjöldi lögreglumanna vinnur nú
á öllu höfuðborgarsvæðinu eins og
var bara í Reykjavík fyrir sameiningu
embættanna árið 2007. Ef farið er út í
samanburð við nágrannalönd þá
stendur íslenska lögreglan einnig
mjög höllum fæti. Samanburður við
Noreg, sem dæmi, er ekki hughreyst-
andi. Nýlega var á það bent að ef lög-
reglumenn á höfuðborgarsvæðinu og
nágrenni væru hlut-
fallslega jafnmargir og
í Ósló væru lög-
reglumennirnir 700-800
en ekki 350.
Þegar lögreglulið er
fjársvelt og undir-
mannað er ekki hægt
að ætlast til þess að það
geti sinnt miklu meira
en viðbragðslöggæslu,
enda hefur ríkislög-
reglustjóri bent á að
frumkvæðisvinna lög-
reglu hefur minnkað
samfara minni fjárútlátum og fyrir-
byggjandi- og verkefnamiðuð lög-
gæsla hafi þurft að sitja á hakanum
fyrir vikið.
Það er sorgleg þróun en staðreynd
engu að síður að Íslendingar standa
frammi fyrir erfiðum og krefjandi
verkefnum á sviði löggæslu. Hér á
landi hefur skipulögð glæpastarfsemi
náð fótfestu og ljóst þykir að slíkri
starfsemi fylgir mikil samfélagsvá í
öllum þeim löndum sem hún hefur
náð að skjóta rótum af einhverju afli.
Þá hefur verið bent á að mansal þríf-
ist hér undir yfirborðinu og að lög-
reglan hafi einfaldlega ekki nægileg-
an mannafla eða fjármagn til að
bregðast við þeirri þróun eins og
staðan er enda séu slík mál bæði
mannafla- og tímafrek.
Það sýnir sig hvað eftir annað að
Íslendingar treysta lögreglunni vel,
síðustu kannanir benda til þess að
92% þjóðarinnar treystir lögreglunni,
hlutfall sem er líklega einsdæmi í
heiminum. Það er skylda hverrar rík-
isstjórnar að tryggja að borgarar rík-
isins njóti viðunandi löggæslu. Þegar
tekið er til við að loka löggæslu tíma-
bundið og nær öll frumkvæðisvinna
er horfin sökum mannafla- og fjár-
skorts þá er augljóst að þróunin er
orðin hættuleg og að öryggi borgara
er teflt í tvísýnu.
Eftir Tryggva
Hjaltason
»Ekki er t.d. langt síð-
an þær fréttir bár-
ust frá Vestmanna-
eyjum að þar þyrfti að
loka lögreglustöðinni
hluta úr sólarhring
vegna niðurskurðar
Tryggvi
Hjaltason
Höfundur er öryggismála-
og greiningarfræðingur.
Er lögreglan
fjársvelt?
Það er hagur allra,
jafnt þeirra sem eru
aðilar að evrusvæðinu
og hinna, sem standa
utan þess, að evran
þróist í átt til jafn-
vægis og geti orðið
stöðugri gjaldmiðill í
raun en hún virðist
vera nú. Gjaldmiðlar í
ójafnvægi, ekki síst
hrynjandi gjaldmiðlar,
skapa glundroða víðar
en á heimaslóðum. „Dalurinn er
gjaldmiðill okkar en vandamál ykk-
ar,“ sagði fjármálaráðherra Banda-
ríkjanna John Connally árið 1971
við evrópska sendinefnd. Var
athugasemdin eflaust tengd þeim
áformum Bandaríkjanna að leggja
niður gullfót dalsins. Þegar dal-
urinn veikist bæta Bandaríkin
viðskiptastöðu sína með því að gera
vandræði sín að útflutningsvöru
rétt eins og aðrar þjóðir, sem hafa
vald yfir gjaldeyri sínum (formúlan
heitir á ensku: „export one’s way
out of trouble“).
Það er ekki líklegt að Íslend-
ingar muni sækja sér efnahags-
legan styrk með aðild að gjaldeyr-
issvæði evrunnar. Grunnur
evrusvæðisins er ótraustur. Þar
koma saman þjóðir, sem hafa mjög
ólíka afstöðu til grundvallarþátta
efnahagsstjórnunar. Sum þeirra
setja á oddinn jafnvægi í rík-
isrekstri og viðskiptum. Önnur
sýna slíkum dyggðum tómlæti og
halda uppi viðamikilli samfélags-
þjónustu með skuldsetningu. Það
væri tómlæti gagnvart íslenskum
hagsmunum að hengja þá aftan í
svo annarlegt farartæki.
Í nánast öllum stærstu ríkjum
evrusvæðisins hefur búið um sig
viðvarandi atvinnuleysi stórs hluta
vinnufærra manna, einkum ungs
fólks. Fyrir lánsfjárkreppuna var
atvinnuleysi að meðaltali 8% í
Frakklandi en meðal ungs fólks frá
18 til 28 ára nam það um 20%. Fyr-
ir nokkrum árum deildi ég vinnuað-
stöðu með ungum og vel menntuð-
um Spánverja, sem var að ljúka
doktorsnámi í hagfræði við Robert
Schuman Institute í Flórens. Áður
skildist mér að hann hefði lokið
tveimur mastersprófum. Hann
sagði mér að sín biði ekki starf í
Madríd, heldur námskeið fyrir at-
vinnulausa. Þetta var árið 2004.
Þeir sem fylgjast með fréttum vita
hvernig ástandið er á Spáni í dag.
Atvinnuleysi er orð-
ið svo mikið á evru-
svæðinu að það grefur
undan framtíð-
arhorfum heilla kyn-
slóða ungs fólks. Ég
átti þess kost að ræða
nokkuð ítarlega við
ítalskan prófessor og
sérfræðing í orku-
málum við Evrópsku
háskólastofnunina í
Flórens (Eropean Uni-
versity Institute) um
atvinnuleysi á Ítalíu
og innan ESB. Það
vakti athygli mína að prófessorinn
leit á atvinnuleysi sem samfélags-
legt viðfangsefni sem hyrfi, ef veitt-
ar væru viðunandi atvinnuleys-
isbætur. „Hvar er þetta vandamál
sýnilegt?“ spurði hann. „Sérðu betl-
ara á götum Flórens?“ Ég varð
einnig var við að þetta sjónarmið
var útbreitt meðal franskra stjórn-
málamanna. Atvinnuleysi er hins
vegar umfram allt siðferðilegt
vandamál. Þegar atvinnuleysi er
farið að snerta fimmta hvert ung-
menni er málið löngu orðið að sið-
ferðilegri meinsemd.
Atvinnuleysið, sem umlykur unga
fólkið, eyðileggur sjálfsvirðingu
þess og brýtur niður innviði sam-
félagsins. Vandamálið er við-
urkennt innan ESB í orði en ekki á
borði. Hagvöxtur Evrópusambands-
ins er að meðaltali mjög takmark-
aður og kreistur fram með ódýru
lánsfé. Sambandið er þungt og
svifaseint í viðbrögðum við alvar-
legasta vanda samtímans og virðist
líta á hann sem tæknilegt milli-
færsluvandamál.
Nú væri ósanngjarnt að kenna
Evrópusambandinu sem stofnun
um mikið og landlægt atvinnuleysi
hjá mörgum aðildarríkjum. At-
vinnusköpun er fyrst og fremst við-
fangsefni aðildarríkjanna sjálfra.
ESB hefur þó verið að færa sig æ
meira inn á svið atvinnumála.
Ábyrgð sambandsins hefur því far-
ið vaxandi.
Þótt atvinnumál hafi frá upphafi
verið ofarlega á lista yfir áherslur
Evrópusamstarfsins urðu á því
breytingar 1997 með Amsterdam-
samningnum, sem gerði tilraun til
að samræma atvinnustefnu ESB-
landanna. Sama ár var kynnt at-
vinnustefna Evrópu sem kennd var
við Lúxemborg. Á leiðtogafundi í
Lissabon árið 2000 var sett á lagg-
irnar áætlun um nýmæli í efna-
hagsmálum, þar sem ESB var falið
að skapa skilyrði til að vinna bug á
atvinnuleysi og styrkja félagslega
samræmingu.
Svo virtist í fyrstu, sem þessi
skref hefðu haft í för með sér já-
kvæð áhrif. Um 2001 hafði atvinnu-
leysi mjakast niður á við miðað við
árið 1997. En það stóð stutt og um
2004 hafði atvinnuleysi aukist aftur.
Lítill hagvöxtur og ósveigjanlegur
vinnumarkaður héldu aftur af
atvinnusköpuninni.
Sérstaklega var þessi glíma átak-
anleg í Frakklandi, þar sem þung-
lamalegt regluverk og ósveigjan-
legur vinnumarkaður hafa einkennt
atvinnulífið og landið lengi verið
þjakað af verkföllum. Tímabundnar
tilslakanir í vinnulöggjöf kunna að
hafa dregið aðeins úr atvinnuleysi
um tíma, en vísbendingar eru um
að þessar sömu tilslakanir hafi leitt
til minnkandi framleiðni.
Evrópusambandið verður ekki
sakað um að hafa ekki reynt að
ráðast gegn atvinnuleysinu. En yf-
irlýsingar og útblásin markmið
hafa ekki sömu þyngd og raunveru-
leikinn. Evrópusambandið er einnig
mjög upptekið af ýmsum málum,
sem ekki snerta velferð borgaranna
innan sambandsins eins beint og at-
vinnumál gera. Það sem ESB er
einkum upptekið af er það sjálft.
Það er önnum kafið við að laga
stofnanakerfið, koma sér upp sterk-
ara framkvæmdavaldi og finna
lausn á svokölluðum lýðræðishalla
Evrópubyggingarinnar.
Andvaraleysið, sem Evrópusam-
bandið sýnir í raun atvinnuleysinu,
þessu mikla vandamáli, er hluti af
fjarlægð og firringu. Forystumenn
og embættismenn sambandsins eru
komnir mjög langt frá fólkinu, sem
sambandið var stofnað til að veita
öryggi, frið og velsæld. Það er
meginástæðan fyrir því að Evr-
ópubúar hafa lítinn áhuga á Evr-
ópusambandinu. Þátttaka í kosn-
ingum til Evrópuþingsins fer
minnkandi ár frá ári.
Eftir Tómas Inga
Olrich » Það er ekki líklegt
að Íslendingar
muni sækja sér efna-
hagslegan styrk með
aðild að gjaldeyr-
issvæði evrunnar.
Grunnur evrusvæð-
isins er ótraustur.
Tómas Ingi
Olrich
Höfundur er fyrrverandi
þingmaður og ráðherra.
Sækjum við styrk til ESB?