Morgunblaðið - 03.08.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.08.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 ✝ Ólafur fæddistí Reykjavík 6. apríl 1950 og ólst upp í Þingholt- unum. Hann lést 25. júlí 2011. Foreldrar hans voru Hulda Dag- mar Jóhannsdóttir, f. 25. maí 1914, d. 14. apríl 1997, og Helgi Björnsson, f. 18. nóvember 1916, d. 11. september 1981. Systkini: Þormóður Reynir, f. 11. janúar 1935, d. 23. janúar 1936 úr heilabólgu. Ingibjörg Jóna Helgadóttir, f. 13. júlí 1938. Reynir Ingi Helgason, f. 14. október 1942. Sigrún Helgadóttir, f. 25. maí 1946. Helgi Helgason, f. 16. ágúst 1956. Börn hans eru: 1) Hulda Ólafsdóttir, f. 25. maí 1969. Börn hennar eru Alexander Jósef, Silja Björk og Birta Rós. 2) Svanhildur Tinna Ólafs- dóttir, f. 25. mars 1985. Sonur hennar er Gabríel Úlfur. 3) Dagmar Ólafsdóttir, f. 2. októ- ber 1985. 4) Ólafur Helgi Ólafs- son, f. 19. maí 1994. Skólaganga varð stutt því mjög snemma var hann farinn að vinna al- menna verka- mannavinnu. 19 ára gamall eign- aðist Ólafur dótt- urina Huldu með Sigurborgu Gunn- laugsdóttur. Ólafur kvæntist Elsu Hafsteinsdóttur og átti með henni dótturina Dagmar, auk þess að ganga í föðurstað Hafsteini Óskarssyni, sem Elsa átti fyrir. Þau slitu samvistir. Ólafur var í sambúð með Sigurjónu Kristinsdóttur og átti með henni dótturina Svanhildi Tinnu og soninn Ólaf Helga. Fósturbörn hans eru Hjalti og Kristín. Í maí sl. kvæntist Ólafur Hallgerði Vals- dóttur í kirkju hvítasunnusafn- aðarins í Reykjavík. Hún lést hinn 20. maí 2011. Útför Ólafs er gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 3. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Mánudagsmorguninn 25. júlí hringdi mamma í mig, hún sagð- ist ekki hafa góðar fréttir fyrir mig en þetta hvarflaði ekki að mér „pabbi þinn er dáinn, elskan mín“. Tilfinningin sem kemur upp í mann er ólýsanleg við svona sím- tal, þessu átti ég ekki von á þrátt fyrir allt sem áður hafði á geng- ið. Ég hef verið að rifja upp tím- ana sem ég átti með þér og hug- urinn fyllist af yndislegum minn- ingum. Eins og ég hef alltaf sagt við mínar bestu vinkonur þá var enginn betri en þú, hjarta þitt var risastórt úr skíragulli og þeir sem þekktu þig vita það. Þú vild- ir allt fyrir alla gera. Mig langar til að minnast svo margs en það tæki allt blaðið þannig að ég ætla að minnast þess sem efst situr. Hótel Borg kemur upp í hug- ann, þar vannstu ásamt því að búa í turninum á herbergi 511. Skemmtilegast var að koma til pabba og fá að valsa um hótelið eins og lítil drottning með veld- issprota og stjórna öllu og öllum sem unnu þar, „æi, þetta er litla hans Óla Don“ og þá var bara brosað til mín. Ef ég var svöng skellti ég mér bara inn í eldhús og kokkarnir gáfu mér að borða, ef mig langaði til að hanga yfir þernunum og skipa þeim fyrir verkum fékk ég það, ég var dótt- ir hans Óla Don og þá mátti ég allt. Þegar ég var orðin þreytt á að valsa um hótelið með veld- issprotann hátt yfir höfði skellti ég mér til stelpnanna í lobbýinu og fór í skrifstofuleik. Þú fannst mig alltaf þar og hlóst að mér, hvernig ég færi nú að þessu. Svona var bara að vera dóttir þín á Borginni. Á kvöldin skelltum við okkur upp í turn með nóg af sælgæti og horfðum saman á boxið á „útlensku stöðvunum“ eins og ég kallaði það. Ekki má gleyma öllum ferðunum á Litlu kaffistofuna, klinkboxinu sem þú safnaðir alltaf fyrir mig, Hard Rock-ferðunum þar sem þú baðst alltaf þjónana um að hækka í græjunum þrátt fyrir þvílíkan hávaða og afmælis- söngvunum til Dagnýjar vin- konu, afmælið gat bara ekki haf- ist fyrr en hún fékk símtalið frá þér og aldrei klikkaði það. Elsku yndislegi pabbi minn, þú hefur gefið mér svo mikið og ég er þér svo þakklát fyrir allt saman. Ég sagði alltaf að þú værir bestur og það varstu svo sannarlega. Ég mun alla tíð geyma þig í hjarta mínu og minnast þín með bros á vör. Þú ert kominn á betri stað, ég finn það. Fallegasti engillinn er mættur og ég veit að það var tekið fagnandi á móti þér. Söknuðurinn hellist yfir mig en allar minningarnar um þig fá mig til að brosa. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku besti pabbi minn. Þín, Dagmar. Það er ekki hægt að segja að lífshlaup vinar míns, Óla Don., hafi verið dans á rósum. Samt áttum við Óli ansi gott 10 ára tímabil þar sem gleðin réð oft ríkjum. Þetta voru árin á Borg- inni frá 1992 til 2002. Í daglegu tali var Óli alltaf kallaður Óli húsvörður. Samt var hann nú miklu meira en venjulegur hús- vörður þó svo samstarfið hafi byrjað þannig. Óli var yfirredd- ari hótelsins og minn prívat sálu- sorgari, við töluðum saman oft á dag. Ég kynntist Óla í marz 1986 þegar ég var að heimsækja frænda minn á Litla-Hraun en þeir Óli höfðu verið teknir með ólögleg fíkniefni og sátu inni. Mér leist ekkert sérstaklega á kauða svona við fyrstu kynni en eftir því sem við hittumst oftar þá fór sambandið að þróast, samband sem hélt áfram eftir að hann kom út og svo þegar ég réðst út í Hótels Borgar-ævin- týrið þá var Óli fyrsti starfsmað- urinn sem ég réð. Við urðum nánari og nánari vinir og sam- starfsmenn og fylgdi Óli oftast með í kynningarferðir hótelsins erlendis. Oftast deildum við sam- an herbergi og jafnvel sama rúmi ef hótelin voru yfirbókuð og ekkert annað var í boði. Þegar Óli varð fimmtugur í apríl 2000 þá fórum við saman til Gana í Afríku í mikla æfintýra- ferð. Óli og Jóna voru alltaf boð- in og búin að hjálpa mér með Melkorku dóttur mína eftir að ég varð einhleypur, en hún og Óli Helgi sonur þeirra eru á svip- uðum aldri og áttu vel saman. Leiðir okkar Óla skildu að mestu þegar ég seldi minn part í Borginni og Óli hætti að vinna þar, en vináttan og væntumþykj- an hurfu ekki þó svo fíknin hafi náð tökum á honum. Hér með kveð ég vin minn Óla með kökk í hálsi og sorg í hjarta. Börnum hans og eftirlifandi ást- vinum votta ég samúð mína. Kær kveðja. Tómas A. Tómasson. Ólafur Donald Helgason ✝ Erlingur Krist-inn Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1946. Hann lést 24. júlí 2011. Erlingur var son- ur hjónanna Stefáns Viktors Guðmunds- sonar sjómanns, f. 3. febrúar 1912, d. 25. janúar 1993, og Jónu Erlingsdóttur, f. 21. október 1914, d. 20. júní 1997. Systkini Erlings eru fjögur; Sólveig Helga, f. 15. apríl 1933, gift Friðgeiri Gunnarssyni; Stella, f. 22. júlí 1936, gift Að- lingur og Erla eiga tvo syni: 1) Andrés, f. 6. mars 1968, kvæntur Gyðu Sigurlaugsdóttur, f. 7. des- ember 1972, og eiga þau tvær dætur, Þorgerði Erlu, f. 1995, og Hrafnhildi Lilju, f. 2001. 2) Guð- brandur, f. 23. nóvember 1972, í sambúð með Jessiku Larsson, f. 4. september 1976, og eiga þau fjögur börn, Tíbrá Lilju, f. 1996, Alex Baldvin, f. 1999, Davíð Frey, f. 2003, og Kristian Gimli, f. 2007. Erlingur ólst upp í Reykjavík, lengst af á Skúlagötu. Hann lærði hjá Sindrastáli og var út- skrifaður vélvirki en starfaði alla tíð við járnsmíðar. Hann starfaði við smíði Álversins í Straumsvík og í Essen í Þýskalandi en lengst af í eigin fyrirtæki, Vélsmiðjunni Járnverk. Útför Erlings er gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 3. ágúst 2011, kl. 13. alsteini J. Þorbergs- syni; Guðmundur Kristján, f. 1. maí 1943; Albert, f. 9. apríl 1949, kvæntur Vigdísi Björns- dóttur. Erlingur var gift- ur Guðrúnu Erlu Hrafnhildi Ott- ósdóttur móttöku- ritara, f. 6. apríl 1945, d. 28. desem- ber 2010, dóttur Ottós Guðjóns- sonar klæðskera, f. 1. ágúst 1898, d. 20. febrúar 1993, og Guð- brandínu Tómasdóttur, f. 31. ágúst 1899, d. 24. mars 1981. Er- Aðeins átta mánuðum eftir andlát móður okkar er faðir okkar látinn. Við sem eftir lif- um sitjum agndofa og reynum að skilja þá atburði sem á und- an eru gengnir. Árið 2011 er búið að vera föður okkar erfitt. Eftir 45 ára samveru með Erlu sinni var fótunum kippt undan honum í einu vetfangi. Eina huggun okkar bræðra er að nú séu þau sameinuð á ný og við vitum að þar hafa orðið fagn- aðarfundir. Þegar við lítum til baka er margs að minnast. Andrés man tímana þegar litla fjölskyldan bjó í Essen í Þýskalandi og pabbi lagði grunninn að því sem koma skyldi þegar við fluttum í Vesturbergið og mamma var ófrísk að Badda. Pabbi var mjög sjálfstæður og strax á ár- unum 1975-76 lagði hann grunninn að fyrirtæki sínu, ásamt Jóa félaga sínum, en pabbi eignaðist síðar allt fyr- irtækið og rak það til dauða- dags. Allir þekktu Ella í Járn- verk og í gegnum tíðina hafa mörg handrið og stigar komið úr smiðju hans. Við bræðurnir eigum góðar og skemmtilegar minningar úr smiðjunni, snigluðumst í kring- um járnaruslið og vorum alltaf að spá og spekúlera í starfi pabba, járnsmiðsins. Pabbi byggði sitt eigið hús í Hryggj- arselinu 1979-80 og var ávallt stoltur af því verki. Þar bjuggu foreldrar okkar hvað lengst. Margar ferðir voru farnar með foreldrum okkar í gegnum tíð- ina, tjaldútilegur, veiðiferðir og sunnudagsbíltúrar. Heimsóknir til Vestmannaeyja, Mývatns og Blönduóss og seinna fylgdum við þeim um alla Evrópu, enda pabbi annálaður áhugamaður um Þýskaland og þýska menn- ingu eftir að hafa starfað þar áður. Mosel- og Rínardalurinn voru oft heimsóttir og vinafólk þeirra í Trier. Einnig var farið til Ítalíu, Frakklands og Spánar en alltaf var flogið til Lúxem- borgar og farið á bílaleigubíl um allar jarðir. Árið 1988 fjár- festi pabbi í jörð í Kjósinni og þar hafa ófá handtökin verið unnin þar sem við bræðurnir hjálpuðum honum við að byggja draumabústaðinn sinn. Oft sagði pabbi við okkur að hans hvíld frá járnsmíðinni væri að smíða í sveitinni úr timbri, enda er ekki bara bústaður þar held- ur tvær verandir, tveir vinnu- skúrar og undir það síðasta var hann að hanna og smíða blóma- kassa meðfram öllum göngu- stígnum og einnig var gróður- hús komið á dagskrá. Til vitnis um ást hans á mömmu kallaði hann landið Erlusel. Áhugamál hans voru marg- vísleg, hann safnaði derhúfum, átti flottasta James Last-safn á Íslandi, var mikill áhugamaður um bíómyndir og sérstaklega má nefna James Bond-myndir og myndir tengdar seinni heimsstyrjöldinni. Þá las hann einnig mikið um seinni heims- styrjöldina og var hafsjór af fróðleik um stríðsárin á Íslandi. Afabörnunum í Svíþjóð varð tíðrætt um afa sinn og Tíbrá var nýbúin að vera hjá honum í tvær vikur nú í júní. Er ómet- anlegt nú þegar litið er til baka að þau skuli hafa náð að eiga svona góðar stundir saman. Strákarnir sakna hans mikið og finnst erfitt að hugsa til þess að hann komi ekki aftur í heimsókn til þeirra. Afastelp- urnar á Íslandi sakna samveru- stundanna í bústaðnum og heimsóknanna yfir í Trölla- borgir þar sem ávallt var ást- úðlega tekið á móti þeim. Síð- ustu mánuðir hafa verið pabba erfiðir eftir fráfall mömmu en með hækkandi sól leit hann bjartari tíma framundan og vinkona hans var búin að vera honum mikil stoð og stytta síð- asta misserið enda var hann farinn að skipuleggja ýmislegt til framtíðar. Við kveðjum pabba með miklum söknuði og vitum að hans bíða hlýjar og góðar mót- tökur þegar hann hittir mömmu á ný. Andrés og Guðbrandur. Erlingur Kristinn Stefánsson ✝ Elmar Hall-dórsson fædd- ist í Neskaupstað 18. júlí 1956. Hann lést á Landspít- alanum 24. júlí 2011. Foreldrar hans eru Halldór Sig- urður Hinriksson, f. 13.8. 1927, og Katrín Kristín Rós- mundsdóttir, f. 18.6. 1932, d. 13.9. 2007. Systk- ini Elmars eru Hinrik Hall- dórsson, f. 20.9. 1952, maki Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 14.9. 1960. Ragna Halldórsdóttir, f. 7.5. 1955, maki Ingólfur Jóns- son, f. 17.10. 1952. Rósa Þóra Halldórsdóttir, f. 22.10. 1958, maki Hálfdan Hálfdanarson, f. 2.1. 1961. Rakel Halldórsdóttir, f. 22.7. 1960, maki Sturla Þórð- arson, f. 14.7. 1956. Sigríður Ósk Halldórsdóttir, f. 20.4. 1964, maki Bergur Þorkelsson, f. 23.9. 1966. Elmar kvæntist Bergþóru Stefánsdóttur, f. 10.11. 1954, þann 10.9. 1983. Foreldrar hennar eru Stefán Einar Stefánsson, f. 13.10. 1934, d. 22.9. 2008, og Ása Stefánsdóttir, f. 14.11. 1935. Börn Elmars og Berg- þóru eru Stefán Einar, f. 6.5. 1978, maki Aðalbjörg Ósk Guðmunds- dóttir, f. 30.7. 1979, synir þeirra eru Tómas Styrmir, f. 2.4. 1999, og Óliver Snær, f. 11.7. 2008. Katr- ín Unnur, f. 22.1. 1981, dóttir hennar er Fanney Ósk, f. 14.10. 2010. Melkorka, f. 30.12. 1983, maki Margeir Örn Óskarsson, f. 26.2. 1979, dóttir þeirra er Kristín Elma, f. 15.1. 2009. Elmar var fæddur og uppal- inn í Neskaupstað og bjó þar alla tíð. Hann starfaði lengst af hjá Síldarvinnslunni en vann síðustu 12 ár hjá Eimskip í Nes- kaupstað. Útför Elmars fer fram í Norðfjarðarkirkju í dag, 3. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Kær mágur og svili er fallinn frá langt um aldur fram. Elmar var einstaklega ljúfur og góður drengur og verður hans sárt saknað í okkar hópi. Margar góðar gleðistundir átt- um við saman í gegnum tíðina. Í fyrra hófum við samheldinn hóp- urinn framkvæmdir við viðbygg- ingu á sumarbústað og átti það að vera okkar sameiginlegi sælu- reitur. Hann verður það, Elmar minn, við vitum að þú verður á meðal okkar og við sækjum styrk í góðar minningar um einstakan mann. Elsku Begga og fjölskylda, guð og góðar vættir veiti ykkur styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Ég sit hér og horfi inn í Dalinn, ég hugsa um það sem liðið er. Það sem liðið hefur og það sem líða mun, hvernig lífið mun vera án þín. (Ljóð eftir Visku.) Sjáumst síðar, gæskurinn. Guðný, Þuríður og Björn, Aldís og Rúnar, Þóra og Karl. Elsku Elmar bróðir, það er erfiðara en orð fá lýst að skrifa nokkur minningabrot um litla bróður. Engan óraði fyrir að þú svona ungur myndir kveðja svona fljótt eftir skammvinn veikindi. Það fór ekki framhjá neinum að þú þurftir að berjast fyrir lífi þínu eftir að þú tókst ákvörðun um lyfjameðferð sem var hörð og gekk þér nærri. Það eru döpur örlög að fá ekki að fylgjast með barnabörnunum sínum vaxa úr grasi, því þau umvafðir þú. Er ég lít til baka man ég þig rólegan, yf- irvegaðan, prúðan og umfram allt yndislegan dreng sem aldrei skipti skapi og var hvers manns hugljúfi og alltaf var stutt í hlát- urinn. Þú varst laghentur með eindæmum enda var ósjaldan sagt: „Hann Emmi minn lagar þetta“ eða: „Það er örugglega hægt að biðja Emma um aðstoð.“ Það verður ekki auðvelt fyrir hann pabba að sjá á bak þér þar sem þú varst honum svo mikið, að öðrum heima ólöstuðum. Þú komst á hverjum degi heim á Framnes til að vitja um hann. Alla laugardaga sátuð þið saman yfir boltanum. Mér þykir miður að fylgja þér ekki alla leið þar sem ég var búin að taka ákvörðun ásamt fjölskyldunni um að fylgj- ast með Viðari frænda þínum og Tuma etja kappi við aðra hesta- menn á heimsmeistaramótinu í Austurríki. En eitt veit ég að Framnesingarnir með Hödda frænda fremstan í flokki taka vel á móti þér í nýjum heimkynnum. Elsku pabbi, Begga mágkona, fjölskylda og systkini mín, megi algóður Guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Hvíl í friði, elsku bróðir minn. Ég sakna þín sárt. Þín systir Ragna og fjölskylda. Elmar Halldórsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÍRIS SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, sem lést þriðjudaginn 26. júlí verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Hafsteinn Ágústsson, Aðalheiður Hafsteinsdóttir, Sigurður Ingi Ólafsson, Ágústa Hafsteinsdóttir, Ástþór Jónsson, Lára Hafsteinsdóttir, Einar Birgisson, Örn Hafsteinsson, Sólveig Jónsdóttir, Árni Hafsteinsson, Sara Hafsteinsdóttir, Þórólfur Guðnason, Svava Hafsteinsdóttir, Ólafur H. Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÓBERT DAN JENSSON frv. forstöðumaður Sjómælinga Íslands, andaðist á Sólvangi miðvikudaginn 27. júlí. Útför fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Kristbjörg Stefánsdóttir, Björg Dan Róbertsdóttir, Oddur Kristján Finnbjarnarson, Sigrún Dan Róbertsdóttir, Árni Dan Einarsson, Andri Dan Róbertsson, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Edda Dan Róbertsdóttir, Kristján Jónas Svavarsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.