Morgunblaðið - 03.08.2011, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
✝ Rósa Gísla-dóttir Blöndal
fæddist að Álfta-
mýri í Arnarfirði
9. október 1906.
Hún lést í Selja-
hlíð, heimili aldr-
aðra, 20. júlí 2011.
Foreldrar hennar
voru Gísli G. Ás-
geirsson, útvegs-
bóndi og hrepp-
stjóri á Álftamýri,
f. 16. maí 1862, d. 18. febrúar
1958 og Guðný Maren Krist-
jánsdóttir húsmóðir, f. 27. nóv-
ember 1867, d. 15. júní 1929.
Systkini Rósu voru: Sigríður, f.
1896, d. 1987, Jóhanna, f. 1901,
d. 2002, Bjarney, f. 1904, d.
1958 og Hjálmar, f. 1911, d.
1973. Fóstursystkini hennar
voru: Ingibjörg Ásgeirsdóttir,
f. 1900, d. 1931, Geir Ásgeirs-
son, f. 1909, d.1979, Þorbjörg
Kristjánsdóttir, f. 1910, d.
1948, Jón Mýrdal Jónsson, f.
1912, d. 1993 og Jónína Jó-
hannsdóttir Briem, f. 1917, d.
1993.
Rósa stundaði
nám við Kvenna-
skólann í Reykja-
vík 1925-27 og
vann á Akureyri
og Siglufirði við
ýmis störf. Á
Siglufirði kynntist
hún Guðmundi S.
T. Blöndal, járn-
smið og vélstjóra,
f. 24. maí 1911, d.
12. janúar 1986.
Þau gengu í hjónaband 1937.
Þau stofnuðu heimili í
Reykjavík ásamt Jóhönnu syst-
ur Rósu og Gísla föður þeirra
sem þá var háaldraður. Rósa
annaðist hann síðustu árin
ásamt Jóhönnu systur sinni.
Lengst af stóð heimili þeirra
Guðmundar í Morgunblaðshöll-
inni svokölluðu eða rösk 20 ár.
Rósa fluttist nokkrum árum
eftir lát Guðmundar í Seljahlíð,
heimili aldraðra, og átti þar
heimili til dauðadags.
Útför Rósu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 3. ágúst
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Rósa Gísladóttir Blöndal, sem
kvödd er í dag, var sú yngsta af
Álftamýrarsystkinunum svoköll-
uðu og sú síðasta sem fellur frá.
Hún var komin í hóp elstu Ís-
lendinga, tæplega 105 ára gömul.
Rósa föðursystir mín hefur
verið mér afar kær allt frá barn-
æsku. Ekki þótti mér verra, að
maður hennar Guðmundur Blön-
dal var einnig skyldur mér í
móðurætt. Þau kunnu vel að
taka á móti fólki, voru glaðvær
og ræðin. Þau sýndu okkur
börnunum í fjölskyldunni alltaf
mikla virðingu og væntumþykju
og spjölluðu við okkur um það
sem við vorum að fást við hverju
sinni. Það var alla tíð mjög kært
á milli þeirra Álftamýrarsystk-
ina og nutum við næsta kynslóð-
in þess.
Fyrst eftir að þau Rósa og
Mundi fluttu til Reykjavíkur,
héldu þau heimili með Gísla afa
og Jóhönnu föðursystur á Blóm-
vallagötu, síðar á Bræðraborg-
arstíg. Síðar fluttu þau tvö í
Morgunblaðshöllina sem svo var
kölluð en þar var Mundi hús-
vörður í rúm 20 ár. Þau voru vin-
mörg og trygg sínum nánustu.
Síðasta heimili þeirra var vestur
á Boðagranda. Í hönd fóru erfið
ár. Mundi veiktist og lést 1983.
Rósa var orðin töluvert fötluð og
þurfti að nota hjólastól. Jóhanna,
systir Rósu, lá ekki á liði sínu og
heimsótti systur sína svo til dag-
lega henni til aðstoðar í mörg ár.
Síðar fluttist Rósa að Seljahlíð,
heimili aldraðra. Þar undi hún
hag sínum vel. Sýndi föt á tísku-
sýningum, var tíður gestur á
hárgreiðslustofunni, tók þátt í
félagsstarfinu og naut sín vel í
spilamennskunni. Um skeið bjó
hún á sama gangi og móðir mín
heitin, mágkona hennar, og nutu
þær báðar góðs af þegar vinir og
ættingjar komu í heimsókn.
Rósa var afar sjálfstæð kona
og hugsaði um sín mál meðan
hún hafði heilsu til. Það var allt-
af ákveðin tign yfir henni. Hún
hafði áhuga á að fá rafknúinn
hjólastól. Rætt var um að erfitt
gæti verið fyrir hana að læra að
nota stólinn. En Rósa hafði sitt
fram. Hún var fljót að tileinka
sér leiðbeiningar og átti síðan
margar góðar stundir þar sem
hún rúntaði um Seljahverfið á
góðviðrisdögum.
Á 100 ára afmæli Rósu hélt
starfsfólk Seljahlíðar henni eft-
irminnilega veislu. Er full
ástæða til að þakka öllu því góða
fólki sem hefur sinnt henni svo
vel um áratuga skeið. Ég kveð
frænku mína með virðingu og
þakklæti.
Hrefna Hjálmarsdóttir.
Samleið okkar Rósu frænku
hefur varað í 58 ár og komið er
að kveðjustund. Hún tilheyrði
aldamótakynslóðinni, varð 104
ára gömul og að leiðarlokum er
mér efst í huga þakklæti fyrir
samfylgdina. Það var táknrænt
að frétta af andláti hennar á
ferðalagi á Vestfjörðum en hún
fæddist á Álftamýri við Arnar-
fjörð og bar sterkar taugar til
æskustöðvanna.
Rósa var partur af stórfjöl-
skyldunni, ömmusystir sem var
samofin bernsku minni, nokkurs
konar „aukaamma“ enda var ég
skírð í höfuðið á henni. Fyrsta
ferðalagið sem ég fór í var til
Rósu á Bræðraborgarstíginn.
Ég var sex ára gömul, fór alein
með stætó frá Grettisgötunni og
það var stolt stelpa sem bankaði
upp á hjá Rósu skömmu síðar
enda búin að fara í sína fyrstu
ferð út í heim. Seinna hafði ég
fyrir sið að senda henni póstkort
á ferðum mínum um heiminn.
Rósa og Mundi voru mikið í
sumarbústað foreldra minna á
Hreðavatni ásamt fjölskyldunni.
Þar áttum við góðar stundir, fór-
um í lautarferðir og nutum góða
veðursins sem er alltaf í minn-
ingunni.
Heimili Rósu og Munda, eig-
inmanns hennar, var alltaf fullt
af ættingjum og vinum utan af
landi sem fengu höfðinglegar
móttökur. Það sama fengu börn-
in enda var sérstakur skápur
með leikföngum fyrir þau. Mér
fannst alltaf gaman að fara með
mömmu og ömmu til Rósu og
seinna þegar ég var komin í
menntaskóla þá hélt ég áfram að
fara til hennar á eigin vegum.
Síðustu 19 árin bjó Rósa í
Seljahlíð og naut einstakrar um-
hyggju starfsfólksins þar sem
fæst seint fullþökkuð. Þegar hún
var 95 ára fékk hún rafmagns-
hjólastól og varð hinn besti „bíl-
stjóri“, enda sagði hún: „Ég ek
aldrei á eins og hinar,“ og hló.
Rósa var einstaklega kát kona
sem hefur eflaust átt þátt í hve
háum aldri hún náði. Hún átti
við ýmis veikindi að stríða á
seinni árum en lét þau ekki hafa
áhrif á líf sitt umfram það. Hún
spilaði, var í handavinnu, horfði
á Leiðarljós í sjónvarpinu og
naut lífsins eins og kostur var.
Rósa kunni ógrynni ljóða, var
alla tíð sjálfstæð og sá sjálf um
sín mál. Hún var alltaf vel til
höfð, smekkleg í klæðaburði,
með hárið lagt og varaliturinn
var sjaldan langt undan.
Áður en Rósa lagðist bana-
leguna, sem tók tvö ár, sagði hún
stundum til gamans að þegar
hún sofnaði á kvöldin þá velti
hún fyrir sér hvar hún myndi
vakna að morgni. Hvað sem því
líður þá er hún eflaust hvíldinni
fegin.
Rósa Hauksdóttir.
Elskuleg frænka okkar, Rósa
Gísladóttir Blöndal, er nú látin í
hárri elli, tæplega 105 ára göm-
ul. Jónína móðir okkar ólst upp á
heimili foreldra Rósu, þeirra
Gísla Ásgeirssonar og Guðnýjar
Marenar Kristjánsdóttur að
Álftamýri við Arnarfjörð. Þang-
að hafði hún verið tekin í fóstur
fjögurra ára gömul eftir andlát
föður hennar. Þótt Rósa hafi
verið töluvert eldri en móðir
okkar tengdust þær innilegum
vináttuböndum sem aldrei rofn-
uðu og endurspegluðu sennilega
það uppeldi sem þær fengu á
Álftamýri. Rósa var gift Guð-
mundi Blöndal sem andaðist árið
1986, en þeim varð ekki barna
auðið. Það var henni mikið áfall
þegar Guðmundur lést, þar sem
þau hjón höfðu verið afar sam-
rýnd. Í kjölfar þess þurfti hún að
flytja úr íbúð sinni, þar sem hún
var orðin bundin við hjólastól,
yfir í hjúkrunarheimilið Selja-
hlíð. Þar leið henni vel, naut
góðrar umönnunar og var vel
látin af starfsfólki vegna síns
ljúfa persónuleika. Framan af
stundaði hún handavinnu, eink-
um útsaum og leirmunagerð,
sem skreytti herbergið hennar
en auk þess gaf hún gjarnan frá
sér þessa fallegu muni.
Rósa og fjölskylda hennar
voru alla tíð hluti af lífi okkar
systkina og reglulegar heim-
sóknir á hennar heimili alltaf til-
hlökkunarefni. Fyrstu minning-
ar tengjast Blómvallagötunni og
síðar meir „Morgunblaðshöll-
inni“ í Aðalstræti þar sem Guð-
mundur var húsvörður. Því
starfi fylgdi íbúð á efstu hæð
með miklu útsýni yfir miðborg
Reykjavíkur og iðandi mannlífið
í Austurstræti. Oftar en ekki
enduðu bæjarferðirnar með
móður okkar í heimsókn í Morg-
unblaðshöllina, þar sem Rósa
hafði búið þeim hjónum fallegt
heimili. Yfirleitt var þar margt
um manninn og stórfjölskyldan
hittist þar gjarnan enda var
Rósa einkar gestrisin og hafði
yndi af að fá fólk í heimsókn og
veita því vel. Það var ekki skrítið
að Rósa væri vinsæl heim að
sækja því gott var að vera í
kringum hana þar sem hún var
einstaklega glaðlynd, jákvæð og
hláturmild.
Við systur þökkum samfylgd-
ina og varðveitum brosið, um-
hyggjuna og allar góðu minning-
arnar sem þessi einstaka kona
skilur eftir sig.
Sigrún og Jóhanna Briem.
Það verður alltaf bjart um
minningu Rósu frændkonu
minnar. Það var líka bjart um
Álftamýri á norðurströnd Arn-
arfjarðar þar sem hún var fædd
og uppalin.
Þar ilmar úr grasi og þar er
víðsýnt, frá ystu hafsbrún til
fremstu fjalla, og saga og fortíð
lifir þar í hverju örnefni en beint
á móti, sunnan fjarðarins, eru
Ketildalir með sögu í hverjum
dal og hverri hvilft. Það var ein-
stakt menningarheimili á Álfta-
mýri þegar Rósa var að alast þar
upp með foreldrum, systkinum
og fóstursystkinum og það báru
þær systur með sér alla tíð. Þær
voru ljóðelskar og hneigðust að
því sem gott var og fagurt, voru
gjafmildar og gestrisnar. Rósa
var yngst af systrunum, dökk yf-
irlitum, afar fríð og bar sig vel,
bognaði aldrei þótt hún yrði
gömul. Hún var tiguleg og fáguð
í framgöngu og var henni það
eiginlegt en ekki lært. Hún hafði
gengið í skóla hjá séra Böðvari á
Rafnseyri og seinna fór hún í
Kvennaskólann og lærði þar
margt til nytja en alltaf bjó hún
að arfleifð úr foreldrahúsum og
var frábærlega myndarleg hús-
móðir.
Rósa giftist Guðmundi Blön-
dal frá Siglufirði og bjuggu þau
á ýmsum stöðum í Reykjavík,
áttu jafnan smekklegt og fallegt
heimili og Rósa var einstök
hannyrðakona sem bjó til marg-
an listagrip, hún var smekkvís
og það var allt fallegt sem hún
gerði. Þótt þau byggju stundum
þröngt var alltaf pláss fyrir gesti
og gangandi, skylda sem
óskylda. Á heimili þeirra ríkti
jafnan glaðværð því hjónin voru
bæði létt í lund og hláturmild.
Þau voru veitul og gestrisin og
einstaklega barngóð en því mið-
ur eignuðust þau ekki börn sjálf
en fylgdust af áhuga með systk-
inabörnum sínum og þroska
þeirra.
Get ég vel um það borið og
mér reyndust þau eins og þau
væru foreldrar mínir þau ár sem
ég var heimagangur hjá þeim.
Rósa var ættfróð og ættrækin
og hélt tryggð við marga eldri
Vestfirðinga sem flust höfðu til
Reykjavíkur, það var arfur að
vestan og oft
var hlegið dátt þegar minnst
var á liðna daga í Arnarfirði. En
smám saman slitnuðu tengslin
og á síðustu árum sínum var hún
orðin elst af öllum, kunningjarn-
ir horfnir, systkin og fóstur-
systkin dáin og nú fór hún sjálf í
friði hinn sama veg. Blessuð sé
minning hennar.
Ásgeir Svanbergsson.
Á björtum júlímorgni sofnaði
hún Rósa mín inn í eilífðina á
hundraðasta og fimmta aldurs-
ári. Rósa var einstök kona. Allt
lífshlaup hennar einkenndist af
fegurð og manngæsku. Hún var
svo falleg að eftir var tekið. Allt
sem hún kom nálægt bar vott
um smekkvísi og natni, heimilið
hennar, blómin, allt sem hún
átti. Hún var snillingur í mat-
argerð og gat töfrað fram frá-
bæra rétti með litlum fyrirvara.
Frá því ég man eftir mér áttu
Rósa og Mundi, föðurbróðir
minn, sérstakan sess í lífi mínu.
Á bernskuárunum voru heim-
sóknir þeirra heim til Siglufjarð-
ar alltaf mikið tilhlökkunarefni
og á jólunum fengum við systk-
inin alltaf fagurlega skreytta
jólapakka með handbragði Rósu.
Níu ára gamalli buðu þau mér
til sín til Reykjavíkur, bjuggu
þau þá á Blómvallagötunni.
Minnist ég sérstaklega búðar-
ferðanna með Rósu til kaup-
mannsins á horninu, þar sem
dýrindis hárspennur skreyttar
marglitum blómum voru keyptar
handa barninu. Ferðirnar urðu
fleiri, voru þau þá flutt á
Bræðraborgarstíginn. Þar voru
líka til heimilis systir Rósu og
Gísli faðir þeirra, þá orðinn hvít-
hærður öldungur. Alltaf var
dekrað við mig eins og prinsessu
og Mundi frændi fór með mig á
knattspyrnuleiki, þar sem hann
æpti „áfram Akranes“ af öllum
lífs og sálarkröftum svo að
stúlkubarninu fannst nóg um.
Þessar heimsóknir voru mér ein-
stök upplifun.
Á háskólaárunum áttum við
Svenni alltaf vísan samastað hjá
þeim hjónum og vorum iðulega
boðin í sunnudagsmat. Sömu
sögu er að segja um árin eftir
Noregsdvölina. Göngutúrarnir
urðu margir og eftirminnilegar
stuttar ferðir út frá höfuðborg-
inni, m.a. til Hveragerðis og
Þingvalla, lögðum við til bílinn
en Rósa töfraði fram kræsingar
úr nestisboxinu. Elsti sonur okk-
ar Þórarinn var sérstaklega
hændur að þeim, vildi helst aldr-
ei fara frá „Ósu sinni“, og börn-
unum okkar fannst alltaf ævin-
týri að horfa út um gluggann af
efstu hæð Morgunblaðshússins
og fylgjast með mannlífinu, sér-
staklega á jólasveinana sem
skemmtu á planinu fyrir jólin.
Svo fluttum við til Egilsstaða og
Mundi og Rósa á Boðagranda,
þegar hann lét af störfum sem
húsvörður í Morgunblaðshúsinu.
Eftir lát Munda bjó Rósa í
nokkur ár á Boðagrandanum,
síðan í Hátúni, þá illa farin
vegna misheppnaðra mjaðmaað-
gerða. Frá árinu 1992 bjó hún í
Seljahlíð við einstakt atlæti og
umönnun. Þar undi hún sér vel
og tók þátt í allri starfsemi sem
heimilið bauð upp á. Rósa var
með afbrigðum listræn og naut
sín vel í föndrinu í Seljahlíð.
Púðar og veggstykki settu svip
sinn á herbergið hennar en ker-
amíkið var þó í uppáhaldi. Töfr-
aði hún fram flottustu gripi, sem
hún gaf óspart frá sér. Hún naut
þess að taka þátt í tískusýning-
um og var þá gjarnan flottust
allra í hjólastólnum sínum. Hún
var reyndar orðin mjög leikin á
stólnum og fannst gaman að fara
hratt, svo starfsfólkið var dauð-
hrætt um hana þegar farið var í
göngutúra og Rósa brunaði
áfram á miklum hraða.
Rósa var alltaf ung í anda og
vel tilhöfð meðan hún hafði fóta-
vist. Hún hafði alla tíð dálæti á
ljóðum. Eftirlætisskáldin hennar
voru Ólafur Jóhann Sigurðsson
og Davíð Stefánsson. Við
skírðum einkadóttur okkar í höf-
uðið á Rósu og áttu þær nöfn-
urnar fallegt og innilegt sam-
band. Við Svenni og börnin
okkar þökkum Rósu langa sam-
fylgd.
Blessuð sé minning hennar.
Ólöf Birna Blöndal.
Rósa Gísladóttir
Blöndal
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Hjólbarðar
Útsala á 13“ heilsársdekkjum
155 R 13 kr. 5.900.
165 R 13 kr. 5.900.
165/70 R 13 kr. 5.900.
Kaldasel ehf. hjólbarðaverk-
stæði, Dalvegi 16b, Kópavogi,
sími 544 4333.
14“ heilsársdekk – tilboð
185/65 R 14 kr. 9800.
185/70 R 14 kr. 8900.
175/80 R 14 kr. 7900.
195/80 R 14 kr. 8500.
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
sími 544 4333.
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk.
425/65 R 22.5 kr. 49.900 + vsk.
1100 R 20 kr. 39.500 + vsk.
1200 R 20 kr. 39.500 + vsk.
Kaldasel ehf. Dalvegi 16b,
Kópavogi, sími 544 4333.
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '11.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Mótorhjól
Honda VTR 1000 SP1 2000 árg.
Mjög vel með farið, öflugt og flott
hjól. Uppgert í vetur. Ný plöst sett á
allt hjólið, nýtt afturdekk. og fl. Árg.
2000. 1000cc 136 hp. Verð: 650 þ.
S. 848 8870.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Fleiri minningargreinar
um Rósu Gísladóttur Blön-
dal bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við
fráfall og jarðarför elskulegs bróður míns,
mágs, fósturbróður og frænda,
SVERRIS ARNKELSSONAR,
Álfheimum 52,
Reykjavík.
Þeim sem vitjuðu hans á sjúkrabeði þökkum við einnig, svo og
starfsfólki á deild A6, Landspítala í Fossvogi, fyrir frábæra
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Gísli Arnkelsson, Katrín Þ. Guðlaugsdóttir,
Júlíana Ruth Woodward
og fjölskyldur.