Morgunblaðið - 03.08.2011, Side 27

Morgunblaðið - 03.08.2011, Side 27
Dugnaður Nú er best að taka sig á strax í dag, takast á við frestunina og drífa sig á bókasafnið! LISTIN AÐ FRESTA María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það er sannkölluð list aðfresta. Maður þarf í fyrstalagi að vera mjög þol- inmóður við sjálfan sig. Í öðru lagi að vera bjartsýnn um að þetta redd- ist allt einhvern veginn.    Á morgun, segir hinn lati. Enég vil ekki meina að ég sé löt. Ég þarf bara stundum að vera kom- in alveg fram á brúnina og helst með annan fótinn út af áður en ég ríf í hnakkadrambið á sjálfri mér. Núna, eftir nokkrar vikur af stressi og áhyggjum, er ég komin á brúnina. Þessi blessaða meistara- ritgerð mín sem ég hef frestað all- mörg kvöld og helgar í röð að setj- ast niður við til að klára verður bara að klárast. Á seinustu helgi tók ég í taumana og skikkaði sjálfa mig til að setjast niður. Fór til þess út úr bænum, einangraði mig ómál- uð í joggaranum og hóf upphafið að endinum.    Þá varð mér ljóst hversu mikilfíkn frestunin er. Maður sér ekki ljósið við enda ganganna fyrir fíkninni og þess vegna er best að halda sig bara í myrkvuðum heimi frestunarinnar. Þar er ekkert ljós og maður verður svo vanur myrkr- inu að það er of erfitt að teygja sig í ljósrofann. Samt er miklu betra að vera til þegar ljósið er á. Maður verður ekki jafn uppstökkur og byrjar smám saman að sjá fyrir endann á verkefninu. Nú reyni ég að takast á við fíknina í litlum skrefum. Til þess að ég falli nú ekki aftur í mjúkan faðm frestunarinnar og láti hana leiða mig á villigötur. Til að þetta gangi upp er gott að hafa nokkur mikilvæg atriði í huga.    Í fyrsta lagi ertu ekki ein/n.Það er fullt af öðru fólki þarna úti akkúrat núna alveg á kafi í frestun. Sama hvort það er að fresta lokaritgerðinni sinni eða því að taka til í geymslunni. Í öðru lagi, þó að það sé mjög erfitt, má ekki láta sumarveðrið hafa of mikil áhrif á sig. Ef þú frestar alltaf vegna veð- Gott er að láta sig falla í mjúkan faðm hennar urs þá getur liðið heil vika án þess að þú gerir neitt. Í versta falli ef sólin er alveg að fara með þig má setjast út á pall eða svalir. Það hef ég prófað og virkaði ágætlega. Í þriðja lagi er mikilvægt að taka lítil skref út úr frestunarheiminum. Þótt þú byrjir að rífa þig upp þá er ekki þar með sagt að þú klárir verkið strax í dag. Þetta er í raun eitt það mikilvægasta til að hafa í huga. Annars er hætta á að örvænt- ingin færi þig aftur á byrjunarreit.    Þetta hefur í það minnstareynst mér ágætlega. Ég hef nú ákveðið að ráðast á frestunina með klókri aðgerð. Hún hefst þann- ig að ég laumast aftan að frest- uninni og flysja utan af henni smám saman með smá dugnaði á degi hverjum. Þannig skreppur hún sí- fellt meira saman þannig að skyndi- lega verður ekkert eftir af henni. Þá verð ég laus undan fíkninni og get haldið sæl og glöð út í birtuna með fullbúna meistararitgerð í hendi. »Nú reyni ég aðtakast á við fíknina í litlum skrefum. Það hef- ur reynst mér vel. MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 ÞRÓUN SEM VARÐ AÐ BYLTINGU SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT A:K: - DV T.V. - KVIKMYNDIR.IS /SÉÐ & HEYRT CAPTAIN AMERICA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 5.40 - 8 - 10.10 12 5% RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 5.40 – 8 – 10.20 12 RISE OF THE PLANET.... Í LÚXUS KL. 5.40 – 8 – 10.20 12 CAPTAIN AMERICA 3D KL. 5.25 - 8 - 10.35 12 FRIENDS WITH BENEFITS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 ZOOKEEPER KL. 3.30 - 5.45 L BAD TEACHER KL. 8 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.30 L BRIDESMAIDS KL. 10.10 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSL TAL 3D KL. 3.30 L FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR IRON MAN OG THOR RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 5.40 – 8 – 10.20 12 CAPTAIN AMERICA 3D KL. 5.25 - 8 - 10.35 12 FRIENDS WITH BENEFITS KL. 8 - 10.10 12 HARRY POTTER 3D KL. 5.20 – 8 – 10.40 12 BAD TEACHER KL. 8 - 10.10 14 ZOOKEEPER KL. 5.45 L HEIMSFRUMSÝNING LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar RISE OF THE PLANET OF THE APES Sýnd kl. 5 - 7:30 - 10 CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 5 - 7:30 - 10 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 5 - 7:30 - 10 EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan HHH „Af öllum Marvel ofurhetjumyndunum þá er þessi klárlega ein sú best heppnaða.“ T.V.-Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHH “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN Heimsfrumsýning á magnaðri stórmynd! VINS ÆLA STA MYN DIN Á ÍSL AND I Í DA G! Frábærar tæknibrell- urnar frá WETA þeim sömu og gerðu Avatar! Þróun sem verður að byltingu Kvikmyndin um Captain America sem gerð er eftir teiknimyndasög- um Marvel var eftirsóttust um helgina. Captain America: The First Avenger fjallar um ungan dáta sem tekur að sér tilraunaverk- efni Bandaríkjahers og verður að ofurhermanni. Sagan gerist á tím- um seinni heimsstyrjaldarinnar og berst Captain America ásamt vin- um og liðsmönnum við illa nasista og reynir um leið að bjarga heim- inum. Horrible Bosses var einnig frum- sýnd í síðustu viku en hún lenti í þriðja sæti listans. Í Horrible Bos- ses reyna þrír bugaðir vinir að drepa yfirmenn sína en yfirmenn- irnir eru þeir allra verstu sem nokkur getur ímyndað sér. Horrible Bosses náði hins vegar ekki að toppa hina geysivinsælu mynd Cars 2 sem fjallar um hrað- skreiða kappakstursbílinn Leiftur McQueen og þátttöku hans í heims- meistarakeppni um hver sé hrað- skreiðasti bíll í heiminum. Leiftur reynir að berjast gegn vindum sem á hann blása meðan á keppninni stendur og vonast eftir hjálp vinar síns. Vinur hans, dráttarbíllinn Mikki, gleymir sér hins vegar í sín- um eigin vandamálum þegar hann hittir alþjóðlegan njósnara. Bíóaðsókn helgarinnar Bíólistinn 29. – 31. júlí 2011 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Captain America: The First Avenger 3D Cars 2 Horrible Bosses Harry Potter and the Deathly Hollows: Part 2 Friends With Benefits Kung Fu Panda 2 Bridesmaids Zookeeper Transformer 3: Dark of the Moon Bad Teacher Ný 2 Ný 1 3 6 5 8 4 7 1 2 1 3 2 9 8 4 5 6 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Kafteinn Ameríka langvinsælastur Ofurhugi Kafteinn Ameríka hræðist lítið sem ekkert enda er hann hug- rakkur hermaður og gerir það sem gera þarf til að bjarga heiminum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.