Morgunblaðið - 03.08.2011, Qupperneq 32
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Þræla sér út í Noregi
2. Koma naktar fram á dagatali
3. Misstu af 1,5 milljörðum
4. „Við erum slegin yfir þessu“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndin Á annan veg verður
frumsýnd 2. september á höfuðborg-
arsvæðinu og á Akureyri. Um er að
ræða grínmynd í leikstjórn Hafsteins
G. Sigurðssonar.
Á annan veg verður
frumsýnd í september
Í kvöld fara
fram raftónleikar
á skemmtistaðn-
um Barböru og
hefjast þeir kl. 20.
Nokkrir vel valdir
úr íslenskri raf-
tónlistarsenu
koma þar fram,
TechSoul, Steve
Sampling, Skurken, HaZar og Tha
Dark Stranger.
Raftónleikar með öllu
tilheyrandi á Barböru
Jussaman da Silva í
brasilískri sveiflu
Brasilíska söng- og leikkonan Jus-
saman da Silva flytur bossa nova og
sömbur frá Bras-
ilíu í Deiglunni á
Akureyri á
morgun, á
heitum
fimmtudegi
Jazzklúbbs
Akureyrar.
Á fimmtudag Austan 8-13 m/s og rigning með köflum, einkum
sunnanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum á Norðurlandi.
Á föstudag og laugardag Ákveðin norðaustlæg átt og rigning, en
þurrt að kalla suðvestanlands. Hiti 8 til 18 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG A og NA 5-10 m/s. Rigning með köflum
norðanlands og sunnanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast N-lands.
VEÐUR
„Hann sagði að það yrði
auðvelt að skera nokkrar
sekúndur af tímanum sem
ég syndi á og er mjög bjart-
sýnn á að í lok þessa árs
verði ég komin vel undir
lágmörk fyrir Ólympíuleika.
Hann segir að það sé mjög
einfalt,“ sagði Ragnheiður
Ragnarsdóttir sunddrottn-
ing um nýja þjálfarann
sinn, Wayne Riddin,
sem hún mun æfa hjá
í Suður-Afríku. »1
Ragnheiður til æf-
inga í S-Afríku
„Ég var í þessu tvö
sumur og það var
mjög gaman. Í kjöl-
farið fór ég í klúbb-
inn og missti mig
nánast í golf-
inu. Ári síðar
fór ég yfir í
fjölskyldu-
setrið í Keili í
Hafnarfirði,“
segir Axel
Bóasson, Ís-
landsmeistari í
höggleik í golfi, í
samtali við
Morgunblaðið en
farið er yfir árang-
ur hans um leið og
litið er í golfpok-
ann hjá meist-
aranum. »4
„Missti mig nánast í
golfinu“
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór
Stefánsson hefur samið til eins árs
við spænska úrvalsdeildarliðið CAI
Zaragoza. „Þeir eru búnir að styrkja
hópinn og ef við náum vel saman
gæti liðið komist í úrslitakeppnina,“
segir Jón Arnór sem hafnaði til-
boðum frá ítölskum og spænskum fé-
lagsliðum og tilboð frá stórliði á
Spáni gekk honum úr greipum. »1
Jón Arnór semur við CAI
Zaragoza á Spáni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
María Elísabet Pallé
mep@mbl.is
Somen Debnath, 28 ára gamall, frá
þorpinu Basanti í Sunderban-héraði
í Vestur-Bengal á Indlandi, hefur frá
27. maí 2004 ferðast um heiminn á
reiðhjóli til að vekja vitund fólks um
alnæmi (AIDS) og til að kveikja
áhuga á indverskri menningu.
Debnath kom til Íslands 21. júlí
síðastliðinn frá Færeyjum en hann
hefur ferðast undanfarin 7 ár um
Austurlönd, Austur-Evrópu og
Norðurlönd. „Ísland er eins og
draumaland fyrir mig, ég vildi
ferðast til enda heimsins, þannig að
þegar ég fékk vegabréfsáritun til að
ferðast til Evrópu ákvað ég að láta
drauminn rætast.“
Áhuginn kom snemma
Sem unglingur fékk Debnath
áhuga á að kynna sér alnæmi þegar
maður nálægt þorpi hans lést af
völdum sjúkdómsins. Hann las síðar
grein í dagblaði þar sem stóð að al-
næmi væri hættulegri sjúkdómur en
krabbamein. Aðeins 16 ára gamall
fékk hann þjálfun hjá rannsókn-
arstofnun um alnæmi í Vestur-
Bengal. Stuttu síðar byrjaði hann að
ferðast í sínu eigin heimalandi. „Ég
elska þetta líf og þegar fólk hefur
frið og hamingju eins og ég hef, þá
getur það náð markmiðum sínum,
við viljum öll skapa nýja hluti í þess-
um heimi.“
Síðan þá hefur hann verið ákveð-
inn í að verja 16 árum af ævi sinni í
ferðalög til að vekja fólk til umhugs-
unar um alnæmi. Hann var 21 árs og
nýútskrifaður með háskólapróf í
dýrafræði frá Háskólanum í Kal-
kútta þegar hann hóf heimsreisuna.
Mikill stuðningur frá Indlandi
Indversk sendiráð og brottfluttir
Indverjar hafa aðstoðað hann á
ferðalaginu. Debnath stefnir á að
ferðast til allra heimsálfa og sem
flestra landa í heiminum fyrir árið
2020 en þá mun hann hafa hjólað um
200.000 kílómetra.
Debnath hefur skipulagt ferðir
sínar gaumgæfilega. Hann fer næst
til Grænlands og síðan fer hann yfir
á meginland Evrópu þar sem hann
ætlar að heimsækja öll lönd álf-
unnar. Á árunum 2011-2015 mun
hann ferðast um Afríku og þá mun
BBC-sjónvarpsstöðin og þýsk sjón-
varpsstöð fylgja honum. Þegar hann
hefur ferðast um mestalla Afríku
mun hann fara til Suður-Ameríku
og á milli áranna 2015 og 2017
mun hann ferðast um alla Norð-
ur-Ameríku. Eftir það er leið-
inni heitið til Austurlanda fjær,
Ástralíu og aftur til Indlands ár-
ið 2020. Hægt er að styðja Deb-
nath með framlögum. Allar upp-
lýsingar um ferðalag Debnaths og
framlög eru á vefsíðu hans,
www.somen2020world.com.
Í kringum hnöttinn á 16 árum
Vekur til umhugs-
unar um alnæmi og
indverska menningu
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Markmið Somen Debnath mun hjóla um allan heim til að vekja athygli á alnæmi og indverskri menningu.
Þegar Debnath hefur lokið ferðalagi sínu vill hann stofna alþjóðlegt þorp
þar sem allt að 100 manns munu búa saman. Þar verða munaðarleys-
ingjahæli, endurhæfingarstofnun, sjálfshjálparhópar og
skóli sem mun kenna umhverfisfræði. „Mér finnst
mjög mikilvægt að vinna að umhverfismálum því að
við erum umhverfið.“ Debnath vinnur nú að bók
sem hann stefnir á að klára árið 2013, með hjálp
nokkurra vina sinna. Hann skrifar um reynslu
sína og hvetur fólk til að ferðast eins og hann
hefur gert. Þegar hann byrjaði að ferðast átti
hann aðeins 17 bandaríkjadali. „Ég trúi því að ef
fólk gefur af sér í þágu samfélagsins muni sam-
félagið hjálpa því að uppfylla drauma sína.“ Deb-
nath finnst Íslendingar vera rólegir og yfirvegaðir.
,,Ísland er ís, vatn, bátar og vingjarnlegt fólk.“
Fólk getur ferðast fyrir lítið
HEIMSREISA MEÐ TILGANG