Morgunblaðið - 17.08.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 17.08.2011, Síða 1
Una Sighvatsdóttir Ingveldur Geirsdóttir Allt útlit er fyrir að leikskólakenn- arar leggi niður störf í byrjun næstu viku, en enn er óljóst hversu umfangsmikil áhrif verkfallsins verða þar sem deilt er um fram- kvæmd þess. Aukin harka hefur færst í deiluna. Samband íslenskra sveitarfélaga gaf í gær út þau boð að leikskólastjórum bæri að halda starfsemi áfram eins og kostur væri með því starfsfólki sem ekki færi í verkfall. Lögfræðingar Kennarasambands Íslands telja hinsvegar að í þessum fyrirmælum felist verkfallsbrot, þar sem ekki megi skipa öðrum starfs- mönnum að ganga í störf þeirra sem leggja þau niður. Mitt á milli standa leikskólastjórar, sem segjast verða að hlíta fyrirmælum sveitarfélaga en eru reiðir yfir að vera settir í þá stöðu að vinna gegn undirmönnum sínum. „Ég verð að hlýða mínum yfirmönnum, en ég stend líka með minni stétt,“ segir Alda Agnes Sveinsdóttir, leikskólastjóri á Stekkjarási í Hafnarfirði. Stekkj- arás er einn stærstu leikskóla landsins, þar eru átta deildir með alls 123 nemendum. Verði af verk- falli verður öllum deildunum lokað, ef túlkun Félags leikskólakennara verður ofan á. Staðan er misjöfn eftir leikskól- um og sveitarfélögum en ljóst er að áhrifin af yfirvofandi verkfalli gætu orðið lamandi á samfélagið. Leikskólastjórar og aðstoðarleik- skólastjórar eru í Félagi stjórnenda leikskóla. Þar sem aðstoðarleik- skólastjóri er með deildarstjórn verður líklega opið. Harka færist í deiluna  Deilt er um hvernig starfsemi verður háttað í yfirvofandi verkfalli  Leikskóla- stjórar segja sér stefnt gegn leikskólakennurum  Áhrifin lamandi á samfélagið MAukin harka í kjaradeilu »6 Hápunktur Menningarnætur á laugardaginn verður þegar LED-ljósin í glerhjúpi Ólafs Elías- sonar verða tendruð í Hörpu rétt fyrir flug- eldasýninguna. Við tendrun ljósanna flytja Benni Hemm Hemm og Graduale Nobile tónlist- aratriði á Arnarhóli. Unnið er að uppsetningu ljósanna og í gærkvöldi virtist einhver hafa rek- ið sig í slökkvarann því Harpan blasti upp- tendruð við þeim sem áttu leið hjá. »30 Upptendruð Harpa undirbúin fyrir hápunktinn Morgunblaðið/Kristinn M I Ð V I K U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  191. tölublað  99. árgangur  LISTGREINAR KOMA SAMAN Á NÝJAN STAÐ BERIN SPRETTA SEINT NYRÐRA OG EYSTRA BÖRNIN LÆRA UM TÓNLIST Í GEGNUM LEIK OG ÞRAUTIR BETRI HORFUR VESTRA 2 SKEMMTILEGT NÁMSEFNI 10LISTHÓPURINN MADDID 29 Hjónin Guð- mundur Örn Þórðarson og Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir eiga nú allt hlutafé í Skeljungi, en hjónin Eygló Björk Kjartansdóttir og Birgir Þór Bieldvedt seldu þeim allt sitt hlutafé fyrir skömmu. Kaupverð er trúnaðarmál. Bæði er um að ræða beint hlutafé í Skeljungi, sem og helmingshlut í Skel Invest- ments. »14 Birgir farinn úr Skeljungi  Sjúkrahúsþjónusta kann að leggj- ast af á stórum hluta landsins ef sá niðurskurður sem frestað var í heil- brigðiskerfinu á síðasta ári kemur fram á næstu fjárlögum. „Starfsem- in hefur haldist nokkurn veginn óbreytt hingað til en slíkt er úti- lokað ef 140 milljóna niðurskurður gengur í gegn á næsta ári,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga sem rekur sex heilsugæslustöðvar á Norðausturlandi. »9 Frestuðu vandanum þar til núna í haust Nánari samvinna evruríkjanna í efnahags- og ríkisfjármálum var nið- urstaða fundar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, sem fór fram í París gær. Hann var hald- inn til að ræða skuldavanda evruríkj- anna sautján. „Við stefnum að nánari efnahagslegum samruna evrusvæð- isins,“ sagði Sarkozy að loknum fundinum. Merkel hvatti til að mynduð yrði e.k. efnahagsstjórn evrusvæðisins. Hvorki hún né Sarkozy tóku undir hugmyndir um sameiginleg evru- skuldabréf. Þau myndu setja efna- hagslega sterk ríki í ESB í mikinn vanda og væru aðeins möguleg undir lok samrunaferlis. Merkel sagði að nánari efnahagssamruni myndi ger- ast smám saman. Hún og Sarkozy kváðust bæði vilja „raunverulega stjórn“ á efnahagsmálum innan evrusvæðisins og að leiðtogar evru- ríkjanna hittist tvisvar á ári undir forsæti forseta ráðherraráðs ESB. Sarkozy sagði að evruríkin ættu að samþykkja lög um hallalausan ríkisrekstur fyrir mitt ár 2012 svo þau gætu tekist á við erfiða stöðu í ríkisfjármálum. »15 Vilja „raunverulega stjórn“  „Stefnum að nánari efnahagslegum samruna evrusvæðisins“ Reuters Fundað Angela Merkel og Nicolas Sarkozy á blaðamannafundi í gær. „Þetta var snöggt högg,“ sagði íbúi við Borgarhraun í Grindavík í gær- kvöldi, eftir að allsnarpur jarð- skjálfti varð skammt frá bænum klukkan stundarfjórðung yfir tíu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist skjálftinn 3,7 stig og varð um 2,6 km austnorðaustur af bænum. Margir íbúar í Grindavík og ná- grenni hringdu í Veðurstofuna og sögðu allt hafa leikið þar á reiði- skjálfi og hluti dottið úr hillum. Hjá viðmælanda Morgunblaðsins var höggið slíkt að stytta í hillu hjá hon- um datt á hliðina. Alvanalegt er að jörð skjálfi á Suðurnesjum, þó sjaldnast svona mikið. Nokkrir tugir skjálfta mældust við vestanvert Kleifarvatn aðfaranótt 12. ágúst. Stærsti skjálftinn þá var 3,1 stig og varð hans vart í Reykjavík. Óvenjustór skjálfti í Grindavík Upptökin 2,6 km frá Grindavík. Kort/ Veðurstofa Íslands  Húsaleiga hefur farið stígandi síð- an í fyrra eftir að hafa lækkað í kjöl- far efnahagshrunsins. Skýrt merki um það er að hærri tölur eru farnar að birtast á leigu- vefjum en sést hafa í nokkurn tíma. Má þar nefna að nú er til leigu 8 herbergja einbýlishús í Arnarnesi í Garðabæ á 490.000 kr. á mánuði eða sem svarar 5,88 millj. kr. á ári. Ann- að dæmi er að á Bárugötunni í Reykjavík er nú til leigu 10 fm ein- staklingsherbergi á 65.000 kr. á mánuði en það gerir 780.000 á ári. Þriðja dæmið er úr Skuggahverf- inu í Reykjavík en þar er nú tveggja herbergja og 137 ferm. íbúð til leigu á 200.000 kr. á mánuði. Sé gengið út frá að einstaklingur leigi út íbúð á 200.000 krónur á mánuði greiðist 20% skattur af 70% upphæðarinnar, alls 336.000 kr. á ári. »4-5 Einbýlishús til leigu á tæpar 6 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.