Morgunblaðið - 17.08.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.08.2011, Qupperneq 2
 Afar dræm þátttaka var í krónuút- boði Seðlabankans í gær. Bankinn bauðst til að kaupa 72 milljónir evra á genginu 210 krónur, en aðeins bár- ust tilboð fyrir 3,4 milljónir. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þátttakan í útboðinu hafi ekki komið á óvart, vegna mikillar lækk- unar á erlendri hlutabréfaeign aðila eins og lífeyrissjóðanna. Þeir séu því hugsanlega tregir til að selja þessar eignir meðan þær eru nærri botn- inum. Helgi Magnússon, stjórnarfor- maður Lífeyrissjóðs verslunar- manna, staðfestir þetta. „Einfaldlega vegna þessarar miklu óvissu á er- lendum mörkuðum höfum við aðeins viljað sjá til.“ Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða tekur í sama streng. „Ég hygg að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar hafi verið mjög hikandi við að selja erlendar eignir eftir að þær hafa lækkað, tímabundið, skulum við vona.“ Lagist ástand markaða síðar á árinu og bjóði Seðlabankinn áfram svipuð kjör sé líklegt að lífeyrissjóðir vilji taka meiri þátt. »14 Vildi kaupa 72 millj- ónir evra en fékk bara tilboð fyrir 3,4 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is ,,Berjasprettan er mun seinna á ferðinni en verið hefur síðustu ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjasérfræðingur. Hann telur að spretta í frægum berjalöndum á Norður- og Austur- landi verði ekki eins góð og und- anfarin ár, en veður þar hefur ekki verið eins og best verður á kosið fyrir berin: svalt og beinlínis kalt. ,,Það er engan veginn hægt að reikna með mikilli sprettu á þess- um stöðum í ár, það er engu lagi líkt hvernig veðrið hefur verið. Bæði hvernig það var framan af sumri og svo kuldar aftur núna. Maður er jafnvel að heyra fréttir af næturfrostum fyrir norðan og á sama hátt hefur veðrið verið mjög leiðinlegt fyrir austan. Þetta dregur úr sprettunni og seinkar henni, svo ég geri ráð fyrir að hún verði þremur vikum á eftir því sem við höfum mátt venjast síðastliðin ár,“ segir Sveinn. Hann segir þó að ekki sé útilokað að finna góða staði til berjatínslu á landinu, en Suð- vesturland, Vesturland og Vest- firðir gætu komið vel út. ,,Það er samt ekki útilokað að finna berjalyng og finna staði víð- ast hvar á landinu, sérstaklega ef það fer ekki að frjósa snemma. Ef það skyldi nú í staðinn haldast frostlaust fram í miðjan sept- ember, þá gæti víða verið eitthvað af berjum. Ég held að sprettan gæti orðið ágæt á Vesturlandi og það gæti einnig ræst úr henni á suðvesturhorninu og á Vestfjörð- um,“ segir Sveinn og bætir við að hann ætli að hefja sína berjatínslu síðustu vikuna í ágúst. ,,Ég ætla sjálfur að fara í berja- mó síðustu vikuna í þessum mán- uði. Það getur vel verið að það sé í það fyrsta og þá handtínir maður. Þetta er nú bara eins og ég man eftir þessu sem krakki, þá var berjatímabilið ekki nema tvær vik- ur: síðasta vikan í ágúst og fyrsta vikan í september,“ segir Sveinn að lokum. Berjasprettan seinna á ferðinni en verið hefur  Útlitið ekki gott á Norður- og Austurlandi Sveinn Rúnar Hauksson Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í utanríkismála- nefnd Alþingis vilja að opnir fundir verði haldnir í nefndinni í hverjum mánuði í vetur um framgang aðild- arviðræðna við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði fyrir tillögunni á fundi nefnd- arinnar í gær, en Bjarni Benedikts- son og Ólöf Nordal skrifuðu einnig undir hana. Formaður nefndarinnar, Árni Þór Sigurðsson, hyggst láta at- huga hvernig hún samræmist lögum um þingsköp. Ekki var annað að heyra á þeim nefndarmönnum, sem tal náðist af, en að tillögunni hefði verið ágætlega tekið. Ekki náðist í Árna Þór. Sigmundur Davíð segir það sama eiga við um Alþingi eins og almenn- ing, að það fái litlar upplýsingar um stöðu aðildarferlisins. Til dæmis séu samningsmarkmiðin óþekkt. „Utan- ríkisráðherra og aðrir sem halda ut- an um þetta leyfa sér að hafa þetta að býsna miklu leyti hjá sér og túlka eftir þörfum. Þá er ég að vísa sér- staklega til ummæla Össurar um að Íslendingar þyrftu ekki sérstakar undanþágur í sjávarútvegsmálum,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að sér sýnist ferlið eiga eftir að tefjast talsvert, vegna þess hvaða kafla eigi eftir að opna í viðræðunum, þ.e. sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflana. „Það er mitt mat að jafnvel þótt utanríkisráð- herra hafi talað fyrir því að ljúka málinu á næsta ári, þá stefni allt í að það verði ófrágengið fyrir næstu kosningar.“ Hann kveðst engin svör fá, þegar hann spyr ítrekað að því hvort ferlinu verði lokið og hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á kjör- tímabilinu. „Því hefur ekki verið mótmælt þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þetta stefni í að brenna inni á tíma,“ segir Bjarni. Einnig var á fundi nefndarinnar í gær rætt um Pelly-áminningu bandarískra stjórnvalda til íslenska ríkisins vegna hvalveiða, sem endur- nýjuð var í sumar. Kom þar fram að málið væri enn í vinnslu í bandaríska stjórnkerfinu og engin ákvörðun hefði verið tekin þar um að fylgja áminningunni eftir með aðgerðum. Alþingi veit lítið um viðræðurnar  Framsóknar- og Sjálfstæðismenn í utanríkismálanefnd vilja opna fundi um ESB með Össuri í vetur  Stefnir í að aðildarferlið brenni inni á tíma með tilliti til þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili Opin umræða » Í tillögunni felst að Össur Skarphéðinsson verði við- staddur og til svara á fundum. » Tillagan var ekki rædd sér- staklega á fundinum í gær, en verður rædd á morgun. » Sigmundur segir þetta sam- ræmast áliti meirihlutans um opna umræðu um ESB-málið. Meðlimum múslímasamfélagsins á Íslandi var boðið til kvöldverðar í bandaríska sendiráðinu í gærkvöldi í tilefni ramadan-mánaðar. Múslímar fasta þann mánuð frá morgni til kvölds og var sólseturs því beðið áður en matast var en það var um kl. 21.41 í gærkvöldi. Ramadan er heilagasti mánuður ársins hjá múslímum og ein af fimm grunnstoðum ísl- amstrúar. Múslímar í matarboði í tilefni ramadan Morgunblaðið/Kristinn                                                       ! "     #   $  %   %      &'"  (  (  ) (    &    *             "       $     + ,  -      ./  0   1"# ,  " "            (    0   ./  2 ./   0  3'   '   0  ,   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.